Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 5. janúar 1949 Glíman við dýtíðardrauginn /, »áa... feóal annarra or .frilMIU||||||llHll|||ii|lllil|||||||lllllt||||||llllllll|llll<|III||||||Mlll||||||||IIIÍl|/|||||IIIIÍ||||||||||||||||i|||,||| í byrjun ársins 1942 var þaö höfuðkenning Ólafs Thors og Morgunblaðsins, að „baráttan gegn verðbólgunni“ væri „höfuð- nauðsyn íslenzku þjóðarinnar.“ Þremur árum síðar, í ársbyrj- un 1945, er kenning Ólafs Thors og Mbl. búin að taka stakka- skiptum. Þá lítur hún svona út: „Frá stríðsbyrjun og fram á þenna dag hefir dýrtíðin bein- línis verið notuð sem miðill til þess að dreifa stríðsgróðanum milli landsmanna." Af þessu er það ljóst, að það, sem áður var höfuðnauðsyn að berjast gegn, er nú orðinn þýð- ingarmikill þáttur í baráttunni fyrir almennri velmegun þjóð- arinnar. Nú er ekki nema tvennt til: Annað hvort hefir Ólafi Thors og Mbl. missýnst herfilega 1942, þegar þau vöruðu svo al- varlega við verðbólgunni, eða þau hafa hlaupið herfilegt gönu- skeið 1945, þegar þau lofuðu dýrtíðina á hvert reipi. En Ólafur og Morgunblaðið hafa aldrei verið sériega föst í rásinni. Mbl. hefir það eftir for- manni Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi nýlega sagt á Varðar- fundi, að hann væri orðinn log- andi hræddur við verðbólguna, „óttaðist að skelfing verðbólg- unnar myndi fyrr en varði bitna á þjóðinni." Ólafur er þá kominn í sömu sporin, sem hann stóð í 1942, bú- inn að fara einn hring. Og auð- vitað tekur Mbl. þátt í hrir.g- dansinum með honum. En Ólafur og Mbl. finna þó mikla huggun í skelfingunni. Þau hugga sig við það, að dýrtíðin og verðbólgan séu handaverk Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn hafi alla tíð varað við vaxandi dýrtíð, en Framsókn staðið þá á móti. Það eru ef til vill dálítil óþæg- indi að því fyrir Mbl., að það skuli hafa játað, að Framsóknar- menn settu það skilyrði fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn 1944 að hamlað yrði gegn dýrtíðinni, en meiri hluti Sjálfstæðisflokks- ins vísaði því skilyrði frá sér með fyrirlitningu til þóknanlegrar þénustu við kommúnista, því að þá vildu Sjálfstæðismenn með Óaf Thors í broddi, það eitt, að „ganga með þeim rauðu“, eins og Gísli Sveinsson sagði. ★ Formaður Sjálfstæðisflokksins rauf þau samtök, sem gerð höfðu verið við Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að stöðva dýrtíðar- flóðið árið 1942. Ólafur Thors stýrði síðan nokkra mánuði í skjóli kommúnista og mátti þann tíma hvorki hreyfa hönd né fót til varnar dýrtíðinni, en þá fáu mánuði, er Ólafur sat þá að stjórn, hækkaði vísitalan um 89 stig. Fram að þessum tíma hafði breylingin verið hæg, en nú var flóðinu steypt yfir þjóðina af miklum þunga. Næstu tvö ár fór utanþings- stjórn með völdin, og þegar þess er gætt hversu óhæga aðstöðu hún átti, tókst henni vonum framar að halda dýrtíðinni í skefjum. Þá tók formaður Sjálfstæðis- flokksins við stjórnartaumunum í annað sinn og semur um það við kommúnista, að ekkert skuli gert til viðnáms verðbólgunni, en hins vegar margvíslegar ráðstafanir gerðar til þess að auka hana. Á þessu stjórnartímabili Ólafs Thors og