Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Áróður Sjálfstæðisflokks- ins gegn samvinnufélög- unum. Dagu ÞEIR VIÐSKIPTAMENN blaðsins, sem vilja koma auglýsingum í jólablað, þurfa að senda þær sem fyrst! XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. desember 1948 48. tbl. Síld! í fyrradag varð vart við veru- legar síldargöngur í Hvalfjörð. Fundu bátar margar stórar torfur víðs vegar á firðinum og öfluðu sumir ágætlega, allt að 1500 málum á bát. í gær og í nótt voru margir bátar að fara á veiðar. Akranesverksmiðjan byrjar bræðslu í dag (afköst 3500 mál) og Hæringur er að verða tilbúinn til bræðslu. — Hingað til hefir mest af aflan- um verið fryst til beitu. Deila stendur milli útvegsmanna og síldarverksmiðjanna um síldar- verðið. Verksmiðjurnar vilja greiða 32 kr. fyrir málið, en útvegsmenn krefjast 42 kr. f. máiið. Er mál þetta óleyst og mun veiðin ekki hafin af kappi fyrr en það leysist. Skip héðan munu mörg tilbúin til suður- ferðar, en bíða úrslita í deilu þessari og nánari fregna af síldargöngum. Hörmulegar slys- farir - frækileg orgun Undir kvöld sl. miðvikudag strönduðu tveir togarar r*ofsa- veðri við Vestfirði. Togarinn Júní frá Hafnarf. á Sauðanesi við On- undarfj., en togarinn Sargon frá Hull undir Hafnarmúla við Pat- reksfjörð. Björgun manna af Júní tókst giftusamlega fyrir vasklega framgöngu togarasjómanna, eink- um af Ingólfi Arnarsyni, og sjó- manna frá Flateyri og björgunar- sveitar frá Suðureyri og komust þeir allir í land, heilir á húfi. En af togaranum Sargon var 6 mönn um bjargað af björgunarsveitinni Bræðrabandið, en 11 fórust, flest- ir af vosbúð í skipinu áður en björgun var viðkomið. Vaino Tanner látinn laus Vaino Tanner, sem áður var forseti Alþjóða samvinnusam- bandsins og fyrrverandi forsæt- isráðherra Finnlands, var látinn laus úr fangelsinu 21. nóvember síðastiiðinn. Tanner hafði að- eins tekið út hluta af þeirri refs- ingu, sem hann var dæmdur í árið 1946. Hann var forsætisráðherra á árunum 1926—27 og utanríkis- ráðherra í upphafi finnsk-rúss- nesku styrjaldarinnar, en sagði þf' af sér. Tanner tók aftur sæti í stjórn landsins, þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland. Hann var dæmdur á sömu forsendum og aðrir ráðherrar frá þeim tíma, fyrir að hafa staðið'að þátttöku Finnlands í styi-jöldinni 1941 og tyiir það jafnt'ramt, að hafa ekki reynt að ná friðarsamningum. Merkir fornleifafundir í írak. * í "lÉ*f' f —W—T Víðtækar fornleifarannsóknir fara um þessar mundir fram í írak. Eru rannsakaðar byggðarústir, sem eru allt að hví 7000 ára gamlar. Merkir munir hafa fundizt. Ríkisstjórn írak styrkir þessar rann- sóknir og hefir stofnsett áérstaka fornleifarannsókrfarstofnun. — Myndin er frá stófnun bessari. andalaai Ncw York Times segir formlegt tilboð verða sent bráðlega Stórblaðið New York Times birti 25. f. m. forsío'ugrein eftir fréttaritara sinn í Washington, James Reston, og segir bar, að Bandaríkjastjórn sé að leita hófanna hjá ríkisstjórnum Noregs, Dan- merkur, fslands, Eire og Portugal um þátttöku bessara ríkja í fyrir- huguðu Norður-Atlantzhafs öryggisbandalagi. Blaðið tekur fram, að ekkert formlegt boð um þátttöku hafi enn verið sent, en samvinna þess- ara ríkja, á einn eða annan hátt, við Bandaríkin og hin svokölluðu Brussel-ríki (Beneluxlöndin, Frakkland og Bretland) sé nauð- synleg til þess að koma á öruggu Atlantzhafs-varnarkerfi. Blaðið segir, að ríkisstjórnir þær, sem nú eiga í samningum um þessi mál, þ. e. Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Holland, Belgía og Lúxembúrg — telji, að án samvinnu við þær þjóðir, sem ráða ríkjum á eyjum Norður-Atlantzhafsins, sé varn- argildi fyrirhugaðs sáttmála mjög takmarkað. Norðmenn fúsir til samvinnu. Blaðið skýrir frá því, að Mars- hall utanríkisráðherra Banda- rikjanna hafi haft tækifæri til þess að ræða þessi mál við full- trúa nokkurra þessara ríkis- stjórna í París og hafi orðið nokkur árangur af þeim viðræð- um. Til dæmis hafi hann átt ýt- arlegar viðræður við Lange ut- anríkisráðherra Norðmanna og sé nú talið, að Noregur sé reiðubú- inn til þátttöku í hinu nýja ör- yggiskerfi. Formlegar tillögur í þessum mánuði. Blaðið segir ennfremur, að bú- izt sé við því í Washington að formlegt boð um þátttöku verði sent þessum ríkjum af hálfu (Framhald á bls. 7). Prentun Sögu Akur- eyrar senn lokið Á bæjarráðsfundi nú fyrir skemmstu upplýsti Sögunefnd Akureyrar, að nefndin hefði nú lokið störfum sínum ,en þau voru, að sjá um útgáfu Sögu Akureyr- ar eftir Klemens Jónsson. Bókin er nú komin í prentun og mun væntanlega koma út nú íyrir jólin. — Brynleifur Tobiasson menntaskólakennari hefir séð um útgáfuna. 