Dagur - 28.07.1948, Page 5
Miðvikudaginn 28. júlí 1948
DAGUR
Fokdreifar
iiimiiiiiiihii
1111111 ■ ■ 11 ■ 11 ■ 11111 ■ 11111 ■ 111 ■ i ■ ■ i
m 1111111111111 ■ 1111 n m 11
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 •
gestirnir yrðu þar ein fjölskylda
ásamt prófastsfjölskyldunni, svo
hjartanlega voru allir velkomnir,
enda á eg minningar þaðan svo
hugljúfar sem frá mínu bernsku-
heimili.
Að þessu sinni lá leið mín fyrst
að leiði föður míns í kirkjugarð-
inum. Þar næst hafði eg hugsað
mér að líta klukku eina mikla, er
eg hafði heyrt, að Vallakirkja
hefði nýlega fengið frá Ameríku.
Þarna stóð hún í umbúðunum
sunnan við kirkjuna, stærri en eg
hefði getað hugsað mér, að nokk-
ur kirkjuklukka gæti verið. —
Saga hennar er í stuttu máli
þessi:
Fyrir nokkru síðan gerði einn
af þáverandi sóknarnefndar-
mönnum, Sigurjón Kristjánsson,
fyrirspurn til Zóphoníasar Þor'-
kelssonar, sem mörgum er kunn-
ur, um hvort ekki mundi vera
hægt að fá kirkjuklukku með
góðum kjörum frá Ameríku.
Brást Zóphonías svo drengilega
og höfðinglega við, að hann sendi
umgetna klukku endurgjaldslaust
og sá Eimskipafélagið um flutn-
ing hennar heim ,einnig án end-
urgjalds. Þarna stóð liún svo og
beið eftir því að verða tekin til
notkunar.
Eins og gefur að skilja sá sókn-
arnefndin sér ekki fært, kostnað-
arins vegna, að leggja út í að
byggja stóran turn fyrir klukk-
una, en aðeins klukknaport, líkt
þeim, sem voru stundum áður
byggð fyrir litlar klukkur. Mun
þó bæði sóknarnefnd og öðrum
viðkomandi finnast, að þessari
klukku hæfi ekki óveglegri bygg-
ing en hún er sjálf, enda mun gef-
andinn hafa ætlazt til þess, að
hafin yrðu samtök um fjársöfnun
meðal Svarfdælinga, einnig
þeirra, er burt hafa flutt úr sveit-
inni ,til þess að klukkuturninn
yrði sem veglegastur. Er Svarf-
dælingar, búsettir í Reykjavík,
urðu þess áskynja, hófu þeir strax
fjársöfnun, og frá þeirn níu mönn-
um þar, sem þegar hefir verið tal-
að við, söfnuðust hátt á fjórða
þúsund krónur.
Þessi hreyfing í Reykjavík barst
til eyrna Svarfdælingum, búsett-
um á Akureyri, og vildu þeir
gjarnan vera með í fjársöfnun-
inni. Má af þessu marka, að miklu
fé mætti safna til framkvæmd-
anna, ef almenn samtök á meðal
Svarfdælinga yrðu hafin. Vil eg
nú heita á alla þá, sem unna
gamla, fagra dalnum sínum, að
leggja fram lítinn eða stóran skerf
eftir ástæðum. Tel eg engan vafa
á því, að allir, sem hlut eiga í
máli, sóknarnefnd, sóknarbörn
Vallaprestakalls og jafnvel allir
Svarfdælingar, vilja búa svo vel
um klukku þessa, að til sóma
verði, ekki sízt hinum höfðing-
lega gefanda. Eg fagna þeirri
stund, er hljómar hinnar geysi-
stóru kirkjuklukku fá að berast
út yfir blómlega byggð og svarf-
dælsku fjöllin bergmála helgi
þrungna klukknahringinu, sem á
að kalla fólkið saman til lofgjörða
og bæna.
Vörubifreið til sölu
2ja tonna Chevrolet, model
1934, nýviðgerður, með
nýjum mótor. Ennfremur
nýleg hesta-rakstraryél.
\ Pálmi JúliusSon,
Raupangsbakka.
r\ r 1*
ijroandi joro:
Of margt fólk með „hreinar hendur”
Hækkuð laun og styttur vinnutími er lítill sigur - aukin framleiðsla
tillands og sjávar getur ein skilað þjóðinni sigurlaunum.
Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON.
í OKKAR UNGA sjálfstjórnarríki er mikið hugsað um
þarfir, framfarir og skipulag, um bað er ekki nema allt gott
að segja. Það er vitað, að landbúnaðurinn harf góð áhöld,
bættan búpening, haganlegan vinnumáta, vegi, síma, raf-
magn, góð húsakynni o. fl. Þetta er ekki eingöngu nauðsynlegt
fyrir landbúnaðinn og sveitafólktð, heldur er betta þjóðar-
nauðsyn. Þetta miðar að því, að stöðva fólkið í sveitunum og
lækka vcrð landbúnaðarvöru til neytendanna. Ofstreymi
fólks úr sveitum landsins er ekki eingöngu hættulegt fyrir
landbúnaðinn, heldur og líka fyrir hina mannmörgu kaup-
staði.
