Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 15. september 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Simi 1G6 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí ;; 1’RENTVIlRK ODi)S björnssonar h.f. <1 Þjóðin og stjórnarskráin NEFNDIR HAFA verið algengt umræðuefni 'að undanförnu, því að þessi fylgifiskur lýðræðisins setur nú höfuðsvipmót á daglegt líf borgaranna, með tilskipunum sínum og ráðagerðum. Ein er þó sú nefndin, sem fáar fregnir fara af. Það er stjórn- arskrárnefndin, sem átti að undirbúa hin nýju stjórnskipunarlög lýðveldisins. Þessi nefnd hefir lifað heila ríkisstjórn og hluta af ævi annarrar án þess þó að vinna sér annað til lífsins en vera til á pappírnum. Þegar hún settist á laggirnar, var miklu til kostað. Sendiför var gerð til annarra landa til þess að fá að líta í stjórnarskrár þeirra. Þótti það hentara á þeirri tíð, en fá plöggin í pósti. En síðan hefir verið hljótt um þessa nefnd og þó ennþá hljóðara um árangurinn af störfum henn- ar, ef nokkur er. Ekki hefir þó skort hátíðleg lof- orð. „Nýsköpunarstjórnin“ lofaði hátíðlega að láta undirbúa nýja stjórnarskrá. Það loforð fór sömu leiðina og flest hin meiri háttar loforð þeirrar stjórnar. Reyndist ekkert nema orða- gjálfrið eitt. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var stjórnarskrármálinu heldur ekki gleymt. Var þess sérstaklega minnzt í stjómar- sáttmálanum og segir þar svo: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að lokið verði endurskoðun stjómarskrárinn- ar og sctningu nýrrar stjórnarskrár hraðað eftir því sem frekast er unnt.“ En síðan þetta var, hefir verið sem næst alger þögn um þetta stórmál á sjálfu Alþingi og ekki hefir ríkisstjórnin látið svo lítið að tilkynna þegn- um sínum, hvað líði framkvæmd þessa atriðis málefnasamningsins. Frá stjórnarskrárnefndinni sjálfri hefir að sjálfsögðu ekkert heyrzt. ÞETTA AÐGERÐALEYSI valdhafanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar er raunar hið furðulegasta. Stjórnskipunarlög ríkisins eruhorn- steinar til þess að byggja á réttlátt og traust lýð- ræðisríki. Yfirleitt mun það skoðun manna, jafnt utan þings sem innan, að núverandi stjórnarskrá þurfi gagngerðra breytinga við. Mörg rök hafa verið leidd að því, að margt það, sem illa hefir farið úr hendi í stjórn landsins hin síðari <ár, eigi rót sína í ófullnægjandi og óviðunandi stjói'nar- skrá lýðveldisins. Áhugaleysi valdhafanna á þessu máli er ennþá furðulegra þegar það er aðgætt, að landsmenn sjálfir hafa yfirleitt mikinn áhuga á því. Hinar ýtarlegu tillögur Fjórðungssambanda Norðlendinga og Austfirðinga um nýja stjórnar- skrá, bera vott um þennan áhuga og skilning á því, að lýðveldið þarfnast nýrrar stjórnskipunar, ef það á að takast að byggja hér upp heilbrigt, sjálfstætt þjóðfélag. HÉR í BLAÐINU í dag eru birtar tillögur Norðlendinga um þetta efni. Þær eru mjög at- hyglisverðar og líklegar til þess að finna mikinn hljómgrunn hjá þjóðinni, þótt ekki sé jafnvíst að þeim verði mjög fagnað af stjórnmálaforingjum. En hvort sem menn aðhyllast einstök atriði þeirra eða ekki, er augljóst að þær stefna að einu höfuð- markmiði: að dreifa valdinu frá miðpunktinum í Reykjavík út til fólksins sjálfs, veita því rétt til þess að ráða sérmálum sínum, gera lýðræðið í landinu meira og áhrifaríkara en það nú er. Þessi meginstefna á sívaxandi fylgis að fagna með þjóð- inni. Ágallar núverandi stjórnarfyrirkomulags blasa nú hvarvetna við augum. Hnúturinn, sem búið er að reyra utan um stjórn atvinnu- og menningarmála í höfuðborginni, stækkar sífellt, en möguleikar til sjálfstjórnar og til framkvæmda minnka úti á landsbyggðinni að sama skapi. Þannig er stefnt til ófarnaðar og þessari stefnu verð- ur að breyta m. a. með nýrri stjórnarskrá og nýju viðhorfi til ríkisvaldsins. Af þessum ástæð- um mun almenningur gefa tillög- um Norðlendinga og Austfirðinga sérstakan