Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 2
2 MiSvikudaginn 6. okt. 1948 Hvar eru fýndu milljónirnar? „íslendingur“ er út kom 22. sept. sl„ þykist ætla að sanna það, að Framsóknarmenn hafi stórlega rangfært fjáreyðslu fyrrverandi stjórnar á þann veg að segja hana meiri en hún er. Sé þetta gert í þeim tilgangi að sverta andstæð- inga Framsóknarflokksins, og fylgja svo auðvitað slettur til Framsóknarmanna um óráð- vendni í meðferð staðreynda. En því miður fyrir ritstjóri ísl. er hér annað tveggja um að ræða ófyrirgefanlega vanþekkingu eða vísvitandi blekkingar. Sönnun ísl. er fólgin í því, að liann vitnar í opinberar verzlun- arskýrslur um inn- og útflutn- inginn á árunum 1945 og 1946. Á báðum þessum árum nam inn- flutningurinn 763 millj. kr. Nú er það vitanlegt, að fyrrv. stjórn hafði alls til umráða 1300 millj. kr. í erlendum gjaldeyi'i. ísl. staðhæfir, að fyrrv. stjórn hafi aðeins eytt 763 millj. kr., það sýni og sanni verzlunarskýrslurnai'. Það séu því ósannindi úr Fram- sóknarmönnum, að fyrrv. stjórn hafi eytt öllum gjaldeyrinum, að upphæð 1300 millj. kr., því að eftir hafi hlotið að vera 537 millj. kr. Samkvæmt þessu ætti þá ,að vera til meira en 500 millj. kr. gjaldeyrissjóðux-. En hvar er hann niður kominn? Er hér með skorað á ritstjóra ísl. að upplýsa það, svo að hægt sé að taka hann i notkun. En hið sanna í þessu máli er, að ísl. veður hér algerðan reyk. A.nnað hvort er þetta sprottið af vanþekkingu ,eða það er blekk- ingartilraun. X vei'zlunarskýrsl- unum kemur ekkert fram af hin- um svo nefndu duldu greiðslum, sem felast í mai-gs konar kostn- aðarliðum. Verzlunarskýrslurnar sýna því ekki nema nokkurn hluta gjaldeyriseyðslunnar. Viti ritstjóri ísl. þetta ekki, þá er hann fáfróðari en almenningur gerist og gengur, og fer þá að verða spurning um, hvort hann sé hæfur til að vera ritstjóri, jafnvel þó um blað íhaldsins sé að í’æða. En ekki batnar hlutur hans, ef hann veit hið sanna í málinu, en heldui' allt öðru fi'am í blaði sínu. En hið sanna í málinu er það, að fyrrv. stjórn Ólafs Thoi's og kommúr-uista eyddi fullum 1300 millj. kr. gjaldeyris, meðan hún sat að völdum .Vegna þessarar gegndarlausu gjaldeyriseyðslu býr nú þjóðin við liinn mikla gjaldeyrisskort. Staðreyndii'nar um gjaldeyris- eyðslu fyri-v. stjórnar liggja fyrir í ársreikningum Landsbankans. Þeim staði'eyndum getur ísl. ekki hnekkt með tilvitnunum í vei-zl- unarskýrslumar, því að þær ná aðeins til nokkurs hluta gjald- eyriseyðslunnar, þar sem ekkert af duldu greiðslunum kemui' þar fram. Vilji nú ísl. samt sem áður halda því fram, 'að fyrrv. stjórn hafi ekki eytt nema fyrrnefndri upphæð eða 763 milljónum, þá er það hið sama og að staðhæfa, að hún hafi látið eftir sig 537 millj. ki'. gjaldeyrissjóð, en um þann digra sjóð veit enginn, nema rit- stjóri „íslendings“. Vei'ður þá að krefja hann sagna um það, hvar hann sé að finna. Geti hann graf- ið týndu milljónii’nai' upp, ætti hann skilið að fá fundarlaun, það sem er fram yfir 500 millj. ★ Skýrasti vitnisburður um fjár- málast j ói-n S j álf stæðisf lokksins er það, að aftur er byi'jað á lán- tökum erlendis. Allar hinai' miklu inneignir, sem söfnuðust á stríðsárunum, eru farnar í súg- inn og farið að safna ei'lendum skuldum vegna nauðsynlegustu framkvæmda, eins og gert hefir verið í verstu kreppuárum áður. Eins og fyri' segir, hafði fyrrv. stjórn 1300 millj. kr. ei'lendan gjaldeyri