Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 29.09.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 29. sept. 1948 D AGUR 5 Höggur sár er hlífð skyldi Svar til Braga Sveinssonar FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Það mun ekki ofmælt, að ís- lendingar sé.u deilugjarnir, og deili stundum óvægilega. En um- ræður og deilur, ná því aðeins tilgangi sínum, að málsaðilar sýni prúðmennsku í rithætti og virði grundvallarskilyrði ritmennsku, að hlýða á rök og viðurkenna staðreyndir, er fram koma. Sé þeim skilyrðum fullnægt, má jafnvel segja, að deilur séu þjóð- félagsleg nauðsyn. En á öllum tímum koma fram höfundar, sem litla þekkingu virðast eiga um ofangreinda málsmeðferð. Þeir kunna lítt að greina milli manna og málefni, skeyta lítt um rök, en vaða botnlítinn óhróðurselginn um eitt éða annað, stundum full- komlega fjarskyld atriði, því sem um er rætt. Glöggt sýnishorn um slíkan rithátt, er að finna í Degi 18. ág. sl. Þar geysist fram á ritvöllinn maður að nafni Bragi Sveinsson. Nefnir hann ritsmíð sína „Sein- heppileg svör“. Grein þessi er á ýmsan hátt hin furðulegasta. Er ekki fjarri lagi, að álykta, að hún sé „seinheppi- leg“ tilraun til að rangfæra grein er eg ritaði í Dag 28. apríl sl. Þó grein B. S. raski engu, er eg hélt fram í þeirri grein og sé sem heild fjarri því að vera svaraverð, neyðist eg til að taka hana til athugunar og leiðrétta missagnir og rangfærslur. Grein sú, er eg ritaði í Dag síðastl. vet- ur, var umsögn lesanda, ásamt leiðréttingum við vísnasafn Jó- hanns Sveinsson: „Eg skal kveða við þig vel“. í formála þeirrar bókar, segir höfundur, bls. 19, 13. 1. a. o.: „Ef mönnum virðist eitt- hvað rangt með farið í riti þessu, væri mér kært, að menn sendu mér, eða Helgafelli athugasemdir og leiðréttingar, er reistar væru á traustum heimildum, því að skylt er 'að hlíta því er réttara reynist.“ En þrátt fyrir leiðréttingar mínar, reynir B. S. að „klóra í bakkann“, þótt erfiðlega gangi. Skal nú víkja nokkuð að við- fangsefni Braga. Fyrsta þraut hans er vísa Sveins Jóhannss.: „Ágirn lúður líður þraut“ o. s. frv. Eg taldi, að vísa þessi væri birt í vísnasafn- inu á annan hátt, en hún mun al- mennt þekkt. Þessu þorir B. S. ekki að neita, en segir aðeins, að höfundinum hafi verið breyting- in leyfileg. Mikið rétt! En hvers vegna ekki að fylgja ákvæðum formála vísnasafnsins, birta eldri og þekktari myndina, en geta um síðari breytingu. Það er að vísu ekki nema gott um það að segja, að höfundar breyti verk- um sínum, því venjulega munu breytingar gjörðar til þess að bæta verkið. Og hverjar voru svo hinar nýju upplýsingar B. S. varðandi þessa vísu? Þær virðast helzt þær, að höfundur hefði ekki þurft að biðja mig um leyfi til að breyta verki sínu, Braga-vísindi hin nýju, virðast fremur lág- kúruleg og sviplítil og hefði höf. vissulega verið sælli, að leiða slíkt alveg hjá sér, en sýna svo mikið úrræðaleysi, að fullkomin rökþrot megi teljast. En þrautir hans þyngjast þó enn meir, er hann ræðir um vísu Sveins Jóhannss.: „Ropar þú með rembið skap“ o. s. frv. Þar segir B. S. meðal annars: „ Raunar skiptir það harla litlu máli hvar vísan er kveðin“. — Jú! — Bragi Sveinsson, það skiptir einmitt máli, það er skýring vísunnar