Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 15. september 1948 Landbúnaðurinn í Eyjafirði: Nðulgriparæktarfélag Öngulslaðahrepps í þessu félagi eru (1947) 49 kúabú með 514 kúm og mjólkandi kvígum á skýrslu. (Árið 1946 voru 438). Meðalnyt fullmjólka kúa var 3222 kg. x 3.766% fita = 12134 ft. einingar. Yfir 14.000 ft. ein. mjólkuðu 60 kýr eða rösk 20%. Yfir 12.000 ft. ein. mjólkuðu 144 kýr eða rösk 50% allra full- mjólka kúa. Er þetta bezta meðalnyt í félagi hjá S. N. E. árið 1947, en undan- farin ár hefur Nautgriparæktarfélag Hrafnagilshrepps jafnan verið bezt. — í Nautgriparæktarfélagi Akureyrar hefir meðalnyt einnig verið mjög góð (12970 ft. ein árið 1946), en þar eð sýning'var engin haldin síðastliðið vor verður það félag ekki tekið til meðferðar í þessum þáttum. Á sýningunni í Öngulsstaðahreppi í vor hlutu þessar kýr I. verðl. ÖN GULSSTAÐ AHREPPUR: 1. Lukka 18, Þórustöðum, fædd 1936. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947 4640 kg. ,fita 3,48%c = 16.830 einingar. 2. Þórveig 39, Uppsölum, fædd 1937, frá Akureyri. Nyt 1947 4095 kg„ fita 3,45% = 14.128 einingar. 3. Rauðskinna 45, Jódísarstöðum, fædd 1937. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 o gl947 3704 kg„ fita 4,14% = 15.349 einingar. 4. Reyður 8, Björk, fædd 1937. Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og 1947 4242 kg„ fita 3,46% = 14.689 einingar. 5. feig 47, Jódísarstöðum, fædd 1937. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947 4388 kg„ fita 3,63% = 15.921 einingar. 6. Snyrta 16, Rifkelsstöðum, fædd 1937. Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og 1947 4320 kg„ fita 3,34%, = 14.420 einingar. 7. Branda 26, Öngulsstöðum, fædd 1938. Faðir Herrauður. Meðalnyt 1946 og 1947 4181 kg„ fita 3,61% = 15.097 einingar. 8. Gæfa 23, Staðarhóli. Faðir Neró. Meðalnyt 1946 og 1947 3983 kg„ fita 4,09% = 16.303 éiningar. 9. Reyður 28, Uppöslum, fædd 1938. Faðir Herrauður. Meðalnyt 1946 og 1947 3562 kg„ fita 4,01%, = 14.291 emingar. 10. Hjálma 20, Öngulsstöðum, fædd 1938. Faðir Herrauður. Meðalnyt 1946 og 1947 3528 kg„ fita 4,29% = 15.146 einingar. 11. Blíðrós 20, Þórustöðum, fædd 1939. Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og 1947 4200 kg„ fita 3,52% = 14.771 einingar. 12. Rósa 5, Kaupangsbakka, fædd 1939. Faðir Logi. PÆeðalnyt 1946 4060 kg„ fita 4,20% = 17.052 einingar. 13. Rauðka 20, Þórustöðum, fædd 1939. Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og 1947 4310 kg„ fita 3,89%, = 16.782 einingar. 14. Snotra 21, Þórustöðum, fædd 1939. Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og 1947 4232 kg„ fita 3,81%, = 16.109 einingar. 15. Skrauta 12, Rútsstöðum, fædd 1939. Faðir Glæsir. Meðalnyt 1946 og 1947 3902 kg„ fita 4,12%, = 16.065 einingar. 16. Hyrna 27, Öngulsstöðum, fædd 1940. Frá Tjörnum, Saurb.hr. Meðalnyt 1946 og 1947 3558 kg„ fita 4,23% = 15.054 einingar. 17. Búkolla 20, Munkaþverá, fædd 1940. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3641 kg„ fita 3,77% = 13.716 einingar. 18. Búkolla 2Í, Staðarhóli, fædd 1941. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947 3658 kg„ fita 4,08% = 14.93 Oeiningar. 19. Blika 3, Munkaþverá, fædd 1941. Faðir Torfi. Meðalnyt 1946 og 1947 3475 kg„ fita 4,28% = 14.874 einingar. 20. Sæhyrna 29, Eyrarlandi, fædd 1941. Faðir Hjörtur. Meðalnyt 1946 og 1947 3407 kg„ fita 4,22% = 14.388 einingar. 21. Búkolla 25, Öngulsstöðum, fædd 1941. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947 3992 kg„ fita 4,49% = 17.946 einingar. 22. Gerða 44, Rútsstöðum, fædd 1941. Frá Ytra-Dalsgerði. Meðalnyt 1946 og 1947 3909 kg„ fita 3,99% = 15.602 einingar. 23. Dyngja 13, Björk, fædd 1941. Faðir Hjörtur. Meðalnyt 1946 og 1947 3976 kg„ fita 3,50% = 13.934 einingar. 24. Skrauta 22, Staðarhóli, fædd 1941. Faðir Máni. Meðalnyt 1946 og 1947 3822 kg„ fita 4,28%, = 16.379 einingar. 25. Leista 19, Rifkelsstöðum, fædd 1941. Faðir Brandur. Meðalnyt 1946 og 1947 3496 kg„ fita 4,16% = 14.541 einingar. 26. Kola 24, Öngulsstöðum, fædd 1941. Faðir Neró. Meðalnyt 1946 og 1947 3941 kg„ fita 3,87% = 15.241 einingar. 27. Skugga 59, Jódísarstöðum, fædd 1942. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3379 kg„ fita 4,15% = 14.024 einingar. 28. Kola 23, Þórustöðum, fædd 1942. Faðir Sörli. Meðalnyt 1946 og 1947 4283 kg„ fita 3,90% = 16.712 einingar. 29. Rauðhetta 56, Jódísarstöðum, fædd 1942. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3763 kg„ fita 3,88%, = 14.584 einingar. 30. Dúfa 26, Öngulsstöðum, fædd 1942. Faðir Neró. Meðalnyt 1946 og 1947 4035 kg„ fita 3,82% = 15.430 einingar. 31. 31. Grána 9, Borgarhóli, fædd 1942. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3678 kg„ fita 3,72% = 13.674 einingar. J. P. og kommúnistar Sjálfstæðisflokkurími klofinn Tíunda iðnþing íslendinga hefst í þessum mánuði Iðnþing íslendinga, hið 10. verður háð í Reykjavík 25. sept- ember næstk. í Baðstofu iðnað- armanna. Stjórn Lándssambands iðnað- armanna leggui' þessi mál fyrir þingið: 1. Upptaka nýrra sam- bandsfélaga. — 2. Frumvarp til laga um iðnskóla. — 3. Fjármál iðnaðarins. — 4. Útvegun efnis og áhalda. — 5. Gjaldeyris- og innflutningsmál. — 6. Efling og þróun iðnaðarins. — 7. Útgáfa handbóka. — 8. Iðnsýningar. — 9. Flokkun húsa. — 10. Sameig- inlegt merki fyrir iðnaðarmenn. —- 11. Kosning fulltrúa á norr- æna iðnþingið. — 12. Nýjar iðn- greinar. — 13. Gerfi iðnaðar- menn. — 14. Reglugerð um heið- ursmerki iðnaðarmanna. — 15. Slysavarnir. Á iðnþinginu 1947, er háð var í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar, var lögum sambandsins breytt meðal annars þannig, að nú skal Iðnþing háð á hverju ári og komi það saman 4. hvert ár utan Reykjavíkur, en hin 3 árin í Reykjavík eða Hafnarfirði, eft- ir samkomulagi hlutaðeigandi félaga. Þingstaður utan Reykja- víkur skal ákveðinn á næsta þingi á undan. Hvert sambandsfélag kýs einn fulltrúa á Iðnþing fyrir hverja 