Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. desember 1948 DAGUÍf 5 ÍÞKÓITA MARTEINN FRIÐRIKSSON á batavegi — M. F. átti smágrein í síðasta þætti hér. Kveður þar allmjög við annan tón en í fyrri grein hans, þessi er tiltölulega hógvært orð- uð og virðist þar eins og til mála- myndar hamlað gegn þungum straumi. Rökin eru sama eðlis og hjá stráknum sem sífellt stagað- ist bara: „Eg gerði það ekki, þú gerðir það!“ — sökin er öll hjá Þór, engin hjá K. A. En ef við tökum alvarlega eina af helztu staðhæfingum hans, skulum við sjá, hvað úr vei’ður. Hann segir: „Frjálsíþróttaráðið, sem tók að sér að koma keppninni á í þeim greinum, sem framkvæmdanefnd gleymdi (nú er hann farinn að segja að hún hafi glcymt 800 m.!), úrskurðaði stúlkui-nar ólöglegar". Frjálsíþróttai-áð er „hlutlaus nefnd innan í. B. A.“, eins og H.. H kemst að orði. Gott er fyrir framkvæmdanefnd móts- ins að losna við ábyrgðina í þessu tilfelli, þar sem þetta voru einu gi-einar mótsins, sem ekki voru auglýstar og ákveðinn frest- ur til þátttökubeiðni. K. A.- manninum í ráðinu hefði þó a. m. k. átt að koma til hugar, að keppni, sem ráðið tók að sér að framkvæma, varð að auglýsa (mótið stóð yfir í nál. 3 vikur!) og, að keppendur er ekki hægt að dæma ólöglega fyrir of seint til- kynnta þátttöku, sé tími til þeirrar tilkynningar hvergi ákveðinn, en mætt til leiks. Nei, þessi röksemd M. F. — o. fl. — yrði sízt til málsbóta K. A. Henni mun slegið fram af grunn- fæi-ni og snýzt því vopnið auð- veldlega í höndum vegandans. En sannleikurinn er sá, eins og áður er fram tekið, að þegar séð var, með hvei-jum ofsa K. A,- menn snerust gegn eðlilegri áætl- un mótsnefndar viðvíkjandi 60 og 800 m. hlaupinu, var ákveðið að bæta kvennahlaupinu og 800 m. hl. inn í keppnina. Var grein- um þeim ákveðinn tími án þess auglýst væri nokkuð, í trausti þess, að gagnkvæm sanngirni yrði sýnd. En sú von bi-ást. Þegar stúlkurnar mættu til leiks mæltu K. A.-menn ákveðið á móti því að Þórsstúlkurnar fengju að keppa. Fi-jálsíþróttaráð vax-ð að skera úr. Baldur neitaði að skipta sér af málinu. Þói-smegin var þá Tryggvi „einn gegn hinum og taldi ekki heppilegt eða gerlegt að leyfa stúlkunum að keppa.“ Hver getur í alvöru talið, að of- mælt sé í þessu sambandi að stúlkunum væri meinað af K. A. að keppa? — í svargrein minni til H. H. í 42. tbl. Dags — aðal- grein minni í þessum málum — er ýtarlega frá þessum átökum sagt og skal ekki frekar endur- tekið hér. En til þess'að leiðrétta umsögn M. F., að eg hafi verið fjarver- andi meðan á mótinu stóð og hafi allt eftir öðrum, „sennil. vondum Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. manni, sem hafi skrökvað í íþróttaritstjórann og hann svo í fljótfærni sett á prent,“ skal eg upplýsa það, að eg var fjarver- andi tæpa 3 daga og að allar mín- ar greinar um þessi mál eru lesn- ar, áður en þær eru prentaðar, af mótsstjóra, Tr. Þ. og ýmsum fleiri, sem málin varða, og aðal- greinin mjög vandlega lesin og rædd á sameiginlegum fundi með Tr. Þ., Baldri Jónss. og öðrum úr stjórn íþróttaf. Þór. Hér er held- ur ekkert fleipur sett á pappír. Eg sé því skiljanlega enga ástæðu til þess að gera mér ferð í póst- húsið eftir ábyrgðarbréfi M. F. Vitanlega er þar ekkert nema það, sem mér er vel ljóst