í vísnasafni Jóhanns Sveinssonar, sem um er deilt, en ekki vísan sjálf. Væri B. S. hollara, að kynna sér betur það, sem um er rætt, en þvaðra ekki um óvið- komandi atriði. Sýnir það ein- ungis virðingarleysi hans fyrir rökum og takmarkað réttsýni í málflutningi. B. S. teygir lopann um uppboð það, er haldið var að Þúfnavöllum 2. maí 1913. Telur hann vísuna orta þar. Þetta er al- rangt, eins og eg tók fram í grein minni 28. apríl. Vísan er ort á fundi er haldinn var að Þúfna- völlum 18,ágúst 1912. Skyldi þá endurreisa sparisjóð Skriðu- hrepps. Heimildarmaður minn, Þórður Magnússon, nú til heim- ilis að Þríhyrningi, var staddur á fundi þessum, sem fleiri og man glöggt atburð þennan. Það er einnig víst, að Friðbjörn í Stað- artungu kvittaði fyrir sending- una með annarri vísu, sem því miður er ekki til í ábyggilegri heimild. Þ. M. fullyrðir einnig, að Friðbjörn hafi ekki þá ort neitt það, er níð eða kerskni megi kallast. Það liggur því ljóst fyrir, að skýring Jóhanns Sveinssonar við áðurgreinda vísu, er skáld- skapur einn. Því að vísa, sem er til 18. ágúst 1912, getur ekki ver- ið ort á uppboði 2. maí 1913, eins og B. S. heldur fram. Ef B. S. vildi fræðast nánar um þetta, er honum ráðlegt að hitta Þ. M. að máli. Mætti þá svo fara, að hann rataði frá villu síns vegar. Er þá komið að þriðju þraut Braga. Má þar segja um gengi hans líkt og Jónas Hallgrímsson kveður í kvæðinu Þorkell þunni: „Á útgönguversinu sprakk hann.“ Virðist B. S. helzt vilja taka sér fyrir hendur að sanna, að Frið- björn í Staðartungu, hinn snjalli hagyrðingur, hefi ekki þekkt réttar rím- eða beygingarreglur. „Svo mæla börn sem vilja“. Birtir hann í þeim tilgangi vísu, sem hann segist hafa heyrt, að Friðbjörn hafi kveðið. Nokkrum línum síðar slær B. S. því föstu, að vísan sé kveðin af Friðbirni, því að hann telur hana sýnishorn af skáldskap hans. Og hverjar eru heimildir Braga? Orðrómur, sem hann hefir heyrt einhvern tíma, og hvaða sannanir hefir B. S. fyrir því, að vísan hafi verið þannig kveðin í upphafi, hver sem annars er höfundur hennar? Það verður fullljóst hér, sem fyrr, að B. S. skortir rök og er ekki ofmælt, að hann hafi nú drukkið skál lausmælginnar í botn. Er þá mikið sagt, ef miðað er við það, sem áður er ritað. B. S. lætur blítt mjög að vísu þess- Marcel Ayné: Maðurinn, sem breytti um andlit. Karl Isfeld ís- lcnzkaði. Bókaútgáfan Drápa. — Reykjavík 1948. Höfundur skáldsögu þessarar er ekki alls ókunnur íslenzkum lesendum, því að í fyrra eða hitt- ið fyrra kom út eftir hann önnur skáldsaga, Vér lifum á líðandi stundu, í íslenzkri þýðingu eftir Karl Isfeld ritstjóra. Mun sú saga hafa verið mikið keypt og lesin, enda nýstárleg um margt og vel skrifuð, þótt efnið væri ekki sérlega hrjálegt. Hin nýja saga þessa höfundar, er nú hefir verið gefin út á íslenzku, er raunar ennþá furðulegri sam- setningur en sú hin fyrri. Hún er skrifuð af miklu fjöri, hug- kvæmni og stílgáfu, en efnið er ævintýraleg kynjasaga, „draumi líkust og dikti“, fjarstæðukennd og óraunhæf, en í hina röndina er sagan þó harla nýtízkuleg og „harðsoðin" á ameríska vísu, engu síður en sögur Don Tracys ari og fer um hana mörgum orð- um. Þykist hann nú sanna, að á hinu margnefnda uppboði bafi verið ortar níð- og kersknivísur. En B. S. má birta svo mikinn uppboðsskáldskap, sem hann vill, það sannar á engan hátt skýringu vísnasafnsins eða fullyrðingar B. S. sjálfs. Því að hér er um allt annan mannfund að ræða. Um vísuna segir hann m. a.: „Því mun ekki logið, þótt þetta sé níð og kerskni kallað og skáldskap- , urinn ekki upp á marga fiska.