Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 29. sept. 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODÚS BJORNSSONAR H.F. ***************************************** * j*j Örlagaríkir dagar í SL. VIKU rak hver stóðviðburðuiinn annan á vettvangi alþjóðamálanna, þótt ekki væri því að heilsa að neinn þeirra væri afdrifaríkur fyrir betri sambúð stórveldanna og bjartari horfur í alþjóða- málum. Virðist enn hafa sigið á ógæfuhliðina og raunar hefir gjáin í milli austurs og vesturs aldrei verið óálitlegri en einmitt þessa síðustu daga. Þegar litið er yfir helztu viðburði vikunnar, er fyrst að nefna setningu allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna í París, þar sem nær 70 dagskrármál eru til umræðu og þar á meðal flest þeirra mála, sem mestum ágreiningi hafa valdið á yfirborðinu a. m. k. þessa síðustu mánuði, þar næst síðustu skýrslu Bernadotte greifa um Palestínumálið, sem markar að nokkru leyti nýja stefnu í þessu við- kvæma deilumáli og loks þær upplýsingar, að hinar langvinnu viðræður Vesturvéldanna og Rússa um Berlínarvandamálið hafi farið út um þúfur og málinu hafi verið skotið til áðgerða Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. BLÖÐUM VESTAN járntjaldsins kemur yfir- leitt saman um það hina síðustu daga, að hvað sem líði Palestínuvandamálinu, Kóreumálinu, umræð- unum um neitunarvaldið og öðrum þeim efnum, sem líkleg voru til þess að verða efst á baugi á allsherjarþingi S. Þ., þá muni þau nú öll hverfa í skugga Berlínardeilunnar og þess uppgjörs í milli vesturs og austurs, á vettvangi S. Þ., sem óð- um dragi að. Undanfari þessa uppgjörs var ræða sú, er Vishinsky, aðalfulltrúi Rússa, flutti í París í vikulokin, þar sem hann réðist Keiftarlega á Vesturveldin, einkum Bandaríkin, en lagði jafn- framt fram tillögur, sem komu mjög á óvart. Til- lögur þessar fjalla um afvopnun stórveldanna að 1/3 hluta á einu ári og bann við notkun kjarn- orkuvopna ásamt alþjóðaeftirliti með því að banni þessu yrði framfylgt. Vesturveldin munu líta með nokkurri tortryggni á þessar tillögur og það naumast að ástæðulausu. Rússar höfðu fyrr staðið í vegi fyrir því, að samkomulag næðist í kjarnorkumálanefnd S. Þ. um alþjóðlegt eftirlit og töldu það þá grípa um of inn í fullveldi hinna einstöku ríkja. Enginn vissi, að um hugarfars- breytingu væri að ræða hjá þeim, og það er at- hyglisvert, að í hinum nýju tillögum Rússa virðist ekki gert ráð fyrir eftirliti með vinnslu þeirra efna, sem þarf til kjarnorkuvopnasmíða. Um af- vopnunartillöguna hafa brezkir stjórnmálamenn þegar sagt það, að enginn viti hversu stóran her Rússar hafi nú, og erfitt sé að semja um að smækka stærð, sem sé algjörlega óþekkt og engar upplýsingar að fá um. VESTURVELDIN MUNU ÞÓ taka tillögur Rússa til rækilegrar athugunarogkannahverfrið- arvilji kann að felast þar á bak við. Augljóst er þó, að þessa friðarvilja verður ekki vart í sambandi við Berlínardeiluna, þar sem Rússar haía nú svik- ið það frumsamkomulag, er varð á Moskvafund- unum og heimta nú, auk annars, að fá eftirlit með flugvélaflutningum Vesturveldanna til Berlínar. Kröfur þeirra eru í algjöru ósamræmi við samn- ingana um fjórveldahernám Berlínar og bein ógnun við setulið lýðræðisþjóðanna í borginni, svo og við líf og heilsu borgarbúa. Kröfunum var því endanlega hafnað og málið lagt fyrir Öryggisráð- ið. Fæstir munu búast við lausn þess á þeim vettvangi. Hinár Sameinuðu þjóðir hafa ekki haft bolmagn til þess að lyfta minna hlassi en þessu og þar að auki er skipulagi þeirra þannig háttað, að falli dómur Öryggisráðsins í málinu Rússum í óhag, geta þeir beitt neitunarvaldi sínu og þar með ónýtt afgreiðslu þess. Og allsherjarþingið sjálft getur ekki gert annað en samþykkja áskor- anir og ábendingar til Öryggis- ráðsins eða hinna einstöku þjóða. Þá er möguleiki alltaf fyrir Þá er er sá möguleiki alltaf fyrir og gangi úr þeim ásamt fylgi- hnöttum sínum. BREZUR þingmaður, sem flutti erindi um þessi mál í brezka útvarpið nú um helgina, lét