Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1948, Blaðsíða 4
DAGUR Miðvikudaginii 8 .desember 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Atgreiösla auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pálursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 - Sírai 166 lilaðic kemur út á hverjum miðvikudegi Áreaneurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi cr 1. júli PRENTVERK ODo* BJORNSSONAR H.F. Aróðurinn gegn samvinnufélögunum ÞAÐ ER NÚ óðum er koma í ljós, að áróðurinn gegn samvinnufélögunum í dálkum Morgunblaðs- ins á miðju sl. sumri, var ekkert stundarfyrir- brigði og ekki uppfundinn á ritstjóraskrifstofum blaðsins í augnabliksleit dð dálkafyllum í blaðið. Áróður þessi var upphaf herferðar, sem látlaust síðan hefir verið farin í dálkum blaðsins. Til stuðnings sér hefir Mbl. útvarðarsveitir kaup- mannamálgagnanna úti á landi og til frekari árétt- ingar stórskotalið fyrirliða Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Þessa síðustu daga hefir þetta stórskota- lið verði allathafnasamt, allt ofan frá sjálfum fjár- málaráðherranum niður í Jóhann Hafstein. HVER ER boðskapur Mbl. og liðsmanna þess til þjóðarinnar? í stuttu máli sá, að samvinnufélögin njóti óeðlilegra „skattfríðinda". Þessi fullyrðing er í sjálfu sér ekki ný. Samvinnulöggjöfin hefir jafn- an verið þyrnir í augum fjáraflamannanna í Sjálf- stæðisflokknum og víst var hún ekki sett með þeirra tilstyrk. En í atkvæðaveiðum sínum á síð- ari árum.hefir „allrastéttaflokkurinh". þótzt yera fylgjandi samvinnuverzlun í þjóðfélaginu og þess vegna hefir hann ekki flíkað sínum innra manni um of. En einhverra hluta vegna þykir nú henta að draga hann fram í dagsljósið. Mbl. hefir hvað eftir annað flutt talnaþulur miklar til þess að sanna fullyrðingar sínar um „skattfríðindin". — Allar þessar talnaþulur eiga sammerkt í því, að þær taka ekkert tillit til eðlis samvinnuverzlunar og þær sýna greinilega, að Mbl.-menn ætlast tft þess að kaupfélögin greiði skatta aftþyí ítf, seim félagsmönnum þeirra er endurgreitt sem arður. Barátta Mbl.-manna er því til þess gerð, að koma tvöföldum skatti á samvinnumenn, eins og ræki- lega var rakið hér í blaðinu fyrir skemmstu í sam- bandi við skæruhernað „íslendings" til styrktar aðalsóknarsveit þeirra Mbl.-manna. Það er nauð- synlegt fyrir samvinnumenn, hvar í stjórnmála- flokki sem þeir standa, að gera sér ljóst, að þetta er kjarni málsins. f FRAMHALDI af talnaþulunum hefir fjár- málaráðherra landsins birt upplýsingar um skatt- greiðslur nokkurra samvinnufélaga til ríksins og gert grein fyrir því, hvað mikill hluti af heildar- skatttekjum ríkisins þær séu. Mbl. segir þessar upplýsingar styðja talnaþulur sínar. Það telur m. ö. o. eðlilegt, að samvinnuverzlun sé þannig rek- in, að kaupfélögin greiði milljónatugi í skatta til ríkisins, í stað þess að endurgreiða félagsmönnum sínum þann arð, sem er þeirra eign. Hann má ekki renna til almennings, sem vill búa við hagkvæma verzlun, heldur til ríkissjóðs, segir Mbl. Þetta er dáfalleg samvinnufræði. Aðalinntak hennar er það, að gera þegnum þjóðfélagsins ókleyft að taka höndum saman, starfrækja eigin verzlunarbúðir og njóta árangurs samstarfsins. í framhaldi af þessu heldur Mbl. því fram, að sá hluti lands- manna, sem skiptir við kaupfélögin, búi sízt við hagkvæmari verzlun en