til i'áðstöfunar. Af því fór aðeins 1/4 til fi-amfara og ný- sköpunar, hitt allt í eyðslu og óhóf, og lausaskuldir taldai' á 2. hundrað millj. kr. Þetta er glæfraleg stjórn á fjármálum þjóðarinnar, og fui'ðulegt að nokkur skuli reyna að mæla henni bót og jafnvel lofa hana, enda gera það ekki aðrir en leigusveinar sorans úr Sjálfstæð- isflokknum og ábyrgðai'lausar kommúnistasprautur. Og þessi gegndarlausa fjársóun fór einmitt fram í hinu mesta góðæri. Það skal að vísu játað, að ei’fiðara er að hafa hemil á fjáreyðslu í góð- æri en harðæri, því að þá er eyðslugirni almennings meiri. En því háskalegra er að hvetja til fjársóunar og gera gælur við hana, eins og stjórn Ólafs Thors og' kommúnista gerði. Ein staðreynd er fyrir því, að fjármálastefna stjórnar Ólafs Thors og kommúnista var röng, og sú staðreynd er svo veigamik- il, að allar deilur um það efni eru með öllu óþarfar. Staðreyndin er á þessa leið: Ef grundvöllurinn undir fjár- málastefnu fyrrverandi stjóx-nai' hefði verið réttur, hefðu sömu flokkar að sjálfsögðu haldið áfram að stjói'na, sætu enn við völd og nytu uppskerunnar af sinni góðu stjói-n, sem þeir höfðu boðað þjóðinni af svo miklum fjálgleik. Reynslan hefir hins vegar orðið öll önnur. Fyrrv. stjórn varð að víkja, af því að allir ábyi'gir menn sáu, þó um s.einan væri, að fjármálastjárn hennar var að leiða þjóðina út í ófærur. Augu allra ábyx-gra manna opnuðust fyrir því, að Framsóknarflokkur- inn hafi haft í'étt að mæla í gagn- í'ýni sinni á fjármálastjói’n Ólafs Thors og kommúnista. Þess vegna var Framsóknarfl. kvadd- ui' til þátttöku í nýrri ríkisstjórn. Þessari staðreynd fá hvoi'ki Mbl.menn né ísl. haggað, hve mikið sem þeir x-embast og reigj- ast í blaðadálkunum með slag- orðum og stóryrðum. ★ Þegar að tók að þrengja og gjaldeyrisvandræðin voru óum- flýjanleg framundan, þrættu blöð Sjálfstæðisflokksins í lengstu lög fyrir staðreyndii' í þessum sök- um. Þrásinnis sögðu þau Fram- sóknarmenn falsa tölur, þegar þeir skýrðu rétt frá um gjaldeyr- ismálin. Þannig reyndu þau að DAGUR vilja um og blekkja jxjóðina sem lengst, svo að stríðsgróðavíman rynni ekki af henni, til þess að ábyrgðai'leysi og andvaraleysi á æðstu stöðum fengi að njóta sín. Þó kom að því, að ekki var lengur hægt að stangast við stað- reyndii'. Þá viðurkenndi Mbl., að gjaldeyririnn væri að vísu eydd- ur, en það væri samt óhætt að lifa djarft, því að gjaldeyristekj- ui’nar yrðu sennilega 600 millj. kx’. af útflutningi ársins 1947, Ól- afur Thors nefndi meira að segja 800 milljónir á því óri. Mbl. bætti því svo við, að þó að innstæðurn- ar væru þrotnar, væri eftir að nota lántraustið. Þjóðin væri hvergi smeyk við lántökur,þvíað hún blátt áfram heimtaði þær. Þetta sagði nú Mbl. Það viður- kenndi loks, að allar gjaldeyris- innstæðui' væru þrotnar og því yrði að grípa til lántöku. Mbl. var hér nokkru hyggnara í mál- flutningi sínum en „íslendingur“, því af skrifum hans er að skilja að fyrrv. stjórn hafi látið eftir sig nokkru meira en 500 millj. kr. í gjaldeyrisinnstæðum, og væri þá uppástunga Mbl. um lántökur hreinasta fjai'stæða, því að þá væi'i þeirra engin þörf. Geta nú þessi skötuhjú Sjálfstæðisfl. gert það upp sín á milli, hvort þeirra hafi rétt fyrir sér, þar sem Mbl. segir, að fyrrv. stjórn hafi verið búin að eyða öllum gjaldeyrin- um eða 1300 millj. kr., en ísl. heldur því fram, að hún hafi að- eins eytt 763 millj. kr., en þá upphæð