Dagur - 28.07.1948, Blaðsíða 8
8
Bagub
Miðvikudaginn 28. júlí 1948
Alþjóðahafrannsóknarráðið með-
mælf 10 ára friðun Faxaflóa
Engar skaðabætur verða greiddar
fyrir veiðitap
Brezka fiskveiðablaðið Fishing
News greinir frá því nú fyrir
nokkrum dögum, að sljórn al-
þjóðahafrannsóknarráðsins hafi
fyrir sitt leyti samþykkt að mestu
leyti tillögur nefndar, sem und-
anfarin ár hcfir unnið að rann-
sókn á því hvort hentugt mundi
vera að alfriða Faxaflóa fyrir
allri botnvörpu- og dragnótaveiði
um nokkurt árabil til reynslu. —
Blað þetta greinir m. a. þannig frá
þessuin málum:
Þótt langt virðist síðan íslend-
ingar fluttu fyrst tiilögur sínar
um friðun fiskiuppeldisstöðvanna
við Faxaflóá, verða menn að
minnast þess að stríðið stöðvaði
málið í ár og gat nefnd sú, er um
málið fjallaði, ekki starfað. En
síðan stríðinu lauk hefir verið
unnið af kappi á málinu og nú
hafa verið lagðar fram tillögur,
sem eru raunar 100 ara gamlar,
þótt þær kæmu ekki opinberlega
fram fyrr en 1937.. Svæðið hefir
mikla alþjóðlega þýðingu, en eigi
að síður er augljóst að tillögur um
að loka því fyrir tog- og drag-
nótaveiði, koma harðast niðui' á
íslendingum og Bretum. Hvað
Bretum viðvílcur mun árlegur afli
brezkra togara og annarra veiði-
skipa af þorski, ýsu, lúðu og kola-
tegundum, á árabilinu 1932—
1936, hafa numið um 160.000
sterlingspd. verðmæti á ári. —
Verðmæti Islendinga á þessum
slóðum getur naumast verið
minna, sérstaklega hin síðari ár,
og enginn efi er á því, að flóinn
mundi, er fram líða stundir, verða
mikilvægari fyrir ísland vegna
hins aukna fiskiskipastóls lands-
manna.“
Síðan greinir hlaðið frá því, að
undirnefnd sú, er um málið f jall-
aði, hafi , ekki talið sannað, að
aukning fiskistofnsins vegna frið-
unarinnar nægði til þess að rétt-
læta veiðitap ef miðað væri við
friðun um alla framtíð. Nefndin
lagði því til, að fi iðunin yrði
Steingrímur Matt-
híasson, liinn þjóð-
kunni læknii’ og
rithöfundur látinn
í gærmorgun lézt hinn þjóð-
kunni læknir og rithöfundur
Steingrímur Matthíasson Joch-
umssonar skálds, í I andsspítal-
anum í Reykjavík, 73 ára að aldri.
Steingrímur var búsettur í Dan-
mörku undanfarin ár. en kom
heim í öndverðum þessum mán-
uði, þá sárþjáður. — Þessa ágæta
íslendings verður nánar minnzt
hér í blaðinu síðar.
íeynd til 10 ára og næði til svæð-
isins innan línu frá Garðskaga til
Malarrifs. Flóinn skyldi ennfrem-
ur lokaður fyrir veiði næstu 5 ár-
in eftir friðunina til bess að veita
nægilegan tíma til nýrra samn-
inga. Þá lagði nefndin til að al-
þjóðaeftirliti með friðuninni yrði
komið á og að fiskveiðiþjóðum
þeim, er hlut eiga að máli, yrðu
greiddar skaðabætur. Þegar kom
til stjórnarnefndar Alþjóða-
rannsóknarráðsins, var álit und-
irnefndarinnar samþykkt, að öðru
leyti en því, að felld var niður
málsgreinin um skaðabætur til
handa fiskiveiðaþjóðum.
Mál þetta mun væntanlega
skýrast nánar innan tíðar. Full-
víst má og telja að rikisstjórn ís-
lands og Alþingi eigi eftir að
fjalla um þessar ráðagerðir. Frið-
un Faxaflóa fyrir botnvörpu hefir
lengi verið áhugamál íslenzkra
fiskifræðinga. Eftir er hins vegar
að vita, hvort þeim þykir fýsilegt
að afgreiða málið á þessum
grundvelli.
Engin slátrun lijáKEA
í bráðina
Enda þótt framleiðsluráð land-
búnaðarins veitti leyfi til þess að
slátrun sauðfjár hæfist hinn 26.
þ. m., og láturleyfi sé íyrir hendi
hjá sláturhúsi KEA hér, mun
engin slátrun verða hér í bráðina,
að því er blaðið frétti í gær. Eru
bændur mjög tregir að láta lömb
til slátrunar nú, þar sem dilkar
eru rýi'ii' vegna hins erfiða tíðar-
fars. Slátrunarleyfi eru aðeins
veitt til lambaslátrunar,enekkitil
slátrunar á fullorðnu fé. Verð á
kg. lambakjöts er ákveðið kr.