“ Og nokkru síðar: „Eg ætla mér ekki að dæma skáldskap Frið- bjarnar í Staðartungu." Að mínu áliti er ekki hægt að dæma vísu öllu ákveðnar. Efnið níð og kerskni, skáldskapurinn beygingar- og málvillur. Eg minnist þess tæplega, að hafa heyrt nokkurn höfund hlaupa á öðru eins hundavaði og eftirlæt lesendum, að fella dóm um slík- an málflutning. Af þeim dómi er B. S. sannarlega ekki öfunds- verður. Bragi Sveinsson telur að eg hafi hafið umræður um skáld- skap Friðbjarnar í Staðartungu. Þetta er vægast sagt fullkomið ranghermi. Til að hefja slíkar umræður hefi eg enga ástæðu haft og allra sízt mundi eg ræða slík mál við mann, með svipaða réttsýniskennd og B. S. virðist eiga, ef dæma má eftir skrifi hans í Degi 18. ágúst sl. Eg hirði eigi um að svara per- sónulegum skætingi B. S. í minn garð. Eftirlæt honum heiðurinn af slíkri ritmennsku, ef einhver kynni að vera. En slíkum rithætti eða öðrum skrifum frá hendi þessa höfundar, mun eg alls ekki í annað sinn svara. Eg hefi nú í stuttu máli leitast við að svara rangfærslum B. S. Verður næsta erfitt að skilja, í hvaða tilgangi slíkar greinar eru birtar. Er mjög mikill efi á, að vísna- safni Jóhanns Sveinssonar sé greiði gjörður með slíkri aðstoð, og sannast hér sem svo oft hið gamla orðtak: „Höggur sá, er hlífa skyldi". Einar Sigfússon. eða James M. Cains, svo ein- hvérjir slíkir riddarar nýrra bók- mennta séu nefndir. Það er eng- inn viðvaningsbragur á vitleys- unni, og tilraunin heldur ekki alls ómerk sem sálfræðileg riss- mynd, þegar söguhetjan verður fyrir því áfalli að missa sitt eigið andlit, — bi'eytast líkamlega úr miðaldra, hversdagslegum og fremur ófríðum kaupsýslumanni í ungan og fríðan flagara, sem fer á fjörurnar við sína eigin ektakvinnu og gerist Kokkáll sjálfs sín, svo að dæmi séu nefnd um hinar hugvitsamlegu fjar- stæður ,sem einkenna bók þessa. ★ John Galsworthy: Svipur kyn- slóðanna. Gísli Guðmundsson ís- lenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. — Akureyri 1948. Varla getur ólíkari skáldbók- menntir en frönsku nútímasög- una, er nefnd var hér að framan, og frásagnaflokk þann eftir brezka skáldjöfurinnGalsworthy, sem Gísli Guðmundsson hefir nú þýtt með mikilli prýði á íslenzku og Norðri gefið út í vandaðri út- gáfu. Eigi skal það dregið í efa, að Marcel Ayné sé í hópi hinna sérkennilegustu yngstu rithöf- unda Frakka, og sennilega má hann heita dágott sýnishorn og fulltrúi þeirrar rótlausu mann- tegundar og sjúklegu hugar- stefnu,’ sem er á síðustu áratug- um smám saman að stjaka hinu glæsilega franská þjóðveldi fram á yztu heljarþröm félagslegrar óreiðu og viðnámslausrar ringul- reiðar. — En þá er Galsworthy á hinn bóginn myndugur og heil- steyptur fulltrúi flests hins bezta og heilbrigðasta í brezku þjóð- lífi, — ágætt sýnishorn rótfastrar og hviklausrar erfðamenningar, — kannske ofurlítið svifaseinnar og þunglamalegrar menningar, en hins vegar þó