Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 03.11.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaghm 3. nóvember 1948 Dagu-b Lokið við að grafa út skipalægið við fyrirhugaða dráttarbrauf Almenningur sýnir minni áhuga en skyldi fyrir lónlistarskólanum Tónlistarnám er enginn „lúxus“, segir frk. Ruth Hermanns fiðlukennari Tónlistarskóíans- Tónlistarbandalagið auglýsir ókeypis kennslu í fiðluleik fyrir nemendur með góða hæfileika 8 nýju togaranna smíðaðir í Aberdeen Fishing News gerinir frá því nýlega, að stærsti samningur um skipasmíðar, sem nokkru sinni hafi verið gerður við skipasmíða- stöðvar í Aberdeen, hafi verið undirritaður af fulltrúum skipa- smíðastöðvanna og Gísla Jóns- syni alþingismanni f. h. ríkis- stjórnar íslands. Samningurinn er um 8 togara hjá 2 stöðvum. Fulltrúar skipa- smíðastöðvanna sögðu tíðinda- manni blaðsins, að pöntun þessi mundi næg verkefni fyrir þær í tvö ár. Blaðið átti tal við Gísla Jónsson. Segir blaðamaðurinn að bann hafi „veifað gullbryddum sjálfblekung", sem hann hafi not- að til þess að undirrita samning- ir.n og hafi sagt um leið: „Eg hefi nú undirritað samninga hér í Bretlandi fyrir 5.000.000 sterl- ingspund með þessum penna“! — Gísli sagði blaðamanninum enn- fremur frá því, að togarinn Nep- túnus, smíðaður í Aberdeen, hefði sett heimsmet í veiðum, fengið 380 tonn á 7 dögum, annar togari, Marz, líka smíðaður í Aberdeen, hefði sett heimsmet í sölu, og sjálfur hefði hann sett heimsmet, er hann undirritaði samninginn um fyrri togarasmíð- ar íslenzka ríkisins með sjálf- blekungnum góða, í október 1945, sem hefði verið stærsta pöntun er gerð hefði verið ( skip, ekki nðeins : Bretlandi, heldur og á gjörvallri jarðkúlunni. Líflegt á Pollinum Líflegt var hér á Pollinum í gær. Þrjár stórar hrefnur voru á sveimi innarlega á Pollinum, komu stundum upp undir bæjar- bryggjurnar og vestúrlandið. Mikil fuglamergð var á Pollinum og var fugiínn augsýnilega í síld. Yngri deild, Nýlega var stofnuð yngri deild i félaginu með 60 félögum. For- máður hennar er Jón Bjarman, gjaldkeri Stefán Jónsson og rit- ari Valgerður Valtýsdóttir. Ársafinælis minnzt. Félagið átti ársafmæli 19. októ- bei' sl. og var þess minnzt með hófi að Hótel KEA þann dag. — Setti séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup hófið og bauð for- seta bæjarstjórnarinnar, Þorstein M. Jónsson skólastjóra, sérstak- lega velkominn um leið og hann þakkaði bæjarstjórninni fyrir stuðning við félagið og starfsem- ina í sambandi við það. Þeir, sem vildu gerast félagar í Æskulýðs- félaginu, eru. beðnir að gefa sig fram við formenn deildanna. Umdæmisstúkuþing gerir ályktanir í áfengis- málununr Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri dag- ana 23. og 24. okt. sl. Á þinginu mættu 20 fulltrúar frá stúkum á Akureyri og Siglufirði. Rætt var um hið geigvænlega ástand, sem nú ríkir í áfengis- málum á landi hér, og regluboð- un í umdæminu í vetur. Fram- kvæmdanefndinni var falið að vinna að regluboðun, eftir því sem fé og ástæður leyfa. Einnig að stofna til bindindisviku á Ak- ureyri og Siglufirði, ef fært reyn- ist. Ennfremur voru samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Umdæmisstúkuþingið sam- þykkir að skora á framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands að hefja nú þegar rækilegan undirbúning að atkvæðagreiðslu um algert bann, með því meðal annars: a) Að byrja strax bréfavið- skipti um bannmálið við áhrifa- menn um land allt. b) Að senda trúnaðarmenn um bæi og sveitir landsins til viðtals við sem flesta atkvæðisbæra menn. c) Að gefa út áróðursblað, sem sent verði ókeypis til sem flestra atkvæðisbærra manna á landinu. 