Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 6. okt. 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Atgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið keraur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí ; PRENTVERK OD.)S BJORNSSONAR H.F. „Nýsköpim“ í áróðrinum ÞEGAR VISHINSKY flytur ræðu eða komm- únistablöðin í Rússlandi, jafnt sem annars staðar á hnettinum, ræða um heimspólitík, eru Sovétrík- in hinir einu, sönnu, einlægu friðarleitendur. Þetta er sú hliðin, sem á að snúa að almennings- álitinu. Sanntrúaðir kommúnistar eiga að hlýða með andakt boðskap Vishinskys um afvopnun og friðarumleitanir og þeir eiga að lesa friðarboðskap kommúnistapressunnar með ofstækisglampa í augunum. í áróðri sínum úti á meðal fólksins eiga þeir að vitna í þessar ræðut og þessi skrif til þess að afsanna að Sovéteinvaldurinn stefni heims- friðinum í voða með framferði hersveita sinna í Þýzkalandi og raunar víða annars staðar. Með áróðurstækni og vesælli undirgefni hinna frels- uðu er ætlunin að leiða athyglina frá því hróp- andi ósamræmi sem er í milli orða og athafna Sovétleiðtoganna. Kommúnistar og samferða- menn þeirra eiga að einblína á friðarrósina, sem Stalin og undirtyllur hans veifa í hægri hendinni, meðan sú vinstri grefur sem ákafast undan raun- verulegu öryggi og raunhæfum líkum fyrir friði og heilbrigðu samstarfi í milli stórveldanna. Þess- ari áróðurstækni hefir nú um hríð verið beitt með nokkrum árangri í hópi sanntrúaðra, en naumast mun heilbrigður maður, með snefil af sjálfsvirð- ingu, skynsemi og hugsanafrelsi láta blekkjast af svo augljósu agni einræðisaflanna. Ekki er þó fyrir að synja, að þessi áróðurstækni hafi nokkur óbein áhrif á samtíðina og fleiri hyggist notfæra sér hana en sólardýrkendur kommúnismans. Aðferðin er í raun og veru mjög einföld. Kjarni hennar er fólginn í þeirri list, að veifa fallegum orðum og hugtökum framan í almenning á meðan hagsmunaklíkur eða ofstækismenn, sem enga virðingu bera fyrir þessum fallegu orðum og hug- tökum, eru að koma fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. HÉR HEIMA Á ÍSLANDI má m. a. sjá merki þessarar nýju tækni eða „nýsköpunar“ í viðureign Sjálfstæðisflokksins við leyfar frjálsrar verzlun- ar. Frjáls verzlun er, sem kunnugt er, þau orð, sem forkólfar þessa flokks hafa oftast á vörunum. Um frjálsa verzlun er skrifað og rætt í tíma og ótíma. Hún er það, sem koma skal. Síðasti íslend- ingur flutti t. d. skorinorða grein um ágæti hinn- ar frjálsu verzlunar, hættur ríkisafskipta, hafta og banna. „Það hefir jafnan verið stefna Sjálf- stæðisflokksins, að vilja tryggja sem allr amest frelsi í verzlun.... “ segir í þessu ágæta málgagni og „síðan er farið mörgum, þungum orðum um ófremdarástandið í verzlunarmálunum eins og það birtist í framkvæmdinni í dag. Hér er þess vissu- lega vænzt, að lesendur blaðsins geri sér ekki grein fyrir því hrópandi ósamræmi, sem er í milli þessara orða og raunverulegra athafna Sjálfstæð- isflokksins. Svo er nefnilega komið í þessu þjóð- félagi, að það er fyrir aðgerðir valdamanna