Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 04.08.1948, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. .....IIIMIIIIIIMIII IIMIII llllll MIIIH ii.iii iimniminiiiii Gróandi jörð: 6. 7. 8. 10 Efiing landbúnaðarins mesfa nauðsynjamál alþjóðar í dag L o k a o r ð Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON Hér að framan hefir verið farið mjög fljótt yfir sögu og er enn margt ósagt, sem segja þarf í sambandi við stórmál það, er grein þessi fjallar um: EYÐINGU SVEITANNA OG FRA- HVARF FÓLKS FRÁ FRAMLEIÐSLUNNI. Skal nú að lokum telja upp helztu atriði þess má'.s, sem með grein þessari er ætlað að vekja athygli á, hjá lesendum: 1. Landið, með gögnum þess og gæðum — ásamt landhelgis- svæði — er þjóðarihnar einasta umráðasvæði. Dýrmætasta eign þjóðarinnar er gróðurmoldin. Tryggasti atvinnuvegur þjóðarinnar'er landbúnaður. Holiust og göfugust, verkleg iðja, í Iandinu, er jarðyrkja. Án landbúnaðar gæti þjóðin ekki búið í landinu og á eng- an hátt getur hún treyst aðstöðu sína betur, en með aukn- um landbúnaði. Hinn mikli straumur fólks úr svcitunum er þjóðarböl. Sveitirnar þurfa að fá strax fleira fólk, annars leggjast jarðir enn í eyði, í stórum stíl. Framleiðslan, má segja, að sé undirstaða allra menning- ingarmála þjóðarinnar. Framleiðendum ( landinu fer fækkandi, munu þeir nú vart ná 40% af þjóðinni (þeir og skyldulið). Það er þjóð- arböl, sem valdið getur hallæri í landinu. f landinu er allt of margt fólk, sem ekkert framleiðir, það fólk, sem ekkert framleiðir, það er látið ráða allt of miklu í atvinnumálum og þjóðmálum. Hið launaða fólk í Iandinu hefir^ með lögverndun, miklu hægari daga, yfirleitt, heldur en framleiðendur. (Hér liggur á borðinu skattskrá úr heilum hreppi, er ber þetta ljóslega með sér, það er efni í sérstaka grein). Þess vegna er eftirsóknin um launuð störf svo fram úr höfi og launuð störf miklu fleiri, en nokkra þýðingu hefir. (Það orsakar pólitíkin). Við þessu öfugstreymi verður að hefja viðnám og vakningu í landinu. Til þess má stofna með margs konar starfsemi og skal hér. bent á nokkuð. 1. Allur félagsskapur til sveita, verður að hef ja nýtt starf til eflingar landb'únaðinum (búnaðarfélagsskapurinn, kven- félögin o. fl) og til stöðvunar burtflutningi fólks úr sveit- um og í kaupstaði: Með samkomum, kvikmyndum af svcitalífi og landbúnaðarstörfum, námskeiðum, fyrir- lestraferðum bænda og með mörgu öðru móti. Félags- skapur í kaupstöðum gæti unnið að hinu sama og unnið líka a'ð flutningi fólks úr kaupstöðum til sveitanna. 2. Kenna verður æskulýð landsins að meta og virða, til mik- ils, jarðyrkjuna, hið mikla menningarmál þjóðarinnar. 3. Kenna þarf æskulýðnum að meta og virða framleiðsluna í landinu, sem hina einu undirstöðu fyrir lífi, sjálfstæði og menningu þjóðarinnar. 4. Alþingi og skólar landsins verða að láta þessi mál miklu méira til sín taka. (Með rafleiðslu um sveitirnar, kenhslu í skólum og á annan hátt). 5. Ríkisútvarpið vcrður að setja sig í lífrænt samband við sveitir landsins. Flytja daglega fréttir þaðan: Af starfinu þar, félagslífi, samkomum, framleiðsluháttum, uppskeru, fénaðarhöldum og mörgu fleiru, og fá bændafólk til að tala í útvarpið um búskapinn í sveitinni og lífið þar. — Sömuleiðis þarf útvarpið að flytja miklu oftar og meiri fréttir af framleiðslu til sjávarins. 6. Bændur og framleiðendur allir verða að láta miklu meira til sín taka, vegna þess hvað þeir eru þýðingarmiklir borgarar í þjóðfélaginu. Þeir eiga að nota rétt sinn til þingsetu, en ekki fá hann í hendur hinum „óábyrgu". Bitl- ingamenn í Reykjavík og þeir, sem ekkert framleiða hafa framleitt, geta ekki ráðið fram úr — um atvinnumál þjóð- arinnar, svo að vel sé. 7. Löggjöf og verðlag, lögum samkvæmt, má ekki vera meira í vil hinum „óábyrgu", það kippir burt undirstöðu þjóð- félagsins. 