Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 8
Daguk Miðvikudaginn 1. desember 1948 186 læknar höföu læknisleyfi hér| T~forset> á landi um síðustu áramót Þar af 70 læknar í Reykjavík Engir læknar fást til að gegna störfum í mörgum læknishéruðum úti á landi Samkvæmt nýjustu læknaskrá t læknar höfðu 186 læknar lækningaleyfi á fslandi í byrjun þessa árs. En auk þeirra voru 31 læknir, sem lokið höfðu læknisfræðiprófi, cn höfðu þó ekki fengið lækninga- leyfi. Samtals má því telja 217 lækna í ársbyrjun 1948, eða sem svarar einum lækni á hverja 625 lands- menn. Af þessum 186 læknum, sem lækningaleyfi höfðu um síðustu áramót, voru sextán erlendis (13 í Danmörku, 1 í Noregi, 1 í Júgó- slavíu og 1 í Bandaríkjunum). Hérlendis voru því ekki nema 170 læknar með fullum réttind- um, eða 1 læknir á hverja 800 ibúa. En þar frá dragast sem næst 20 læknar, sem ýmist eru hættir læknisstörfum, eða sinna sér- störfum, svo. sem landlæknir, borgarlæknhinn í Reykjavík, prófessorar við Háskólann o. s. frv. Læknishéruðin eru nú 51 að tölu hér á landi, og í ársbyrjun þessa árs voru læknar í 46 þeirra, þar af 7 settir. í Reykjavík einni voru 70 læknar, 10 á Akureyri og 6 í Hafnarfirði, en á þessum stöðum voru læknar flestir. í Álafosshér- aði, Akranesi, fsafirði, Siglufirði, Búðahéraði, Vestmannaeyjum og Keflavík voru auk þess starfandi læknar, einn eða fleiri, auk hér- aðslækna. 58 sérfræðingar. Við alls konar sérgreinar störf- uðu 58 læknar, þar af voru 3 taugasjúkdóma- og geðveikra- læknar, 2 taugasjúkdómalæknar, 2 kvensjúkdóma- og fæðingar- 3 meltingasjúkdóma- læknar, 1 bæklunarsjúkdóma- læknir, 11 handlæknar, 3 nudd- læknar, 9 lyflæknar, 6 háls-, nef- og eyrnalæknar, 2 geislalæknar, I húS- og kynsjúkdómalæknir, 1 húðsjúkdómalæknir, 5 berkla- læknar, 3 barnalæknar og 6 augnlæknar. Starfandi tannlæknar munu vera 24 að tölu, eða um það bil einn á hyerja 5.700 íbúa. Af þeim eru 19 í Reykjavík, 1 í Hafnar- firði, 1 á ísafirði, 2 á Akureyri og 1 á Akranesi. Til samanburðar má geta þess, að fyrir nokkrum árum höfðu Danir 1 tannlækni á'hverja 3.900 íbúa, Svíar 1 tannlækni á hverja 2.800 íbúa og Norðmenn 1 tann- lækni á hverja 2.000 íbúa. Heildarfiskaflinn 14% meiri en á sama tíma í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands nam heildaríisk- afli íslendinga samtals rúmlega 375 þús. rúmlestum í okíóber s. I., en á sama tíma í fyrra nam hann hins vegar 326,8 þús. lestum, og er hann bví næstum 14% meiri en í fyrra. Hagnýting aflans hefir verið sem hér segir: fylgir nú hinum glæsilega — en óvænta — kosningasigri sínum eítir með því m. a. að tilkynna nú á dögunum, að Marshallhjálpin verði framkvæmd með auknum krafti, t. d. verði fé það, sem Bandaríkin höfðu ætlað til fram- lags í því skyni næstu 18 mánuð- ina, látið koma til útborgunar og ráðstöfunar á 12 næstu mánuðum. SJALFVIRKA SÍMSTÖÐIN A AKUREYRI: Yfirlýsing póst- og símamálastjóra staðfestir, að það er rétt, sem „Dagur" hefur haldið fram, að undanbrögð Fjárhagsráðs viðvíkjandi sjálfvirku símstöðinni hér í bænum eru staðlausir stafir Blaðinu hefir borizt eftirfarandi yfirlýsing frá póst- og símamála- stjóra, og þykir sjálfsagt að birta hana hér, þótt orðalag hennar sé raunar miðað við grein í „Tímanum" um sjálfvirku símstöðina hér. En upplýsingar þær, sem koma hér fram, staðfesta hins vegar full- komlega það, sem haldið hefir verið fram hér í blaðinu viðvíkj- andi hessu máli. íslenzkir togarar hafa flutt út á markaði í Bretlandi og Þýzka- landi alls 117.7 þús. smál. af ís- fiski. Þá hafa fiskflutningaskip flutt 8363 lestir af ísfiski á mark- aði erlendis. Til frystingar hafa farið 72.3 þús. lestir og til niður- suðu tæplega 400 lestir. Saltaðar hafa verið 