Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 15.09.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 15. september 1948 Bagur Símamálastjórinn upplýsir: Stækkun sjálfvirku sföðvarinnar í Reykjavík fullgerð í haust r A sama tíma eru leyfi fyrir sjálfvirku stöðinni hér ófengin og óvitað, hvenær þau verða veitt Reykvískir knattspyrnumeistarar Myndin er aí knattspyrnuflokknum úr Reykjavík, sem sigraði á II. flokksmótinu, sein háð var hér á Akureyri fyrir skemmstu. Með þeim er farastiórinn, Þ. Ingi Eyvinds. Hátt á þriðja hundrað manns tók þátt í stofnun Félags ungra Fram- sóknarmanna í sýslunni Fjölsótt skemmtun Framsóknarmanna á sunnudagskvöldið Stofnfundur félags ungra Framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu var haldinn hér á Akureyri sl. sunnudag. Á stofnfundinum sjálfum rnættu um 100 manns og var formlega gengið frá stofnun félagsins og kosin stjórn. Alls sóttu liátt á þriðja hundrað manns um upptöku í félagið. Hefir þátttaka því orðið mjög mikil.og byrjar félagið starfsferil sinn með miklum myndarbrag. Reykjavíkurblaðið Vísir birti nú fyrir nokkrum dögum viðtal við símamálastjórann, Guðmund Hlíðdal. I viðtali þessu veitir símamálastjórinn þær upplýsing- ar, að mikil stækkun á sjálfvirku símastöðinni í Reyltjavík, verði fullgerð í haust. Fá Reykvíking- ar 2000 ný númer til afnota í haust. Virðist þessi stækkun á Reykja- víkurstöðinni hafa gengið mjög greiðlega. Mun þetta auk heldur ekki fyrsta aukningin á stöðinni nú upp á síðkastið. Hvað I.íður sjálfvirku stöðinni hér? Þetta eru lærdómsríkar upp- lýsingar með tilliti til seina- gangsins sem er á því að fá sjálf- virku stöðina hér uppsetta. Eftir því sem blaðið hefir frétt, mun hvorki hafa fengist fjárfestingar- leyfi fyrir stöðinni hjá Fjárhags- ráði, né heldur gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir andvirði hennar. Stöðin er smíðuð í Sví- Það bar vott um taugaóstyrk kommúnistaforsprakkanna hér í sambandi við Alþýðusambands- kosningarnar, að þeir hlupu til, strax og önnur bæjarblöð en Verkamaðurinn voru komin út, og auglýstu að kosningarnar skyldu fara fram þegar á sunnu- daginn, bæði í Iðju og Verka- mannafélaginu, áður en listi and- stæðinga þeirra var kominn fram. Við sjálfan kosningaundir- búninginn viðhöfðu konnnúnist- ar síðan ýmiss konar bolabrögð. T. d. fengust þeir aldrei til þess að láta andstæðinga sína fá í hendur kjörskrá Verkamanna- félagsins og í Iðju afhentu þeir kjörskrána fyrst seint á laugar- dagskvöldið. Var á þennan hátt reynt að spilla því að lýðræðis- sinnar hefðu sömu aðstöðu í kosningunum og kommúnistar sjálfir. Með þessu athæfi hafa kommúnistar hér sýnt það, hverja virðingu þeir bera fyrir lýðræðislegum kosninga-aðferð- um og þeir hafa gefið til kynna, hvernig myndi verða háttað framlcvæmd almennra kosninga, scm þeir ættu að sjá um. Þrátt fyrir þessa tilburði alla, varð ljóst af úrslitum kosninganna, að kommúnistar í Verkamannafé- laginu hér eru valtir í sessi. Hlutu þeir aðcins 11 atkv. meiri- hluta, eða 176 atkv., en lýðræð- þjóð og mun vera tilbúin til af- greiðslu. í viðtali við Akureyrar- blöðin í sumar, gerði símamála- stjórinn sér vonir um að nauð- synleg leyfi fyrir stöðinni yrðu veitt í sumar. Sú