Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 37. DAGUR. ' (Framhald). lengur. Hún hefir aldrei þurft að standa í slíkum vandræðum áður og hana brestur þrótt til þess að byrja nýtt líf við nýjar kringum- stæður. Og í sannleika sagt sé eg ekki að hún hafi neitt til þess unnið að verða þannig úti. Þú hlýtur að sjá það. Það er alls ekki sanngjarnt né drengilegt." „En lífið er svo sjaldan sann- gjarnt eða drengilegt,11 svaraði Maggie. „Eg er ekki viss um að eg taki það svo nærri mér þótt hún telji eitthvað hallað á vöggustofuna. Við það fyrirtæki eru engir riðnir nema nokkrar vellauðugar kon- ur, sem telja sig vera að gera góðverk, en undirstaðan öll er fals og látalæti. Þessar konur hafa í rauninni enga samúð með stúlkunum, og sumar hata þær beinlínis. Þær hugsa ekki um þær eins og venjulegt fólk með tilfinningar, fólk, sem hefir lent á villistigum og þarfnast samúð- ar og hjálpar. Þær hjálpa þeim til þess að forða hneykslum og um- tali. Engin af þessum ríku konum mundi taka stúlku úr stofnuninni heim til sín, umgangast hana af kærleika og leiða hana til betri vegar. Þær tala ekki um fólk þarna á stofnuninni, heldur um þjóðfélagsvandamál. Eg get ekki sagt að mér falli það sérlega þungt þótt móðir þín hafi orðið að láta af því um sinn.“ „En er þér sama þótt það leggi móðir mína í rúmið?“ „Það er óþarfi fyrir hana að leggjast í rúmið. Það er ekkert að henni annað en það, að í fyrsta skiptið á ævinni getur hún ekki fengið vilja sínum framgengt. Hún hefir fyrirhitt manneskju, sem ekki lætur stjórna sér. Og eg læt ekki stjórna mér .Mér þykir ekkert til þess koma ao vera hér, en eg hefi gagn af því, og læri ýmislegt~og eg ætl.r að halda áfram að læra.“ „Og heldurðu að allir þessir lærdómar eigi eftir að koma þér að gagni?“ „Já, áreiðanlega," svaraði hún. Hann sat hreyfingarlaus og horfði á hana. „Þú talar af inni- bældri reiði, sem stafar af mis- skilningi. Slíkur misskilningur getur oft átt sér stað í milli fólks, sem hefir hlotið misjafnt uppeldi og misjöfn tækifæri. En þegar eg reyni að tala við þig sem jafn- ingja, þá ert það þú, sem ekki kærir þig um það.“ „Þú talar ekki við mig sem jafningja." „Því ekki það?“ „Vegna þess að 'það eina, sem þið hafið áhuga fyrir í sambandi við mig, er að eg fari héðan og láti ykkur afskiptalaus. Það er þetta, sem fólk af ykkar tegund vill ævinlega, losna við óþægindi og erfiði. Georg giftist mér, en enginn liggur honum á hálsi fyrir það. Það er allt mér að kenna. Hvers vegna talSr ekki einhver úr fjölskyldunni við Georg eins og á að tala við hann, nefnilega svona: Jæja, drengurinn minn, þú komst þér sjálfur í þessa að- stöðu, nú verður þú að vera mað- ur til þess að taka afleiðingunum. En þetta gerir enginn. Öllum finnst sjálfsagt, að Geoi-g eigi heimtingu á því að lífið verði aft- ur eins og það var áður en hann drakk frá sér vitið og hagaði sér eins og heimskingí. En fólk verð- ur að bera ábyrgð gerða sinna í þessum heimi og það á eins við Georg og aðra menn.“ „Þetta tal kann að létta á því, sem er byrgt inni,“ sagði Ant- hony, „en það gerir ekkert gagn. Og það er þér ekki eiginlegt að tala svona: Það er alls ekki líkt þér.“ Hún horfði undrandi á hann. Blóðið steig henni til höfuðsins. Kinnarnar urðu rauðar og heitar. Hann horfði hugfanginn á áhrif þess, að hún skipti skapi. Hann sagði ekkert, og smátt og smátt varð hún föl og einbeitt á svipinn aftur. Loksins sagði hún: „Þú veizt ekkert um mig. Þú veizt ekki hvort mér er það eiginlegt eða ekki, hvor.t það er líkt mér eða ekki.“ „Jú, eg veit margt um þig. Eg veit að þú ert skýr, að þú hefur sérlega gott vald á skapi þínu og tilfinningum, eg veit að þú ert í rauninni sanngjörn. Eg veit, að þú stefnir að ákveðnu inarki, þótt eg geti ekki séð hvað það er eða hvers vegna þú hefur valið okkur til þess að hjálpa þér til að ná því, en þ úgerir þetta allt fyrir ein- hverja persónu, sem eg ekki þekki, en þér er ákaflega annt um. Þú hefur neitað þér um ákaf- lega margt til þess að geta hjálp- að þessari persónu. Eg veit að þú hefur fallega söngrödd og bezti söngkennari landsins telur hana þess virði, að eyða tíma og leið- sögn á hana. Eg veit að þú ert sið- söm stúlka og staðföst, og veit að þú ert óvenjulega fagurlega sköpuð og mér þykir sennilegt að þú sért....