og hefi sjálfur tekið fram í skrifum mín- um í samráði við þá menn, sem skrifa undir skjal Marteins! Má hann því kaupa bréfið út sjálfur og eiga til minja. En M. F. er í lok gi-einar sinn- ar kominn að þeirri niðurstöðu, að hann geri réttast í að hætta þessum skrifum. Og vonandi sér hann innan skamms, að honum hefði verið bezt að blanda sér ekki í þessar í’itdeilur. Það er a. m. k. greinilegt að hann er á batavegi en — HALLDÓR HELGASON er illa haldinn enn, þótt hann, eftir ærin skrif í síðasta tbl. ís- lendings komist að sömu niður- stöðu og Marteinn, að heppileg- ast muni að hætta. Hann vill — eins og M. F. — ætla, að eg byggi ummæli mín á sögusögn óhlut- vandra manna, en hér að framan getur hann séð réttmæti þeirra ágizkana. Auðvitað leitaði eg fyrst og fremst upplýsinga hjá mótstjórn, sem í þessu tilfelli var sama og meiri hluti Frjálsíþrótta- ráðs. Án þess að hvika nokkuð frá því, sem eg hefi áður skrifað, verð eg að láta vera að svara, rrekar en gert er hér að framan flestum ályktunum og staðhæf- ingum H. H. (byggðum á útúr- snúningum eða vanmætti til að skilja rétt). En maðui', sem ekki hirðir um, eða getur, farið rétt með pi-entuð, eigin ummæli (at- hugið, hvað hann ber mér á bi'ýn í fyrri grein sinni, að eg ásaki nieiri hluta frjálsíþróttamanna á Akureyri fyrir svik við íþrótta- hugsjónina og brot á íþróttalög- urn (Letui'br. mín. J. J.) — og það, sem hann segir um þetta í síðai'i grein sinni), slíkur maður á þá eðlilega erfitt með að skilja eða fara rétt með það, sem and- stæðingar segja. Um það bera og greinar hans mjög glöggt vitni. T. d. skulum við líta á eitt atriði: Eg tala í svari mínu til H. H. um „óvenjumikla erfiðleika, sem ÞÁTTUR mættu í snjó, frosti, stormi og regni sitt á hvað“ til afsökunar framkvæmdanefnd mótsins. Út frá þessu segir Halldór: „Enda hefir veði'ið vei'snað að mun, því að jafnvel snjór og frost hafa aukið erfiðleikana. Eg hygg, að Jónas einn allra viðstaddra (hafi hann þá verið viðstaddur) hafi oi'ðið var við snjóinn og frostið." í dagbók minni, sem er daglega færð, stendur þetta t. d.: 11. sept. (daginn sem mótið átti að hefj- ast): Norðan kaldi og stormur. Mikil úrkoma í nótt og dag, snjó- aði ofan í byggð. 13. sept. (daginn sem byi'jað var að keppa): Kuldi mikill, enda snjóföl hér í moi'g- un. Þ. 14. er enn snjóföl að morgni. 15. Frost að morgni, en svo hlýnandi. Mikil rigning síðd. Þann 19.: Norðankaldi, ki-apa- og hríðaréljagangur. Vetrarveður á köflum. Áframhaldið er enn breytilegt mjög. — Svipað myndi H. H. geta fengið úr dagbókum annari'a eða frá veðurstofunni, ef hann sjálfur man ekkert eftir þessu, eða trúir mér ekki. Væru íþróttamenn okkar svo gerðir, að þeir gengju til keppni á liverju sem blési, væri öðru máli að gegna og framkvæmd auðveldari. En þegar sigla verður hjá hverjum boða eftir beztu getu, og velja bai-a góðu stund- irnar úr illviðrakaflanum, verður stundum að ákveða um hádegi keppni að kvöldi. Félag, er sjá skal um framkvæmd móts, gerir sig víst — í augum H. H. — hlægilegt, að smala þá saman keppendum, starfsmönnum og áhöldum! En svona er málafæi-sl- an, og má eg hvoi'ki né vil sinna henni frekai'. — Gi'einar þeirra félaga eru að mínum dómi f snauðar af íþróttamannlegri hugsun og rithætti, bera vott um of mikla