þessa flokks, sem íslenzka þjóðin býr nú við meira ófrelsi í verzlun og viðskiptum en nokkru sinni síðan fullveldið var endurheimt. Það er þessi flokkur, sem berst fyrir því, að viðhalda ríkis- vei'nduðum, ákveðnum kvóta af heildarinnflutn- ingnum til landsins til handa nokkrum heildsölum í Reykjavík. Það voru forvígismenn þessa flokks, sem beittu sér fyrir því að' eyðileggja tillögur kaupstaðai'áðstefnunnar í fyrra. Þeir höfðu frum- kvæðið að því að ónýta þings- ályktunai'tillögu um aukið rétt- læti í verzluninni með lævísleg- um orðalagsbreytingum og síðan stóðu þeir eins og veggur fyrir réttarbótum í Fjárhagsráði og Viðskiptanefnd. Þannig máttu aðrir landsfjórðungar ekki eiga völ frjálsari verzlunai'hátta, ekki taka til sín í'éttlátan skerf inn- flutningsvéi'zlunarinnar, ekki losna af klafa þeirrar „einokun- ar‘V sem íslendingur segir nú ríkja í verzluninni. Þessir menn og þeirra málgögn hafa líka bar- izt hatramlega gegn þeim tillög- um, að fólkið í landinu fengi að ráða því. sjálft, hvaða aðilar önn- uðust innflutningsverzlun fyrir það. Flokkurinn hefir einbeitt verzlunarbaráttu sinni að því mai'ki, að viðhalda núverandi kvótaskiptingu, ríghalda í einok- un Reykjavíkur á innflutnings- verzluninni, standa gegn óskum landsmanna um ákvörðunarrétt um skiptingu innflutningsins milli samvinnuverzlana og heild- verzlana. Þannig hefir raunveru- leg stefna flokksforsprakkanna miðað að því, að viðhalda verzl- unarófrelsinu og torvelda aukið fi'jálsræði í viðskiptunum. Á sama tíma flytja flokksblöðin innfjálgar hugleiðingar um ágæti frjálsrar verzlxmar og nauðsyn þess að breyta núverandi skipu- lagi. ALÞINGI kemui' senn saman. Það hlýtur að vera krafa lands- manna, að þingmenn kjördæm- anna taki verzlunarmálin til meðferðar í annað sinn og leggi þar til grundvallar tillögur kaup- staðai'áðstefnunnar. Þar gefst að- standendum íslendings annað tækifæri til þess að sýna hug sinn til frjálsrar verzlunar. Fyrra tækifærinu glötuðu þeir. Það er gott ef síðasta hugvekja íslend- ings um vei'zlunarmálin boðar hugai'farsbreytingu. En úr því verður ekki skorið með orðunum einum saman. Athafnir þurfa að fylgja og þær eru þyngri á met- unum. Afstaða þingmanna Sjálf- stæðisflokksins til tillagna kaup- staðaráðstefnunnar um aukið verzlunarfrelsi mun skera úr um það ,hvort hugvekja Sjálfstæðis- blaðsins er angi af áróðursný- sköpunartækni Vishinskys og kommúnista, eða raunveruleg iðrun og afturbót. FOKDREIFAR Framleiðslumarkmið íslendinga. ÚTVARPIÐ flytur okkur dag- lega fréttií'af tilraunum annarra þjóða til- þess að ná fullum fram- leiðsluafköstum. Bretar fylgjast nákvæmlega með því, hversu mörg kolatonn eru losuð úr jörðu á degi hverjum. Þeir hafa sínar áætlanir og markmið (tar- get) um framleiðsluna og þeir hafa vakið áhuga hins almenna borgara fyrir því, að þessum tak- mörkum vérði náð. Þeir birta mánaðarlegar skýrslur um hag og aðstöðu framleiðslugreinanna og gera sérstakar ráðstafanir, ef horfur þykja á því, að einhver framleiðslugreinin sé að dragast aftur úr. Þar, eins og hér, þykir bera nokkuð mikið