“ Hann þagnaði andartak. „Sért óvenjulega elskuleg stúlka á allari hátt.“ Eftir drykklanga þögn sagði Maggie: „Og af því að eg sam- eina alla þessa kosti, er það lík- lega, sem allir meðlimir fjöl- skyldunnar skammast sín inni- lega fyrir mig og eru sífellt að (Framhald). 1111 ■ ■ 11■i■■iiin i ii 11 I I I I IIIII11111 II1111 !■••; Heyýtur fyrir Farmall og Jeppa Verð kr. 200.00 stykkið K. E. A. I Véla- og varahlutadeild. \ .............................mmimmimrmiiiiiiiimmmmmmmiiiiiiiiiii? ....... Sportstígvél | b r ú n i Skóbúð KEA I I '••••immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmia miiiiiiiiitiiiiiítiiiiiimmiiiiiiimmiiiiiimiiiimiiimiiiiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiitk I Spartaskór Nr. 28—41 f Skóbúð KEA | n mmmmmmmmmmmmmmmmmmmim'mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm* mmmmmmmmmiiámmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiBiik HÚTEL AKUREYRI Hafnarstræti 98. — Sími 271. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimimiiimiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiiiiimm. mmmmmmmmmmiimmmim m mmmmmmmmmii m m mmmmmmmmmm m mmiiimmmmi iitii* Höfum sett upp útsölu á bensíni í heilum fötum i að Gnúpufelli í Eyjafirði. Pálmi J. Þórðarson i j annast afliendingu. | Olíufélagið h.f. [ riiimmimmmmmmmmmmii jmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiimmmmmmmmmmmiiii? Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um Eftir GARLAND ROARK ;^l MYNDASAGA DAGS 8 ævintýri og hetjudáðir Myndir eftir F. R. Gruger 1*JÍ SIQNEYE og Ralls ákváðu sín í milli að skipta perlun- um til helminga, ef Ralls tækist að ná í þær, hélt Sidneye áfram með sögu sína, og það var fyrst eftir að þessir samningar höfðu verið gerðir, sem Ralls fékkst til þess að nefna eyjuna, þar sem perlurnar voru varðveitt- ar. Eyja þessi var undir franskri stjórn og Gullnu hind- inni var stefnt þangað. Þegar þeir vörpuðu akkerum á læginum, kom lítill vélbátur fram að skipinu, og Jacques Desaix, umboðs- maður Frakkastjórnar á eyjunni, sté á þilfarið. „Vel- komnir til eyjunnar okkar,“ sagði hann. Þeir tóku hon- um vel, og eftir að þeir höfðu skálað nokkrum sinnum, fór að losna um málið hjá Frakkanum og hann sagði þeir allt sem vitað væri um hinar heilögu perlur inn- fæddu mannanna. „Þeir geyma þær í járnkistu við munnann á neðan- sjávarhelli. Þær eru fluttar upp á yfirborðið þegar prestarnir bjóða. Þeir telja geymslustaðinn öruggan, því að heljarstór kolkrabbi dvelur við hellismunnann.“ Sidneye leit glottandi til Ralls. En það var engan bil- bug að sjá á honum. Hann yppti öxlum kæruleysislega, eins og honum væri þetta allt vel kunnugt, og hann treysti sér vel til þess að'ná fjársjóðnum við þessar að- stæður. En nú kom atvik fyrir, sem raskaði sálarbúði þeirra meira en tilhugsunin um kolkrabbann. Það gerðist heima hjá Desaix, þegar hann kynnti fiænku sína, Angelique Desaix, fyrir þeim. Hún var glæsileg kona. Hún heilsaði Sidneye með sérstakri alúð og hann varð að játa með sjálfum sér, að hún hefði mikið aðdráttar- afl. Honum fannst hún búa yfir rnestu töfrum, sem hann hafði nokkru sinni kynnst á leiðum sínum um hið mikla Kyrrahaf. Þegar Angelique lék fyrir þá á píanóið, sat Sidneye hugfanginn og undraðist það töfrandi tónamagn, sem fingur hennar seiddu úr hljóðfærinu. Enginn tók þó eftir, hvað Sidneye leið, nema Ralls, hinn athugli og fá- máli Ralls. Ralls varð fyrstur til þess að klappa henni lof í lófa. Síðan vék hann sér að Sidneye og sagði: „Hver eru uppáhaldslög þín, Sidneye, eg er viss um að Ange- lique mundi ánægja að því að leika þau fyrir okkur?“ „Eg á engin uppáhaldslög," svaraði Sidneye stuttur í spuna. Ralls sneri sér brosandi að stúlkunni, „Ma chere Angelique, lierra Sidneye vill gjarnan heyra fagran ást- aróð. Hann á að vera tileinkaður yður, frá honum.“ Sidneye bölvaði Ralls í hljóði, en gat þó ekki annað en dáðst að kurteisi hans og fágaðri framkomu. Hann tók gamni hans vel á yfirborðinu. Og Jacques Desaix horfði á Sidneye og frænku sína og lét, sem hann tæki ekki eftir neinu. En andrúmsloftið var rafmagnað. Þessir menn vissu meira og hugsuðu fleira en þeir sögðu. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.