svo kjarngóður og kynfastur, að hún hefir, hverri annarri þjóðmenningu betur, staðist herhlaup hvers- kyns voða, „blóð, strit, tár og ’sveita". — Annars er „Svipur kynslóðanna (á frummálinu: „On Forsyte Change“) ein af sex bindum í hinum mikla sagna- bálki Galsworthys um sögu For- syte-ættarinnar, en sá sagna- flokkur er í heild talinn eitt merkasta skáldverk Breta á þessari öld. Er þar lýst af mikilli snilld æviferli enskrar borgara- fjölskyldu í þrjá ættliði, eða nær alla 19. öldina og fram til vopna- hlésins 11. nóv. 1918. í þessu bindi er gefið furðulega glöggt yfirlit yfir þróun og æviferil ætt- arinnar, og þó er bókin raunar aðeins nokkrar smásögur, — er hver um sig myndar allsjálfstæða heild, — þar sem sagt er frá ýms- um einstaklingum ættarinnar og skapgerð þeirra, lífsviðhorfum og skoðunum lýst með miklum ágætum í ekki lengra máli en hér er um að ræða. Væri vissulega mikill fengur að því að fá alla sögu Forsyte-ættarinnar þýdda og útgefna á íslenzku, því að auk þess sem sagan ef hið merkileg- asta skáldverk að öðru leyti, veitir hún furðulega glögga inn- sýn og skilning á brezku þjóðar- eðli og sögu á einu mesta þroska- skeiði þessarrar gagnmerku frændþjóðar okkar, „Viktoríu- öldinni“. Ætti útgefandi og þýð- andi þessarrar bókar að taka þessa uppástungu til athugunar og framkvæmda, því að sannar- lega er enginn svikinn á slíkum bókmenntum. Þar er að finna — eins og segir í öðru sambandi á síðustu síðu bókarinnar — „enskt berg, ensk bein! Þögult, gamalt og gott!“ ★ Werner Jaspert: Konungur vals- anna. Bókaútgáfan Norðri. —■ Akureyri 1948. Þetta er bókin um Jóhann Strauss, valsakónginn heims- fræga, sagan um ævi hans og baráttu, sögð í léttu skáldsögu- formi. Ekki er hér um mikið bókmenntaafrek að ræða, enda mun ekki til þess ætlazt, en nokkuð mun hæft í því, sem seg- ir í eftirmála þeim, er dr. Eher- hard Dannheim hefir ritað með ísl. þýðingunni, en þar er m. a. svo að orði komizt: — „Og hvers vegna birtist einmitt í dag bók um hreinmfagra hljóma Vínar- valsins? Það er sökum þess, að börn vorra tíma þrá í raun og veru heitar en nokkru sinni áður sanna gleði og djúpa og hreina ást. Og það er einmitt það, sem bók þessi birtir og veitir. Hún birtir mynd mikilmennis og göf- ugmennis, einlæga ást hans til kvenna þeirra, sem mættu hon- um á lífsleiðinni og gæddu hann sköpunarmætti til að syngja lífs- gleði sína yfir milljónum manna í hinum fögru völsum sínum.“ — Ætti slík bók ekki að eiga erindi til vor á þessarri kjarnorku- sprengjunnar ógnaröld? J. Fr. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í Grundar- kirkju af séra Sigurði Stefáns- syni ungfrú Gerður Kristinsdótt- ir húsmæðrakennari, Jónssonar bóndæa í Möðrufelli og Jón Kr. Einarsson sjó maður frá Hjalt- eyri. Að hjónavígslunni lokinni var efnt til veglegrar brúðkaups- veizlu að Möðrufelli og sátu hana á annað hundrað manns. Heimili ungu hjónanna verður í Reykja- vík fyrst um sinn. Kven-reiðhjól, sem nýtt, til sölu. Afgr. vísar á. Starfsstúlka Eina starfsstúlku vantar í heimavist Menntaskólans 1. október. — Upplýsingar hjá ráðskonunni. Sámi 436. fundin. Afgr. vísar á. PÍANÓ til sölu. Jóhann Guðrnutvdsson, Helgamagrastræti 48.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.