Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1948, Blaðsíða 6
6 Miðvikudaginn 1. desember 1948 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees t \ (Niðurlagj. Maggie gekk til hennar og íaðmaði hana að sér. Þannig stóðu þær kyrrar stundarkorn. Maggie sá í sjónhending líf sitt og móður sinnar. Það var næsta ó- trúlegt að henni ætti nú að auðn- ast að fá að syngja af lífi og sál — að elska og vera elskuð — frjálst og feimnislaust, að fá að lauma hendinni í lófa Arithonys, sém var svo sterkur og traustur. Ellen Wilson tók utan um axlir hennar og stjakaði henni fr ásér. „Þú hefir alltaf verið góð stúlka," sagði hún, „hvað svo sem þú hugsar sjálf.“ Hún gekk til og greip svarta bók af hillu í eld- húsinu. „Eg ætla að biðja þig að hlusta eftir því, sem eg ætla að lesa þér. Móðir mín las það jafnan fýrir okkur, mig og móður þína. Það er úr Daviðssálmum og þess- um sálmi líkur með þessum orð- um: „Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf upp bylgjur þess. Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim féllst hugur í neyðirini. Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður og öll kunnátta þeirra var þrotin. Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni. Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.“ Hún lokaði bókinuni. „Nú skalt þú ekki tala meira, Margrét, heldur fara, þögul og þakklát. Nú ert þú komin í höfn þá, sem þú þráðir.“ Anthony beið, óviss um hvað hún ætlaðist fyrir. Hann var ekki viss um neitt. Enginn gat verið viss, þegar þessi kona átti í hlut, nema ef hún eitt sinn kæmi til hans af fúsum vilja, mundi hún verða kyrr þar, trú, sterk og góð, heiðvirð og hjartaheil, jafnvel þótt lífið hefði til þessa gert margt til að buga hana og afvega- leiða. Eldhúsdyrnar opnuðust og Maggie stóð í dyrunum. Hún hafði skipt um föt. Hún var nú í blússu, brúnu pilsi og brúnum göngujakka. Hann mundi vel eftir þessum fötum. Hún hélt á tveimur höttum í hendinni. „Hvað á eg að gera, Anthony?“ spurði hún. „Á eg að hafa þann brúna, í stíl við jakkann, eða þann bláa, í stíl við blússuna?“ Anthony skálmaði yfir gólfið til hennar. Hann tók undir hand- legg hennar og kyssti hana laus- lega á kinnina. „Hafðu jþá_báða,“ sagði hann og röddin lýsti mikilli geðshræririgú ...Þetta riiún hvoht eð er verða alveg óvenjulegt brúðkaúpí"' SÖGULOK. Pósíkorta- rammar Jdrn- og glervörudpild. D AGIJR Kertastjakar Jdrn- og glervörudeild. ................. j IÐUNNAR-skór þykja [ SMEKKLEGIR, I STERKIR, I ÓDÝRIR. Leikföng fjölbreytt trrval. Jdrn- og glervörudeild. Skálar ernaill., 6 tegundir. Járn- og glervörudeild. Speglar margar stærðir. Fást í ölíum kaupfélögum landsins. Skmnaverksmiðjan IÐUNN f AKUREYRI ................................................................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii111111111111111111111111111111111111111111111111. •- Jörðin HRAFNSSTAÐIR | í Dalvíkurhreppi (1 km. frá Dalvíkj er til sölu. I.aus i til ábúðar í næstkomandi fardögum. = Þeir, sem hafa hug á að kaupa jörðina, sendi tilboð I fyrir 25. desember n. k. — Venjulegur réttur áskilinn. Páll Friðfinnsson, i Dalvík 1 ’ tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>> íilkynning frá fjárhagsráði Fjárhagsráð hefur ákveðið, að frestúr til að skila umsóknum um endurnýjun fjárfestingarleyfa, er ganga úr gildi um áramótin 1948—49, skuli vera til 31. desember n. k. Nýjasta bókin: JÁTNINGAR Hafnarstræti 81 — Sími 444 Eyðublöð fyrir þessar umsóknir er hægt að fá hjá skrifstofu ráðs- sns, Arnarhvoli, Reykjavík, og hjá oddvitum og bæjarstjóruin í ölluril sveitafélögum laridsins útan Reykjavíkur. Eyðublöð þau, er nota á fyrir þessar umsóknir, eru merkt nr. 6. Sérstök