Það er talað um skipulag byggðarinnar í sveitum landsins,
og þá einkum ráðizt á mesta strjálbýlið og talið jafnvel til
framfara að hin strjálbýlasta byggð leggist í auðn. En betta er
hin mesta fjarstæða. Strjálbyggðin býður tíðast mörg hlunn-
indi, sem haglcvæm eru til búskapar og þéttbýlið hefri ekki á
að skipa (beitarsæld, sjálfgerðar slægjur o. fl.). Tækni nútím-
ans hlýtur að gera allar sveitir og jarðir byggilegri en áður.
Raunar er aðein EIN LEIÐ TIL ÞESS AÐ ÞÉTTA BYGGÐ-
INA, en hún er sú: AÐ FÓLKIÐ SETJIST AÐ í SVEITUN-
UM OG REISI SÉR ÞAR BYGGÐIR OG BÚ.
Sveitasælan — en án hennar væri landið okkar óbyggilegt
— er til orðiii fyrir fólkið allt í landinu. En hún er ckki til þess
orðin að vera aðeins til sýnis fyrir fólkið, sem snöggvast, held-
ur á Iiún að vera til varanlegrar gleði þeim, sem bar vilia una
og svo til þcss að fólkið fái þar ncytt brauðsins í svcita síns
andlitis — en það er UNDIRSTAÐA FYRIR DRENGILEGRI
HUGSUN OG FRAMKOMU.
ÞÓTT IIÉR sé aðeins ein höfuðleið til bess að byggðin skipt-
ist og þéttist hæfilega í sveitunum, er það þó réttmætt að
skipuleggja og koma á nýbýlahvcrfum og nýbýlum, svo sem
nú er í undirbúningi og ráðagerð af hálfu liins opinbera. Það
mundi leiða í ljós kosti og galla hins mesta þéttbýlis og verða
smá mótstaða í strauminn.
En öll skipulagning á pappírnum getur orðið lítils virði og
öll atvinnuleg skipulagning snýzt í hið mesta óskipuiag, ef
fólkið yfirgefur framleiðslustörfin langt úr hófi fram, svo sem
nú er orðið hér í þessu landi, þar sem tala framleiðenda (þeir
og skyldulið) er komin ofan fyrir 40% af þjóðinni. Við þetta
fráhvarf myndast sjúkdómur hjá þjóðinni, en hann læknast
aldrei nema fólkið hverfi bangað, sem það áður var. Á HIÐ
RÚMGÓÐA HEILSUHÆLI FRAMLEIÐSLUNNAR OG
VINNUNNAR VIÐ HANA. Því að um leið og framleiðslu-
störfin eru lífsnauðsyn, eru þau líka andleg og líkamlcg
heilsuvernd fyrir fólkið.
BANDARÍKJAMENN segja að allt, sem þeirra land þarfn-
ist, sé „fólk með óhreinar hendur og hreinar sálir“. Hér í landi
er áreiðanlega allt of margt af fólkinu, sem er of hreint um
hendurnar, hvað sem sálum þess líður. Island þarfnast, ekki
síður en Bandaríkin, fyrst og fremst fólks, sem vinnur að fram-
leiðslunni af heilum hug og í þcgnlegum trúskap. „Nema þið
snúið við“. Ef hér á ekki að verða stórkostlegur skortur á lífs-
nauðsynjum, verður fólkið í landinu að hverfa til landbúnað-
ar og annarra framleiðslustarfa, í stórum stíl. En löggjöf og
verðlag í landinu má ekki hindra slíkt.
Hinir óábyrgu (þeir sem ekkert framleiða) — sem eru allt
of margir — eru kornnir til langt of mikilla áhrifa með þjóð-
inni. Þeir rita nær allt prentmál, sem borið er á borð fyrir
þjóðina, þeir eru hinir talandi mcnn í ríkisútvarpinu og mynda
þar líka aðalþætti, í innlendum fréttum þess (helzt með frétt-
um af íþróttum og alls konar sporti). Þeir fylla nær öll full-
trúasæti í sölum alþingis o. s. frv. — Þessar staðreyndir — og^
fleira þessu líkt — eiga nú orðið aðalþáttinn í því að valda frá-
hvarfi frá framleiðslunni og eyða byggð svcitanna. — Frá
hendi þessa fólks er sem oftast allt talið glæsilegt, nema fram-
leiðslustörfin.