reiði og æsingu til þess — auk annai'ra einkenna. — Það sannast oft, að „sannleikanum er hver sárreiðastur“. Fjölmargar ærumeiðandi sakir hafa þeir borið á mig, og er illt fyrir báða, þá og mig, að láta það óumtalað. Þó mun eg ekki, að svo komnu, hreyfa því á öðrum vett- vangi, í trausti þess, að önnur kynni afsanni rógmælin. Sjálfsagt hafa þeir félagar eitt- hvað aði'ar skoðanir á því en eg, hvað sé íþróttamannlegt og drengilegt í og umhverfis keppni, og bei-a m. a. ummæli H. II., í síð- ari grein hans, þess ljósan vott. Þar segir: „Og dýrlingsmynd sú, er Jónas dregur utan um Hrein Óskai'sson, er alveg óþörf“ o. s. frv. En gjörið svo vel og athugið það, sem eg hefi skrifað um Hrein í sambandi við 60 m. hlaupið. Ekkert lof, en aðeins skýrt frá staðreyndum um eðli- lega, góðum íþróttamanni sæm- andi, framkomu. En til þessa virðist H. H. að maðurinn verði að komast í dýrlingatölu! í svai-grein minni til II. H. benti eg greinilega á — og þó óbein- Elliheimili á Akureyri Hvenær kemst það upp hér — þannig spyrja margir og ekki sízt nú, þegar nýlokið er viðbyggingu við elliheimilið „Grund“ í Reykja- vík. Þess verður þó ekki langt að bíða að dvalarheimili aldraðara rísi einnig hér. Þegar Kvenfélagið Framtíðin barðist mest fyrir að koma hér upp elliheimili, þótti það ekki tíma- bært, ýmsar hömlur og erfiðleikar urðu þess valdandi að það eigi varð byggt þá. Margir bæjarbúar höfðu þó gefið rausnarlega til þess og allverulegur sjóður myndast, sem þá var lánaður í sjúkrahús- bygginguna um nokkurt skeið, gegn góðum vöxtum. Sjóður þessi, sem nú er laus, ásamt hluta í fast- eign og fl„ er sjóðnum hefir áskotnazt, er nú um kr. 200,000.00. Auk þess hefir bæjarstjórn Akur- eyrar með bréfi sínu til Kvenfél. Framtíðin ákveðið að kaupa og leggja fram til byggingar elliheim- ilis, núverandi sjúkrahús, þegar það losnar. Samkvæmt nýju tryggingarlög- unum er ákveðið að tryggingar- sjóður greiði allt að 40% til bygg- ingar elliheimila. En þótt sjóðurinn sé allverulegur, þá er dýrt að byggja nú á dögum og því verður að safna af kappi. Á næsta ári mun verða hafizt handa um undirbúning allan, og bæjarbúum gefast kostur á að fylgjast með gangi málsins. — Heyrzt hafa raddir frá ýmsum fé- lögum í bænum, að þau væru fús til samvinnu um elliheimilismálið, og Kvenfél. Framtíðin tekur vissulega hverri samvinnu fegin- samlega. Fyrsta desember verður merkjasala til ágóða fyrir elliheim- ilissjóðinn, samkomur áttu einnig að vera, en sökum veikina í bæn- um falla þær niður. Við vonum þó að allir sjái sér fært að leggja eitt- hvað af mörkum, nú eins og svo oft áður. Nýja sjúkrahúsið og elli- heimilið, báðar þessar stofnanir, eru jafn nauðsynlegar og hugkærar almenningi. Nýja sjúkrahúsið er nú vel á veg komið, svo að öllu forfálla- lausu verður það fullbúið til notk- unar eftir 1-—2 ár og mun þá einn- ig rísa borg hinna öldruðu á brekk- unni í gamla bænum. Gunnhildur Ryel. línis — að með sömu aðferðum, óbilgii'ni og keppni, sem fram kom sjá K. A. á meistaramótinu, hefði Þór getað fengið þrem meisturum fleii'a en raun vax'ð. En þó tel eg hlut Þórs miklu betri, þann sem er. Orsök þessara skrifa frá minni hendi, var fyrst og fremst of mik- il óbilgirni og leiðinlega mikil keppni hjá K. A. að fá sem flesta „meistara“, sigra með einhverju móti. Svipað hefir komið fyrir á mótum áður á árinu, t. d. atvik á drengjamóti í sumar og á hand- knattleiksmóti karla innanhúss sl. vetur. Þau atvik skulu ekki rædd nú, en ráðamönnum K. A. í fullri vinsemd bent á það að „kapp er bezt með forsjá", og að íþróttamenn, hvort sem eru stai'f- andi eða sem bi'ennandi áhuga- menn við leikvanginn, eiga að vera „góðir ménn og batnandi“, sannir drengir. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). oft og víða beinlínis stuðlað að auknu óréttlæti, kolsvörtum mai'kaði og óþolandi vei'ðbólgu. Um það fengu áheyrendur hins vegar ekkert að heyra í ræðu Magnúsar, né heldur um ástand og horfur þessarra mála í nútíð og fi'amtíð, eins og það lítur út frá bæjardyrum fjárhagsráðs séð. ÞA HEFÐI ALMENNING vafa- laust fýst að fá á því nokkrar skýringar, hvernig það má vera, að útflutningsverðmæti þjóðar- innar eru nú stórum meiri en nokki'u sinni áðui', en samtímis er almenningi gert erfiðara en dæmi þekkjast til fyrr, nema á hreinum hallæris- og hai'ðinda- tímum, að afla sér brýnustu lífs- nauðsynja og hylja nekt sína með sæmilegu móti. Vist er ai'fur og viðskilnaður fráfai'andi ríkis- stjórnar allgild skýring á þessu, það sem hún nær, en þó engan veginn einhlít. Ærið möi'g kurl munu þar enn ókomin til grafar, og hefði formaður fjái'hagsráðs gjarnan mátt fjölyi'ða meii'a en hann gerði um þetta mai'kvei'ða atriði. Það skal að vísu virt hon- um til nokkurrar voi'kunnar, að ýmsar þær skýi'ingar eru eins konar fjölskyldu-leyndarmál húsbænda hans og flokksbræðra, en þó gat hann t. d. feimulaust bent á þá staðreynd, sem hvorki er hans eigin sök né flokksbræði'a hans einna, að forráðamenn þjóð- arinnar hafa að undanförnu spil- að furðulega djarft spil að ýmsu leyíi, með því t. d. að vei'ja möi'gum tugum milljóna af er- lendum gjaldeyri þjóðarinnar til þess eins að undii'búa hagnýtingu síldax-afla við Faxaflóa, þótt eng- in viðhlítandi reynsla sé enn fengin, er bendi eindregið í þá átt, að nokkuð sé á þann afla treyst- andi, nema sem óvæntan happ- di'átt þjóðfélagsins endi'um og eins, og því býsna óvai'legt að leggja bróðurpartinn af gjaldeyri þjóðarinnar undir í slíku glæfra- spili. AÐ SJÁLFSÖGÐU er bæði gott og vii'ðingax'vert að búa sem bezt í haginn fyrir framtíðina með stóx'felldum framkvæmdum og „nýsköpun“ á sem flestum sviðum, en þó því aðeins, að sæmileg ráðdeild, gætni og fyr- irhyggja sé þar viðhöfð í hví- vetna. Og varla er sanngjarnt ,að ætlast til þess, að almenningur hei'ði lengi að sér mittisólina og neiti sér af fúsum vilja um ýmis þægindi, eðlilegar og hófsamar kröfur til nútímans, með fjarlæg og áhættusöm sjónarmið ein fyr- ir augum. Og allra sízt er þess að vænta, að þjóðin sætti sig til lengdar við slíkt, þegar það er víst, að eitt er ekki látið yfir alla ganga í þessum efnum, og viss hópur manna, sem virðist kunna einhver dularfull tök á „ráðum“ þeim og „nefndum11, er innflutn- ingnum stjórna, kemst allra sinna ferða fram hjá þeim, eða jafnvel beinlínis í skjóli þeii'ra, meðan allur þorri manna verður jafnan að fara bónleiður til búðar af þeii'ra fundi. Að svo mæltu er eg fús til allra di-engilegra starfa og samtaka með K. A.-mönnum. J. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.