athygli skal vakin á því, að naúðsynlegt er að senda umsóknir um endur- riýjun allra fjárfestingarleyfa, er nú eru í gildi, ef framkvæmd- irnar eru á því stigi, að þörf er á skömmtuðum byggmgarvörum, og svo framarlega sem þeim verður ekki lokið fyrir árarnót. Þetta á eiririig við um þær framkvæmdir, sem liafnar hafa verið án fjár- festingarleyfis, en nú þarf f járfestingarleyfi fyrir samkvæmt hinni breyttu reglugerð. Umsóknirnar skal scnda skrifstofu fjárhagsráös, Arnarhvolþ Reykjavík, og verða þær að berast ráðinu eða vera póstlagðar í síðasta lagi 31. desember n. k. — Þéim', er úthlutað liefur verið fjárfestingarleyfum, er sérstaklega bent á að kynna sér upplýsingar þær og skýringar varðandi umsóknirnar, er birtar verða í blöðnm og fluttar í útvarpi. Fjárhagsráð. Kjölíar Rauða drekans Fræg skáldsaga um Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 23 Á LEIÐINNI til baka gafst mér tækifæri til þess að jafna mi6 og mér varð þá hugsað til Teleiu. Mér fannst eg vera einmana. Mér sveið, að hún skyldi hafa gefið samþykki sitt til þess að eiga Jan Hooch og eg taldi mér skylf að hafast eitthvað að í málinu. Þegar við Sheratori vorum komnir inn í stofu til Hol- lendingsins, settumst við til þess að hvíla okkur. Sidneye sat í hjólastólnum og læknirinn að baki hans. Sheraton gekk beint til verks. „Hvers vegna eru skotmörk á byrð- ingi „Flores“?“ spurði hann. „Eg sé ekki að yður komi það neitt við,“ svaraði Sidneye. „Eg fann dauðan mann í fjörunni í morgun,“ sagöi Shei'aton. „Hann var eitt sinn 2. stýrimaður á einu af skipum yðar, sem týndist. Eg gæti látið handtaka yður fyrir morð, herra Sidneye!“ „Kannske að sprengingin hafi orðið honum að bana,“ sagði eg. „Mjög sennilegt," svaraði Bretinn háðslega. „Kannske þú getir sannað það?“ „Getið þér afsannað það?“ spurði eg. „Kannske þið hafið rétt fyrir ykkur,“ sagði hann. Eg þóttist sjá, hvað uridir byggi. Hann samsinnti okkur til þess eins að reyna að blekkja okkur. Eg gerði afsökun mína og fór. Eg mætti Carter í anddyrinu. Við héldum til herbergis míns. „Teleia er á batavegi,“ sagði hann. „Hún fékk skot í öxlina.“ „Hvar er hún?“ „Húri er hér í húsinu, fjórðu dyr hér frammi á gang- inum. Þú ert ástfanginn? Væri ekki skynsamlegast að gleyma henni? Hún á að eiga Batjakdrenginn Hooch.“ „Við sjáum nú til,“ sagði eg. „Segðu mér heldur frá „Drottningunni“.“ Carter sagði það, sem hann vissi. Þeir höfðu lagt sprengju í útsiglinguna og þannig hafði staðið á spreng- ingunni. Þótt Teleia hefði hlotið skotsár, hafði hún hrað- að sér til þess að hjálpa mér og hafði beðið mér griða, áður en leið yfir hana. „Læknirinn fylgdi mér að herbergisdyrum á þriðju hæð hér daginn eftir. „Hér hefi eg skrattann sjálfan,“ sagði hann um leið og hann sýndi mér herbergið, sem var búið dýrindis húsgögnum. Á vegg þar var mynd — uppljómuð — af rauðu skipi með gínandi trjónu. Á silf- urplötu á rammanum stóðu þessi orð: „Rauði drekinn“. Maður stóð á gólfinu og hoffði á myndina óg virtist ekki taka eftir okkur. „Ralls?“ hrópaði eg, skelfdur. „Jú, jú, það er hann,“ svaraði hann rólegur, „og bráð- lifandi!" Nú skildi eg-hvers vegna Sidneye hafði látið sér nægja að eg undirritaði yfirlýsinguna, sem Bretinn fékk. í augum umheimsins var Ralls daúður! Sidneye gat þess vegria gert það við hann, sem honum sýndist. Eg hafði leitt Ralls í gildruna. (Framhald í næsta blaði). Tcleia hafði komið mér til hjálpar áður cn lcið yfir mig. „Hér er skrattinn sjálfur,“ sagði van Arken. Mlllllllllll II lllllIIlllllllllllllllllIII1111111111111111111IIllllllllllllIIIlllllllllIIIllllllllllllllIIllllllllllllllllllllllllllllllll1111111111111111111111111111111111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.