Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 8
DAGUR Miðvikudaginn 5. janúar 1949 Síldarsaltendur á Norðurlandð efna til samtaka Vinna að hagkvæmum innkaupum rekstursvara Hinn 20. júlí sl. sumar komu nokkrir síldarsaltendur og um- ráðamenn söltunarstöðva saman til fundar á Siglufirði og ræddu um möguleika á stofnun félags- skapar er ynni að hagsmunamál- um þeirra, sem hefðu síldarsöltun að atvinnu. Á þessum fundi kom það skýrt í ljós, að saltendur og forsvars- menn söltunarstöðva hafa mjög mikinn og vaxandi áhuga á að koma á fót vel skipulögðum sam- tökum fyrir þessa atvinnugrein og að saltendur fái mjög aukna íhlutun um meðferð þessara mála framvegis. Á fundi þessum voru þrír menn kosnir til undirbúnings stofnunar félagsins, og hinn 4. ágúst sl. var félagið formlega stofnað og lög þess samþykkt. Nafn þess er: Fé- lag síldarsaltenda, og hefir félag ið aðsetur á Siglufirði. Markmið félagsins er 1) að efla samtök saltenda og fá inn í félag- ið sem flesta af umráðamönnum þeirra rúmlega 40 söltunarstöðva sem nú eru starfræktar á Norð- urlandi. 2) að vinna að því, að sem hagkvæmust innkaup fáist á tunnum, salti, reknetum og öðr um rekstursvörum til söltunar innar. 3) að vinna eftir mætti að aukningu síldarsöltunar og æskja eftir nánari samvinnu og fyllri upplýsingum frá þeim aðilum er af hálfu hins opinbera fjalla um þessi mál á hverjum tíma. 4) að vinna að breytingu á lögum um Síldarútvegsnefnd, þannig, að síldarsaltendur fái kosna a. m. k tvo nefndarmenn af fimm, og séu þeir kosnir af Félagi síldarsalt- enda. Félagið hefir haldið nokkra fundi og tekið fyrir ýms vanda- mál, er nú steðja að söltuninni. Ber þar fyrst að nefna hið sí- liækkandi verð á innlendum tómtunnum. Telja saltendur öll tormerki á að unnt verði að selja saltsíld svo nokkru nemur, með- an verð umbúðanna er jafn óhóflegt og nú á sér stað, og sem því miður virðist stórhækka á hverju ári. Eftirfarandi tillaga um þetta efni hefir verið sam þykkt einróma: „Fundur í Félagi síldarsaltenda, haldinn að Flótel Hvanneyri, Siglufirði, 10. des. 1948, kýs þriggja manna nefnd til að vinna að því við Viðskiptanefnd og rík- isstjórn, að fá innfl,- og gjaldeyr- isleyfi fyrir tómtunnum og salti til notkunar næsta sumar, þar sem tunnur þær, sem smíðaðar eru í landinu, hækka í verði ár frá ári og eru orðnar það dýrar, að vafasamt sé að hægt verði að selja síld á næstunni svo nokkru nemur í svo dýrum umbúðum. Telji Viðskiptanefnd og ríkis- stjórn hins vegar nauðsynlegt af öðrum orsökum að tunnurnar séu framleiddar í landinu, leggur fé- lagið höfuðáherzlu á að verð Hrakfallasaga innlendu tunnanna sé lækkað til samræmis við það vez'ð, sem er á innfluttum tmmum. í nefnd þessa voru eftirtaldir menn kosnir: Sigfús Baldvinsson, Hjörtur Hjartar og Daníel Þór- hallssoi’. Félagsmenn telja sölu og af- hendingu síldar til Ameríku á þessu ári mjög varhugaveröa, eins. og hún var framkvæmd, og er það álit saltenda að stöðvunum sé um megn að standast þau áföll og þá áhættu, sem slíkt afhend- ingarfyrirkomulag getur orsakað. Það er samhljóða ósk allra fé- lagsmanna að auka samstarf og samvinnu við Síldarútvegsnefnd og telja þeir slíkt höfuðnauðsyn fyrir farsæld þessarar atvinnu- greinai', og telja þeir nauðsynlegt að saltendur fái sem fyllstar upp- lýsingar um framkvæmd þess- ara móla á hverjum tíma. Þess má geta að lokum, að fé- lagsmenn hafa hug á að ráða starfsmenn yfir síldveiðitímann til að vinna skipulega að fram- gangi hinna mörgu vandamála, sem þessi grein útflutningsfram- leiðslunnar á við að etja. Stjórn í Félagi síldarsaltenda skipa þessir menn: Sigfús Bald- vinsson formaður, Hannes Guð- mundsson og Daníel Þórhallsson. Varastjórn skipa: Finnbogi Guð- mundsson, Skafti Stefánsson og Kristinn Halldórsson. Það fór illa fyrir stuðningsmönn- um Thomas Dewey, forsetaefnis Repúblikana, í bandaríska flug- hernuin. Þeir höfðu látið útbúa Skymas-ter-flugvél með margvís- lcguni þægindum og átti að af- henda hana „forsetanum“. En Dcvvey varð ekki forseti og nú sitja þeir uppi með flugvélina, sem ríkið^hefir kostað, en Tru- man forseti vill hvorki hafa neitt með hana að gera, né heldur leyfa að ríkið greiði kostnaðinn. Stend- ur liún á flugvellinum í Was- hington og veit enginn hvemig þessu vandræðamáli reiðir af. — Myndin er af hinum fallna kandídat, Dewey. Snjóar loka landleiðum Norðangarðurinn, sem gengið hefir hér yfir síðan um sl. helgi, hefir teppt allar landleiðir héðan yfir heiðar. Mun Oxnadalsheiði nú ófær vegna snjóa, en póstbíll ■fór yfir hana milli jóla og nýjárs. Vaðlaheiði mun og ófær og þungt færi víðar hér um héraðið. Rangt, að segja fólki í fjarlægum landshiutum að veikin sé mjög væg Mænuveikin, sem hcrjað hefir alvarlegan sjúkdóm, en ekki á þennan bæ síðan í nóvember, heldur enn áfram hervirkjum sínum. Mörg hundruð manns hafa tekið veikina, á annað hundrað manns liafa lamast, þar af 7—10 alvarlega. væga inflúenzu, og haga sér sam- kvæmt því. Til þessa hefir heil- brigðisstjci'nin ekki séð ástæðu að birta neinar almennar ráð- leggingar til almennings, sem mikil þörf er þó á, og sýnir það, Reynslan hér sýnir, að veikin sem og fleira, að dottað er á er einn hinn versti vágestui', sem verðinum í heilbrigðismálunum, hér hefir kornið um langan aldui'. a. m. k. utan þéttbýlisins við Hún er langvinn og illvíg og langt frá-því að vera eins væg og út- varpsfréttir herma. Er raunar furðulegt,, að Ríkisúlvarpið skuli flytja landsmönnum þær fréttir af veiki þessari,- að hún sé sérlega væg. Er það naumast sannleikan- um samkvæmt og ætti heilbrigð- isstjórnin að sjá sóma sinn í því að leiðrétta þennan fréttaflutning og brýna það jafnframt fyrir fólki í fjarlægum landshlutum, að hin mesta nauðsyn sé fyrir þá, sem veikina taka, að líta á hana, sem F axaflóa. Samkomubann til 15. jan. Samkomubannið hér hefir ver- ið framlengt til 15. jan. næstk. og taka engii' skólar til starfa hér fyrri. Má auk heldur draga í efa, að rétt sé að hefja skólastörf, kvikmyndasýningar, o.^j. 1. á þeim tíma, ef ekki verður veruleg rén- un á veikinni. Fram til þessa dags bætast mörg tilfelli við á degi hverjum og sannkallað vandræðaástand ríkir á fjöl- Nokkru af skömmtunarfarganinu afléft - en nýjum liðum bætt við! Skömmtunarskrifstofan sýnir vítavert sinnu- leysi um að birta almenningi tilskipanir sínar Um nýjárið flutti ríkisútvarpið landslýðnum nýjársboðskapinn frá skönuntunaryfirvöldunum og var það fyrirferðarmesti dag- skrárliðurinn á þeirri hátíð að venju. Nokkrar breytingar haía ' verið gerðar á skömmtunarfarg- aninu og þær helztar, að niður er felld skömmtun á búsáhöldum úr öðrum efnum en leir, gleri eða postulíni, en bætt er við veiga- miklum lið, sem sé smjörlíki, sem nú er skannntað í fyrsta sinn. Kornvöru-, kaffi- og sykur- skömmtun heldur áfram, kaffi- og sykurskömmtun nokkuð rýmri en verið hefir, en korn- vöruskömmtunin hin sama. Hefir skrifstofu- og skömmtunarliðið því gjörsamlega hundsað þær röksemdir, sem lagðar hafa verið fram því til sönnunar, að þessi skömmtun sé landslýðnuni til óþurftar og ríkinu ekki að neinu gagni. Heimskulegt kerfi. Með upphafi nýs skömmtunar- tímabils, hefir skömmtunarskrif- stofan slegið öll fyrri met urn heimskulegt fyrirkomulag þess- ara mála. Nú er skömmtunin ýmist samkvæmt nýprentuðum seðlum, klaufalega og ruglings- lega útbúnum, eða samkvæmt skömmtunarbókum, sem gefnar voru út í janúar í fyrra, og hefðu átt að vera gengnar úr gildi og úr sér gengnar fyirr löngu. Svo er' t. d. með smjörlíkið. Það er skammtað skv. skanmiti 9 og miðum L—2—6 í gömlu bókinni. Er nú svo komið að tvennt heiti er á skömmtunarmiðum fyrir sömu vörutegundinni og hvort tveggja svo torráðið, að engum mennskum manni er unnt að skilja þau, nema vera fyrst þaul- lesin í auglýsingafræðum skömmtunarstjórans, en þær auglýsingar eru nú orðnar meira en 50 talsins. Virðist framkvæmd skömmtunarinnar að þessu leyti fara versnandi þrátt fyrir ábend- ingai' og gagnrýni í flestum blöð- um landsins. En slíkt láta ríkis- starfsmennirnir sem vind um eyrun þjóta og virðast helzt skoða fólkið í landinu ,sem á að búa við heimskupör þeirra, sem væri réttlausar mannverur í einræðís- 1-íki. í skömmtunarkei'finu hefir almenningur ágætt sýnishorn af þjösnahætti, stirfni og merkileg- mörgum heimilum í bænum. Er hvort tveggja, að væntanlega telja heilbrigðisyfirvöldin sam- komubannið minnka sýkingar- hættuna, og' börn og unglingar, sem annars sitja á skólabekk, geta víðar hjálpað í nauðstöddum heimilum. Þegar á allt er litið, verður það að teljast fullt eins nauðsynlegt og að troða í þau 1— 2 vikna skammti af bókvizku. heitum ríkisstofnana og ríkis- starfsmanna, þegar þessir aðilar eru orðnir einráðir og þykjast ekki þurfa að standa almenningi reikningsskap gerða sinna. Vítavert skilnings- og sinnuleysi. Ofan á allt þetta bætir svo skömmtunarskrifstofan í Reykja- vík því, að skeyta lítið sem ekk- ert um að koma boðskap sínum og tilskipunum til almennings í landinu, sem á að lifa eftir hon- um. Hér í bæ hefir t. d. enginn getað hlustað á útvarp vegna raf- magnsleysis og vegna tíðarfarsins eru póstgöngur strjálar og mun alllangt líða unz Reykjavíkur- blöðin berast hingað. Fólk hér veit því ógjörla hvað hinar tor- kennilegu hieróglyfur á skömmt- unarreitunum merkja. Þetta skildi úthlutunarskrifstofan hér og mæltist til þess við blöðin að þau reyndu að flytja almenningi auglýsingarnar. Dagur brást þeg- ar vel við og hringdi til skömmt- unarskrifstofunnar í Reykjavík á mánudag og bauðst til þess að skrifa auglýsingarnar upp í síma eftir þeim háu herrum. En þeir höfðu þá engan tíma til þess að snúast í slíku! Töldu ekki ósenni- legt að blaðið mætti reyna að hringja til þeirra eitthvað síðar um daginn, en þó fráleitt síðar en kl. 4,30 e. h. Eftir þann tíma eru ríkisstarfsmenn naumast til við- tals fyrii' almenning! Ekki flaug það að þessum vísu mönnum að bjóðast til þess að hringja hingað er þeim bezt hentaði og lesa fyrir auglýsingarnar. Utkoman varð síðan auðvitað sú, að engar aug- lýsingar komu hingað á mánudag og vafasamt að þær nái þessu blaði, þótt þær hafi komið hingað eftir miklar þrengingar í gær. Þannig reynast viðskiptin við ríkisstofnanirnar allt of oft, þar er oftast fyrir að hitta tillitslaus- an embættishroka og skort á til- finningu fyrir því, að þær eru til orðnar til þess að þjóna hags- munum almennings, en almenn- ingur lifir ekki í landinu til þess eins að þóknast duttlungum starfsmanna þeirra eða haga lífi sínu og störfum eftir því sem skrifstofutimi þeirra segir fyrir sum. Dásamlegt verður lífið í þessu landi, þegar ríkisrekstrar- flokkunum tekst að koma öllu framtaki og öllu valdi undir hatt slíkra dándismanna, sem stýra skömmtunarfarganinu um þessar mundir! Engin síldveiði! — Síldar hefir naumast orðið vart í Hvalfirði síðan í nóvem- berlok. Orvænta menn um, qð nokkur síldveiði verði syðra í vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.