8. Bræðralag verður að efla með þjóðinni, eins og þar sem eitt heimili verður að hafa gott samkomulag, svo að allt blessist. 9. Miklu meira þarf að ræða og rita um það, hvað efli sanna velferð og menningu með þjóðinni og 10. „Sú þjóð, sem í gæfu gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa". Trúum á gróandi jörð! Trúum á Hann, sem gefur gróandann! Trúin flytur fjöll. Úttinn við verSbólouna Er Sjálf stæðisflokkurinn orðinn and- vígor nýsköpunarstefnunni? Ólafur Thors þóttist sanna það á landsfundi Sjálfstæðismanna, að Framsóknarflokksmenn hefðu verið andstæðir nýsköpun at- vinnuveganna á árunum 1944— 1946, svo að ef þeir hefðu mátt ráða, hefði engin nýsköpun átt sér stað á þessum árum. Mbl. hefir síðan tekið þessa sönnun upp 15. þ. m. Sönnunin á að vera í því fólg- in, að Skúli Guðmundsson sagði í þingræði 1945 eftirfarandi orð: „Gangur þessa togarakaupa- máls er því þessi: Fyrst er ríkis- stjórnin, sem auðvitaS á frum- kvæðið og gefur út bráðabirgða- lög um kaupin. Svo er Nýbygg- ingaráð, sem er önnur nefnd. Svo er enn nefnd. Svo er ein nefnd enn. Svo er aftur Nýbyggingar- ráð. Þetta nefndahrúgald ríkis- stjórnarinnar minnir á mann- virki, sém einu sinni var lýst á þessa leið: Fyrst er spýta, svo er spýta, svo er spýta í kross,------- svo er spýta upp, svo er spýta niður, og svo fer allt í ganginn. Munurinn er bara sá, að það er stórkostleg hætta á því, að nýju togararnir fari aídrei í ganginn, þrátt fyrir allar nefndirnar." Þama hafið þið það. segja Ól- ur Thors og Mbl. Farmsóknar- flokkurinn var andvígur nýsköp- unarframkvæmdunum. Heldur er þetta nú léleg sönn- un. Eitt er það að vera á móti framförum annað er að gagnrýna þau vinnubrögð, sem höfð eru við framkvæmdir. Hið fyrrtalda hefir Framsóknarflokkurina ekki gert sig sekan um. Hið síðartalda við- urkennir hann fúslega að hafa gert og jafnan fært gild rök fyrir gagnrýni sinni. Hitt er mannlegt, að Sjálfstæðisbroddunum svíður það nokkuð að Sk. G. sýni nefndahrúgaldið utan um ný- sköpunina í dálítið broslegu ljósi. Sjálfstæðismenn hafa nokkrurh sinnum verið minntir á, að Framsóknarmenn hafi viljað leggja meira fé til nýsköpunar en sjálf nýsköpunarstjórmn og flokkar hennar, og með því hafi þeir sýnt fullskýrt hug sinn til framfaramálanna. Blöð Sjálf- stæðisfl. hafa ¦ gengið þegjandi fram hjá þessari staðreynd, þar til nú að „íslendingur" viðurkennir þetta rétt vcra. En jafnlramt læt- ur hann í það skína, a'ð þetta hafi aðeins verið leikaraskapur Fram- sóknarmanna, til þess gerður að vekja sundrung í nýsköpunariiði fyrrv. stjórnar! Með þessum rökum afgreiðir ísl. þenna þátt málsins, og gæti sú afgreiðsla naumast aumari verið. • Framsóknarmenn hafa lengi óttast það, að dýrtíð og verðbólga yrði nýsköpuninni að meira eða minna leyti að falli. Þess vegna hvöttu þeir alla flokka til sam- taka um að berjast gegn vaxandi dýrtíð. Allar þessar hvatningar Framsóknarmanna mættu háði og spotti andstöðuflokkanna og brigzlyrðum um fjandskap gegn framförunum, sem þeir, þegar hér var komið, kölluðu ætíð „nýsköp- un" og lýstu með því yfirlæti sínu. Hin tilvitnuðu orð Skúla Guð- mundssonar og fleiri Framsókn- armanna um vafa á því, að ný- sköpunin færi „í ganginn", stafa að sjálfsögðu af óttanum við verðbólguna, sem hætta væri á að koma mundi atvi^inuvegunum á kné. Lýsir þessi ótti meiri um- hyggju fyrir gengi atvinnuveg- anna og almennum framförum en hinna flokkanna, sem hófu ákafan áróður gegn öllum vlðvörunum Framsóknarmanna og streittust við að telja þjóðinni trú um, að allt væri skínandi bjart framund- an, nýsköpunin bjargaði öllu, og