gaum. Það er athyglis- vert, að það eru frjáls, ólaunuð, borgaraleg samtök, sem fyrst verða til þess að birta ýtarlegar tillögur um þetta stórmál ríkis- ins, á sama tíma og ríkisskipaðar nefndir sofa á verðinum. Er ekki einmitt í þessu fólgin sterk ábending um nauðsyn nýrrar stjórnarskrár og nýrra stjórnai'- háttu? FOKDREIFAR 50 þús. kr. verðmæti of lítið fyrir landann. EITT af Vestmannaeyjablöð- unum birti nýlega svohljóðandi fregn: „Hér kom fyrir skömmu um 40 smálesta dragnótabátur, sem hafði verið að veiðum hér um- hverfis Eyjar og var með full- fermi. Mest var aflinn smáýsa og lýsa og sumt af fiskinum mikið minni en leyfilegt er að landa hér. Færeyingar bjuggust við að fá fyrir farminn í Bretlandi um 2000 sterlingspund, eða um 50 þús. kr., eða helmingi meira en meðalsala togara fyrir stríð. En slíku geta íslendingar nú ekki litið við.“ Þessi fregn varpar ljósi á það, í hvert óefni er komið með fram- leiðsluþáttu okkar og fram- ’leiðslukostnað. Á sama tíma og hundruð skipa leita síldar ár- angurslaust, moka Færeyingar og aðrar þjóðir upp öðrum fisk- tegundum við strendur landsins og selja með góðum hagnaði á erlendum markaði. Hlutverkum skipt. NÚ GET eg ekki keypt mér almennileg rakblöð lengur. Þau fást ekki. Tannþvottur hefir lengi verið prédikaður sem nauðsynlegt hreinlæti. Börnun- um er auk heldur kennt það í skólunum, að siðað fólk eigi að halda tönnum sínum hreinum. En tannsápa er nú öldungis ófá- anleg. Ef þessu heldur áfram lengi, verða landsmenn að ger- ast síðskeggjar með gular og grænar tennur. SÚ VAR tíðin að íslendingar sendu fatnað í stórum stíl til Noregs og annarra landa. Þótt- ust ekki þurfa á honum að halda lengur hér í allsnægtunum. Nú fæst ekki skyrta, ekki fataefni, ekki efni í kjól, ekki barnaskór o. s. frv. Ef þessu heldur áfram, sé eg ekki annað en velviljaðir menn í Noregi verði að efna til íslandssöfnunar þar. Svo er nú hlutverkum skipt. Skilur milli feigs og ófeigs. HVERNIG stendur á þessu? Aflar þjóðin svona lítils gjald- eyris? Eða er innflutningsmálun- um svona illa stjórnað? Þetta eru spurningar, sem nauðsynlegt er að fá svar við. Gjaldeyristekjui' þjóðarinnar eru nú margfaldar á við það, sem þæi' voru fyrir stríð. Þá var beitt hér ströngum inn- flutningshöftum og þá starfaði gjaldeyrisnefnd. Henni stjórn- uðu vondir Framsóknarmenn, sögðu andstæðingablöðin þá. Það var kærasta umræðuefni þeirra árum saman, að skammast yfir stjórn Framsóknarmanna á gjaldeyrismálunum. En eg man ekki betur en eg gæti jafnan keypt mér tannsápu, efni í skyrtu, góð fataefni og yfirleitt allar brýnustu lífsnauðsynjar á kreppuárunum. Samt voru gjaldeyristekjur þjóðarbúsins ekki nema brot af því, sem þær eru nú, þrátt fyrir síldarleysið í ár. Fyrir stríð sat hér ein gjald- eyrisnefnd. Nú höfum við Fjár- hagsi'áð í toppinum, síðan Við- skiptanefnd og neðst miílibanka- nefnd. Utan í hrúgaldinu hangir skömmtunarskrifstofan með öll- um sínum stjórum, en yfir spila- borginni allri svífur angurblíð ásýnd viðskiptamálai'áðherrans. Og samt er ástandið svona. Eg held að mönnum dyljist það ekki lengur, að gjaldeyris- og inn- flutningsmálunum var miklu betur stjórnað fyrir stríð en nú. Þá vai' innflutningurinn skorinn við nögl, en það voru lífsnauð- synjar, sem voru fluttar inn. Þar skilur milli feigs og ófeigs. Nefnd stundum lélegt tæki. NEFNDAHRÚGALDIÐ sem við eigum nú við að búa, hefir reynst illa og er vonandi feigt. Það er löngu fullreynt, að það er ekki hægt að stjórna landinu svo að vel sé af eintómum ráðum og nefndum Reykvíkinga. En aðrir eru ekki hlutgengir í þau störf að áliti stjórnarvaldanna. Það sýnir reynsla liðinna ára og laus- legt yfirlit um nöfn helztu nefndarforkólfanna. Ástandið í verzlunarmálum landsmanna í dag er hörmulegt og það er von- laust að kippa því í lag með ekki betri tækjum en nefndirnar eru þar syðra .Mætti afnema sumar þeirra nú