Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8 .desember 1948 DAGUR 1 1 bardaganuin lijá Rangá féll Hjörtur, bróðir Gunnars á Hlíðarenda. I bókinni Gengið á reka, eftir Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, getið þið lesið söguna um (og séð mynd af) útskornum beinhólk. sem Hjörtur bar í þessum mikla bardaga. Bókaútgáfan iiuiimiiiiii Þökkum auðsýnda samúð við ándlát og jarðarför GUÐLAUGS BJÖHNSSONAR, Geislagötu 39. Vandamenn. Kærar þakkir til allra beirra, er heiðruðu minningu HALLGRÍMS JONSSONAR frá Kristnesi Aðstandendur. iuuuuuuuuuuuui" Stúlka Mjög ábyggilega stúlku vantar mig sem allra fyrst í Verzlun London. Eyþór H. Tómasson. ■ miiiiiuiuiiuiiiuu luuuuuuumu immmumuummuumuumuuumi Yér höfum umboð •fyrir fyrsta llokks verksmiðjur, sem framleiða eftirtaldar vörutegundir og geta afgreitt með litlum fyrirvara: Diimusokha úr baðmull, isgarni, gerfisilki, alsilki, nll, nylon. Barnasokka Leista (í börn og Jullorðna Herrasokka, margar teg. Undirföt Nœrföl Peysur og allskonar prjónayörur Ullárkjólaefni Ullarkápuefni SÝNISHORN OG VERÐ FYRIR HENDI Damaslt Hvitt léreft Mislitt léreft Flónel, einlitt og rósótt Dúnlielt léreft, afar vandað Fataefni Frakkaefni Satin Gardinuefni o. m. fl. Rauður hestur tapaðist í vor frá Ási í Gler- árþorpi. Hesturinn er gló- fextur, með klofið fax, skál í enni, snúinn í kjúkum á afturfótum. — Þeir, senr kynnu að verða hestsins var- ir, geri mér undirrituðum aðvart, sem fyrst. Sigurjón Jómson. Steinar í vindlakveikjara fást í Ný lenduvörudeiid Pickles í glösum. Ný lenduvörud eild og útibií ÞÉR, sem hafið innflutningsleyfi á Bretland, Hol- land, Frakkland eða Tékkóslóvakíu, fyrir ofangreind- um vörum, nú eða síðar, ættuð að hafa tal af oss áður en þér pantið út á leyfin. TÓMAS STEINGRÍMSSON & CO. UMBOÐS- OG HEIDVERZLUN Brekkugötu 2 A.KUREYRI Sími 333 Pósthólf: 142 Rafmagnsmótor til sölu. 32 volta jafn- straumsmótor, 14 h. a. Guðm. Guðmundsson, Knararbergi. (Sírni Knararberg). Skjalataska liefur tapazt, Sennilega vér- ið skilin eftir í búð eða hóteli éinhvers staðar í bænum. Vinsamlegast skil- ist á afgreiðslu Dags, gegn fundarlaunum. TIL SÖLU: G. M. C. herbifreið, sex iijóla, í ágætu lagi. Vænt- anlegur kaupandi á kost á allmiklu af varahlutum. Tngólfur A. Guðmundsson, Bifreiðaverkst. Jóhannesar Kristjánssonar li.f. Sími 630. ■ Rafmagnsþilofn, 1500 watta, til sölu. — Upp- lýsingar í síma 506. Ný, tveggja liella rafplata til sölu. — Einnig ÚTUNGUNARVÉL. A. v. á. FOKDREIFAR. (Framhald af 4. síðu). leikendur komu þar ekki fram. Svo sló aftur út í fyrir útvarps- tækninni, og áfrajj^ítvald dag- skrárinnar hvarf í arg og garg, suðu og són. Og vissulega var bættur skaðinn, ef framhaldið hefir verið á sömu bókina lært og það, sem mér auðnaðist að heyra í þetta sinn. — Norður-Atlantshafs bandalagið (Framhald af 1. síðu). Brussel-ríkjanna, Bandaríkjanna og Kanada innan nokkurrá daga, eða m. ö. o. í þessum mánuði. Síðustu fregnir af þessum mál- um herma, að uppkast að samn- ingi um varnarbandalag Brussel- ríkjanna og Bandaríkjanna og Kanada, sé þegar gert og sé til athugunar hjá viðkomandi ríkis- stjórnum. Sameiginleg vörn frjálsra þjóða. Hið fyrirhugaða bandalag er gert til öryggis og varnar hinum fi’jálsu þjóðum Vestur-Evrópu. Ofbeldis- og útþennslustefna kommúnista og neitunarvald Rússa hefir fyi'irbyggt, að sátt- máli Sameinuðu þjóðanna sé smáþjóðunum sú hlíf, sem til var ætlast. Allar hafa þessar þjóðir reynt það, að ofbeldis- stefnur og einræðisherrar virða ekki hlutleysisyfirlýsingar. í skjóli hlutleysisins undirbjó Hitler árásir og framkvæmdi. Honum veittist yfirgangurinn auðveldari vegna þess að þjóð- irnar höfðu ekki samtök með sér, heldur voru sigraðar hver í sínu lagi. Með hinu nýja bandalagi er því lýst ýELr,. að árás-á sérhverja þá þjóð, sem að því.stendur, þýði það sama og árás á þær allar og þar með Bandaríkin, sem verða styrkasta stoð þessa varnarkerf- is. Eins og málum er nú komið í heiminum, verða þessi