hinn hlutinn,,sem skiptir við kaupmenn. Þarna gengur blaðið vísvitandi fram hjá þeirri staðreynd, að kaupfélögin — sem selja vörur sínar sama verði — og a. m. k. ekki hærra verði — og kaupmenn, endurgreiða fé- lagsmönnum arð á ári hverju, er nemur á öllu landinu stórri fúlgu. I annan stað lætur Mbl. hér, sem ástandið í verzlunarmálum þjóðfélagsis sé þannig, að frjálst samvinnuskipulag geti notið sín og skilað þeim arði til almenn- ings, sem efni annars standa til. Staðreyndin er hins vegar sú, að verzlunin er í viðjum ófrelsis og forréttinda, sem Mbl. á drjúgan þátt í að viðhalda. í stað þess að samvinnumenn geti óhindrað lát- ið sín eigin félög njóta viðskipta sinna ,eru þeir neyddir til þess að skipta við einkafyrirtæki fyrir tilverknað kvótaskipulags, sem Mbl. styður af alefli. Landsmenn búa því engan veginn við eins hagkvæma verzlun og verið gæti, ef ríkisvaldið hindraði ekki starfsemi samvinnufélaganna með tilstyrk Sjálfstæðisflokksins. HÉR SKAL EKKI um það spáð hvort heldur tilgangur Mbl.- manna og Sjálfstæðisflokksfor- ingjanna, með vopnaburði þess- um, sé sá, að ráðast á samvinnu- lögin að hætti einræðisflokka, cða vinna samvinnustefnunni ógagn með því áð gera sam- vinnufélögin og starfsemi þeirra tortryggileg hjá nokkrum hluta þjóðarinnar. Þó má vel vera, að foringjarnir telji þessa ófræging- arherferð nokkurt vopn í þeirri baráttu að viðhalda innflutnings- kvótum fjölskyldufyrirtækjanna í Reykjavík og sporna gegn hin- um háværu kröfum urh aukið viðskiptafrelsi. En hvorum megin hryggjar, sem innri maðurinn kann að liggja, hljóta þessir at- burðir að sýna landsmönnum það nú þegar, hvert hald muni í yf- irlýsingum Sjálfstdæðisfl. um fylgi við samvinnuverzlun í þjóð- félaginu, og hvaða meðöl eru nú notuð til þess að freista þess, að suhdra þeim, sem nú standa sam- an um kröfurnar um afnám for- i'éttindaskipulagsins á innflutn- ingsverzluninni. FOKDREIFAR Skraddaraþankar um skammdegið. NÚ ER HANN að plága okkur póllendingana fjandinn illi, sem Jónas Hallgrímsson talar um í Andvökusálmi sínum og segir, að meiði líf og sál. Víst er myrkrið — og þá ekki sízt sjálft skammdeg- ismyrkrið hér í nánd við Norð- urpólihn — harla illt og ömurlegt á stundum, enda vissi fyrmefndur Jónas okkar úr Öxnadalnum vel hvað hann-söng, þegar hann söng: „Fátt verður þeim til bjarga, sem nóttin níðist á." EN ÞAÐ VORU líka aðrir tím- ar, þegar Jónas orti þetta. en nú eru orðnir, og miklu meiri ástæða nú en þá fyrir allan almenning að kvarta yfir skammdegismyrkr- unum. Þá voru enn tímar lýsis- kolanna, ,. grútarlampanna og Saltvíkurwr^inna með þjóð vorri, en nú skíha sólir rafmagnsins í heiði — eða á þa. m. k. tungl og stjörnuolíuljósa og Aladdín- lampa. Og önnur ytri skilyrði til þess að stytta sér stundirnar í skammdeginu, gleyma myrkrinu, kuldanum og einangruninni, virðast stórum aukin og bætt í samanburði við það, sem áður var. Hin ytri skilyrði sagði eg af ráðnum hug, því að engan veginn er það víst — og raunar ekki einu sinni sérlega líklegt — að við séurn í rauninni þeim mun sælli og ánægðari í hvívetna sem ytri kjör okkar verða blíðari og betri. EN ÞETTA ER annar sálmur, sem ekki er tóm til að fara hér lengra út í að sinni, enda al- þekktur áður. En hann rifjaðist nú einhvern veginn upp fyrir mér, þegar mér varð hugsað til þess, að eiginlega ber sóttvarnar- bannið