á embættis- mennsku ríkisvaldsins og skrif- stofuskipulagningu í atvinnulíf- inu, en hvað sem líður verðleik- um íslenzkrar og enskrar em- bættismannastéttar, almennt séð, er það þó víst, að miklu meiri uppörvun og upplýsingar er hægt að fá frá brezkub nefndum og stjórnardeildum um raunveru- lega framleiðslu og afkomu at- vinnuveganna á hverju mtíma, en nokkru sinni er völ á hér. Hér eru ekki sett markmið um verð- mæti útflutningsframleiðslunnar, sem keppt er að jafnt af ríkis- valdi og einstökum framleiðend- um. Síldarvertíðin sl. sumar er sýnishorn af skipulagsleysinu og fálminu í framleiðsluháttum okkar. fslendingar ætluðu að veiða síld í sumar, og fram- leiðslugetu sjávarútvegsins var að verulegu leyti beint að því takmarki. En það var ekki gert ráð fyrir öðrum leiðum, ef síldin brygðist. Síldin brást, sem kunn ugt er. Mörg hundruð skip voru á sveimi hér úti fyrir Norður- landi í allt sumar með sáralitlum árangri. í landi voru milljóna- verðmæti ónotuð og hundruð manna aðgerðarlitlir. Á sama tíma var hér mikil fiskigengd, meiri en mörg undanfarin ár. En þessi verðmæti voru ekki notuð af því að ætlunin vai að veiða síld. Verstöðvarnar á Norður- og Austurlandi höfðu möguleika til mikillar framleiðslu í allt sumai', en þau tækifæri voru ekki nýtt. Þessar verstöðvar skorti fjár- magn og aðhlynningu hins alls- ráðandi ríkisvalds til þess að not- færa sér þessa aðstöðu. Og þær skoi'ti líka fólk. Viðureignin í Hvalfirði. MARGT BENDIR til þess að þessi saga ætli að endurtaka sig nú í haust og vetur. Nú er hugsað til viðureignarinnar við Hval- fjai'ðarsíldina. Vonandi kemur hún og færir þjóðarbúinu mikil verðmæti. En sá möguleiki er líka fyrii’ hendi, að duttlunga- skepnan láti lítt á sér bæra. Ef framleiðslugetu þjóðarinnar er stefnt að því marki, að veiða helzt ekkert nema síld í haust og vet- ur, getur farið illa. Og það er helzt svo að sjá, sem þannig horfi nú æði víða. Vantar skipulag á skipulagið. Á SIGLUFIRÐI voru í sl. viku mörg færeysk veiðiskip, sem fengið höfðu fullfermi fiskjar á nokkrum dögum á venjulegum fiskimiðum íslendinga. En Sigl firszk skip lágu í höfn og höfðust ekki að. Víðar á Norðurlandi gerast slíkar sögur. Á sama tíma er vitað að fiskigengd ef mikil. En sagt er að möguleikar séu ekki fyrir hendi til þess að veita aflanum móttöku. Frystihúsin full, aðstaða til saltfiskverkunar ónóg og fátt um skip til flutninga á erlendan ísfiskmarkað. Frá leikmannssjónarmiði virðist vanta þarna skipulag á skipulag- ið. Það er vafalausta að frá þeim tíma að síldarvertíð lauk hér nyrðra og til þess tíma er vetrar- síldarvertíð hefst, hefðu fiskiskip landsmanna getað flutt þúsundir smálesta af verðmætum fiski að landi. En þessi tækifæri hafa ekki (Framhald á 5. síðu). Hlutverk konunnar Enska ríkisstjórnin lætur um þessai' mundir fara fram rannsóknir á störfum kvenna í landinu. Einn af starfsmönnum nefndar þeirrar, sem fjall- ai' um þetta mál, kom heim í eitt heimili, þar sem húsmóðirin sjálf tók á móti honum. „Hvað gerið þér?“ spurði maðurinn. „Hvað eg geri?