fær hann út með því, að stjói-nin hafi engu öðru eytt en því, sem verzlunarskýrslurnar sýna. Skemmtiklúbburiim ALLIR EITT heldur fyrsta dansleik sinn í Samkornuhúsinu föstudag- inn 8. okt. n. k., kl. 9 e. h. Félagar vitji skírteina í Verkalýðshúsið í kvöld og annað kvöld, milli kl. 8 og 10. Atli. Skírteini eru aðeins af- hent þessi tvö kvöld, en ekki við innganginn. STJÓRNIN. Tapazt hefur dömu-armbandsúr, gyllt með skelplötuskífu og ís- lenzku víravirkisarm- bandi. Helir sennilega tapazt á Hótel KEA eða þar úti fyrir. — Finnandi vinsamlega beðinn að skila því í Hríseyjargötu 2 gegn fundarlaunum. St.efnn Vilmundsson. Nýjasta bókin: JÓN HALTI Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL G. JÓNSSON, sl., verður jarðsungirin fimmtudaginn 14. b. m. — Athöfnin fyrrum bóndi að Garði í Fnjóskadal, sem andaðist 2. október hefst með húskveðju að heimili hins lótna, kl. 11 f. h. — Jarðað verður að Draflastöðum. Elísabet Árnadóttir. Ásrún Pálsdóttir. Ásmundur Pálsson. Jón G. Pálsson. Garðar B. Pálsson. Líney Árnadóttir og börn. [ Ný Norðra-bók: [ i Bókin um Jóhann Strauss: i 6ÖR VALSANNA | i lýsir baráttu og ævintýrum eins glaðasta manns og i I sigursælasta, er uppi hefur verið, og einlægri ást hans i til kvenna þeirra, sem mættu honum á i lífsleiðinni og gæddu hann sköpunar- = mætti ' til að syngja lífsgleði sína yfir I milljónum manna í hinurn fögru völs- | um sínum. i 'MMMMMMMMMIMMM.MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIM.. Ml MII MIM IMIII H MIMIMI Íl 11MII MMMI Hl I Iðnskóliim á Aknreyri | verður settur föstudaginn 15. okt. næstk. kl. 6 síðdegis. Iðn- i i meistarar eru beðnir að tilkynna undirrituðum sem allra fyrst 1 | um nýja nemendur, sem þeir þurfa að senda í skólann í vetur. i i Nemendur, sem þurfa að Ijúka bekkjarprófum í haust, komi = = til viðíals í skrifstofu mína í skólahúsinu MÁNUDAGINN 11. i [ OKT. KL. 6. SÍÐDEGIS. í i Enn er liægt að bæta við í neðri bekki skólans fáeinum i i óreglulegum nemendum til náms í hinum ahnennu náms- i i greinum, svo sem tungumálum og reikningi. i i Akureyri, 5. október 1948. i í Jóhann Frímann. | ...................................IIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMI* ‘IIIMIIIMIIIIMMIIIMIIIIIIIMIIIIMIMIIIIIIIMMIIIIIIIMIIIMMMI.IMIMIIIIIIMMMMIIMMMIMMMIIMM.. - 0 ' “ \ Ný Norðra-bók: - i Ingibjörg í Holti | Höfundur þessarar sænsku kvenhétjusögu, Marta \ \ Léijon, þykir nota sterka liti í sögurn sínum og er f i ófeimin að stinga á kýlunum, og stendur því jafnan i i styr um hana. Bersögli ltennar gætir ekki hvað sízt í i i hetjusögunni um Ingibjörgu i Holti. i I Það er löng leið og viðburðarík frá því ung bjón, i i fagnandi og kvíðin, halda innreið sína á lítið og van- i i rækt smábýli, unz þau að 50 árum liðnum verða sam- i i ferða inn í eilífðina, á gullbrúðkaupsdegi sínum, — og i í enda þött líf ungu hjónanna, búskapur þeirra og örlög í i séu háð duttlungafyllstu litbrigðum skins og skúra lífs- í kjaranna, þá strjúka örlögin að lokum i mjúkri hendi yfir örin öll og sárin, og [ varpá kvöldbjarma gleði og friðar yfir i tvö þreytt gamalmenni, er kveðja héim- | inn í sátt við alla. i | BÆNDUR! Tökum dráttarvélar og aðrar landbúnaðarvélar til i i ' viðgerðar. i ATH! Getum geymt í vetur þær vélar, sem komið \ i verður með, sé þess óskað. i í Vélsmiðjan ODDI h.f. | | LANDBÚNAfíA RDEILD |

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.