kommúnista hækkaði vísitalan um 45 stig, þegar ekki er tekið tillit til þeirra hækkana, er síðar komu fram fyrir beinar að- gerðir fyrrv. stjórnar. Það er þvi ekki um að villast, að Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, er aðalhöfundur þeirrar dýrtíðar, er atvinnuvegir þjóðarinnar stynja nú undir. Undir stjórn hans hækkaði vísi- talan á pappírnum um 134 stig. Það var formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem magnaði dýrtíð- ardrauginn og gerði hann lítt eða ekki viðráðanlegan. Sjálfstæðisflokkurinn, eða a. m. k. meiri hluti hans, ber ábyrgð á þeirri léttúð og því ábyrgðarleysi, er samfara var aðförum Ólafs Thors í dýrtíðarmálunum. Sök hans er stórum þyngri fyrir það, að honum hlaut að vera ljóst hvað hann var að gera. Þetta sézt á fyrri ummælum hans og Mbl. Þannig farast Mbl. svo orð 1941: „En hitt er víst, að því lengur sem slegið verður á frest að stinga við fæti og sporna við dýrtíðarflóðinu, því erfiðara verður að finna úrræði til úr- bóta.“ Og Ólafur Thors áréttaði þetta síðar á sama ári á þenna veg: „Baráttan gegn dýrtíðinni er nauðsyn alþjóðar og kallar á allra drengskap." Síðar brást Ólafur þessari þjóðarnauðsyn og lét kallið um drengskapinn eins og vind um eyrun þjóta til þess að komast í stjórnarsamstai'f við „pólitíska loddara". ★ Stjórnarsamstarf Ólafs Thors og kommúnista endaði með skelf- ingu. Á rúmum tveimur árum var eytt og ráðstafað öllum gjaldeyr- isinnstæðum landsmanna, hátt á sjötta hundrað milljóna kr., er við var tekið, auk alls tilfallandi gjaldeyris á stjórnai'tímabilinu. í stað hinna miklu gjaldeyrisinn- stæðna voru komin mikil yfir- færsluvandræði. Skattar og tollar stórhækkaðir og auk þess tekið að safna lausaskuldum. Sjávarút- vegurinn þannig kominn, að til þess að forðast fullkomna stöðv- un hans þegar í stað voru engin ráð önnur tiltæk, en að ríkið tæki ábyrgð á 50% hækkun fiskverðsins. Sjávarútvegurinn er undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Dýrtíðardraugur Ólafs Thors og kommúnista hefir leikið hann svo grátt, að hann getur ekki staðið á eigin fótum. Framkvæmda- stjóri Landssamb. ísl. útvegs- manna hefir í Morgunblaðinu gert grein fyrir rökstuðningi málflutnings útvegsmanna, er fram kom í nefndaráliti frá árs- fundi þeirra. Um þetta segir hann: „í stórum dráttum og skýrum er þar rakið það helzta, sem gerzt hefir í útvegsmálum þjóðarinnar frá því á árinu 1942, þegar vél- bátaflotinn var rekinn með við- unandi afkomu. Jafnframt var gerð grein fyrir því, hvernig dýr- tíðin í landinu, sem síðan hefir jafnt og þétt aukizt ár frá ári, hefir þrengt meir og meir að að- alatvinnuvegi þjóðarinnar, sjá- varútveginum, svo að yfir honum vofir fullkomið öngþveiti eða jafnvel algert hrun, ef ekki verða fundnar varanlegar og heilbrigð- ar leiðir til leiðréttingar í þessum efnum.