Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 7. júlí 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 35. DAGUR (Framhald). að hún sé það vandræðakvendi, sem við höfum álitið. Georg varð eitt spurningarmerki. Anthony hélt áfram: „Jú, eg veit að það var ekki að ástæðulausu, að við kom- umst að þeirri niðurstöðu, en okkur getur samt hafa skjátlazt.“ Hann sagði síðan það, sem leyni- lögreglumaðurinn hafði sagt hon- um. Hann sagði henni frá söng- tímunum hjá Borgman. „Hún hlýtur að hafa góða hæfileika, fyrst Borgman tók að sér að kenna henni. Og ýmislegt fleira bendir til þess, að hún sé allt önn- ur persóna en við héldum. Og að- laðandi er hún. Mjög svo aðlað- andi“ „Heyrðu góði,“ sagði Georg. „Hvers konar varning ertu eigin- lega að reyna að selja mér?“ „Ja, í stuttu máli sagt, hefir mér flogið í hug, að vera kynni, að þú hefðir hreint ekki verið svo óheppinn, Georg. Hver veit nema að hún gæti eftir allt saman orðið fyrirmyndar eiginkona?“ „Ertu orðinn vitlaus, maður?“ „Nei, það held eg ekki. Eg er stundum að hugsa, hvort ekki sé eitthvað bogið við þig?“ „Þú heldur þó ekki, að eg geti orðið hrifinn af þessu lævísa svikakvendi? Eftir að eg er búinn að vera trúlofaðurHelenu. Jafnvel þótt hún hefði aldrei gert það, sem hún gerði, mundi eg alltaf hata hana. Hún hefir svoleiðis áhrif á mig. Hún er ein af þessum kvenpersónum, sem maður les um í skáldsögum, sem skaprauna mönnum sínum, þangað tilekkier blóðdropi eftir í þeim. Hvernig í ósköpunum ætti eg að búa með slíkri manneskju?“ „Nei, kannske væri þér það of- raun.“ „Já, mér er það þegar ofraun, eins og það er. Eg er að verða heiluslaus á þessari sambúð. Maður veit aldrei hvað hún er að húgsa eða brugga.“ „Jæja, þá ekki meira um það,“ sagði Anthony. „Nei, það er alveg útilokað." Móðir þeirra og Díana komu inn í herbergið. Frú Carver settist í stólinn, sem Georg færði henni. „Líður þér illa, mamma, ertu ákaflega óhamingjusöm?" spurði Anthony. „Engin orð ná yfir það, hvern- ig mér líður.“ „Eitthvað hefir komið fyrir. Þú ert óvenjulega þreytuleg.“ „Það er svo sem sama héðan af. Eg hefi sagt af mér formennsku líknarfélagsins Eg hefði átt að vera búin að því fyrir löngu.“ „Hvers vegna gerðir þú það í dag?“ Hún hristi höfuðið. ,;Mér :líkar ekki ahdrúmsloftið þar nú orðið. Eg’finn'þáð 'á mér, að þegar eg mæ'ti þahá fúndum, leggúr nær- vera mín höft á tungu' hinna kvennanna. Þeim finnst þær ekki geta sagt allt, sem þeim býr í brjósti, þegar eg er viðstödd, því að hvenær, sem þær minnast eitt- hyað á afvegaleiddar stúlkur, þá nálgist það beina móðgun í minn gar.ð, eins og á stendur. Og Jóse- ffna Davíðsson er bálvond út í mig, því að henni finnst eg hafi ekki veitt henni allan trúnað minn í þessu máli, — boðið henni hingað heim og sagt henni allt. Eg veit það var heimskulegt af mér að gera það ekki. Eg mátti svo sem vita það, að hún yiði reið. Og nú er hún alltaf að gefa það í skyn, að eg haldi á einhvern hátt verndarvæng yfir þessari stúlku, — sé búin að sætta mig við þetta allt saman.“ Það brá fyrir grát- hljóði í rödd frúarinnar, þegar hún hélt áfram: — „Auðvitað skiptir þetta ekki miklu máli í sjálfu sér. En eg er bara svo óvön slíku ástandi. Eg og mitt fólk höf- um aldrei þurft að afsaka eða skammast okkar fyrir eitt eða neitt, þangað til þetta þurfti nú að koma fyrir!“ Anthony fékk sér vænan sopa úr glasinu, en spratt svo á fætur. „Hvar er hún?“ spurði hann rólega. — „Er hún uppi í herbergi sínu?“ Anthony drap að dyrum, og Maggie opnaði hurðina. „Mig langar til að fá að tala við yður í einrúmi, Maggie." Hún hugsaði sig andartak um, en bauð honum svo inn í her- bergið. Anthony lokaði hurðinni á eftir sér og svipaðist um. Stúlk- an var enn í morgunslopp með gamaldags sniði og líktist í svip- inn mynd úr helgiriti frá miðöld- unum. Hún var með blýant í hendinni, og hálfskrifuð nótna- blöð lágu á skrifborði hennar. „Hvað var það þá, sem yður langaði til að segja við mig?“ spurði hún. „Má ég setjast niður?“ „Ó, vissulega. Gerið svo vel,“ svaraði hún með kaldri kurteisi í rómnum. Sjálf settist hún einnig og beið átekta. „Svo virðist, að það megi ekki dragast miklu lengur, að eitthvað endanlegt verði afráðið í þessu fjölskylduvandamáli“, sagði Anthony. — „Og mér finnst ein- hvern veginn, að við tvö munum geta rætt ástandið rólegar og skynsamlegar okkar á milli en við gátum fyrir tveimur mánuðum síðan.“ „Hvað eigið þér við?