18,50 í heildsölu og kr. 21,00 í
smásölu. Mun þetta verðlag5 að
sjálfsögðu breytast, er baustslátr-
un hefst.
Færeyska skíitan, sem
strandaði við Leirhöfn,
ósjófær
í sl. viku strandaði færeyska
skútan Albert Victor frá Vog í
Suðurey undan Leirhöfn á Sléttu
M.s. Narfi frá Hrísey dró skipið á
flot og' kom með það hingað til
Akureyrar sl. föstudagsmorgun.
Skútan hafði verið að handfæra-
veiðum úti fyrir Vestfjörðum og
var með fullfermi fiskjar á heim-
leið. Hér fór fram skoðun á skip-
inu. Reyndist kjölur þess mikið
brotinn, stýrið brotið og skrúfan
og er skipið ósjófært eins og
stendur. í gær var i ráði að skipa
aflanum hér á land, en hann mun
vera um 325 skpd. Búizt er við
því að viðgerð á skipinu fari fram
hér. Skúta þessi er orðin mjög
gömul, meira en. 60. óra.
Forsætisráðherra
r
Israels
Myndin er af Davíð Ben-Gurion,
forsætisráðherra hins nýja fsra-
elsríkis Gyðinga. Hann er 62 ára
gamall, rússneskur áð uppruna,
en hefir dvalið í Landinu helga
öll sín manndómsár. Hann var
kunnur Síonisti og jafnaðarmað-
ur fyrir styrjöldina og er nú
þjóðarleiðtogi Gyðinga í baráttu
þeirra, arftaki hins aldurhnigna
Chaim Weizmans, sem kjörinn
var forseti, en hefir nú að mestu
dregið sig í hlé.
| Pöntuðu Brynjólfur
s r
\ og Aki brjóstmynd
\ af Stalin fyrir reikn- {
ríkisins 1946? \
r 3 r r
GöS reyiisla af endurbótumim
verhsmiðjunoi
Krossanesverksmiðjan hefir
alls fengið rösklega 4000 mál síld-
ar og er bræðslu á því magni lok-
ið. Verksmiðjan er fyrir nokkru
ágætlega við því búin að taka á
móti síld, sagði ilallgrímur
Björnsson verksmiðjustjóri í við-
tali við blaðið í gær.
BræSslan á þessum 4000 málum
gekk greiðlega og' af þessari
reynslu, þótt ekki sé hún mikil,
þykir þegar sýnt að verksmiðjan
meiri afköstum en sl. ár. í fyrra
bræddi hún að meðaltali 2200 mál
á sólarhring, en framkvæmda-
stjórinn taldi víst, að hún mundi
geta afkastað um 3000 málum á
sólarhring nú. Okkur er ekkert
að vanbúnaði, sagði Hallgrímjr
Björnsson. Nú vantar bara síld-
ina.
Margir síldveiðimenn eru von-
góðir um að úr rætisc nú næstu
daga, þrátt fyrir óglæsilegar horf-
mg
Reykjavíkurblaðið Vísir j
i skýrði frá því s.l. mánudag, \
\ að í árbók brezku alfræði- i
i orðabókarinnar (Encyclo- j
j paedia Britannica Book of j
i the Year 1947) sé greint frá [
i því, að brezkur myndhöggv- \
j ari .Ernest Shone-Jones að i
j nafni, hafi árið 1946 unnið i
j að því að gera brjóstlíkan af j
j Stalín íyrir reikning ríkis- j
j stjórnar Islands.' Birtir rit j
j þetta mynd af listamannin- j
j um og brjóstmyndinni, sem j
i virðist vera sem næst full- j
: gerð og segir, að ætlunin sé j
j að myndinni verði komið j
j fyrir á opinberum stað í j
j Reykjavík. Af þeim, sem ;
j voru í stjórn 1946, og áhuga j
j hafa haft fyrir slíkri líkneskju j
j af rússneska einræðisherr- i
j anum, er ekki öðrum til að j
j dreifa en þeim Brynjólfi j
j Bjarnasyni eða Áka Jakobs- j
j syni. Líklegra má þó telja að j
j það hafi verið menntamála- j
j ráðherrann fyrrverandi, j
j Brynjólfur Bjarnason, sem j
j beitti sér fyrir þessari „ný- j
i sköpun". Hins vegar mun |
j hann hafa hrökklast úr j
j stjóminni áður en hann gæti j
j komið myndinni fyrir á op- j
j inberum stað, t. d. í háskól- j
j anum, og nú er ekki vitað i
j hvar Stalínsmynd ríkisins er j
j niður komin eða hver hefur j
I orðið árangurinn af útgjöld- j
j um ríkisins til þessa þarfa- j
j verks. Fróðlegt væri að vita i
j hvaðan þessum heiðurs- i
j mönnum hefur komið heim- j
j ild til slíkra ráðstafana á op- j
I inberu fé.
sé þess nú megnug að skila mun ur á ýmsan hátt.
WUJ
annarra or
Ja...
ii uiiiiKiiiiirÍMi iii 111111111 ii iriim iitidiiiii ni«
Á Biskupshálsinum fyrir ofan
Grímsstaði á Fjöllum er löng
bílalest ferðamanna á leið í sum-
arleyfi austur á Fljótsdalshérað.
1 lestinni má sjá margar gerðir
bifreiða, allt frá gömlum skrjóð-
um til nýrra, spegilfagurra Pack-
ardbíla og annarra lúxusmódela.
Það er raunar furðulegt að sjá
þessi nýju, dýru, gljáfögru tæki
þræða einn versta þjóðveg lands-
ins. Þessir bílar eru smíðaðir fyrir
góðar akbrautir. Útlendingum
ógnar að sjá okkur aka tugþús-
und króna lúxustækjum yfir holt
og hæðir, grjót og klungur, ár og
vötn, rétt eins og hestvagni eða
jeppabíl. Það er ósennilegt að
hinir nýju, lágu lúxusvagnar
komizt jafngóðir yfir Biskups-
hálsinn eða aðrar torfærur á
þjóðvegum landsins. Fei'ðamenn
íhuga það gjarnan á slíkum leið-
um, hvort ekki hefði verið heppi-
legra að haga bifreiðakaupum
eitthvað öðruvísi en gert hefir
verið. Kaupa fáar gerðir bifreiða,
sem traustastar hafa reynst á
vegum hér, í stað þess að flytja
inn eitthvað af flestum tegundum,
sem þekkjast á heimsmarkaðin-
um, alveg án tillits til þess, hvort
verulegt not muni verða að þeim
eða ekki. Víðs vegar við þjóðveg-
inn standa brotnir bílar og bíða
viðgerðamanna úr fjarlægum
héruðum. Sumarleyfinu er þá
lokið í bráðina í Möðrudal eða á
Jökuldal meðan viðgerðamaður-
inn, sem fenginn er í leigubíl
langt að, reynir að gera farkost-
inn gangfæran á ný, þótt vara-
hluti skorti algjörlega í flestar
bifreiðategundirnar. — Þannig er
miklu fé sóað í sumar, sennilega
meira fé en menn gera sér al-
mennt grein fyrir. Já, það er
furðulegt að sjá mörg þúsund
dollara lúxusmódel á illfærum
fjallvegum, en þó ennþá furðu
legra þegar menn minnast þess að
við lifum í landi benzínskömmt-
unar. Sú var tíðin að það heyrð-
ist, að skammturinn væri knapp
ur og nú mundu menn þurfa að
leggja niður mikið af óþarfa-
akstrinum. En hver er reynslan í
sumar? Hún er. sú, að aldrei hafa
; verið fleiri bílar -á þjóðvegunum
en nú, aldrei meira ekið og aldrei
sóað meira benzíni en á þessum
síðustu og verstu gjaldeyris-
krepputímum. Það er von að
menn spyrji: Hvaða gagn er að
benzínskömmtuninni? Hefir
nokkru sinni verið stofnað til
óþarfari skriffinnsku en ýmsra
skömmtunarráðstafana þeirra,
sem nú eru í gildi? Það væri ekki
illa til fundið að forráðamenn
skömmtunarinnar gerðu grein
fyrir gagnsemi hennar. Kunnugir
telja heildarbenzíneyðsluna í ár
meiri en hún var, þegar skömmt-
unin var sett. Skömmtun getur
verið nauðsynleg til þess að jafna
vörudreifingu og spara gjaldeyri.
En ef hún gerir hvorugt, er vand-
séð að hún eigi tilverurétt.
Grasspretta sæmileg
norðaiilantls - léleg
á Austurlandi
Heyskapur stendur nú sem
hæst víðast hvar í sveitum og
hefir grasspretta orðið allgóð víða
hér norðanlands, þótt illa liti út
um tíma vegna langvinnra
þurrka. Spratt vel eftú' úrkomur
er hófust fyrir nokkru. Austan-
lands hefir spretta aftur á móti
orðið mjög léleg, sérstaklega á
Fljótsdalshéi'aði því að þar hefir
úrkomu varla orðið vart síðan
snemma í vor. í sl. viku töldu
sumir bændur á Héraði tún vart
sláandi vegna lélegrar sprettu.
Þurrkar hafa verið stopulir hér í
seinni tíð, þó hafa komið nokkrir
góðir þurrkdagar og niun verkun
heyja hér talin góð yfirleitt það
sem af er.
Ríkisstjórnin lætur leita síldar
sunnanlands.
Þrálátar fregnir ganga um að
síld hafi sést vaða í Fcxaflóa og
víðar sunnanlands. Vegna afla-
leysisins nyrðra hefir ríkis-
stjórnin sent vélskipið Huginn H,
er stimdað hefii'hafrannsóknir að
undanförnu á vegum ríkisinsr til
síldarleitar sunnanland.