Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 06.10.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 6. okt. 1948 Bagum Togaraútgerðina hér skortir helzt aðstöðu til ísframleiðslu og olíuhleðslu Stutt viðtal við Sæmund Auðunsson, skipstjóra á „Kaldbak64, og fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélagsins Akureyrartogarinn „Kaldbakur“ kom hingað úr söluferð til Þýzka- lands um miðja sl. viku og fór aftur á veiðar á laugardagsmorgun- inn. Dagur notaði tækifærið að ná tali af skipstjóranum og rabba við hann um ferðir togarans og aðstöðuna til togaraútgerðar hér. Skólamir eru nú teknir til starta Um 1500 ungmenni í aðalskólum bæjarins „Kaldbakur" seldi að þessu sinni í Hamborg. Kvað skipstjór- inn mikla breytingu á orðna í Þýzkalandi síðan skipið tók að sigla þangað fyrst. Með hinum nýju gjaldeyrisráðstöfunum Vesturveldanna, hefir viðhorfið breytzt verulega og miklu minna ber nú á skortinum en áður. Meira vörumagn er að sjá í verzlunum en fyrr og minna ber á svartamarkaðinum. Húsnæðis- vandamálið virðist áhorfendum vera erfiðast viðfangs. Fjöldi manna býr í allsendis óviðunandi húsnæði og það eykur á vand- kvæðin, að auk þess sem mjög mikill fjöldi húsa eyðilagðist í stríðinu, sitja herir bandamanna í allmiklu húsnæði. Annai's er svo að sjá, að almenningur uni betur við sitt hlutskipti nú en sl. vet- ur. Um siglingar íslenzku togar- anna til Þýzkalands sagði skip- stjórinn, að mjög greiðlega gengi nú að landa aflanum úr skipun- um og væri komið gott lag á þau mál. Stuldur af aflanum í lönd- unarhöfnum í Þýzkalandi mætti nú heita alveg úr sögunni, en talsvert bar á því í fyrstu ferð- unum, þó aldrei eins mikið á „Kaldbak“ og á sumum öðrum skipum. Lega bæjarins engin hindrun. Þegar talið barst að aðstöðu togaraútgerðarinnar hér á Akur- eyri, endurtók skipstjórinn þau ummæli, er hann lét falla í við- tali við Dag á sl. vori, að ekki yrði séð, að togaraútgerð frá Ak- ureyri væri neitt verr staðsett en annars staðar á landinu. Mætti auk heldur segja, að nokkurn hluta ársins væri togaraútgerð hér betur sett en sunnanlands, er aðallega væri sótt á miðin fyrir norðvesturhorni landsins. Þar í móti kæmi það, að nokkuð lengra væri að sækja héðan á miðin sunnanlands en frá verstöðvun- um þar. En yfirleitt mætti segja, að togaraútgerðin hér væri fylli- lega samkeppnisfær miðað við legu staðarins. Hitt væri svo ann- að mál, að bæinn skorti ýmsa að- stöðu til þess að auðvelda tog- araútgerðina og væri bráð nauð- syn að bæta úr því, einkum er það væri athugað, að togaraút- gerðin héðan á fyrir sér að auk- ast verulega, t. d. mætti telja fullvíst að þrír togarai' yrðu gerðir út héðan á næsta ári. ís og olía. Skipstjórinn benti einkum á tvennt, sem nú skortir og er til verulegs baga og mundi þó verða verra viðfangs er fram líða stundir, ef ekki yrði bætt úr því. Fyrra atriðið væri skorturinn á ís, hið síðara, að hér skuli ekki vera til olíutanki fyrir brennslu- olíui' togaranna. í sambandi við þetta upplýsti Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins, fréttamann blaðsins um það, að miklir erfið- leikar væru á því að fá nægilegt ísmagn fyrir togarann hér. eink- um á þessum árstíma, er aðal- frystihús bæjarins er starfrækt mest megnis fyrir kjötfrystingu. Um ísinn, sem fáanlegur væri hér, mæti segja það, að hann væri ágætur, e. t. v. beztur á landinu, en magnið væri of lítið. Væri nauðsynlegt að leysa þetta mál fyrir framtíðina og þá helzt með stækkun frystihússins hér, eða byggingu nýs frystihúss. En mál- ið er þó ekki svo einfalt, þar sem til slíkra framkvæmda þarf, auk annars, fjárfestingarleyfi frá rík- isvaldinu, og óvíst, hvern skiln- ing það hefði á þessum málum, þótt vænta yrði hins bezta. Þetta mál töldu bæði skipstjórinn og útgerðarstjórinn mjög aðkallandi. Um olíuna væri raunar hið sama að segja. Ástandið í dag væri óviðunandi, hins vegar er vitað að