svo um mælt, að þegar brezka þingið ræddi utanríkismál á dög- unum, hafi menn gert sér það ljóst, að svo kynni að fara að Vesturveldunum yrði gert ókleift að halda áfram loftflutningum til Berlínar. Væri þá ekki nema um tvennt að velja, að hopa eða opna leiðina með vopnavaldi. Þannig hafa umræðurnar um þessi mál færzt á nýtt og harla óglæsilegt svið. Rússar hafa nú, í augsýn allra þjóða, sem við fréttafrelsi búa, teflt á hið tæp- asta vað með óbilgirni sinni og yfirgangi í Þýzkalandi. -En ennþá munu menn í flestum löndum vænta þess, að þjóðmálastefna, sem hóf göngu sína undir kjör- orðum jafnréttis og mannúðar og betra hlutskiptis fyrir hina snauðu, hafi þó ekki ennþá svo rammvillzt á þróunarbrautinni, að fyrir atbeina ráðamanna Sovétríkjanna verði heiminum steypt út í þriðja blóðbaðið á þremur áratugum. Eftir atburði síðustu daga hangir sú von þó vissulega á bláþræði. Börnin og skólarnir (Bréf til kvennadálksins). FOKDREIFAR Þegar ríkisvaldið hressir upp á svartamarkaðs-móralinn. ALMENNINGUR í landinu er furðu lostinn yfir fregnunum af svartamarkaðs-uppboðunum í stj órnarráðsbyggingunni Arnar- hvoli, undir verndarvæng lög- gæzlu og stjórnardeilda. Dag eft- ir dag standa verðir laga og rétt- ar þar kófsveittir við að selja for- boðinn varning á uppsprengdu verði, langt utan og ofan við allt sem heitir verðlagseftirlit, skömmtunarreglugerðir og sið- mennilegar viðskiptavenjur. Ny- lonsokkar á 80 krónur parið, beint úr neðstu hæð fjármála- ráðuneytisbyggingarinnar og helztu bækistöðva ríkisvaldsins. Tyggigúmmíið á 230 krónur kassinn og annað eftir þessu! Það munar alltaf um það, þegar ríkisvaldið gerizt kaupmaður. ÞAÐ, SEM er viðurstyggilegast við þessa nýjustu verzlunartækni ríkisvaldsins, er mórallinn, sem að baki býr. Forboðnar vörur eru gerðar upptækar. Ríkið leggur hald á þær og ákveður síðan að koma þeim í beinharða peninga. Er það auðvitað sjálfsögð aðferð, að ríkið taki upp ólöglega inn- fluttar vörur og komi þeim í verð. En þar lýkur því, sem telja verður sjálfsagt í sambandi við þessa nýjustu ríkisverzlun. Hugsunarháttur embættis- mannavaldsins virðist orðinn sá, að það sé um að gera að okra eins mikið á þegnunum og hugsanlegt er. í þessu landi skömmtunar og innflutningshafta, vöruskorts og reglugerða, er síðan stefnt til uppboðs, þar sem hæstbjóðend- um er slegin varan, utan við skömmtun, ofan við verðlagseft- irlit. Ríkisvaldið reynir beinlínis að gera sér það að féþúfu, að það er vöruskortur og skömmtun í landinu. Hver er munurinn á þessu og því, að Pétur eða Páll reyni að selja torfengna vöru í einhverju portinu á uppsprengdu svartamarkaðsverði? Hann er vandséður. Og það er augljóst, að svona framkvæmdir af hálfu rík- isvaldsins sjálfs verða ekki til þess að bæta móralinn í verzlun- inni eða halda aftur af svarta- markaðsbröskurum. Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. SÓMA- OG ábyrgðartilfinning embættismannavaldsins hefði átt að vera svo rík, að þessari verzl- un hefði verið hagað öðruvísi. Það var sjálfsagt, að selja þennan varning og að ríkið fengi peninga fyrir hann. En það átti að selja hann á löglegu verði, gegn skömmtunarmiðum, í gegnum viðurkenndar verzlanir almenn- ings. Það er orðið bágborið ástandið í landinu, þegar ríkis- valdið sjálft gengur á undan um að fótumtroða sínar eigin reglu- gerðir og auglýst hámarksverð. Og svo kóróna embættismenn- irnir verknaðinn með því að upp- lýsa, að heimilt sé að selja varn- ing þennan í verzlunum á svarta- markaðsverðinu. Fyrst um sinn, segja þeir, er ekkert við það að athuga, að nylonsokkaparið sé selt á 80 krónur! (Á Norðurlönd- um kostar parið 8—11 krónur). ,,Löglegur“ svartamarkaður hefir til þessa helzt þróast í Balkan- löndum, þar sem ríkisstjórnirnar hafa halað inn peninga með því að reka sjálfar verzlanir, þar sem menn gátu keypt skömmtunar- vörur miðalaust, ef þeir vildu að- eins greiða margfalt verð. Þessi aðferð var auk heldur mikið í tízku í rússnesku paradísinm eft- ir stríðið. En