40.4 þús. lestir, en til neyzlu innanlands hafa farið 2250 lestir. Síldaraflinn á árinu nemur alls 147.8 þús. lestum og fóru til bræðslu tæplega 129 þús. lestir, en í beitu hafa verið frystar 1522 lestir. Þess skal getið, að sú síld, sem söltuð var á sl. sumri er talin með heildarsöltuninni. í októbermánuði veiddist mest af karfa, eða 6775 lestir. Þar næst af ufsa, 3186 lestir. Þorskaflinn í mánuðinum nam 1197 lestum. Svo sem fyrr segir, nam heild- araflinn í lok okt. sl. alls rúmlega 372 þús. lestum. Á sama tíma árið 1947 nam heildaraflinn 326.8 þús. lestum og á sama tíma árið 1946 313.3 þús. lestum. Lætur því nærri, að heildarfiskaflinn í ár sé um 14% meiri en í fyrra. Loks skal þess getið, að í þeim tölum, sem hér eru birtar er átt við slægðan fisk með haus, að síldinni undantekinni, sem er vegin upp úr sjó. Sérfræðinganefnd rannsakar rétt Islend- inga til Grænlands í sambandi við þingsályktun- artillögu Pétuis Ottesens alþ.m. um rétt íslendinga á Grænlandi, hefir nefnd þriggja fræðimanna verið kvödd til að rannsaka kröfurétt íslendinga í því efni. Hefir Háskólinn tilnefnt Ólaf prófessor Jóhannesson að sinni hálfu í nefnd þessa, dómsmála- ráðherra hefir skipað sérfræðing utanríkismálaráðuneytisins í þjóðarétti, Hans Andersen, sem fulltrúa sinn í nefndina, og loks hefir hæstiréttur íslands tilnefnt þriðja nefndarmanninn, Gissur Bergsveinsson hæstaréttardóm- ara. — Virðist tími til þess kom- inn, að mál þetta sé athugað sem lækilegast frá þjóðaréttarlegu sjónarmiði, og íslendingum tryggður allur sá réttur til Græn- lands, sem þeir kunna að eiga Út af svonefndri leiðréttingu fjárhagsráðs í laugardagsblaði Tímans hinn 20. þ. m. skulu hér með gefnar þessar upplýsingar. Sjálfvirka símstöðin fyrir Ak- ureyri var pöntuð á miðju ári 1946 meS sambþykki póst- og símamála- ráðherra. Var þá samtímis send umsókn til viðskiptaráSs um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi, en nú vildi svo til, að viðskiptaráð og ný- byggingarráð fóru að kasta máli þessu é milli sín án þess að yrði úr leyfisveitingu. Þegar svo fjár- hagsráð var stofnað, var að sjálf- sögðu sótt um fjárfestingarleyfi. — Hafa leyfisbeiðnir síðan verið end- urnýjaðar og viðskiptamálaráð- herra eindregið mælt með leyfis- veitingu- Póst- og símamálastjórnin vænti þess frá upphafi, að greiðlega gengi með þessa leyfisveitingu, þar sem hér var um aðkallandi nauð- synjamál að ræða og nýsköpunin þá efst á baugi, og auk þess langur frestur þangað til vélarnar yrðu tilbúnar. Póst- og símamálastjórn- in væntir þess enn, að f járhagsráð sjái sér fært að veita hin nauðsyn- legu leyfi á næstunni, og hefur fyr- ir sér fyrirheit f járhagsráðs um að taka málið til meðferðar við áætl- kröfu til. Auðug fiskimið eru þar úti fyrir ströndum landsins og rr.iklir málmar, kol og önnur verðmæti í jörðu. un næsta árs (1949), sem nú mun vera unnið að. Þetta tjáði póst- og símamálastjóri tíðindamanni blaðs- ins, er hann hringdi til hans, tíð- indamanninum hefur láðst að geta þessa í fréttapistli sínum. Þá skal á það bent, að heimild til handa ráðherra til að verja fé til þessara framkv. er í XXVII. lið 22. gr. fjárlaga 1948. Fyrir 1949 er fjárveiting í þessu skyni einnig tekin upp í tillögur póst- og síma- málastjórnarinnar til fjárlaga fyrir það ár og liggur nú fyrir Alþingi. Loks skal upplýst, að samkvæmt tilkynningu verksmiðjunnar eru ca. 35% af öllum vélum og tækjum til stöðvarinnar tilbúin til sendingar á þessu ári og er það meií en nóg til þess að byrja uppsetninguna með. 21. nóvember 1948. Póst- og símamálastjóri." Nýr kaupstaður á uppsiglingu Hreppsnefnd Keflavíkurhrepps hefir nýlega sambþykkt í einu hljóði að sækja um kaupstaðar- réttindi fyrir