von hefur brugðizt til þessa. Forráðamenn símamálanna munu þó vænta þess, að gjaldeyrisyfirvöldin og Fjárhagsráð veiti þessi leyfi nú innan skamms. Munu bæjarmenn taka undir þær óskir. Akureyr- ingunrær gert að greiða sama af- notagjald fyrir gömlu, aflóga símatagkin hér og Reykvíkingum fyrir afnot nýju stöðvarinnar og hefur verið svo lengi. Það væri hið hróplegasta ranglæti, ef yfir- völdin neituðu um leyfi fyrir stöðinni hér, sem búin er að vera í pöntun í mörg ár, á sama tíma og þau hafa veitt Reykjavík öll nauðsynleg leyfi fyrir stækkun stöðvarinnar þar. Verður því vart trúað að óreyndu, að þannig verði snúizt við þessu nauð- synjamáli Akureyringa. issinnar 165 atkv. 1 Iðju hlutu kommúnistar 130 atkv., en lýð- ræðissinnar 70 atkv. Siglufjarðarkommúnistar eiga metið. Þótt framferði kommúnista hér við kosningar þessar opinberaði innræti þeirra, komast þeir þó tæpast með tærnar þar sem Siglu fjarðarkommúnistarnir hafa hæl- ana um bolabrögð við kosninga- undirbúninginn. í Siglufiri hlutu kommúnistar 299 atkv., en lýðræðissinnar 270 atkv. En sam- kvæmt frásögn blaðsins Neista í gær var öll framkvæmd kosn- inganna með endemum. Telur blaðið upp þessi atriði: 1. Fram- bjóðendur kommúnisla við kosn- inguna í Þrótti sátu sjálfir í kjö- stjórn. 2. Eftir að kosning var hafin, bættu kommúnistr við mönnum á kjörskrá eftir geð- þótta. 3. Mikill áróður var rekinn á kjörstað. 4. Á kjörstað var fest- ur upp lygaáróður úr Þjóðvilj- anum. Víðar af landinu berast nú fregriir um svipaða framkvæmd kosninganna. Þrátt fyrir þessa tilburði, hafa kommúnistar þegar tapað kosningunni í nokkru.m fél. m. a. í verkamannafélaginu í Vopnafirði og félagi garðyrkju- manna í Reykjavík. Annars stað- ar hafa þeir tapað atkvæðamagni í stjórn hins nýja félags voru kjörnir þessir menn: Steingrím- ur Bernharðsson, Dalvík, for- maður, Stefán Valgeirsson, Auð- brekku, Ingi Brynjólfsson, Ás- láksstöðum, Baldur Halldórsson, Iivammi og Ottar Björnsson, Laugalandi. Bygging héraðsskóla. Á fundinum fóru fram umræð- ur um héraðsmál og flokksmál og voru gerðar nokkrar ályktanir í þeim. Má þar helzt til nefna, að fundurinn skoraði á sýslunefnd og menntamálaráðherra, að hefj- ast handa um undirbúning að byggingu héraðsskóla í sýslunni. Ennfremur skoraði hann á menntamálaráðherra, að hlutast til um að gagnfræðadeild við Menntaskólann á Akureyri yrði ekki lögð niður, a. m. k. ekki fyrr en hafin væri starfræksla hér- aðsskóla í sý'slunni. Fundurinn lýsti yfir fylgi sínu við ályktanir þær, er þing ungra Framsóknarmanna gerði á fund- inum hér í vor. Fjölsótt skemmtun. Á sunnudagskvöldið var hald- in skemmtun í Samkomuhúsi bæjarins fyrir Framsóknarmenn í bæ og sýslu. Var húsfyllir og fór skemmtunin hið bezta fram. Jóhann Konráðsson söng ein- Ennþá er óséð úrslit Alþýðu- sambandskoningasnna í heild og var tala fulltrúa kommúnista og mdstæðinga þeirra nokkuð jöf>" eftir þau úrslit, sem kunn voru í gær. söng, síðan voru sýndar kvik- myndir og loks dansað. Myndarlegt átak. Flokksmenn allir munu fagna þessu myndarlega átaki hinna ungu manan og óska félagi þeirra gæfu og gengis. Þótt félagið sé þegar fjölmennt, vænta forráða- menn þess enn mikillar þátttöku. þeir, sem ekki hafa átt þess