Olíufélagið h.f., sem selur tog- urunum brennsluolíur, hefir mikinn áhuga fyrir því að koma hér upp olíugeymi og hefir þegar sótt um lóð til þess að byggja geyminn. Framkvæmdir eru þó ekki hafnar ennþá og til þeirra þarf líka leyfi ríkisvaldsins. Veltur á miklu, að nefndir þær og ráð, er um þau mál fjalla, hafi skilning á nauðsyn þeirra og greiði fyrir þeim, eftir því, sem í þeirra valdi stendur. Vatnskortur á Tanganum. f viðbót við þessi vandkvæði, skýrði skipstjórinn og útgerðar- stjórinn frá því, að mjög mikill og bagalegur vatnsskortur væri á Tanganum, þar sem „Kaldbakur“ hefir athafnapláss. Ber brýna nauðsyn til þess að bæta úr því. Þessi vandkvæði eru þess eðlis, að það er á valdi bæjaryfirvald- arína sjálfra að bæta úr þeim og ætti það að vera tiltölulega auð- velt. Samkv. frásögn Guðm. Guð- mundssonar útgerðarstj. ogÞorst. Hótar hörðu De Gaulle liershöfðingi lýsti því yfir í París í sl. viku, að ef sami glundroðinn ríkti áfram í stjóm- málum Frakklands og verið hefir að undanförnu, mundi hann grípa til sinna ráða, hvort sem þau hefðu stoð í lögum eða ekki. skipstjóri á hinum nýja ,Svalbak‘ tók undir þau ummæli — er að- eins ein grönn leiðsla fram bryggjuna. Tekur allt að því 6 klst. fyrir skipið að fá nægilegt vatn. Má kalla ógerlegt fyrir tvo togara að taka vatn þar. Nú hátt- ar svo til með söluferðir togar- anna, að oft má ekki muna nema klukkutíma töf hér til þess að skipin nái ekki flóði í erlendum höfnum, og kostar það þá sólar- hrings bið, og samfara biðinni er mikill aukakostnaðui' fyrir út- gerðina. Af þesum ástæðum er það hin mesta nauðsyn að bæta úr vatnsskortinum. Ætti það að vera auðvelt verk þar sem vatns- rennsli til bæjarins mun núnægi- legt, síðan nýja vatnsæðin úr vatnsgeymunum var tekin í notkun. Vatnsskorturinn á Tang- anum hlýtur að stafa af ófull- nægjandi innanbæjartaugum, er auðvelt ætti að vera að bæta úr. Er þess að vænta, að bæjaryfir- völdin taki þetta mál til athugun- ar án tafar. Athyglisverðar ábendingar. Þessar ábendingar skipstjór- ans og útgerðarstjórans ei'u mjög athyglisverðar fyrir bæjarmenn almennt og þó eink- um bæjarstjórnina. Það er aug- ljóst, að bæjai'yfirvöldin verða að leggja fram sinn skerf til þess að greiða götu þessara mála, m. a. með því að benda nefndum rík- isvaldsins, sem með fjárfesting- ar- og gjaldeyrimál fara, á nauð- syn þessara framkvæmda og greiða þannig fyrir því að Olíu- félagið geti hið fyrsta komið upp brennsluolíugeymi hér og KEA leyst ísframleiðslumálið. Hvort tveggja þessi fyrirtæki munu hafa mikinn áhuga á því að greiða fyrir útgei'ðinni hér eftir beztu getu, en hendur þeirra eru bundnar af fyrirmælum ríkis- valdsins. Með aukinni togaraút- gei'ð héðan verður óhjákvæmi- legt að leysa þessi mál bæði og því fyrr, sem hafizt er handa um það, því betra. Skólarnir í bænum eru nú ým- ist teknir til starfa cða um það bil að hefja starf. Menntaskólinn var settur 1. þ. m., Gagnfræða- skólinn 2. okt. og Tónlistarskól- inn s. 1. mánudag. Áður var búið að setja Húsmæðraskóla Akur- eyrar, en Iðnskólinn mun verða settur 15. þ. m. Alls munu um 1500 börn og unglingar stunda nám í bæjarskólunum í vetur. í Menntaskólanum eru nú 340 nemendur, þar af 160 í lærdóms- deild. Leyft hefur vei'ið að hafa eina 1. bekkjardeild í skólanum í vetur og heyrir hún undir hina nýju fræðslulöggjöf þannig, að nemendur hennar verða að búa sig undir landspróf og þreyta það á sínum tíma. Nýja Heimavistar- húsið verður ekki tekið í notkun í vetur, að því er Þórarinn Björnsson skólameistari sagði í viðtali við blaðið í gær, en vonir standa til að a. m. k. eitthvað af húsinu verði tilbúið næsta vet- ur. Nokkrar breytingar hafa orð- ið á kennaraliði skólans: Björn Bjarnason, magister, stærðfræði- kennari, hverfur frá skólanum og stundakennararnir Ingv. Björnss. frá Brún og Örn Snorras. hætta kennslu. Nýir kennarar eru Jón Árni Jónsson, er kennir latínu, Ragnar Ólason efnafræðingur, er kennii' eðlisfræði, og Hjörtur Eldjárn, er kennir náttúrufræði. Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur í hátíðasal skólans 2. októ- ber að viðstöddum nemendum, kennurum og gestum. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri ávarpaði nemendur og skýrði frá tilhögun skólastarfsins í vetur. f ræðu sinni lagði skólastjórinn út af oi'ðum prédikarans: Betri er fá- tækui' unglingur, sé hann vitur, en gamall konungur, sé hann heimskur og þýðist ei framar viðvaranir. Var ræða skólastjóra hin athyglisvei'ðasta. f skólanum verða í vetur 260—270 nemend- ur, og er það nokkuð færra en fyrr og því rýmra í skólahúsinu en áður hefir verið. Skólinn mun starfrækja verknámsdeild í 2. og 3. bekk með aukinni handa- vinnukennslu frá því, sem áðui' hefir verið. í sumar var byggð ein stofuhæð sunnan við skól- ann, til afnota fyrir handavinnu- kennsluna, en eigi er þeim fram- kvæmdum lokið enn. Skólinn hefir að mestu leyti sömu kenn- urum á að skipa og í fyrra. Sverrir Pálsson magistei' hefir verið skipaður kennari við skól- ann, en frk. Sigríður Kristjáns- dóttir stúdent lætur af kennslu. Tónlistarskóli Akureyrar var settur sl. mánudag, af skólastjór- anum, frú Margréti Eii'íksdóttur. Nemendur munu vera um 30 í vetur og verður kenndur píanó- leikur, fiðluleikur, tónfræði og tónlistarsaga. Kennarar eru frk. Þórgunnur Ingimundardóttir og frú Þyri Eydal, píanóleikur, frk. Ruth Hermanns, fiðluleikur, og Jakob Tryggvason, organleikari, tónfræði og tónlistarsaga. Barnaskóli Akureyrar var sett- ur í gær. Skólann sækja í vetur 720 nemendur, og starfar skólinn í 26 deildum. Viðbyggingin við skólann er enn eigi fullgerð. Tvær stofur munu þó mega telj- ast fullbúnar og aðrar tvær verða senn tilbúnar. Þó er engin mið- stöðvarhitun komin í bygging- una og verðui’ að notast við raf- magnshitun. Neðsta hæð ný- byggingarinnar, sem ætluð er fyrir heilbrigðisþjónustu skólans, er ófullgerð og mun ekki verða tilbúin fyrst um sinn. Nýr kenn- ari er ráðinn að skólanum, Einar M. Þorvaldsson, fyrrv. skólastjóri í Hrísey. Iðnskóli Akureyrar verður settur 15. þ. m., sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Væntanlega verða um 130 nemendur í skólanum í vetur. Síldarlýsið frá Krossa- nesi flutt út. Um helgina kom hér brezkt tankskip og lestaði um 300 smá- lestir af síldai'lýsi í Krossanesi. Er það öll sumarframleiðsla verksmiðjunnar. Sama skip einn- ig hafa lestað lýsi í Ingólfsfirði og á Dagverðareyri. „Hvassafeir‘ lestar síld norðanlands M.s. Hvassafell er væntanlegt hingað til bæjarins í dag og mun það lesta hér nokkur hundruð tunnur af síld, en síðan mun það taka síld í Siglufirði, til útflutn- ings. Skipið hefir að undanförnu losa timburfarm frá Finnlandi í höfnum sunnanlands og vestan. — Iðnþingið (Framhald af bls. 1.) verði iðnaðinum ætlað það mikið efni, að öruggt sé að hann geti haldið atvinnutækjum þjóðarinn- ai'innar í starfhæfu standi og til fullra nota, svo og að ekki verði eytt gjaldeyri til þess að flytja inn vörur, sem íslenzkur iðnaður hefir reynzt fullfær um að sjá landsmönnum fyrir. Iðnþingið krefst þess, að þeir aðilar, sem á hverjum tíma fara með vöruskiptasamninga fyrir íslands hönd við erlend ríki, hafi náin samtök við samtök iðnaðar- manna þegar um vörukaup á iðn- aðarvörum eða efni til iðnaðar er að ræða, þannig, að tryggð verði Ennfremur beinir þingið því til sem hagkvæmust innkaup. réttra aðila, að við innkaup og innflutning efnivara til iðnaðar, verði reynt eftir fremsta megni að flytja inn heppilegt efni og tryggja réttláta skiptingu þess innanlands, og verði þá haft samráð við samtök iðnaðar- manna. Stjórn Landssambands iðnaðar manna skipa nú: Helgi Hermann Eiríksson, Einar Gíslason, Guðmundur Helgi Guðmundss. Guðjón Magnússon, Tómas Vigfússon. Þinginu var slitið miðvikudag- inn 29. sept.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.