“ endurtók konan. „Jú, eg geri hreint í húsinu á hverjum degi, laga mat, þvæ upp, hugsa um börn mín þrjú og þeirra þarfir, þvæ þvotta og stend svo í biðröðum tímunum saman til þess að ná í mat og annað til heimilisins....“ „Það var nú ekki þetta, sem eg átti við,“ tók mað- urinn fram í fyrir henni. „Hafið þér ekki einhverja stöðu, einhverja atvinnu?“ Konan hristi höfuðið: „Nei, það hefi eg ekki.“ Maðurinn hélt leiðar sinnar til skrifstofunnar og ritaði í skýrslu sína: „Edit Smith, Winter Road 11, — — gerir ekkert." ELDHÚS-FRÓÐLEIKUR. Það, sem í daglegu tali er kallað „mayonnese" og flestar matreiðslubækur nefna svo, hefir verið þýtt á íslenzku með orðinu Olíusósa. Hvernig kantu við það? Sósa, er að vísu ekki góð íslenzka, en orðið er nú fast orðið í málinu, er mik- ið notað og í mörgum samböndum, og líklega verð- ur því ekki útrýmt héðan af. Idýfa er íslenzka orð- ið. Það heyrist að vísu mjög sjaldan, og sést enn sjaldnar á prenti. Hvernig kanntu við það? Þegar olíusósan er búin til, verður að gæta þess, að eggin og olían hafi verið geymd við sama hita- stig. Ef annað er kaldara en hitt, er hætt við að sós- an mærni. Ef svo illa skyldi takast til meðan verið er að hræra, sést það strax á því, að sósan þynnist. Má þá reyna að lagfæra þetta með því, að hræra eina teskeið af sjóðandi vatni út í, en hræra verður vel í á meðan. Einnig má reyna að hræra einni mat- skeið af rjóma saman við. Ef olíusósan lirærist ekki saman aftur, verðui' að hræra nýjar eggjárauður og hræra mærnuðu sósunni út í smátt og smátt. Olíusósa, sem g'eymd er í nokkra daga, verður að vera mjög þykk. Látin í skál og smjörpappír, sem dýft hefir verið ofan í kalt vatn, er settur þétt yfir. Geymist örugglegast á köldum stað. Venjulega er eijin dj. af matarolíu notaðui' í eina eggjarauðu, þegai' olíusósa er hrærð. Sítrónusafi er mun hollari og betri í matargerð en edik eða aðrar sýrur. Þegar sítrónusafi er notaður, ber að gæta þess, að láta hann ekki sjóða. Safinn er settui' í matinn, þegar hann er fullsoðinn. Sjóði saf- inn, tapar hann C-vítamínum sínum, en sítrónan inniheldur mikið af þeim. Þegar matarolía fæst ekki, er hægt að nota para- fínolíu, sem er hrein olía. Kannske við snúum okkur þá að því, hvernig olíusósan er gerð og hvað þarf í hana. EFNI: 2 eggjarauður. 1/2 teskeið salt. 1/2 teskeið edik eða sítrónusafi. . 2—3 dl. salatolía. 1 teskeið sykur. Pipai' á hnífsoddi. Bezt er að hræra sósuna í stofuhita. Nota skal skál með hvelfdum botni og súpuþeytara. Hvort tvetggja þarf að vera vel þurrt. Eggjarauðurnar eru hrærðar með salti og ediki, hollara er að hafa sítrónusafa í stað ediks, þar til þær eru seigar, þá er kryddinu blandað í og hrært um stund. Olían er hrærð í eggjarauðurnai', fyrst í dropatali en síðan í smábunu. Hræra verður stöðugt í. Olíusósan á að vera þykk og gljáandi, þegar olían er komin í hana. Olíusósa er notuð með köldum fiski, köldu, soðnu grænmeti, einnig hráu. Alls konar krydd má setja í hana, eftir því í hvað á að nota hana. Er þá oft gott að blanda í hana þeyttum rjóma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.