2. Umdæmisstúkuþingið skorar á lelög, stofnanir og’ aðra aðila, sem gangast fyrir veizluhöldum og samsætum, að hafa ekki áfengi þar um hönd. Sérstaklega er skorað á ríkisstjórn og bæjar- stjórnir að hætta nú þegar vín- veitingu í samkvæmum sínum. Mörg skip í förum fyrir Fisksölusamlagið Mörg skip eru nú í förum með fisk á Bretlandsmarkað fyrir Fisksölusamlag Eyfirðinga. Afli hér fi-á Eyjafirði er ágæt.ur þegar á sjó gefur. Síðast var sagt hér í blaðinu frá sölu Pólstjörnunnar í Bretlandi, á vegum samlagsins. Hinn 28. okt. seldi Snæfell 1979 kit af bát.afiski i Grimsby fyrir 7568 sterlingspund. M.s. Auður seldi fullfefmi í Fleetwood í gær, en söluupphæð ókunn er blaðið fór í pressuna. í dag seldur m.s. Ingvar Guðjónsson í Fleetwood. M.s.'Straumey tekur nú fisk hér úti í firðinúm og er langt komið að lesta liana. Ráðgcrt er að m.s. Súlan taki næsta farm. í blaðinu í dag birtir Tónlistar- bandalag Akureyrar auglýsingu um ókeypis kennslu í fiðluleik fyrir börn á aldrinum 10—16 ára, sem ekki geta notið tónlistar- fræðslu vcgna fjárhagsörðug- leika, en liafa góða hæfileika. I tilefni þessa tilboðs hefir frétta- maður blaðsins átt tal við frk. Ruth Herinanns fiðluleikara um starf Tónlistarskólans hér og að- sókn ungmenna að skólanum. Frk. Hermanns sagði m. a. að í vetur stunduðu 36 nemendur nám í skólanum, og sé það því eigi stór hópur manna, sem sýnir áhuga fyrir stofnuninni. — „En skólinn ætti að vera Akureyring- um og Norðlendingum til menn- ingarauka,11 sagði fiðluleikarinn. „Tónlistarnám er enginn lúxus og mér gengur erfiðlega að skilja, hvers vegna þátttaka æskunnar er ekki meiri en raun ber vitni.“ Teljið þér, að íslendinga skorti tónlistaráhuga ? „Nei, þvert á móti. Eg hefi af hinni stuttu dvöl minni hér kom- izt að raun um að íslendingar eru hneigðir fyrir tónlist. Það er því mjög æskilegt að hér í þessu landi Ijóða og söngva, yrði tón- listarþekking mun almennari en nú er. Við komumst t. d. miklu nær snilligáfu Beethovens og annarra kunnra tónskálda, ef við getum sjálf leikið verk þeirra. í Þýzkalandi er starfandi hljóm- sveit í nær því hverjum mennta- skóla, slíkar hljómsveitir þola að sjálfsögðu ekki samanburð við frægar hljómsveitir, en til þess er heldur ekki ætlast. Það er ómet- anlegur auður að geta tekið þátt í glaðlegum hljómleikum, en slíkt getur hlotnazt hverjum manni með miðlungs sönggáfur. Að vísu er það ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum, sem þeir, sem nú eru byrjendur, geta látið aðra njóta leiks síns. En einhvern tíma verða þeir að byrja. Dvöl mín hér á Akureyri hefir þann tilgang að veita ungmennum tækifæri að byrja, hefja nám í fiðluleik. Hér eru peningar ekk- ert aðalatriði. Ef hæfileikar eru fyrir hendi, er reynt að greiðá götu nemendanna. Skólinn reyn- ir að hjálpa slíkum nemendum eftir föngum.“ Og frökenin bætir við, að hún efist um að nauðsyn sé að íslend- ingar fari utan til þess að nema tónlist. Margir íslenzkir lista- menn geta leiðbeint æskunni. Og að lokum segir fiðlukennarinn þetta: „Tilgangurinn með náminu er meira en að ná valdi á hljóð- færinu. Námið temur okkur aga og reglu, þroskar okkur, skerpii' dómgi-eindina og ekki síztr það veitir ánægju og hvíld og hefur okkur upp yfir hversdagsleik- ann.“ Það er ástæða til þess fyrir al- menning að hugleiða þessar ábendingar frk. Hermanns og fyrir ungmenni, að notfæra sér hið ágæta tilboð um kennslu, sem þeim er gert. Það er. vert að benda á, að helzt er svo að sjá, sem tónlistarkunnáttu manna hér um slóðir hafi hrakað á síðari ár- um. Fyrir allmörgum árum var hér allmargt manna, sem kunni að' leika á strokhljóðfæri og var þá til vísir liljómsveitar hér. Nú er sá vísir horfinn með öllu. Vissulega þarf að stefna að því að koma hér upp hljómsveit, sem því nafni má kallast. Til þess þarf aukna tónlistarmenntun, einkum meðal æskumanna. Tónlistar- skólin hér getur leyst það verk- efni af hendi ef almenningur sýnir starfi hans nægan skilning og áhuga. Steinsteypuvinna liefst væntanlega í vor-Vita- málaskrifstofan sér um efnisútvegun Fyrir nokkru er lokið vinnu við útgröft skipalægsins við hina fyrirhuguðu dráttarbraut á Gler- áreyrum. Dagur sneri sér í gær til Gísla Kristjánssonar útgerð- armanns, sem séð hefir um verk- ið fyrir hönd bæjarins, og spurði hann frétta af verkinu. Gísli sagði, að búið væri að grafa um 20.000 rúmmetra úr læginu og væri það orðið hart- nær 7 metrar á dýpt, þar sem það er dýpst. Notaðar voru vél- skóflur og vélkranar við gröftinn, sem hófst um mánaðamótin júní —júlí. Verður ekki grafið meira þarna nema til þess að slétta og hreinsa til og undirbúa stein- steypuvinnu, sem væntanlega hefst í vor. Verða þá steyptir garðar undir dráttarbrautartein- ana og skilveggir. Lægið á að komast í beint samband við sjó og er ætlunin að dýpkunarskip grafi rás úr vognum, sem mynd- ast hefir sunnan við grjótgarðinn, sem gerður var fyrir nokkrum árum þarna á eyrunum og inn í hið nýja lægi. Upphaflega var gert ráð fyrir einni braut þarna, fyrir skip allt að 500 smálestum að stærð, en Vitamálaskrifstofan, sem hefir ráðið fyrirkomulagi verksins og teikningum, ráðgerir nú að þarna komi tvær dráttar- brautir, önnur fyrir 4—500 smá- lesta skip, en hin fyrir 50—100 smálesta skip. Um efnisútvegun til dráttar- brautarinnar sagði Gísli Krist- jánsson að Vitamálaskrifstofan hefði tekið hana að sér. Væri sér ekki kunnugt um, hversu horfði með útvegun þess, þó mundu gjaldeyrisleyfi ófengin enn. Við grjóthgarðinn hefir ekkert verið unnið í sumar. Munu kunnáttumenn þó telja, að nauð- synlegt sé að endurbæta hann, setja þil sunnan við hann og fylla að því. Nú gengur sjór yfir hann þegar hásjávað er og bára er á, og mun sjórinn vaíalaust vinna á garðinum með tíð og tíma ef ekki verður að gert. Brezkir togarar sækja á Grænlandsmið Brezka blaðið Fishing News greinir frá því að tveir af stærstu togurum Breta, frá Grimsby, séu nýlega farnir til fiskveiðá við Grænland. Áður höfðu nokkrir togarar frá Hull farið á Græn- landsmið. Segja togaramenn, að ágætur afli sé við Vestur-Græn- land og fylli skipin sig á skömm- um tíma. í’þessu sama blaði er gi-eint frá því, að mikill skortur sé á fiski á Bretlandsmarkaði um þessar mundir og eftirspurn eft- ir góðum fiski gífurleg. Aðalfimdor Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju Yngri deild stofnuð — Minnzt ársafmælis Síðastliðinn sunnudag hélt Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju aðal- fund sinn í Kirkjukapellunni. Gestur fundarins var séra Þormóður Sigurðsson á Vatnsenda og ávarpaði hann félagana. Á fundinum var kosin stjórn félagsins og voru þessir kjörnir: Gunnlaugur Kristins- son, formaður, Jón Ragnar Steindórsson, gjaldkeri, Sigríður Jóns- dóttir, ritari. Meðstjórnendur: Signa Hallsdóttir og Höskuldur Goði Karlsson. Deildarstjórar: Anna Hjörleifsdóttir, Baldur Ágústsson og Vaka Siguriónsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.