Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 8 .desember 1948 SKÓFATNAÐUR og fleira Ýmist komið, eða vœnt- anlegt fyrir jól: Inniskór (barna-, kven- og karlmanna). Kvenskór — Karlm.skór. V erkamannastígvél. Gúmmískór. Karlm. leðurbolstígvél. Bússur — Leistar. Karlmannanæríöt — Skyrtur. Vinnubuxur. Knattspyrnuskór. Verzlun Péturs H. Lárussonar —... —i„ Kvenarmbandsúr tapaðist s. 1. laugardag á leiðinni Norðurgata—Caro- line Rest. — Finnandi vin- samlega skili því’ á afigr. Dags, gegn fundarlaunum. Tilboð óskasf í býlíð Bakka i Glerárþorpi. Ibúðarhús úr steini, 3 her- bergi og eldhús ásamt stóru geymslurúmi. Rafmagnsupp- hitun. Erfðafestuland fy-lg- ir. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stefán Guðmundsson. Nýjasta bókin: FJÖTRAR BÓK Hafnarstræti 81 — Sími 444 nii.i.iimniiiiimmiiniMimiiiiimiiiiunmmiuiiiimi ■ ■ 111 ■ ■ i ■ 111 ■ 111 * Miiitimiiiiimiiiiiiiitmiiiiiiiiiimiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiimiiimiiimimmmim ( Nautgripasláfrun | íslenzk jólatfé i | Meiri ending — minni eldhætta. i Fyrst um sinn tökum vér nautgripi til j = : slátrunar á Akureyri, aðeins á þriðju- | \ dögum. Eigendur beðnir að tilkynna i B Ó Ð /J § deginum áður. { ■r—I Kaupfélag Eyfirðinga. | i ii I Hafnarstræti 81 — Sími: 444. | “ = r«« immimmii 1111111111111 mimmmmmmmii 111111 iiiiiiiimii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111* 1111111111111 iiiiiiiiimiiiiiimi 111 miiiiiiiiimiiiiiiiiKimiitiiimiMimiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiiiiiiiimmmtiiimiiimii iii • Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 24 Kærasti Teleiu stóð í dyrunum. „Eg elska þig, Sam,“ sagði hún. Flutningaskipið skaut út báti. EG HAFÐI VARLA áttað mig á því, að Ralls væri lif- and,i þegar eg heyrði að skip var að varpa akkeri fram á læginu. Eg þóttist þá strax vita, að allstórt skip væri komið til eyjarinnar, og síðar sé eg að flutningaskip flaut rétt framan við innsiglinguna. Skipið skaut út báti og innan skamms sá eg skipstjóra í einkennisbúningi Batjakútgerðarinnar ganga upp bryggjuna og hverfa inn í hús Hóllendingsins. Nú mundi eiga að gera upp reikn- ingana við Ralls. Og kannske við mig líka. Eg hafði orð- ið af strætisvagninum, þegar brezki foringinn, Sheraton, hafði stigið á skip sitt og siglt á brott. Eg fékk svar frá Teleiu við orðsendingu minni um að fá að tala við hana, og kvaðst hún skyldi tala við mig næsta morgun. Eg stóð fyrir framan herbergisdyr henn- ar á tilsettum tíma. Eg hafði naumast haft tíma til að berja að dyrum, þegar þær opnuðust og Jan Hooch, kærasti hennar, birtist þar. Eg varpaði kveðju á hann og hann tók undir. Teleia var enn rúmföst og mér fannst hún enn fegurri en áður, þar sem hún hvíldi í drifhvítu rúmi. „Góðan dag, Sam,“ sagði hún blíðlega. Eg svaraði kveðju hennar, en mér var um megn að halda mér við kurteisisvenjur og eg sagði það, sem mér lá á hjarta. „Eg hefi verið á flækingi um Kyrrahafið í mörg ár, og alltaf verið að leita að þér, þótt eg hafi ekki vitað það fyrr en nú, þegar eg hefi fundið þig. Og nú ætla eg ekki að víkja fyrir Jan Hooch. Veiztu hvað eg á við?“ „En ert þú frjáls ^rða þinna, Sam? Getur þú farið héðan, er lokið þessum hræðilega leik haturs og hefnda?“ „Nei,“ játaði eg. „En það verður bráðum.“ Læknirinn kom inn í herbergið og leit ómildum aug- um á mig, en eg lét, sem eg sæi það ekki, og sneri baki við honum rheðan hann skipti um umbúðir á sári henn- ar. Þegar hann var farinn, sá eg að Teleia brosti. „Læknirinn er vinur þinn, Sam, þrátt fyrir allt,“ sagði hún, „og eg er líka vinur þinn.“ „Er það allt og sumt? Eg hafði gert mér vonir um meira, því að eg elska þig, Teleia." Eg settist á stokkinn hjá henni, beygði mig ofan að henni og kyssti hana. Veröldin hafði aldrei virzt mér fegurri en þá. „Eg elska þig, Sam,“ hvíslaði hún. „Hve- nær ætlarðu að segja Jan Hooch frá því?“ spurði-eg. „Við verðum að bíða. Vertu þolinmóður. Leikslokin eru í nánd. Allt er nú undir því komið, hvað þú gerir.“ (Framhald í næstu viku).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.