Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 1. desember 1948. Hverjum eru erfiðleikarnir að kenna? Mikið voru Sjálfstæðismenn málóða um, hve illa Eysteini Jónsyni færist fjármálastjórnin á árunum 1935—'38. Annað skyldi verða upp á teningnum, ef þeir fengju ráð á stjórn fjár- málanna. Þá skyldi verða ánægjulegt að lifa í landinu. Sparlegar skyldi farið með út- gjöld ríkisins. Skattar og tollar mundu lækka. Umframgi'eiðslur utan fjárlaga tæplega eiga sér stað. Skuldir ríkissjóðs hverfa. Hagurinn út á við batna. Allt' þetta og mörg fleiri gæði hétu Sjálfstæðismenn að veita þjóð- inni, ef þeim auðnaðist að komast að stjórn fjármálanna. Sjálfstæðismönnum auðnaðist að komast að stjórn fjármálanna. Þrá þeirra að vinna þjóðinni gagn á fjármálasviðinu var fullnægt. Síðustu 10 árin hafa fjármála- ráðherrarnir verði úr Sjálfstæð- isflokknum. Hvernig hefir þeim og flokki þeirra tekizt að efna hin gullnu loforð? í fæstum orðum sagt hafa efnd- irnar orðið í öfugu hlutfalli við loforðin. Þessi sannindi koma í ljós við samanburð á fjárstjórn Eysteins Jónssonar og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skal hér fyrst minnzt á útgjöld ríkisins. Árið 1938, sem var síðasta fjár- stjórnarár Eysteins Jónssonar, urðu rekstrarútgjöld ríkisins 177.6 millj. kr. Síðastliðið ár urSu íilsvarandi útgjöld 255.2 millj. kr. Við samanburð þessara talna kemur í Ijós, að rekstrarútgjöld ríkisins nafa 14—lðfaldast í fjár- stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, frá því sem þau voru í tíð E. J. Næst eru skattar og tollar. Ái'- in 1935—’38, þegar E. J. var fjár- málaráðherra, námu skattar og tollar 113 kr. á hvern landsmann til jafnaðar á ári. Síðasta ár námu skattar og tollar um 1250 kr .á hvern íbúa. Skattar og tollar hafa því ellefufaldast í fjármálastjórn- artíð Sjálfstæðisflokksins. Hvernig er það svo með um- framgreiðslur? Árið 1938, síðasta fjárstjórnar- ár Eysteins, urðu umframgreiðsl- ur ríkisins 7.7% af öllum útgjöld- um fjárlaganna. Á síðastl. ári urðu þessar umframgi'eiðslur 58.7 millj. kr. eða um 30%. Svipuð mun niðurstaðan á öðrum fjár- stjórnarárum Sjálfstæðisflokks- ins. Þó koma skuldir ríkissjóðs. í árslok 1938 voru þær 46.3 millj. kr. og höfðu ekki hækkað í tíð Eysteins Jónssonar, þegar frá eru taldar skuldir, sem stofnað var til vegna ríkisfyrirtækja, og‘ þau stóðu sjálf straum af. í lok síð- asta árs voru skuldir ríkissjóðs 130.1 millj. kr., og fjármálarráð- herra segir, að þær hækki vei'u- lega á yfirstandandi ári. Það eru því allar líkur fyrir, að skuldir ríkissjóðs hafi fjórfaldast í fjár- hagstíð Sjólfstæðisflokksins. Lok ser hagurinn út á við. Það er kunnugt, að í fjármálastjórn- artíð Eysteins Jónssonar lækkaði markaðstap og verðfall stórlega útflutningstekjurnar. Þrátt fyrir þetta jukuSt ekki skuldirnar út á við nema um rúmlega 7 millj. kr. eða sem svaraði Sogsláninu. En þrátt fyrir feikna gjaldeyristekj- ur, sem orðið hafa í fjárstjórnar- tíð Sjálfstæðisflokksins, eru nú engar gjaldeyriseignir fyrir hendi, og svo er ástandið bágt í þessum efnum, að komið hefir til orða að biðja Bandaríkin um að gefa íslenzku þjóðinni gjaldeyri til þess að hægt sé að halda uppi nýsköpun atvinnuveganna í land- inu á komandi árum. -—o— Viðskilnaður fyrrv. stjórnar var hinn ömurlegasti. í lok hins mesta góðæris, sem þjóðin hefir búið við, er ríkissjóður mai'gfalt skuldugri en hann var eftir kreppuárin fyrir stríð. Fyrrv. stjórn lét eftir sig „útgjaldafreka löggjöf“, eins og Morgunblaðið orðar það, ón þess að sjá fyrir nokkru fé til framkvæmda. Af- leiðingarnar urðu stórfelldar lán- tökur. Við dýrtíðarmálin skildi hún þannig, að þau hafa kostað ríkissjóð margra milljóntuga út- gjöld árlega. Við bátaflotann skildi fyrrv. stjórn þannig, að taka varð upp verðbætur í stór- um stíl, ef atvinnuvegurinn átti ekki að stöðvast. Fyrrv. stjórn hafði .ákveðið 'ýmsar hækkanir ó dýrtíðinni, en afleiðingar hennar komu ekki fram í vísitölunni, fyrr en eftir stjórnarskiptin. Allt lánsfé var nær uppurið, en hvar- vetna biðu framkvæmdir, sumar hálfkaraðar, er stöðvaðar voru vegna fjárskörts, því að allar gjaldeyrisinneignir voru þurr- eyddar og stofnað til gjaldeyris- skulda. Olafur Thors og blöð hans kenna núverandi stjórn um alla erfiðleika, sem nú steðja að, því að vel hafi Ólafur og kommúnist- ar búið henni í hendur! Mikill rneiri hluta þjóðarinnar hefir áreiðanlega nú orðið opnað aug- un fyrir því, að erfiðleikar á sviðum atvinnu- og fjármálalífs eru aðallega arfur frá verðbólgu- stjórn fyrri ára. Blöð Olafs leggja rnikla stund á að þyrla upp mold- viðri í þeim tilgangi að reyna að rugla dómgreind almennings. — Þau beita meðal annars því blekkingarvopni, að Framsóknar- menn hafi verið á móti því, að keyptir væru nýir togarar og önnur atvinnutæki fyrir stríðs- gróðann. Um þetta hafi ágrein- ingurinn verið milli nýsköpunar- flokkanna og Framsóknarflokks- ins. Fyrrv. stjórnarflokkar hafi beitt sér fyrir nýsköpun, en Framsóknarflokkurinn hafi verið fjandsamlegur þeirri stefnu. Þess vegna hafi hann verið í stjórnar- andstöðu. Þessi kenning Olafs Thors og blaða hans er alröng og uppspuni einn. Ágreiningurinn var ekki um þetta. Fráinsóknai'flokkurinn var í stjórnarandstöðu, af því að hann sá, að eyðslu- og dýrtíðar- stefna stjónnarinnar hlaut að MuniÖ þessar bækur, er þér veljið jólagjafirnar: MINNINGAR CULBERTSONS, ævintýramannsins mikla frá Kákasus. Ilöfundurinn er talinn snjallasti spilamaður veraldar, en auk þess hámenntaður sálfræðingur og heimskunnur rithöfundur. Bókin er bráðskemmtileg, enda metsölubók vestan hafs og víðlesin um allan heim. Fyrra bindið kom út í fyrra á íslenzku og hlaut þá einróma lof allra ritdómara. Bókin fæst bundin í úrvals geitarskinn. fslenzka þýðingin er eftir Brynjólf Sveinsson. Fallegri og skemmtilegri bók getið þér ekki gefið á næstu jólum. SVONA VAR ÞAÐ, síðasta skáldsaga Somerset Maugliams. Þýðing Brynjólfs Sveinssonar. — Kostav aðeins kr. 35.00 í bandi, óbujidin kr. 25.00. SAGA AKUREYRAR eftir Kleinens Jónsson kemur út skömmu fyrir jól í mjög vandaðri útgáfu, prýdd fjölda mynda af gömlum og merkum borgurum og bænum áður fyrr. Allir Akureyringar þurfa að eiga Jjetía merkilega heimildarrit um þróun bæjaiins. — Upplagið er vegna pappírsskorts mjög lítið. VEFNAÐARBÓK eftir Sigrúnu P. Blöndal er nýkomin út. Kostar í bandi kr. 30.00. iiniHiitmiMiiiiii BÓKAÚTGÁRAN Jólatré H Z væntanleg fvrir jólin. — Gerið pant- | anir strax. — Stærðir: J/2- 1. 1V2 og I 2 metrar. | Verzlunin Eyjafjörður li.f. f 1(111111111111111111111111111111111111III11111111111111111111111111111111111111111111111IIIIII111111111111111111111114111IIllllllllllllllII*. ...................................................... 1 •'iiiii 11 11»*»«»*4*i•> Mfii» nf Frá flappdrætti Háskóla íslands [ Endurnýjun er hafin. Eftir er að draga 2009 | vinninga, að upphæð samtals kr. 746.000. — I Hæsti vinningur kr. 75.000. | Síðasti endurnýjunardagur er á laugardag. — | § Endurnýið i tima! f J Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. lll•llllllllll•llll■■ll■l••l•lll■lll•l■l•lllll•lllll••l•ll•l•llll•l■ll•l•ll••lllllllll■lll••l•lllll■l•■•llllllll•lll■•llllllllll'll•l•lllll* ........................."■ti""""""i""'""m|iii""";i|im!fti,i!i9"ji!j"i|imfHjfif")ii|iiiimui|"£ Þýzkir leskaflar Valið hefur Ingvar Brynjólfsson. \ Leskaflar þessir eru ætlaðir fyrir nemendur mennta- f skólanna og aðra þá, er þýzkunám stunda. Taka þeir i við, er hyrjendahók í þýzku, svo sem þýzkunámshók \ Jóns Ofeigssonar, sleppir. f Bókin er 416 blaðsíður í stóru broti, f og fæst nú hjá bóksölum. i jiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii"iii",iiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiifiiiiioii,l|iiiiiii"iiii"i'iiiim'i'^ nýttist illa til eflingar atvinnu- vegunum. — Framsóknarmenn lögðu því til, að 450 millj. kr. yrðu lagðar í nýbyggingai'reikn- ing í stað 300 milljóna ki'., sem nýsköpunai'flokkarnir felldu. — Það er því fjarstæða að kenna stjórn Ólafs Thors og kommún- ista við nýsköpun, því að hún gei'ði hana miklu minni en efni stóðu til, og Framsóknarmenn vildu. Ági'einingurinn milli flokkanna víð stjórnai'myndunina 1944 og síðan, reis því út af mismunandi afstöðu þeirra til dýrtíðarinnar, eins og Mbl. hefir viðurkennt. Framsóknai'menn töldu brýna nauðsyn að gerðar yrðu ráðstaf- anir til stöðvunar og lækkunar dýi'tíðinni, annai's yrSi þjóðin síðar stödd í miklum erfiðleikum með fjármál sín og atvinpumál. Það yrði margföldum erfiðleikum bundið að stöðva og lækka dýr- tíðina síðar. Sjálfstæðismenn sögðu: Þetta er barlómur, sem þjóðin má ekki leggja eyrun við. Við höfum ráð á að færa dýrtíð- ina niður með einum penna- drætti, ef þess gerist nokkur þörf. Enn er tíminn til þess ekki kom- inn. Kommúnisatr sögðu: Við getum losnað við öll vandræði með því að selja Rússum allar af- urðir okkar. Reynslan hefii' áþreifanlega sannað, að Framsóknarmenn sögðu satt, en hinir ósatt. Ef stefnu Framsóknarflokksins hefði verið fylgt, mundi stríðsgróðinn hafa notast til miklu víðtækari og stórfelldari nýsköpunar en raun varð á vegna óstjórnar Ólafs Thors og kommúnista. Erfiðleik- ar nútímans eiga því rætur að rekja til dýrtíðarskrúfu fyrrv. stjórnar og flokka hennar, eink- um ber þó Sjálfstæðisfiokkurinn sökina. Hann er stærsti i'lokkur þingsins og lagði til höfuð fyrrv. stjórnar. Hann kvaddi kommún- ista til pólitísks fylgilags við sig og veitti þeim mikil völd og áhrifaaðstöðu, sem þeir notuðu sér ósleitilega til margs konar skemmdarverka. Nú barma Sjálfstæðismenn sér yfir því, að þessir fyrrv. samstarfsmenn þeirra séu óaldarflokkur, sem leiða til þess að stríðsgróðinn hafi það eitt að markmiði að koma innflutningsmálum okkar í öngþveiti og svikja landið undir yfirráð erlendra einræðisríkja. Síðasti „íslendingur“ kallar það „skítverk“ að deila á eyðslustjórn Ólafs Thors og kommúnista. Ak- urlilja blaðsins hefir hér nokkuð ti) síns máls. Það er ekkert þrifa- verk að róta til í sorphaugum þeim, sem Ólafur Thors og kommúnistar létu eftir sig á stjórnmálasviðinu. En Framsókn- armenn telja ekki eftir sér að vinna óþrifaverk, ef skyldan krefur. Og ísl. telur það sérstaka skyldu Framsóknarflokksins að afmá óhreinindin eftir fyrrver- andi stjórn!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.