Þessi mikla „fyrirferð“ hinna „óábyrgu“ tekur með sér hinn
uppvaxandi lýð í landinu og veldur miklum örðugleikum, scm
enn hljóta að fara vaxandi: Fjárcyðsla við ríkisreksturinn er
allt of mikil, launuð störf eru gerð hægari mönnum til af-
komu, lieldur en framleiðslustörf, ríkið er farið að kaupa fólk
til að framleiða (samanber ábyrgð á fiskverði), ríkið kaupir
fólk til að borða landbúnaðarafurðir, sem þó er of lítið til af,
gjaldcyrir vantar (meiri framleiðslu) fyrir innfluttar vörur,
ný lög eru látin koma til framkvæmda, er miða til niðurdreps
fyrir framleiðsluna og til cyðingar sveitunum (t. d. mörg
ákvæði alm. tryggingarlaganna, fræðslulög o. fl., ckki þó meira
um það að sihni). Þessir örðugleikar o. fl. cru því ao kenna að
hinir óábyrgu eru liafðir „fyrir framan“ hjá þjóðinni, allt of
mikið. Fyrir það cr hún áreiðanlega komin hér á villigötur.
Verður liún að stöðva þá göngu og snúa við til þess áð vernda
fjárliag sinn og sjálfstæði og ala upp kjarnameiri þjóð í land-
FYRSTI maí er nýlega afstaðinn. Þar létu ihnir óábyrgu til
sín heyra. Allt var það raunar svipað. Þeir töldu það sigur að
fá hækkúð laim og styttan vinnutíma og töldu enn þörf meiri
lilunninda á þessu sviði (glæsilegt í eyru-þeirra, sem vilja vera
lausir við ábyrgð framleiðslunnar). Þarna með ræðumönnum
var sjálíur forsætisráðherrann. Sjálfur hann er talandi maður
í ríkisútvarpið sem áróðursmaður til að tala fólkið frá frain-
leiðslunni. Það sannar áð hér að framan er ekki farið með
staðlausa stafi. Hinir óábyrgu cru komnir til áhrifa með þjóð-
inni, sem henni stafar hætta af, vegna sjálfstæðismála hennar,
bæði inn á við og út á við.
Benda má forsætisráðherranum á það, að við bændur og
framleiðendur getum ekki tekið þátt í „sigurgleðinni“ vegna 8
fttunda vinnudags. Landbúnaðurmn getur ekki keypt til vinnu
þctta 8 stunda fólk. Bændur verða að hafa lengri vinnudag
(sem er ekkert athugavert) ella leggja frá sér störfin. En þá
mundi þessi og aðrir sigrar, sem ráðhcrrann taláði um, snúast
í hinn hættulegasta ósigur. Hinn raunverulegi sígur og hin
reunverulegu laun, er það sem framleiðendur, með ástundun
og hyggni fá uppskorið með starfi sínu af föngum til sjós og
til svcita.
'n iiiiiiiiiiiiniii
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiii
111111111111111111111
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiip
TVÍBURAVAGN
óskast keyptur. — Upplýs-
ingar í síma 606.
Vil selja
MOÐIR, KONA, MEYJA.
(Framhald af 4. síðu).
auðuga og með ljómandi fögrum
saum.
Hér hefir verið drepið á það
helzta, sem sýningu þessari er að
sjá, en það er, eins og gefur að
skilja, mjög ófullnægjandi.
Gaman hefði verið ef heimilis-
iðnaðarsambandið hefði séð sér
fært að fara víðar með sýninguna
og gefa fleiri landsmönnum og
konum kost á að sjá hana.
Puella.
unga kú og tvær kelfdar
kvígur.
Grimur Sigurðsson,
Þórunnarstræti 121. Akureyri.
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllV.i
KLUKKUR
teknar til viðgerðar.
Bjarni Jónsson
úrsmiður, Hafnarstrseti 85.
Læst bensínlok9
með lyklum í, merktum
525, hefir tapast. — Vin-
samlegast skilist á B. S. A.
O
Bólusetning
fer fram í Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi 1. ágúst. |
Hrafnagili kl. 2 eftir hádegi. Saurbæ kl. 5.
í Öngulstaðahreppi 8. ágúst. Munkaþverá kl. 2 eftir f
hádegi. Þverá kl. 5.
Til frumbólusetningar mæti börn 3—8 ára, sem |
ekki hafa verið liólusett með árangri áður.
Til endurbólusetningar mæti börn 11—14 ára, sem 1
ekki hafa verið endurbólusett með árangri, eða þrisvar |
Bólusett verður á þingstöðum hreppanna.
Sigriin Hjálmarsdóttir. |
1 ’n 111111111111111111 ■ 1111 ■ 1111 ■ 11111 ■ 11111 ■ 11111111111111111111111 ■ ii 111111111111111111111' 11111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111 ii*
>Miiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiimiiiiiiimmfimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiitimiiii