Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 1
F orustugreinin: Enn eftir að leysa dýrtíðar- vandamálið þrátt fyrir nýj- ar lagasetningar. Ö7o Fimmta síðan: Ljót saga saga. — sönn XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. janúar 1949 1. tbl. Þegar „Svalbak4’ var hleypt af; stokk- unum í Aberdeen 1. desember s.l. Nánari fvegnir hafa nú borist af hví, er nýia Akm-eyrartogaranum, ,,Svalbak“, var hlcypt af stokkunum í skinasmíðastöð Alcxander í íali í.td. í Aberdecn hinn 1. descmber sl. Frú Ingibjörg Magnússon, kona Sigursteins Magnússonar í Edinborg, skírði skipið, en við- staddir athöfnina voru, auk ræðianannsbjónanna, fulitrúar skina- smíðastöðvarinnar og Mr. Wm. Repper vararæðismaðui' fslands í / Aberdeen og frú hans. í hádegisverðarboði, sem skipasmíðaetöðin héit fulitrúum ísiendinga að athöfninni lokinni. fiutti Sigursteinn Magnússon ræðismaður snjallt ávarp og rakti þýðingu þess fyrir Akureyri, að nvtt, giæsilegt skin bættist í flota bæjarmaima. Gat hann bess og, að skinið ætti glæsilegan afmælisdag, bar sem bví væri lilcypt af stokkunmn á fuliveldisdegi Móðarinnar. Fulltrúar skipa- sniíðastöðvarinnar færðu frú Ingibjörgu fagran hring eð "‘öf til minningar um athöfnina. Framsstningin siálf bótti takast ágætlega. Ilér að ofan eru mvndir frá bessum atburði. Eíri myndin af „Sval- baic“ er hann rennur af stoklcunum, neðri myiitlin af cæðismanns- hjónunum, Sigursteini Magnússyni og frú Ingib’örgu Magnússon (í forgruimi) og framkvæmdastj. skipasmíðastöðvarinnar og frú hans. Rafmagnsstöðvunin er orðin eitt hið alvarlegasta jög rólegt hér um jól og nýár Lögreglan skýrir blaðinu svo frá, að allt síðan samkomubann- ið var sett hér, hafi rnjög lítið borið á drykkjuskap í bænum. í jólavikunni var hér allt meó kyrrum kjörum og segir lögregl- an að mjög lítið hafi þá borið á drukknum mönnum á götum úti. Á gamlárskvöld var einnig mjög rólegt hér, lítið um drykkjuskap og óspektir, einna helzt bar á unglingum möð sprengjur og nokkrir gerðu tilraun til þess að draga rusl og umferðatálmanir út á göturnar, en voru brátt stöðvaðir. Þetta eru undantekn- ingar. Yfirleitt má segja að fram- koma bæjarmanna nú um jól og nýjár hafi verið til sóma. viðfangsefni bæjarins Nauðsynlegt, að ítarleg verkfræðileg rannsókn fari fram við upptök Laxár Timbur í hafnarbryggj- una komið Nú um jólin kom hér þýzkt skip, e.s. Haparanda, með staura og annað timbur í Torfunefs- bryggjuna, sem ráðgert er að endurbæta stórlega á næsta sumri. Flutti skipið mest allt timbur til endurbyggingarinnar frá Finnlandi. Járn til bryggj- unnar mun væntanlegt síðar í vetur. Reykvísk heildsölufyrir- tæki annast þennan innflutning fyrir bæinn. Fyrirtækjum hér var ekki gefinn kostur á því að út- vega efnivörur þessar út á leyfi bæjarins! Gullfaxi til Grænlands Á gamlársdag flaug Gullfaxi Flugfélags íslands til Scoresby- sund á Grænlandi með peniciliin birgðir handa nýlendunni þar. Er þetta önnur ferð flugvélarinnar til Grænlands til hjálpar nauð- stöddum Dönum þar. Lyfjunum var varpað út í fallhlíf. Að þessu sinni flutti flugvélin einnig póst og epli til nýlendunnar. Gullfaxi mun fljúga til Damaskus í Sýr- landi 9. þ. m. og þaðan til Vene- zúela í Suður-Ameríku, yfir Reykjavík, með innflytjendur. Norskt fliitninga- skip strandaði a gimi Á sunnudagsmorguninn var, stranrdaði norska flutningaskip- ið „Gygra“ (750 tonn) á b'ind- skeri við Bátasker undan Mýr- um. Mannbjörg varð. Áhöfninni, alls 1G manns af 8 þjóðernum var bjargað. lANDSBÓKASAFiT ÍSLANDS Á sunnudagsmorguninn v a r, hófst enn ein rafmagnsstöðvun frá Laxárorkuverinu hér og hef- | ur