hún væri tryggð, ef almenning- ur léti ekki Framsóknarmenn leiða sig á glapstigu með bar- lómsvæli sínu. Og þessu var meira að segja haldið fram af þrákelkni eftir að vicað var að gjaldeyrissjóðirnir voru tæmdir og atvinnulífið hafði færzt í sjúkt ástand. • Þess ber að gæta, að það var ekki aðeins Framsóknarmenn, sem látið hafa í ljós ótta við af- leiðingar verðbólgu og dýrtíðar. Má þar fyrst frægan telja í þeim hópi formann Sjálfstæðisflokks- ins, Ólaf Thors. Margsinnis hefir verið vitnað til orða hans í þeim efnum, svo sem þessara: „Bölvun sú, er blasir við, ef dýrtíðin leikur lausum hala, er þeim mun geigvænlegri, sem bog- inn verður hærra spenntur". — „Við okkur íslendingum blasir bölvun framtíðarinnar óvenju skýr oð ótvíræð, sé verðbólgan látin óhindruð." „— — Sá, sem berst fyrir dýrtíðinni, er ekki að- eins fjandmaður sparicjáreiganda, gamalmenna, ekkna og munaðar- leysingja-------Nei, hann er einn- ig böðull framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar." Þetta og margt fleira sagði Ól- afur Thors um bölvun dýrtíðar og verðbólgu, áður en kommún- istar meðhöndluðu hann í stjóm- arsamstarfi, og áður en Mbl. fann upp á því að kalla viðvararnir Framsóknarmanna „barlómsvæl". En saga þessa máls er ekki öll sögð enn. Á síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, þar sein saman komnir voru á 5. hundrað fulltrú- ar hvaðanæfa af landinu, að því er blöð flokksins skýra frá, steig eftirfarandi andvarp upp frá brjóstum þessa mannfjölda ein- um rómi: „Landsfundurinn lýsir áhyggj- um sínum yfir, að hin sívaxandi verðbólga í landinu muni sliga atvinnulíf landsmanna og stöðva nýsköpunina." Af þessu er augljóst, að óttinn um það, að verðbólgn og dýrtíð verði banamein nýsköpunarinnar, hefir heltekið Sjálísta:ðismenn almennt. Þegar Skúli Guðmundsson ef- aðist um það 1945, að efling at- vinnulífsins næði fram að ganga vegna verðbólgustefnu þáverandi stjórnar, túlkar Ólafur Thors og Mbl. á þá lund, að S. G og Fram- sóknarmenn yfirleitt hafi 'verið andvígir nýsköpuninni sjálfri. Sé þetta rétt ályktað, hvað má þá segja um landsfund Sjálfstæðis- flokksins, sem andvarpar af ótta út af því, að verðbolgah sé að sliga atvinnulífið og stöðva ný- sköpunina? Til þe'ss ao fá fullt samræmi í málflutninginn, verð- ur þá að álykta að Sjálfstæðis- flokkurinn sé orðinn andvígur nýsköpunarstefnunni. Það situr illa á þeim, sem sjálfir nötra af ótta við verðbólguna, að álasa öðrum, sem voru nægilega glöggskyggnir að sjá hættuna í tíma, fyrir hið sama. En þetta lætur þó'konungur dýrtíðarinnar, Ólafur Thors, og nánustu sam- herjar hans sér sæma. • Ein spaugileg hlið er þó á þessu máli í höndum landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Mitt í andvörp- tim og örvinglan fundarmanna yfir því, að dýrtíðarstefna Ólafs Thors og kommúnista sé að sliga atvinnulífið og-stöðva nýsköpun- ina, hrópar Ólafur Thors, for- maður hins óttaslegna flokks, til fundarmanna: „Afkomuhorfur hafa aldrei fyrr verið jafn góðar og tryggár sem í dag." Hvernig lízt mönnum á sam- ræmið? Fundurinn lýsir yfir einum rómi, að atvinnulíf ]andsmanna sé í hættu og nýsköpunin muni stöðvast. Ólafur Thors segir: Það hafa aldrei verið betri ai'komuhorfur en einmitt nú. Ef þetta svar er ekki háðung gagnvart yfirlýsingu fundarins, þá er engin háðung til. Harðfiskur í pk. Sardínur í tómat og olíu Spínat, niðursoðið Spínat, þurrkað Súpulitur Soya Hrísgrjón í pk. Kartöflufnjöl í pk. Maísduft í pk. Hafragrjón í pk. Sagómjöl í pk. Kúrennur Flórsykur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú íbúð óskast, Hei' vcrið bcðinn að útvcga 2—3 herbergja ílnið. jón Sólnes, Landsbankanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.