“ (Framhald). I Við önnumst vömílutningana l Bifreiðastöðin Stefnir s.f. i i Sími 218 — Akureyri. s ............. 111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiminniiiin 111111 iniiiiiiiiiiiiiiiiininiiimiiitimiiiiii’iiintimu ULLARDÚKAR, margar gerðir, i KAMGARNSBAND, margir litir, | i LOPI, margir litir, [ \ venjulega fyrirliggjandi í öllum i kaupfélögum landsins. í | Dllarverksmiðjan GEFJUN ) "•» mmmmm.mmmii.mmmimim................. i Bókin um Jóhann Strauss: | Ikonungur VALSANNAI eftir WERNER JASPERT \ | í þýðingu Hersteins Pálssonar. Bók þessi er hin ævintýralegasta saga eins glaðasta | Í manns og sigursælasta, sem uppi hefur verið. Þetta er = Í saga valsa-konungsins Júhanns Strauss, konungs þess, \ Í sem heimurinn allur — og þó sérstaklega kvenþjóðin — | Í liefur ifúslega lotið. Bókin lýisir baráttu lians, takmarka- = I lausri sigursæld og einlægri ást. lians til kvenna þeirra, | Í sem mættu honum á lífsleiðinni og gæddu hann sköp- e I unarmætti til að syngja lífsgleði sína yfir milljónum | Í manna' í hinum fögru völsum síntun. | Og list hans hefur stökkt margri sorg á flótta, slétt \ i marga hrukku, vakið lífshamingju margra af dvala, [ í liuggað, glatt og veitt hamingju. \ Bók þessi á erindi til allra, er þrá i sanna gleði, djúpa og hreina ást — \ í faðmi sumarblíðu og sólar. = HÓTEL AKUREYRI Hafnarstræti 98. — Sími 271. Kjölfar Rauða drekans Furðulegt hús blasti við mér. Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGAN — 6 „I»ér borðið með mér,“ sagði Sidneye. „Verið varkár, vinur,“ bað Teleia. BAK við varðmanninn stanzaði eg til að virða fyrír mér hús eitt, furðulegt. Hér, á þessari afskekktu eyju, hafði Van Ruysdaal Sidnéye látið reisa stórt, þriggja hæða hús í mjög skrautlegum garði. Á miðjum efri svöl- um hússins tók eg eftir afarstórum skildi og á honum miðjum gylt sverð á daufrauðum grunni. Mér var vísað af þjónum inn í fallega skreytt her- bergi, þar sem tveir sólbrenndir menn komu mér í móti með vínflösku, ís og sódavatn .— Eg hafði rétt lokið úr glasinu, þegar dyrnar allt í einu eru opnaðar, og tveir þjónar stilla sér upp sinn hvoru megin við þær, auðsýni- lega bíðandi eftir einhverjum mikilvægum gesti. — Eg hélt niðri í mér andanum; vonaði að fá að sjá Teleiu Van Sehreeven. En eg varð fyrir vonbrigðum. Hjóla- stólnum var ekið inn. Sidneye var viðfelldinn húsráðandi, enda þótt eigi dyldist, að bak við gleðisvipinn, sem á honum var, gætti nokkurrar gremju. — „Viljið þér ekki fá yður sæti, Mijnheer Rosen?“ sagði hann. Hann var sama ferlíkið, með sinn 200 punda líkamsþunga. Eg brosti. „Þakka yð- ur fyrir, Mijnheer,“ svaraði eg rólega. „Viljið þér ekki fá yður glas með mér?“ „Með ápægju,“ var svarið. Hann klappaði saman feit- um höndunum, og inn komu þjónar. Fljótlega vorum við farnir að drekka og viðræður okkar voru þannig, að báðii' gættum við þess að segja ekki of mikið. Þó var auðsætt, að hann ætlaðist til að samtal okkar gæti leitt til þess, að hann fengi vissu fyrir, hvað eg ætlaði mér gagnvart Ralls. En eg var var um mig, og þar kom, að hann sagði: „Þér borðið með mér miðdegisverð. Þangað til getið þér heimsótt vin yðar.“ Eg fann Carter, þar sem hann lá í bjálkarúmi og var á öllu auðséð, að húsráðandinn. gerði sér allt far um að vel færi um hann. Viðræðui' okkar urðu ekki lengri en þessi fáu orð, sem hann sagði: „Mér hefir verið bent á, á tilhlýðilegan hátt, að bjóða þér að halda þér réttu meg- in.“ Og skildi eg, hvað hann átti við. Eg sneri frá honum, einnig, og gekk út í garðinn, áður en farið yrði að borða. Skyndilega sá eg hvar Teleia kom gangandi á móti mér með fullt fangið af blómum. „Það er gott sjá yður aftur, Mijnheer Rosen,“ sagði hún og brosti. „Þér eruð vingjarnlegri en eg átti von á,“ svaraði eg. „Við verðum öll að viðurkenna vonbrigði okkar,“ sagði hún og hló. Mér var ekki fyllilega ljóst, hvað hún átti við með þessari tvíræðu athugasemd, en hún bætti við: „Yð- ur finnst eg vera falleg, en Mijnheer Bullit er ekki á sama máli, þegar eg snýst illa við að hann njósni um mig. Honum væri ráðlegast að sleppa því framvegis.“ Eg var hissa á því, hversu opinská hún var, en eg gat naumast verið í vafa um það atriði, er hún bætti vin- samlega við: „Mr. Rosen, satt að segja er enginn skyn- samleg ástæða til þess fyrir mig að vara yður við. En verið varkár. Sitt hvað óvenjulegt kann að koma fyrir yður, áður en langt um líður.“ (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.