hér heima er þetta nýjung. Það væri skemmtilegra að fulltrúar þjóðarinnar á Al- þingi fengju að fjalla um þessa verzlunaraðferð áður en hún verður viðtekin venja hér og embættismannavaldið leggur það á sitt breiða bak að reka þannig tunguna út úr sér beint framan í andlit borgaranna, sem sitja sár- sveittir yfir skömmtunaraug- lýsingu númer 34 og verðlags- stjóraauglýsingu númer guð má vita hvað. Kvennadálkinum hefir nýlega borizt bréf frá konu í bænum, sem ræðir um börnin og nám þeirra í barnaskólum. í bréfi þessu koma fram ýmiss merk sjónarmið, og hugleiðingar kvenna, og þó einkan- lega mæðra, um þessi mál, ættu að vera mun al- gengari og meiri gaumur gefinn en oft vill verða. Um veru yngstu barnanna í vor- og haustskóla víkur bréfritari nokkrum orðum og segir m. a.: „Þessi börn eru tvo til þrjá tíma í skólanum á dag. Flestir kennaranan láta þau lítið heimanám hafa. Mín tillaga er að heimanám þessara barna væri alls ekkert. Veturinn ætti að nægja bæði til skóla- og heimanáms, enda ■ sýnir það sig, að unglingar í framhaldsskólum, virðast yfirleitt ekki standa sig verr úr sveitum en kaupstöðum, þó námstími í sveitum sé styttri. í vor- og haustskóla finnst mér, að hið eiginlega skólanám ætti að falla niður, en í þess stað að kenna þessum litlu börnum t. d. fallega framkomu (mannasiði), umferðareglur, og síðast en ekki sízt, bæði úti- og innileiki og glæða hjá þeim áhuga fyrir gi’óðri jarðar. Það er oft farið með þessi börn í gönguferðir, en væri þá ekki hægt, t. d. á vorin að láta þau gróð- ursetja trjáplöntur, og fleira, undir leiðsögn kenn- ara síns.“ Þannig fórust kojju þessari orð. Nú mun það svo, að vor- og haustskólanám barnanna á að vera og er að mestu leyti fólgið í öðru en bóknómi. í nýju fræðslulögunum mun vera gert ráð fyrir að þess- um tíma sé að mestu varið til lestrarnáms og átt- hagafræði. Nám í átthagafræði er mjög víðtækt og undir það heyra sumar af þeim greinum, sem bréf- ritarinn nefnir. Viðvíkjandi heimanámi barna á þessum aldri, mun það sennilega, að einhverju leyti, kennaranum í sjálfsvald sett og eitis og gefur að skilja hafa kennarar misjafnar starfsaðferðir. En eg vil benda þessari konu og öðrum konum, sem eitthvað gott hafa til málanna að leggja, á það, að mæta á foreldrafundum í skólanum og h.itta kenn- ara barna sinna og skólastjóra, sem oftast að mál- um. Barnaskólinn hér hefir ávallt óskað eftir sam- starfi við heimilin í bænum og vinsamlegar um- ræður foreldra og kennara um málefni skólans og heimilanna munu bezt leyst með Samvinnu þess- ara aðila. Nýjasta bókin: Hvað sagði tröllið BÓK ITafnarstræti 81 — Sími 444 Á öðrum stað í bréfi bæjarkonu, sem eg þakka héi' með kærlega fyrir, stendur: „Væri ekki vit í því að hætta framleiðslu á brjóstsykri, sem flestum kemur saman um að. ekki sé hollur, en kaupa ávexti fyrir þann gjaldeyri, sem nú er notaður fyrir sykur og fleiri erlend efni, sem notuð eru í brjóstsykur- gerð og aðra slíka framleiðslu?11 Eg spyr með konunni, væri ekki vit að hætta þessari framleiðslu á tímum sem þessum, og nota bæði gjaldeyri og vinnukraft til þarflegri hluta? P. SAMANBURÐUR Á STEINEFNAMAGNI. Heilhveiti: Kalk 0,41 gr. pr.. kg. Fosfor 3,50 gr. pr. kg. Járn 0,05 gr. pr. kg. Hveiti: 0,23 gr. pr. kg. 1,50 gr. pr. kg. 0,01 gr. pr. kg. Kalk er byggingarefni tanna og beina, það á einnig þátt í storknun blóðsins og temprar sýrustig þess. Er nauðsynlegt fyrir flesta vefjastarfsemi. Sama er að segja um fosfor og járn, það er nauð- synlegt til myndunar blóðrauðans, sem flytur súr- efni um líkamann. SKÖMMTUNIN. Síðustu fréttir af hinni margumtöluðu skömmtun eru þær, að nú er um það bil að hefjast úthlutun skömmtunarmiða fyrir tímabilið okt.—des. Á séðl- unum mun vera sama magn af sykri, kaffi, korn- vöru og hreinlætisvörum og á seðli þeim, sem enn er í gildi. — Engir vefnaðarvörureitir eru á þessum nýju seðlum, þar sem vefnaðarvörureitirnir 151— 200 á gildandi seðlum gilda til áramóta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.