5 millj. kr. happdrællislán Bréf in tilvalin til jólagjaf a, segir Fjár- málaráðuneytð - Akureyringar og Ey- firðingar keyptu fyrri bréf fyrir 1129 þúsund krónur Ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota nú begar heimild laga nr. 82, 13. nóv. 1948 til lántöku fyrir ríkisrióð á bann hátt að bióða út nýjan flokk happdrffettisskuldabréfa. í lögum þessum er ríkisstjórninni heimilað að taka allt að 15 milljón króna innanríkislán. Verður öll Iántökuheimildin notuð, og hið nýja happdrættislán verður því jafn- stórt hinu fyrra. Tilhögun og upphæð vinninga verður einnig hin sama. Dregið verður í fyrsta sinn í þessum flokki happdrættisláns- ins þann 15. janúar 1949. Frá bessu er skýrt í tilkynningu frá Fjár- riiálaráðuneytinu sem blaðinu barst um helgina. í greinarg. segir svo: Bréfin seldust öll á einum mánuði. Ástæðan fyrir því, að ákveðið hefir verið að bjóða nú þegar út nýtt happdrættislán, er sú, að hin mjög mikla eftirspurn eftir skuldabréfum fyrra happdrættis- lánsins leiddi í ljós, að auðið hefði verið að selja skuldabréf fyrir miklu hærri upphæð. Strax eftir að dregið hafði verið í happdrætti lánsins tók að berast fjöldi fyrirspurna um það, hvort ekki væri ætlunin að bjóða út annað happdrættislán. Þar sem fjárþörf ríkisins er mikil, vegna hinna óvenju miklu framkvæmda síðustu árin,. var talið rétt að nota þetta tækifæri til lántöku. Þar sem ekki hefir verið birt nein fullkomin gi'einargerð um sölu skuldabréfa fyrra happ- drættislánsins, þykir rétt að gera það hér í stuttu máli. Sala bréf- anna hófst þann 15. sept. sl. og lauk 15. okt. Nokkrum dögum áður höfðu reyndar öll bréf selzt hjá flestöllum umboðsmönnum lánsins, en eftirspumin var lang- mest síðustu dagana. Hafði fjöldi fólks dregið að kaupa bréf í þeirri trú, að tilkynningarnar um sölu bréfanna væru ýktar, en þær voru ætíð í samræmi við það, sem næst varð komizt um gang sölunnar. Þegar sölu bréfanna lauk þann 15. okt. voru óseld samtals um 330 happdrættisbréf í Norður- Múlasýslu og Barðastrandar- sýslu, en hvert einasta bréf selt á öðrum sölustöðum. Enginn happ- drættisvinningur féll á þessi bréf, svo að allir vinningarnir komu til útborgunar. Vinningarnir dreifð- ust um landið, nokkurn veginn í samræmi við sölu bréfanna. Til fróðleiks skal hér getið heildarsölu skuddabréfanna í þús. kr.: Reykjavík 7 millj. og 800 þús. kr., Borgarfjarðar- og Mýrasýsla 295 þús., Akranes 275 þús.. Snæ- fellsness- og Hnappadalssýsla 175 þús., Dalasýsla 75 þús., Barðastrandarsýsla 254 þús., ísa- fjarðarsýsla 383 þús., ísafjörður 375 þús., Strandasýsla 150 þús., Húnavatnssýslur 243 þús., Skaga- fjarðarsýsla 269 þús., Siglufjörð- ur 457 þús., Ólafsfjörður 64 þús., Eyjafjarðarsýsla 218 þús., Akur- eyri 911 þús., Þingeyjarsýsla 300 þús., N.-Múlasýsla og Seyðis- fjörður 226 þús., S.-Múlasýsla 254 þús., Norðfjörður 96 þús., Skaftafellssýslur 220 þús., Vest- mannaeyjar 319 þús., Rangár- vallaýsla 214 þús., Árnessýsla 488 þús., Gullbringu- og Kjósarsýsla 310 þús., Keflavík 230 þús. og Hafnarfjröður 510 þús. kr. Ný lántaka óhjákvæmileg. í greinargorð fyrir fyrra happ- drættisláninu var þess getið, að Alþingi hefði, ' í sambandi við ýmsar hinar umfangsmiklu og' kostnað.arsömu framkvæmdir ríkisins síðustu árin ,lagt á ríkis- sjóð þá kvöð að afla fjár til fram- kvæmdanna með lántökum inn- anlands. Ekki hefir reynzt auðið að afla nema nokkurs hluta nauðsynlegs fjármagns hjá lána- stofnunum í landinu. Hefir þvi ríkissjóður sjálfur orðið að leggja fram mikið fé, umfram hin föstu útgjöld sín, og auk þess orðið að greiðar háar upphæðir vegna ábyrgðarskuldbindinga sinna. — Þetta leiddi af sér- yfirdrátt á reikningi ríkissjóðs í Landsbank- (Framhald á 8. siðu >. Styrkur til verzlunarnáms Blaðinu hefir borizt tilkynning frá námssjóði Thors Jensen. Seg- ir þar, að sjóðurinn veiti á næsta ári 3000 kr. styrk til verzlunar- náms hér á landi eða erlendis. — Þeir, sem lokið hafa burtfarar- prófi frá Verzlunarskóla íslands, eru félagar í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur, ganga að öðru jöfnu fyrir. Umsóknir um styi-kinn skulu sendar sjóðstjórninni í pósthólf 995, Reykjavík, fyrir 1. febrúar næstkomandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.