okkur Akureyringa að þeim brunni, að við verðum í ýmsum efnum að semja okkur að siðum feðra okkar og fyrirrenn- ara til þess að stytta okkur stundir á jólaföstunni. Ætli unga fólkið, sem hvorki kemst í skól- ana, né fær að sýna sig og sjá aðra á dansleikjum, kvikmynda- húsum né annars staðar þar, sem því hefir verið tíðgengnast þeirra erinda að undanförnu, — grípi nú ekki til bess gamla fangaráðs, að skrifa nöfn allra þeirra, sem að garði ber nú á jólaföstunni, og dragi svo um nöfnin — jólasvein- ana og jólameyjamar — sér til dægrastyttingar á jólunum sjálf- um. Ónei! Vísast er, að það finni sér eitthvað fyrr til dundurs en þennan gamla sið, og þótti þó góð skemmtun og dægradvöl á árum áður. OG ENGINN hefir ennþá lagt neitt bann á útvarpið okkar, að það stytti okkur stundirnar, þeg- ar allt um þrýtur að öðru leyti. Ojá, það er nú svo! Sumir munu telja, að það sé sjálft að leggja sig í eins konar bann og það að f leiru en einu leyti. Upp á síðkastið má heita, að ógerningur sé að hlusta á Reykjavíkurstöðina fyrir þá sök, að einhver annarleg og óvið- felldin suða þámar allt, sem það- an kemur, bæði tal og tóna, svo að hrein raun er að hlusta á það. Sumir kenna bylgjulengdinni nýju um þetta, og má vera, að hún eigi einhvern þátt í því. En aðrir telja, að senditækin sjálf hljóti að vera í stöðugu og hat- römu ólagi. En hvort heldur önn- ur þessi ástæða eða báðar valda hér mestu um, er hitt víst, að hlustendur eru sárþreyttir á þessu ástandi og telja sig eiga kröfu á því, að forráðamenn út- varpsins geri allt se mí þeirra valdi stendur, til þess að leiðrétta þetta sem fyrst og geri hlustend- um grein fyrir ástandi og horf um að þessu leyti. EN TIL ERU þeir menn, sem telja heppilegast, að allt sitji í sama farinu um tæknina og hlustunarskilyrðin, því að það forði þeim þó frá því að fylgjast með dagskránni, svo ómerkileg varpsins geri allt sem í þeirra menn mæli auðvitað ekki af fullri sanngirni, verður því þó ekki neitað, að nokkuð hafa þeir til síns máls. Hér um kvöldið bráði t. d. svo af tækinu mínu, að eg lagði það á mig að hlusta á það um stund. Og hvað heyrði eg? Ómerkilega og alþekkta klám- sögu eftir Maupasant gamla, sem búið var að breyta í útvarpsleik og tvær leikkonur þuldu með drafandi röddum, enda áttu þær að vera dauðadrukknar. Aðrir (Framhald á 7. síðu). f^&éwm,0%£%^a Bros ungbarnsins Eg las nýlega grein í erlendu tímariti, sem mér þótti svo merkileg, að eg vil geta hénnar að nokkru hér. Það er venjulega sagt, að ungbörn hafi gott af því að hrína og skríkja. „Láttu hann bara skríkja, það er svo gott fyrir ungun," slíkar fullyrðingar kannast allir við. En vitum við í raun og veru, hvað veldur því að lítið barn grætur? Til skamms tíma hefir því verið haldið fram, að ungbarinð þyrfti ekkert annað en að um það væri hugsað á þann hátt, að það fengi mat sinn á réttum tíma og hrein föt þegar það bleytti sig. Að séð væri fyrir líkamlegum þörfum þess, var allt sem þurfti, og barninu myndi þá líða vel, ef það á annað borð var líkamlega heilbrigt. Því hefir verið haldið fram, að góð, líkamleg gæzla væri um leið andleg gæzla, og jafnframt væri sama, hver annaðist barnið, ef það aðeins væri vel gert. Ameríski uppeldisfræðingurinn Watson hélt því fram á sínum tíma, að ungbarnið ætti ekki að hafa samband við móður sína, heldur skyldi sérstök (og