Keflavík frá og með ársbyrjun 1950. Vei'ður frum- varp um þetta efni lagt fyrir Al- þingi það, er nú situr á rökstól- um, og má telja víst, að það nái samþykki, enda er Keflavík all- fjölmennt þorp og í örum vexti og uppgangi. - Metútflutningur á árinu (Frtnnh. af bls. 1) kvæmdum, þar á meðal í ýmsum stói'hýsum og glæsibyggingum, einkum í Reykjavík, og mætti svo lengi telja. Er stórhugur sá, sem kemur fram í þessu, vissulega þakkaverður og gleðilegur, á meðan honum er haldið innan einhverra eðlilegra og hæfilegra takmarka, og einkum eru þær fiamkvæmdir þó sjálfsagðar og æskilegar, sem gefa vonir um aukna framleiðslu og bættan fjárhag þjóðarinnar í framtíðinni. En á hinn bóginn er það víst, að sumir þeir hlutir, er nefndir voru hér að framan, gætu beðið þjóð- inni að skaðlausu, og vart er sanngjarnt og eðlilegt að ætlast tiJ þess, að hún neiti sér til lang- frama um ýmsar' brýnustu lífs- nauðsynjar, til viðbótar fjöl- mörgum þægindum, sem verða þó að teljast æskileg og raunar sjálfsögð í nútímaþjóðfélagi, er lifa vill menningarlífi — og það aðeins með fjarlæg sjónarmið fyrir augum. Og því síður eru landsmenn f úsir til að f órna þess- um sanngjörnu menningarkröf- um á altari misskilinna'r stór- mennsku, sem aðeins sættir sig við dýrlegar hallir,þarsemvenju- leg og vegleg hús gætu komið að fullu gagni. En allra sízt sættir þjóðin sig þó við það, að fjármun- um hennar sé ái' eftir ái-varið til dýrra kaupa á eins konar happ- drættismiðum, eins og t. d. sumar hinna einhliða aðgerða minna i Nærri helminui fleiri "l | börn og átta sinnum } \ fleiri konur deyja af i l völdum fæðinga | | í Reykjavík en öðrum i 1 kaupstöðum landsins [ l t síðasta hefti Læknabl. er I i ritgerð eftir Baldur Johnsen. \ I Sýnir hann þar mcðal annars = i fram á, að ekki sé allt með j | l'elldu, hversu margar konur = 1 deyja af barnsförum í Reykja- = | vik. Sömuleiðis er ungbarna- 1 I dauði meiri þar en í öðrum = 1 kaupstöðum. Árin 194S—1944 i | fæddust þar í bæ 5759 börn, [ É en nítján mæður dóu af barns- i \ förum. í f jórum stærstu kaup- \ | stöðum utan Reykjavíkur | | fæddust á sama tíma 2394 i l börn, en aðeins ein mæðranna i i dó. Af Reykjavíkurbörnunum i = dóu 143, en aðeins 13 af hin- i i um. Með öðrum orðum: Nærri i i helmingi fleiri börn og átta i | sinnum fleiri konur dóu af = i völdum fæðinga í Reykjavík i i en hinum kaupstöðunum. '- i Baldur Johnsen bendir á, að i i í Reykjavík séu aðeins 6,6 i i sjúkrarúm á hverja þúsund = E íbúa, en 9,5 í hinnum kaup- = i stöðunum, og í Reykjavík eigi = i sér stað 85 fæðingar á hverja i i Ijósmóður, en ekki nema 31 í = i liinum kaupstöðum. i I Ástæðurnar til þess, hve = i Reykjavík farnast illa í þessu i = efni í samanburði við hina i = kaupstaðina telur læknirinn i = vera skort á eftiriiti fyrir fæð- i = ingu, skort á ljósmæðrum, i = skort á fæðingasérfræ'ðmgum, i = skort á sjúkrahúsum og skort i = á heimilishjálp. Hins vegar i = sýni hin lága hlutfalistala i | barnsfarardauða í hinum i i kaúpstöðunum, 0,4, hvað hægt i = sé að komast langt í þessu i i efni. = eina helzt á, og hið gengdar- lausa kapp, sem lagt hefir verið á skjóttekinn, en harla stopulan síldargróða, bæði meS því að af- rækja hans vegna aðra möguleika til fiskveiða og framleiðslu, og eins með skjóthugsuðum og fyr- irhyggj ulitlum verksmiðjubygg- ingum, vanhugsuðum og óheppi- legum skipakaupum og öðrum slíkum framkvæmdum, er stund- um líkjast fremur athöfnum ofsa- fenginna fjárhaattuspilara en fyr- irhyggju allsgáðra og ábyrgra manna. Ættu. verstu afglöp „ný- sköpuirai'stjórnarinnar" sælu að geta verið núverandi valdhöfum fnliljóst víti til varnaðar í þessum efnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.