100 méðlimi, eða brot úr 100 umfram 100 fyrstu meðlima. Auk þess eru formenn iðnað- armannafélaga og iðnráð sjálf- kjörnir á Iðnþing, svo og ritstjór- ar Iðnaðarritsins, og einn fulltrúi fyrir hvern iðnskóla, og sé hann kosinn af skólanefnd skólans. Samkvæmt þessu eiga 106 full- trúar iðnaðármanna rétt til þing- setu. Búast má við að þing þetta Jón Pálmason, alþm. á Akri, hefir látið ljós sitt skína í síðasta íslendingi. Hann birtir þar að ósk sonar síns, ristjóra ísl„ ræðu- kafla, er hann segist hafa flutt á héraðsmóti Sjálfstæðismanna á Blönduósi 15. ágúst. Hvaða boðskap hefir þessi ræðukafli J. P. að flytja? í fyrsta lagi þann, að hann hafi verið andvígur gerðardómslögun- um 1942 og beitt sér gegn þeim, þó að Ólafur Thors legði áherzlu á þessa löggjöf. Það er rétt, að Ólafur hélt hverja ræðuna á fætur annarri um ágæti gerðardómslaganna og bölvun verðbólgunnar, og Mbl. taldi þau hin þöi'fustu fyrir al- þýðu manna og gekk jafnvel svo langt að dæma þá, sem skærust úr leik gersneydda allri ábyrgð- artilfinningu. Var þeta þungur dómur yfir kommúnistum og Jóni Pálmasyni. J. P. segist hafa vitað það fyrir- fram, að lögin yrðu ekki fram- kvæmd. Það kom líka á daginn. Forkólf ar S j álfstæðisflokksins verzluðu með sannfæringu sína í þessu máli, seldu hana fyrir von- ina í fáeinum „steiktum gæsum“. Þeir höfðu þó lofað því við dreng- skap sinn að breyta ekki kjör- dæmaskipuninni, en þeir rufu þau heit sín. J. P. og kommúnistar fylgdust að í mótstöðu sinni gegn gerðar- dómslögunum, sem óttu að hefta verðbólguna, er Ólafui' Thors verði fjölmennt ,því að iðnaðar- mönnum leikur hugur á að ræða og ráða fram úr vandamálum sínum, sem nú steðja að úr öllum áttum ,sérstaklega um innflutn- ings- og gjaldeyriserfiðleika á efnivörum til iðnaðar. hafði fullyrt að orsökuðu sívax- andi' bölvun. Næst eru lögin um eignakönn- un. J. P. segist hafa verið þeim algerlega andvígur. Það voru kommúnistar líka. J. P. gekk þar í lið með núverandi stjórnarand- stöðu, nema hvað hann gekk það lengra en kommúnistai', að hann vildi enga eignakönnun. í þriðja lagi eru lögin um fjárhagsráð o. fl. J. P. segist hafa verið á móti þeim frá upphafi og enn telji hann þau hina mestu firru. Af þessu er það ljóst, að J. P. varð víðskila við flokk sinn í stórmáli 1942, og enn er hann á öndverðum meið við núverandi stjórn í tveimur stórmálum, en í öll skiptin hefir hann átt sam- leið með kommúnistum. Það er því engin furða, þó að kommún- istar hafi miklar mætur á Jóni Pálmasyni. Og þessi maður er einn helzti stjórnmálaritstjóri S j álf stæðisflokksins. Af frásögn J. P. verður ekki annað ráðið en að Sjálfstæðis- flokkurinn sé málefnalega klof- inn í tveimur stórmálum að minnsta kosti: eignakönnunar- málinu og fjárhagsnefndarmál- inu. J. P. lýsir yfir því í mál- gagni flokksins á Akureyri, að hann hafi enga eignakönnun vilj- að, og að fjárhagsráð og verksvið þess sé firra ein. J. P. læzt vera sáróánægður yfir