auðvitað lærð) bamfóstra annast það. Um barn- fóstru ætti að skipta á hálfsmánaðar fresti, svo að samband hennar við barnið yrði aldrei of náið. Þessi kenning Watsons hefir mjög verið gagnrýna og nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að ungbörn, sem fara á mis við hið eðlilega og innilega samband við mæður sínar( eða konu, sem fyllilega gengur í hennar stað) eigi mjög á hættu að verða á eftir hvað þroska snertir, bæði hvað snertir skilnings- og þroskatilfinningar þeirra. Jafnframt þessu hafa rannsóknir leitt í ljós, að síðari þroski barnsins fer að miklu leyti eftir því, hvers konar reynslu það verður fyrir á fyrsta aldursári. Um þessi atriði hefir verið gerð kvikmynd (þjóð- félagsmála), sem sýnd var í London í ágúst sl. í sambandi við uppeldismálaþing, sem þar var háð. Kvikmyndin er eftir Dr. Réne A. Spitz, sem er þekktur barnasálfræðingur og vísindamaður í New York, og heitir hún „The smile of the Baby" eða „Bros ungbarnsins". Þessi kvikmynd sýnir rann- sóknir, sem gerðar hafa verið til þess að komast að raun um hvað það er, sem veldur því að ungbarn brosir, en það er fyrsta merki um félagslegt sam- band þess (social kontakt). Ungbarnið byrjar venjulega að brosa, þegar það er 2—3 mánaða gamalt, og það er ævinlega andlit manns eða konu, sem framkallar brosið. Kvikmyndin sýnir nákvæmlega tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið í New York. Barnið brosti jafnt framan í karl sem konu, hörundsliturinn skipti engu máli (hvítt barn brosti jafnt framan í negrakonu og hinn hvíta lækni), engu máli skipti heldur, hvort hinn fullorðni talaði eða var þögull og alvarlegt eða reiðilegt andlit hafði sömu áhrif og glaðlegt og vingjarnlegt. Barnið brosti meira að segja, þegar hinn fullorðni huldi andlit sitt á bak við grímu, en hafði op fyrir augu og munn. Það var andlitið, sem vakti hlátur barnsins, en hvað í andlitinu var mikilvægast? Munnurinn var hulinn — barnið brosti. Allur neðri helmingur andlitsins var hulinn — barnið brosti eftir sem áð- ur. En síðan voru augun hulin og þá brosti barnið ekki, heldur ekki brosti það, þegar hinn f,ullorðni sneri að því vanga (profil). Það voru augun, sem kölluðu fram brosið, og lík- lega er það því engin tilviljun, að augun hafa frá fornu fari verið nefnd „spegill sálarinnar". í þessum víðtæku og margendurteknu rannsókn- um kom annað í ljós, sem mikla athygli vakti, sem sé það, að öll böm brostu ekki, þótt þau annars væru komin álíka langt á þroskabrautinni, að því er virtist. Sum þessara barna voru alvarleg og „innilokuð" gagnvart athugandanum, og sum meira að segja sýndu óvilja og andúð. Þegar farið var að rannsaka hver þessi börn voru og fortíð þeiri-a, kom í ljós að þetta voru börn, sem skilin höíðu verið frá mæðrum sínum eða börn, sem aldrei höfðu þekkt móðurkærleik, vegna þess, að þau höfðu ekki verið velkomin í þennan heim, og hinum óhamingjusömu mæðrum sínum aðeins til raunar. Þessi börn höfðu fengið ágæta gæzlu á rannsókn- arheimilinu, þau höfðu fengið mat og umönnun eins og hin börnin og reynt hafði verið, á alla lund, að sjá fyrir þörfum þeirra, en það var eitt, sem ekki hafði tekizt að veita þeim, en það var kæiieiksrik og góð mamma, sem hafði nægilegan tíma og skiln- ing til að sinna litla barninu sínu. Afleiðingin, segja (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.