Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti S7 — Sími 166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Drentverk Odds Bjornssonar h.f. Akureyd Hin „margvíslega reynsla’ kommúnista". Þarna var heldursem eru sanntrúaðir á ágæti þjoð- þykkt smurt, jafnvel fyrir sann- trúuðustu flokksmenn. PISTILL ÞESSI flaggaði mjög með orðunum víðsýni og frjálslyndi. Efnið hefði verið bet- ur skilgreint með því að tileinka það flokksofstæki og þröngsýni. St j órnmálaf lokkarnir íslenzk u, sem starfa eftir lýðræðisreglum, málastefnu og vinna að því af heilum hug að láta framkvæmd þeirra verða sem bezta og réttlát- asta. En þessi þjóðmálaáhugi er kominn á villigötur, þegar því er haldið fram, að allir þeir, sem ekki líta sömu augum á málin, séu örgustu afturhaldspostular, pólitískir braskarar eða stefnu- laus reköld. Þá hefur ofstækið haldið innreið sína og það prýðir hafa allir sína galla og sína kosti Það er gott og gagnlegt í lýð-hvorki menn né málgógn. ræðisþjóðfélagi, að eiga menn, FOKDREIFAR HINN nýumskorni „íslendingur“ hefir flutt les- endum sínum þann boðskap á heilli blaðsíðu, að nú sé svo komið að víðsýni og frjálslyndi eigi hvergi lengur athvarf í landi hér nema í alltum- vefjandi örmum Sjálfstæðisflokksins. Allir hinir flokkarnir séu markaðir rammasta afturhaldi cg þröngsýni. Að vísu getur sjálfstæðisstefnan, sem svo er nefndt „reynst á margvíslegan hátt“, allt eftir því hverjir ráða framkvæmd hennar. En nú um skeið hefir hún þó aðallega verið víðsýn ('g frjálslynd af því að úrvalsmenn hafa ráðið henn- ar næturstað. Niðurstaða höfundar er sú, að nú eigi þjóðin að nota tækifærið á meðan úrvals- mennirnir gefa kost á sér og stefnan reynist vel, en ekki „margvíslega“, og ganga í Sjálfstæðis- flokkinn til þess að berja á kommúnistum. „Með þeim eina hætti er unnt að bæta fyrir fyrri syndir og koma atvinnu- og fjármálakerfi landsins í rétt Lítil athugasemd. Steingr. Steinþórsson, búnaðar- málastjóri, skrifar blaðinu: „f FOKDREIFUM Dags 30. f. m., er vikið að hópferð Búnaðar- sambands Kjalarnesþings um Norður- og Austurland nú ný- skeð. Sérstaklega gerir „EIN- RÆNN“, sem er uppistaða þess- ara fokdreifapistils, athugasemdir við för Sunnlendinganna um Mý- vatnssveit. „Einrænn“ telur sig hafa verið þar þennan dag, þótt draga verði það í efa, jafnvillandi og hann skýrir frá. Það, sem „Einrænn“ gagnrýnir helzt, er að ferðafólkið hafi ekki fengið að sjá fegurstu staði Mývatnssveitar, en tímanum eytt í söng, ræðuhöld og át. horf.“! ÞAÐ ER ÚT AF fyrir sig óþarfur leikur af þessu málgagni, að hlaupa undir bagga með kommúnistum í því starfi þeirra að rugla og brengla merkingum orða, unz farið er að kalla svart hvítt og hvítt svart. Kommúnistar hafa um skeið kallað einræðis- og kúgunarstjórnina fyrir austan járntjaldið hina einu og sönnu lýðræðis- stjórn, afnám almennra mannréttinda í höndum kommúnistastjórnanna kalla þeir frelsi til hancla hinum vinnandi lýð o. s. frv. Sleggjudómar um einkaleyfi Sjálfstæðisflokksins á „viðsýni" og „frjálslyndi“ eru af sama toga spunnir og þessi iðja kommúnista, því að líklega er ætlast til þess að lesendur blaðsins taki gjörvallan langhundinn há- alvarlega, þótt til mikils sé mælst. Flokkar eru víðsýnir eða afturhaldssamir eftir störfum sínum og stefnuskrám og viðhorfi meirihluta flokksr manna. Orökstuddir sleggjudómar varpa engu Ijósi á þessa eiginleika. Minna aðeins á þröngsýni og og flokksblindu þeirra rithöfunda, sem slíka dóma kveða upp. EN MITT I ÖLLUM vaðlinum um frjálslyndi og víðsýni, kemst rithöfundurinn þó að þeirri niður- stöðum, að sjálfstæðisstefnan „geti reynst marg- víslega11. Þar mun hann hafa komist næst sann- leikanum í ritsmíð þessari. Þjóðin þekkir nú orðið, að þetta er ekki mælt alveg út í bláinn. Árið 1944 reyndist hún t. d. þannig, að úrvalsmennirnir, sem réðu stefnunni að sögn ísl., hossuðu kommúnist- um upp í valdastólana og hlóðu á margvíslegan annan hátt undir flokkinn. Þá sólunduðu úrvals- mennirnir og kommúnistar í bróðurlegri einingu hundruðum milljóna í erlendum gjaldeyri með þeim afleiðingum, að þjóðin býr nú við ægilega gjaldeyriskreppu og fleiri höft og bönn en nokkru sinni fyrr síðan fullveldið var endurheimt. Þá fengu fjárplógsmennirnir gullin tækifæri til þess að svíkja fé úr landi. Það var á stjórnarárum þess- arar bróðurlegu einingar, sem innstæður innlendra manna hlóðust upp erlendis á sama tíma og verið var að þurausa gjaldeyrissjóði bankanna og þjóð- arbúsins. Allt þetta er ein tegund reynslunnar af framkvæmd sjálfstæðisstefnunnar í höndum nú- verandi forráðamanna. Það er næsta hjákátlegt að sjá því svo haldið fram að bezta vörnin gegn kommúnismanum sé að ganga í Sjálfstæðisflokk- inn, „sem getur reynst á margvíslegan hátt,“ og aðrir stjórnmálaflokkar séu bara „hjálpartæki Þeir ferðafélagar mínir, sem séð hafa þessar fokdreifar, hafa undrast þessi ummæli, og meðal annars vegna áeggjan þeirra vil eg leyfa mér að skýra með örfá- um orðum frá viðtökunum í Mý- vatnssveit. DAG ÞANN, er við íerðafélag- arnir, 125 að tölu, gistum Mý- vatnssveit, komum við frá Egils- stöðum að morgni. Var farið það- an stundvíslega kl. 7, eins og á- ætlað var. Vegna smávægilegra bilana á bíl urðu nokkrar tafir á leiðinni. Við komum því í Náma- skarð um tveimur klukkustund- um síðar en ráðgert var, eða ekki fyrr en um eða eftir kl. 3. Þar voru fyrir 70 til 80 Mývetningar til þess að fagna stéttarsystkinum sínum úr fjarlægu héraði, sýna þeim sveitina og fylgja þeim um hana. Hinn þróttmikli karlakór sveitarinnar, undir stjói'n Jónas- ar hx-eppstjóra á Grænavatni, söng þrjú lög til þess að fagna góðum gestum. Pétur bóndi Jóns- son í Reykjahlíð lýsti síðan Mý- vatnssveit, einmitt á þeim stað, þar sem útsýn er fegurst og sveit- in blasir við með öllum sínum séi-kennum. Þessi athöfn í Náma- skarði mun hafa tekið rúman hálftíma. Þessu næst var snædd- ur ágætur málsvei'ður í Reykja- hlíð án allra ræðuhalda. Að mál- tíð lokinni flutti Jón Gauti Pét- ursson, oddviti á Gautlöndum, stutt erindi fyrir fei’ðalólkið úti á túni, sérstaklega um séi'kenni Mývatnssveitar vai'ðandi búnað- ai'hætti og félagsstarfsemi. Mývetningar buðu þessum stóra hóp til gistingar á heimilum sín- um. Okkur fei'ðafélögunum var skipt niður á 17 bæi, en milli 30 og 40 heimili, til gistingar. Þai-na á túninu á hinu fornfræga höfuð- bóli, Reykjahlíð, fór fram sér- staklega frumleg og skemmtileg kynningarathöfn milli heima- manna og fei-ðafólksins. Var þetta einhver allra skemmtilegasta stund í ferðinni, sem allir sunn- lenzku gestirnir voru sammála um að hefði tekist með ágætum. Þegar þessu var lokið, var degi svo hallað, að ekki þótti fært að fara til Slúttness og Dimmuborga með allan hópinn. Þess vegna fóru Mývetningar, húsfreyjur og bændur, hver með sinn gestahóp, áleiðis til sinna heimila. En að Slútnes og Dimmuboi'gir hafi vei'ið gestunum lokað land, er að sjálfsögðu fjarstæða. Nokkuð af fólkinu fór í báða þessa staði, þótt ekki væri í einum flokki. Á Höfða og í Kálfastrandai-vogum var eg með um 60 ferðarfélögum í einu. Þetta sýnir ljóslega, hvoi't sú frá- sögn er rétt, að þessir staðir hafi aðeins sést í hillingum. Mývetningar sýndu alveg sér- staka hugkvæmni og lögðu sig fram til þess að kynna sunn- lenzku gestunum sveit sína, jafnt náttúi-una sjálfa og fólkið sem þar býr. Þeir opnuðu flest heimili sveitai-innar fyrir stéttax-systkin- um sínum, veittu ferðafólkinu ágætan beina, alúð og fyrir- greiðslu í hvívetna. Næstadagvar aðaldeiluefnið í bílnum það, að hver hópur, sem gist hafði á sér- stöku heimili, fullyrti að hann hefði haft það bezt. Einmitt fyrir þessar séi'stæðu og indælu við- tökur hefi eg verið beðinn að flytja Mývetningum öllum í einu, en jafnfi-amt hverjum einstökum, alúðar þakkir. ÚT AF hugleiðingum í þessum fokdreifapistlum, um að þessar aðfai'ir í Mývatnssveit séu und- ai-legar og það sé illa farið hvei-n- ig fór, vil eg taka það fram, að sá er ritar, talar algjörlega út í hött, vegna þess að hann er að vonum ókunnur öllu er snertir þessa ferð. Búnaðarsamband Kjalar- nesþings ákvað að fara hópferð austur á Hérað. Það var lokatak- mai-k ferðarinnar, enda dvalið þar um kyrrt. Húsfreyjur og bændur úr Kjalarnesþingi máttu ekki vei'ja nema 10 dögum til farar- innar, af ástæðum sem að minnsta kosti öllu sveitafólki eru kunnar. Innan þessa ramma varð að skipuleggja föi'ina. Reynt var-að kynnast héruðum og fólki í báð- um leiðum, eftir því sem framast var unnt. Hitt veit eg, að enginn af sunnlenzka ferðafólkinu hefði viljað sleppa því, að fara austur á Hérað, og í þess stað skoða Slút- nes og Dimmuborgir, þótt indælir staðir séu. Svo var ferðin til Hér- aðs ánægjuleg á allan hátt, vegna hinnar tilkomumiklu náttúru, myndax'lega sveitabrags, sem hvarvetna blasti við augum ferðafólksins og síðast en ekki sízt vegna þeirrar höfðinglegu móttöku og frábæru gestrisni, sem við mættum þar. (Framhald á 5. síðu). ÞRIÐJUDAGS-SÚPA. 300 gr. flesk. — % bolli hrísgrjón. — lVi 1. vatn. — 1 gulrót. — 2 kartöflur. — 1 púrra. — Pipar. — 1 bolli mjólk. — Steinselja. Ef fleskið er salt, er það lagt í bleyti. Grjónin lögð í bleyti yfir nóttina. Rótarávextii'nir hreinsaðir og skornir í bita. Allt soðið saman í % klst. Rétt áð- ur en súpan er boi'in fram, er mjólk, ste'nselja og krydd sett í. -——o----- Gott ráð er að skola potta jafnna innan með köldu vatni áður en þeir eru teknir í notkun. Potta, sem sjóða á mjólkuimat í, er gott að smyrja með smjöri eða annarri feiti, þ. e. a. s. botninn. Mjólkin festist miklu síður við botninn. ----o---- FISKSALAT. IV2—2 bollar soðinn fiskur .— 2 dl. súr mjólk. — 1 matsk. rifin piparrót. — salt, sykur, pipar. — 1 bolli soðnar kartöflur. — 1 bolli soðnar rauðrófur. — 1 gúrka. — V2—1 matsk. edik. Súi-mjólkin er þeytt og kryddinu blandað í hana. Saxaður fiskurinn settur saman við og síðan sett í miðjuna á fati. Kartöflum, rauðrófum og gúi’ku rað- að í kring. Skreytt með salatblöðum. ----o---- Allar uppskriftir, sem gefnar eru í matreiðslu- bókum, blöðum og tímaritum, eru miðaðar handa 6 manns, nema annað sé tekið fram. ----o---- GULRÓTAR-LUMMUR. 1 1. mjólk. — 3 bollar hveiti. — Salt, sykui’. — 3 rifnar gulrætur. — 3 tesk. lyftiduft. — 1 matsk. kar- töflumjöl. — IV2 matsk. smjörlíki. Mjólk og hveiti hrært saman. Þá eru rifnar gul- rætumar, lyftiduftið og kartöflumjölið sett í. Hrært vel í. Bakaðar lummur, sem bornar eru fram heit- ar með sultu. ----o---- 1 plata af matarlími vegur 2 gr., en það mun vera jafnt og 1 tesk. af matax'líms-dufti. ----o---- Ekki er rétt að stífþeyta rjóma, sem nota á í eftir- rétti. ----o---- Hvers konar þui'i’kaða ávexti er gott að hafa í mjólkurgrauta. Rabai'bara-kompot er einnig góður í mjólkurgraut. ----o---- KÚRENU-SÓS A. % bolli kúrenur eða rúsínur. — 5 bollar vatn. — 3 matsk. hveiti. — 1 matsk. síróp. — 2—3 matsk. edik. — Salt, pipar. Kúrenurnar eru þvegnar og soðnar, þar til þær eru meyrar. Hveitið hi'ært út með svolitlu köldu vatni og hrært út í sósuna. Soðið nokkrar mínútur og kryddað. Boi'ið fi-am með steiktum fisréttum, síldarbollum o. s. frv. ----o---- Kartöflur á ævinlega að hreinsa upp úr köldu vatni, helzt rennandi og nota til þess grófan bursta. ----o---- IIVÍT SAGÓSÚPA. 1. 1. vatn. — 1 sítróna. — 1 egg. — 30 gr. sagó- grjón. — 40 gr. rúsínur. — 3 matsk. sykur. Vatnið er sett í pott, ásamt sítrónuhýðinu. Þegar sýður er hýðið tekið upp úr og rúsínurnar og sagó- grjónin látin út í. Hrært í og soðið, þar til grjónin eru glær. Eggið hrært með sykrinum og súpunni hræi't þar í smátt og smátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.