þegar, að skaðlausu, t. d. rhillibankanefndina, sem situr undir Viðskiptanefndinni, og eitthvað af skömmtunarfai'gan- inu. Það er táknrænt um gagns- leysi skömmtunarinnar á sumum sviðum, að verzlanirnar sjálfar verða að taka upp skömmtun á vörum sínum, utan og ofan við skömmtun ríkisvaldsins. En út- deiling miðanna, sem ekkert fæst út á, kostar samt milljónir. Gamalt, hrukkótt andlit. LANDSMENN eru að vonum orðnir langeygðir eftir því áð sjá hina nýju skipan innflutnings- málanna, sem’ viðskiptamálaráð- herrann lofaði þeim í fyrra. „Nýja reglugerðin11 var svarið við kröfum kaupstaðaráðstefn- unnar um nýtt verzlunarfyrir- komulag. Menn eru nú farnir að skilja það, að „nýja“ andlitið á innflutningsmálunum er gamalt og hrukkótt, að „nýjar reglu- gerðin" var fyrirsláttur einn til þess að sefa óánægjuraddirnai' og veifa framan í alþingismenn- ina, sem samþykktu þingsálykt- unartillöguna um nýja skipan (Framhald á 7. síðu). Niðursuða í sykurleysinu „Eg get ekkert soðið niður, vegna sykurleysis- ins“. Setningar eins og þessi og þessari líkar, heyrast oft nú. Sykurskammturinn mun ekki meiri en það, að í flestum heimilum mun lítill af- gangur, þegar hin venjulega neyzla hefir farið fram, og sums staðar, þar sem t. d. er fátt í heim- ili, en mikið um gestagang, mun sykurinn oft á tíðum naumui'. Hvað á húsmóðirin að gera við rabarbarann sinn, ribsberin, bláberin og öll þau önnur ber og grænmeti, sem hún hefir ræktað eða á annan hátt komizt yfir? En það er hér eins og víða ann- ars staðar, að neyðin kennir. Eg hitti á dögunum húsmóður í bænum, sem gaf mér að smakka krækiberjasaft frá því í fyrra, sem hún hafði gert, og í henni var ekki eitt gramm af sykri. Saftin var prýðileg, óskemmd með öllu, en var að vísu römm og bragðsterk, eins og gefur að skilja. Krækiberin höfðu verið hökk- uð hrá, safinn settur á flöskur, benzósúrt natron verið notað og síðan vendilega lakkað yfir flösk- urnar. Ekki er ólíkelgt að þannig megi fara með fleiri teg. berja. Onnur kona sagði mér að hún hefði geymt rabarbara hér um bil ár, án nokkurs sykurs. Hún saxaði hann í söxunarvél og setti maukið í flöskur. Benzósúrt natron var notað (2 gr. í 5 kg. rabarbara). Rabarbara má líka geyma í vatni, og sumum gefst vel að þurrka hann. í bók Helgu Sigurðar- dóttur, „Grænmeti og ber allt árið“, eru ýmsar góðar leiðbeiningar og forskriftir, hvernig bezt er að haga niðursuðunni þ. á. m. margar sykurlaus- ar aðferðir. Húsmæður vita vel, að þessi máj væru ekki erf- ið viðfangs ef ekld væi'i sykurleysið, en þegar svo er, er að taka hinu lélega ástandi með þolinmæði, og reyna að nota það sem þeim hefir, áskotnast af hinum góðu ávöxtum, eftir því sem unnt er. HAUSTKVEF. — HAUSTKLÆÐNAÐUR. Þegar kólna tekur er mörgum hætt við kvefi. Þetta er gömul saga, sem alltaf er, þó ný. Ráð er því að byrja fremur snemma að ganga í hlýrri fötum, en notuð hafa verið yfir sumarið, t. d. hlýrri nærfötum og sokkum. Gott er líka að bæta á sig einu bolvesti og peysur e.ru s.ígildur Ivlæðn- aður og eiga ekki hvað síst við á haustin. Um þessar mundir fæst nóg að ísl. lopa í mörg- um, fallegum litum, sem er alveg tilvalinn í peys- ur og hvers konar vetrarflíkur aðrar. Við getum vei'ið hreykin af lopanum, og gleym- um því ekki, að þetta er góð vara, sem fæst, og meira að segja óskömmtuð. Það er nú fullsnemmt að tala um snjósokka og snjóskó, en hefir nokkurri stúlku dottið í hug að prjóna sér snjósokka úr lopa? Nota sterka og „káta“ liti og innleiða snjósokka-tízku á okkar kalda landi? — Eg held að minna yrði um kvef og vesaldóm í oltkur, ef slík tízka kæmist á. Hvað heldur þú? Iðin húsfreyja, sem lærir við Bréfaskóla SÍS, á meðan hún hrærir í pottunum. — Bréfskólinn hefir á boðstólnum ýmsar námsgreinar fyrir þá sem vilja nema heima í frístundum sínum. ■—• Tæp 800 manns stunduðu bréfskólanám sl. ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.