“ Þetta er ófagur vitnisburður um stjórnarframkvæmdir Ólafs Thors og kommúnista. Á nálega hverjum fundi, sem útvegsmenn hafa haldið hin síðari ár, hefir kveðið við sama tón: Rekstrar- grundvöll hefir vantað fyrir bátaútveginn síðan 1942. Þeim grundvelli var burtu kippt með sívaxandi dýrtíðaraukningu í stjórnartíð Ólafs Thors. Og að þessu hafa unnið þeir menn, sem flaggað hafa með sjálfum sér sem „vinum sjávar- útvegsins“, en brigzlað öðrum um „fjandskap“ við þenna atvinnu- veg, sem viljað hafa tryggja af- komu hans með ráðstöfunum gegn vaxandi dýrtíð. Hér á við fyrir útvegsmenn að segja: Guð hjálpi mér fyrir vinum mínum. —o----------------- Það er ekki hægt að hugsa sér ömurlegri viðskilnað fyrrv. stjórnar en þann, sem hún lét eftir sig. Aðalatvinnuveg þjóðar- innar skorti heilbrigðan grund- völl til að starfa á. Afleiðingar þess öngþveitis, sem stofnað var til á stjórnartímabilinu, koma fram í hallarekstri atvinnuveg- anna, síhækkandi fjárlögum, sí- hækkandi sköttum og tollum, mögnuðum gjaldeyriserfiðleikum og þar af leiðandi vöruskorti og svartamarkaðsbraski og annarri óáran í þjóðlífinu. Meðan verið var að stofna til alls þessa öng- þveitis, var þeirri kenningu hald- ið að þjóðinni, að dýrtíðardraug- urinn væri ljóssins engill, og að þeir, sem berðust á móti verkun- um hans, væru í þjónustu myrk- uraflanna og fjandsköpuðust við bætt kjör alþýðunnar og bjarta framtíð. Þjóðin hefir nú hlotið dýr- keypta reynslu fyrir því, að kenningin um blessun dýrtíðar- innar var hættuleg falskenning. Glíman við dýrtíðardrauginn hefir reynzt erfiðari en margur hugði, eins og Framsóknarmenn sögðu fyrir. Þjóðin lét glepjast af ábyrgðarausu gaspri leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og kommún- ista, og því er nú komið sem komið er. Vegna glæfralegrar stjórnar á árunum 1944—1946 þarf nú að leggja á þjóðina þungar byi'ðar til björgunar undirstöðuatvinnu- vegi hennar. Reynir nú á þroska þjóðarinnar að taka þær byrðar á herðar sér í von um, að þær fórn- ir, er hún leggur fram, verði tímabundin óþægindi, sem beri ávexti til farsældar í framtíðinni. En umfram allt þarf þjóðin að 1 KOSNINGABARÁTTUNNI 1946 benti frambjóðandi Fram- sóknarflokksins hér á Akureyri, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, á þá staðreynd, að ýmsar svo- kallaðar nýsköpunar-fram- kvæmdir virtust harla flausturs- lega undirbúnar og af lítilli fyr- irhyggju ráðgerðar. í þeim hópi væru fyrirætlanirnar um lýsis- herzlust.öðina í Siglufriði. Benti hann á, að land væri ekki til í kaupstaðnum fyrir þessar fram- kvæmdir og mundi þurfa að búa það til með miklum kostnaði. Fleiri vandkvæði mundu á fyrir- tækinu, svo sem vatns- og raf- magnsskortur. Þessar röksemdir drukknuðu gjörsamlega í ný- sköpunarvímunni. Stjórnarflokk- arnir þáverandi örkuðu „hina beinu braut nýsköpunarinnar“, eins og valdhafarnir í Kreml feta hina „beinu braut friðarins“ að sögn „Verkamannsins11. Það fór nú svo, að nýsköpunarstjórnin hljóp frá verkum, áður en íeynslan felldi sinn dóm um fyr- irhyggjuna í framkvæmdunum í Siglufirði. En jafnan síðan hafa dómsorðin verið að berast um byggðir landsins, fyrst frá mjöl- skemmunni og lýsisgeymunum, og nú síðast frá undirbúningi lýsis- herzlumannvirkisins. En sam- kvæmt frásögn sjálfs fjármála- ráðherrans á Alþingi fyrir jólin, hefir hann verið ærið flausi- urslegur. Upplýsti hann m. a., að landrými til byggingarinnar væri ekki fyrir hendi og að vatn og rafmagni mundi skorta og yrði ekki um bætt nema með miklum kostnaði. RÆÐA FJÁRMÁLARÁÐHERR- ANS á Alþingi hefir sýnt að rök þau er Þorst. M. Jónsson færði fyrir móli sínu 1946 voru óhrekj- anleg. Þurfti aldrei neinn tveggja ára frest til þess að ganga úr skugga um það. En slíkur er nú hraðinn á opinberum fram- kvæmdum á íslandi og slík er meðferðin á fjöreggi þjóðarinnar er flokkarnir kasta á milli sin. En íæða fjármálaráðherrans á dög- unum opinberaði fleira en þetta. Hún sýndi að stjórnarvöld lands- ins hafa í hyggju að láta reisa fyrirhugaða lýsisherzlustöð í Reykjavík. Að Siglufirði frá- gengnum komu þau ekki auga á annan stað. Líður því óðum að því, að spádómur Morgunblaðs- ins frá 1944 um að lýsisherzlu- verksmiðja, sementsverksmiðja og áburðarverksmiðja muni „rísa í Reykjavík“, vei'ði að veruleika, og þrátt fyrir loforð stjórnarsátt- mála þess, sem í gildi er kallaður, um sjálfsagt tillit til annarra landshluta við staðsetningu stór- fyrirtækja á vegum ríkisins. Það taka þeim þroska að láta mistök og víti stjórnarfarsins á undan- föi-num árum verða sér til varn- aðar og hleypa ekki ábyrgðar- litlum vindhönum upp í stjórn- arsessinn í annað sinn. er eftirtektarvert, að í ráðagerð- um stjórnarvaldanna virðist Eyjafjarðar ekki getið í sambandi við lýsisherzlustöð. Hér eru þó þrjár stórar síldarverksmiðjur, fjörðurinn miðsvæðis á aflasvæð- inu við*Norðurland, hér er að- ganga að annarri stærstu orku- veitu landsins, gnótt um vatn, landrými og mannafla. í ræðu þeirri, sem hér er áður vitnað til, benti Þorst. M. Jónsson á mörg rök fyrir því að staðsetja lýsis- herzlustöð hér. Ráðherrann hrakti engin þeirra í ræðu sinni á dögunum. Hann minntist yfirleitt ekki á þetta hérað og gæði þess. MARGIR LANDSMENN munu telja, að ef spásögn Mbl. á eftir að rætgst bókstaflega verði það fyrir tilverknað ótrúlega skammsýnn- ai' stjórnarstefnu. Áframhald og aukning hinnar gífurlegu fjár- festingar í Reykjavík, á sama tíma, sem lítið sem ekkert miðar áfram úti á landsbyggðinni, hlýt- ur að efla þann mikla segul, sem dregur fólk og fjármuni suður þangað með vaxandi þunga. Hve- nær ætla ráðamenn þar, að tími sé til kominn að snúa við á þeirri braut? Til verkamanna Eins og auglýst er í blaðinu í dag stendur almenn atvinnuieysis- skráning yfir á Vinnumiðlunar- skrifstofunni seinni hluta þessarar viku. Eg vil vekja athygli atvinnu- lausra verkamanna á því, að við úthlutun bæjarvinnu í vetur mun aðallega verða byggt á skráning- unni nú, og mega verkamenn sjálf- um sér þá um kenna, ef þeir trassa skráninguna nú, ef þeir verða út- undan með vinnu, fyrst um sinn að minnsta kosti. Skráningin fer fram kl. 2—6 síðdegis skráningardagana og eru menn beðnir að hafa fyrirfram tek- ið saman yfirlit yfir vinnudaga sína þrjá sl. mánuði (okt., nóv., des.) svo að skráningin geti gengið fljótt og liðlega. Halldór Friðjónsson. Góður kolaofn, með hitunarhólfi, til scilu með tækifærisverði. Björn Grimsson. Sími 256. Stálka óskast í víst í Hamborg, nú þegar. Karlm.armbandsúr (Mido) tapaðist í miðbæn- um á þorláksdagskvöld. — Finnandi vinsamlega skili því á afgreiðslu Dags, gegn fundarlaunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.