hún haldist sleituiítið siðan. | Þegar þetta er skrifað, síðdegis á þriðjudag er enn rafmagnslausí ‘ í stórum hverfum bæjarins og óvíst nieð öiiu hvenær úr rætist. Sum bæjarhverfi fcngu rafmagn á mánudagskvöid en önnur ekki; þótt vonir standi til að rafniagn fáist til bæjarins nú í kvöld eða nótt, er það engin vissa og bæði h e i m i 1 i og atvinnufyrirtæki kunna enn um sinn að verða of- urseld því tjóni og hörmulegu ó- þægindum, sem rafmagnstruíl- anirnar valda. Fyrir heimili eru truflanir þessar að auki meir en hvimleio- ar nú um sinn vegna hins hörmu- lega veikindafaraldurs, sem hef- ur herjað á bænum nú að und- anförnu. Enn er það krapstífla. Samkv. viðtali við rafveitustj. í gær og dag, er það krapstífla við upptök Laxár, sem truflun- unum veldur, eða sama ástæðan og var fyrir hendi um miðjan des. er langvinn truflun varð. Það er nú fyrir löngu orðið augljóst, að komi norðanátt með snjókomu í Mývatnssveit, er sífellt hætta á rafmagnstruflunum hér. Krap setzt þá við úrrennsli árinnar úr Mývatni og stöðvar vatnsstraum- inn í Laxá að verulegu leyti. •— Þetta ástand er ekkert stunda- fyrirbrigði heldur varanlegt, og bei' brýna nauðsyn til að gera róttækar ráðstafanir til þess að bæta úr því á næsta sumri. Dug- ar þar ekkert kák né hálfvelgja. Nákvæm verlcfræðileg rannsókn verður að fara fram á því, hversu úrbótum verði bezt háttað, og síðan verður að hefjast handa um þær af dug og djörfung. Hinar sífelldu rafmagnsstöðv- anir hér eru gjörsamlega óþol- andi fyrii' atvinnufyrirtæki jafnt sem heimili og stefna iðnaði og öðrum nýtasta atvinnurekstri bæjarmanna í augljósan voða Þá.er og augljóst, að hin fyrir- hugaða nývirkjun við Laxá er ekki undirbúin sem skyldi fyrr en ráðin hefir verið -bót á þessum tálmunum á vatnsrennsli Laxár. Rafveitustjórn verður að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ekki er trútt um að bæjar- mönnum þyki rafveitustjórnin ekki hafa verið svo vakandi á verðinum sem skyldi í þessu efni eftir langa reynslu af truflunum þessum. En langlundargað borg- aranna er nú þrotið. Er réttmætt að krefja rafveitustjórnina um skýr svör um þær ráðstafanir, sem hún hefur gert eða fyrirhug- ar. Nokkrar spurningai eru.lagð- ar fyi'ir hana í Fokdreifapistlum blaðsins í dag, og er þess að vænta, að hún bregðist fljótt og vel við um svörin. Er þau eru fengm, munu borgararnir telja sig betur stadda en nú til þess að mynda sér skoðun um það, hversu rækilega þessu mikilvæga máli hafi verið sinnt að undan- förnu og hverra nýrra ráðstaf- ana beri að krefjast þegar í vor. Stúdentar í Reykjavík óska samvimui f* vestræmi þjoöiraar um landvarnir ísiands Fjölmennur umræðufundur í höfuðborginni milli jóla og nýárs Stúdentafélag Reyltjavíkur ! þykkt ályktun í málinu. efndi til fjölmenns umi-æðufund- ar um hlutleysis- og landvarnar- mál í Listamannaskálanum í Rvílc nú milli jóla og nýájrs. Var Pálmi Hannesson, rektor, frummælandi og flutti hann skörulega ræðu um landvarnar- málin og aðstöðu íslands í ófrið- vænlegum heimi. Taldi rektor, að íslenzlca þjóðin ætti að hafa sam- vinnu við vestrænu lýðræðis- ríkin um landvarnir, en aldrei samþykkja, að hér væru her- stöðvar á friðartíma. Eftir mikl- Aðalatriði hcnnar er, að fund- urinn telur, að hér slculi eigi vera lierstöðvar á friðartímum, en leita beri samvinnu við vestrænu lýðræðisríkin um hervarnir landsins. Bernliarð Stefánsson sextugur Bernharð Stefánsson alþm. og bankastjóri verður sextugur 8. þ. m. Þessa þjóðkunna forustu- manns Eyfirðinga verður minnst ar og fjörugar umræður var sam- | í næsta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.