kost að láta skrá sig í félagið, geta snúið sér til einhvers úr stjórn- inni, eða til umboðsmanna, sem félagið hefir í hverjum hreppi. - Stjórnarskrármálið (Framhald a£ 1. síðu). þykkt, skulu fara fram almennar kosningar til Alþingis. Jafnframt skulu fara fram forsetakosning- ar, og fer forseti frá, nema hann verði endurkjörinn. Verði forseti endurkjörinn, má ekki bera fram á Alþingi vantrauststillögu á ríkisstjórn lians næstu tvö ár. Ef Alþingi afgreiðir ekki fjárlög, áð- ur en fjárlagaár hefst, skal greiðslum úr í-íkissjóði hagað eftir fjárlagafrumvarpi foi'seta það fjárhagsár. Um dómsvald segir svo í tillögunum, að því skuli skipað með sérstökum lög- um. Samvinna við Austfirðinga. Þingið kaus nefnd til þess að koma tillögum sínum á framfæri og vinna þeim fylgi. Vænti þing- ið að Austfirðingar kysu tvo menn, er hefðu samvinnu við fulltrúa Norðlendinga í þessu j augnamiði. Islendingur á lönim til 8 ára dvalar í Kína Séra Jóhann Hannesson kristni boði var gestkomandi hér í bæn- um í s.l. viku. Hafði Kristniboðs- fé_la.gið hér kveðjusamsæti fyrir harin, en hann er nú á förum af landi burt, áleiðis til Kína, þar sem hann mun starfa á vegum norska kristniboðsfélagsins í næstu 8 ár. Hann fer héðan til Noregs en þaðan með flugvél, sem kristniboðsfélögin á Norð- urlöndum eiga og starfrækja, til Hong Kong og þaðan til Yangt- se-dalsins. Þar mun hann dvelja næstu 8 árin við kristniboðs- og líknarstörf. Svæði það, sem hann starfar á, er á valdi kínversku miðstjórnarinnar, víglína hennar og kommúnistaherjanna er all- miklu norðar. Séra Jóhann kom heim til íslands árið 1946 og hafði þá dvalið 10 ár erlendis, þar af 8 ár í Kína. Ruth Hermanns á hljóinleikaför um Norðurland Þýzki fiðluleikarinn frk. Ruth Hermanns mun leggja upp í hljómleikaför um Norðurland um helgina. Verða hljómleikarn- ir haldnir á vegum Tónlistarfé- lagsins hér. W. Lanzky-Otto píanóleikari aðstoðar. Fyrstu hljómleikarnir verða á Húsavík á laugardaginn, en á sunnudag- inn mun frk. Hermanns leika á Sauðárkróki, en á mánudaginn hér á Akureyri. Á þriðjudag eða miðvikudag hefir hún hljómleika í Siglufirði. Hljómleikum Björns Ólafssonar fiðluleikara og Árna Kristjánssonar píanóleikara, sem halda átti hér um helgina, er frestað til mánaðamóta. Síldveiðunum lauk með norðangarð- inusn í sL viku Tíðin hefir verið mjög óstillt undanfarnar vikur. Síldarflotinn, sem leitaði landvars um fyrri helgi vegna illviðra, fór aftur á veiðar ó miðvikudag og fimmtu- dag. Fengu nokkrir bátar þá 100 —250 tunnur á austursvæðinu. En á föstudag hófst annar ill- viðrakafli, sem hefir staðið að kalla látlaust síðan. Var síldar- vertíðinni hér nyrðra þar með lokið og munu nú öll skipin hætt síldveiðum. Engar teljandi breytingar urðu á aflamagninu frá því síðasta skýrsla um það var birt. Héðinn Valdimarsson látinn Héðinn Valdimarsson, fyrrv. alþingismaður lézt í Landsspítal- anum í Rvík 12. þ. m. 56 ára að aldri. Banamein hans var hjarta- bilun. Kommúnistar valtir í sessi í Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstaðar Fengu aðeins 11 atkv. meirililuta í Verkamanna- félaginu, þrátt fyrir bolabrögð og ólýðræðislega framkvæmd kosninganna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.