samtök eina öryggi smáþjóðanna í Vest- ur-Evrópu gegn heimsvalda- og landvinningastefnu einræðisríkj- anna. Kommúnistar um heim all- an berjast ákaft gegn þessari hugmynd og reyna að gera Bandaríkin tórtryggileg í því sambandi. Það er skiljanlegt, að samtökin séu þeim þyrnir í aug- um. Hvert smáríki er auðveldara viðfangs en þau öll saman með framleiðslukerfi og herstyrk Bandaríkjanna að bakhjarli. — Þegar bandalagið er komið á fót, verður það aðalþröskuldurinn á vegi heimsvaldastefnunnar að ná til Atlantzhafsins. MÓÐIR, KONA, MEYJA (Framhald af 4. síðu). sálfræðingarnir, var sú, að barnið fékk þegar í upphafi lífs síns, allt annað og neikvætt viðhorf til annarra manna og umheimsins. Að vísu hafði tekizt, að sjá sumum börnum fyrir „móður“ í stað hinnar réttu, og í mörgum tilfellum gefizt ágætlega, en í flestum þeirra misheppnast, og afleiðingin var, eins og fyrr greinir. Þessar rannsóknir sýna okkur, að við verðum að hverfa frá hinni úreltu kenningu, að ungbarnið sé ,,kjöt-klumpur“ eða „frymis- kökkur“, sem megi fara með, hvernig sem er, ef það aðeins fái mat, svefn og hirðingu á vissum tímum. Það er móðui'ástin, sem máli skiptir og það „hitastig“ ástríkis og umönnunar, sem hún ein get- ur í té látið. P. Úr bæ 02 byggð □ Rún.: 59481287 == 2. Athv. I. O. O. F. = 13012108V2 = Kirkjan. Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (Fr. J. R.). — í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (P. S.). Sextugur varð sl. sunnudag Áskell Snorrason tónskáld og söngstjóri hér í bæ. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum, jóladag kl. 1 e. h. -— Saurbæ, jóladag kl. 3 e. h. —■ Grund, annan jóladag kl. 1 e. h. — Kaupangi, gamlaársdag kl. 2 e. h. — Munkaþverá, nýjársdag kl. 1 e. h. — Möðruvöllum, sunnudaginn 2. jan. kl 1 e. h. Sjötíu og fimm ára varð sl. laugardag Jónas Sveinsson í Bandagerði við Akureyi’i. Vegir póstþjónustunnar ís- lenzku eru órannsakanlegir. — Laugardaginn 4. desember barst hingað bréf póststimplað í Reykjavík 16. nóvember. Sunnudaginn 5. nóvember las Helgi Hjörvar ferðaþátt Jó- hanns Hannessonar í Kina í útvarpið og var hann póst- stimplaður í Hong Kong 25. nóvember að sögn útvarpsþuls- ins. Það tekur því eftir þessu helmingi lengri tíma að koma bréfi frá Reykjavík til Akur- eyrar (þegar sá gállinn er á póstþjónustunni) en að koma heilum útvarpsfyrirlestri póst- lciðina frá Kína til Reykjavík- ur. Hjúskapur. Fyrra laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskupi ungfrú Rósa Gísladóttir, Magnússonar afgreiðslum., og Gunnlaugur Jóhannsson hús- gagnasmíðameistari, frá Ulfs- stöðum í Skagafirði. Síðan tók að kólna í veðri hefir heldur betur fjölgað á anda- pollinum. Á sunnudaginn var voru endurnar eitthvað á ann- að hundrað talsins, meirihlut- inn fleygir gestir, sem hafa flutt sig þangað þegar vötn tók að leggja. Þessi fuglamergð þarf allmikinn mat. Ættu bæj- arbúar þeir, sem venja komur sínar að andatjörninni — og þangað er gaman að koma nú, — að muna að taka með sér brauðmylsnu eða annað góð- gæti. Það er bæði góðverk og skeinmtun fyrir unga og aldna að gefa fuglunum. Hjónaband. 4. des. sl. voru g'ef- in saman í hjónaband ungfrú Sigurlaug Njálsdóttir, Þingvöll- um við Akureyri, og Óskar Jóns- son, bílstjóri, Akureyri. — Enn- fremur 5. des. sl. ungfrú Ása Le- ósdóttir og Sigurður Sigurðsson, Akureyri. Slökkviliðið var gabbað s. 1. föstudagsnótt um kl. 3.30. Var brotinn brunaboði á Oddeyri. — Ekki hefur tekizt að hafa upp á sökudólgunum, en væntanlega tekst það og verður þá vafalaust tekið hart á þcssu óþokkabragði. Heimili og skóli, sept. okt. heft- ið, er nýkomið út og flytur marg- ar athyglisverðar greinar um uppeldismál, eftir innlenda og er- lenda höfunda. Áætlunarbifreiðir póststjórn- arinnar Reykjavík — Akureyri, eru væntanlegar kl. 1 e. h. í dag og fara að öllu forfallalausu um kl. 3 í dag. — Farþega og flutn- ing þarf að tilkynna fyrir kl. 2 í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.