því, hvað lítið fé sé fyrir hendi til umbóta í strjálbýlinu, svo sem til raforkuframkvæmda, samgöng'ubóta, byggingafram- kvæmda og vélakosts til fram- leiðslunnar. En hann má að nokkaru leyti sjálfum sér um kenna. Hann studdi til valda og við völd þá mestu eyðslustjórn, sem þekkt er í sögu landsins. Þegar hún settist að völdum haustið 1944, átti þjóðin um 600 millj. kr. gjaldeyrisinneign er- lendis, og útflutningstekjur á næstu tveim árum námu nokkru hærri upphæð. Á þeim rúmum tveim árum, sem hún var við völd, fóru þannig um hendur hennar um 1300 millj. kr. erlends gjaldeyris. Engum blandast nú hugur um, að með ofurlítilli gætni og sparnaði hefði verið auðvelt að leggja til hliðar, segj- um svo að varlega sé orðað 100 millj. kr. hvort árið. En í stað þess skildi eyðslustjórn Ólafs Thors,og kommúnista ekki ann- að eftir en tóma gjaldeyrissjóði og gjaldeyrisleyfi, sem enginn gjaldeyrir var til fyrir. Þess vegna þarf nú að taka stórlán til ýmsra nauðsynlegra fram- kvæmda eða fresta þeim að öðr- um- kosti. Góð, haustbær kýr og TAÐA til sölu. — Upp- lýsingar gefur BJÖRN BJÖRNSSON, Lyngholti, Glerárþorpi. Sími 213. 32. Bleik 27, Öngulsstöðum, fædd 1942. Faðir Neró. Meðalnyt 1946 og 1947 4126 kg„ fita 3,79% = 15.639 einingar. 33. Búbót 21, Þórustöðum, fædd 1942. Faðir Sörli. Meðalnyt 1946 og 1947 3994 kg„ fita 3,81% = 15.219 einingar. 34. Mön 15, Rútsstöðum, fædd 1942. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 4070 kg„ fita 4,16% = 16.933 einingar. 35. Bleik 35, Öngulsstöðum, fædd 1943. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3174 kg„ fita 3,89% = 12.346 einingar. 36. Perla 27, Öngulsstöðum, fædd 1942. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 3402 kg„ fita 3,68% = 12.534 einingar. 37. Glóð 24, Þórustöðum, fædd 1942. Faðir Sörli. Meðalnyt 1946 og 1947 3049 kg„ fita 4,33% = 13.200 einingar. 38. Blika 15, Björk, fædd 1943. Faðir Gráni. Meðalnyt 1946 og 1947 4135 kg„ fita 3,44% = 14.250 einingar. 39. Lukka 25, Þórustöðum, fædd 1944. Faðir Sörli. Nyt 1947 3731 kg„ fita 4,16%, = 15.521 einingar. 40. Kolbrún 11, Borgarhóli, fædd 1944. Faðir Bornholm. Nyt 1947 3759 kg„ fita 4,13% = 15.525 einingar. 41. Perla 31, Syðra-Laugalandi, fædd 1944. Faðir Neró. Nyt 1947 3063 kg„ fita 3,70% = 11.333 einingar. 42. Leista 27, Staðarhóli, fædd 1944. Nyt 1947 3857 kg„ fita 3,92% = 15.190 einingar. 43. Blesa 26, Staðarhóli, fædd 1944. Faðir Gráni. Nyt 1947 3675 kg„ fita 3,59% = 13.193 einingar. 44. Tíguldrottning 37, Eyrarlandi, fædd 1945. Faðir Hjörtur. Nyt 1947 3308 kg„ fita 3.75% = 12.405 einingar. 45. Auðhumla 18, Björk, fædd 1945. Faðir Gráni. Nyt 1947 2814 kg„ fita 3,38% = 9.512 einingar. Þarna eru taldar 10 dætur Grána frá Helgastöðum í Reykjadal, allar ungar, enda eiga þær vafalaust eftir að bæta sig enn, bæði með nythæð og fitu. Gránadætur eru yfirleitt snöggt um betri en mfcður þeii'ra voru á sam areki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.