Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 5. janúar 1949 DAGUR Ritstjóri: Ilaukur Snorrason. >\ Aigreiðsla auglýsingar, innheimta: J| Marínó II. Pátursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 lilaðíc keniur út á hverjum miðvikuclegi Ártraneurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODi>» HJÖRNSSONAR H.F. Er ekki atvinnan eftir? Í’AD ER tæpast, að hér í þessum bæ hafi gefist tóm til þess að líía upp úr veikindum, heimiliserf- iðleikum og skammdegismyrkri í rafmagnsleys- inu, nú um jólin og nýjárið a. m. k., nægilegt til þess að menn hafi almennt. áttað sig á þeim ráð- stöfunum sem stjórnarvöldin auglýsa nú fyíir landslýðnum, í gegnum nefndir sínar og skrif- stofubákn. Þó mun ekki trútt um að sú vitneskja hafi borizt hingað norður yfir heiðar, að þessar ráðstafanir miði í stuttu máli að því, að herða enn á viðskiptafjötrunúm, seilast dýpra í pj'ngju borg- arans og fjölga skömmtunarauglýsingunum og vafstrinu í kringum þser. NAUMAST MUN þess vænzt, að hinar nýjustu ráðstafanir stjórnarvaldanna með setningu nýrra dýrtíðarlaga, veki mikla hrifningu í hugurn börg- aranna, né heldur hvernig slíkt stórmál var lagt fyrir þingið og afgreitt þar. Það virðist um það bil föst venja, að þegar þing er kallað saman, hafa ríkisstjórnir ekki á takteinum hin helztu mál og bjargráð, er þær hyggjast fá lögfest. Að þessu sinni sat þingið aðgerðarlítið vikum saman og dútlaði við smámál. Loksins þegar komið var fram á jólfaöstu fór að bóla á bjargráðum ríkisstjórn- arinnar. Þá fyrst kom fjörkippurinn í; þihgstörfin og þá helzt með þeim hætti, að húrra málinu í gegn á sem skemmstum tíma. Er þess varla að vænta, að löggjöf, sem þannig er flaustrað í gegn- um fulltrúaþing þjóðarinnar rétt fyrir stórhátíðir eða þingslit á ári hverju, hljóti óskipt traust og viðurkenningu þjóðarinnar, einkum þó og sér í lagi þegar ekki er svo völ á öðrum útskýringum og leiðbeiningum frá stjórnarvöldunum en ófull- kominna þingfrétta útvarpsins. Það er áreiðan- lega vafasöm starfsaðferð, sem ríkisstjórnin hefir nú upp tekið um afgreiðslu hinna veigamestu ráðstafana sinna, að gefa hvorki þingi né þjóð sómasamlegan tíma til þess að kynna sér mál þessi og áhrif þeirra áður en þau eru fest með lögum. Er þess og að vænta, að Alþingi sýni þann skörungsskap af sér, að láta ekki bjóða sér slíkt til langframa. HIN NÝJU dýrtíðarlög verða ekki metin né vegin hér, né heldur þær aðrar ráðstafanir, sem ríkisvaldið auglýsir nú fyrir þegnunum. Til þess mun væntanlega gefast tóm síðar. En það er þegar augljóst, að þetta nýja ár hefur svo göngu sína, að engin merki sjást þess, að létt verði nokkru af hafta- og eftirlitsfarganinu af þegnunum. Virðist auk heldur prjónað þar við á ýmsan hátt. Skömmtunarfarganið varð enn sem fyrr fyrirferð- armesti nýjársboðskapurinn í útvarpinu til þegn- anna. Sterk rök hafa verið leidd að því, að mikið af því sé til óþurftar aðeins, og víst hafa hvorki stjórnarvöld né heldur formælendur ríkisrekstr- ar og opinbers eftirlits fært neinar skynsamlegar ástæður fram fyrir nauðsyn allra þeirra ráðstaf- ana. Það er búið að „moka miklum snjó“, ef svo má kalla, í opinberu lífi á íslandi, síðan hinn stórfurðulegi „áætlunarbúskapur11 hófst hér á landi, samþykkja mýgrút af tilskipunum, lögum og auglýsingum. En þó mun ekki trútt um, að menn vilji taka undir með snjómoksturskarlinum, sem kvað, er hann hafði lengi mokað í bæjar- vinnu, að atvinnan sé þó eftir. Þingmenn komnir heim að erfiði loknu nú um jólin og ráðherrar og annað stórmenni hefir setið sín jólaboð, og er það vel — en er I atvinnan ekki eftir? Er ekki enn j eftir að koma þjóðarbúskapnum á . kjöl, hefja þær endurreisnarráð- stafanir, sem koma að gagni og koma réttlátt niður á þegnunum? Naumast verður sagt, að veru- lega hafi miðað í þá átt á árinu, sem nú var að kveðja. FOKDREIFAR „Sjaldan er ein báran stök“. .. . og Ijósahrónnrnar Ijóma, sem lcijtrandi sól viö sól. ..." (Jólakortsvísa.) VITANLEGA er ]rað mænusótt- in, sem verið hefur sú meginplága, er mest hefir hrellt og hrjáð okkur Akureyringa um þessi áramót, og vissúlega ér það hún og afleiðingar hcnnar í margvísiegum myndum, sem lyrst og fremst hafa hvílt eins og þung og ill mara á bænum og bæjarlífinu nú að undanförnu. En önnur býsna ill og stórbagaleg lága hefir einnig lagzt á sömu sveif- ina, en það er rafmagnsskorturinn, sent stafar af hinum tíðu og stór- kostlegu truflunum á starfsemi Laxárstöðvarinnar og jafnvel alger- um stöðvunum hennair svo sólar- hringum skiptir. Vitanlega kemur þetla liarðast niður á atvinnulíf- inu í bænum, enda rnun óhætt að fullyrða, að hver slíkur dagur, þeg- ar ekkert rafmagn er fáanlegt til að leysa ef hendi öll þau margvís- legu vcrkcfni, -sem því er ætlað að vinna . í þjónustu framleiðslunnar og hvers konar slíkrar starfsemi, baki bæjarmönnum tugþúsunda skaða, aúk allra þeirra mörgu og bágalegu óþæginda, leiðinda, trufl- ana og tafa, sem rafskorturinn veld- ur atvinnulífinu í bænum, bæði beint og óbeint, þótt ekki verði það æfinlega metið til fjár eða reiknað beinlínis í krónum og aur- um. Verður það steinaldarstigið næst? EN JAFNVEL þótt þessarri hlið málsins sé alvcg sleppt, eru yfrin vandræði eftir, sem af þessu fljóta og skella beint á heimilum bæjar- manna, — ungum og gömlum, sjúk- um jafnt sem heilbrigðum. Fæstir eiga — svo sem næsta eðlilegt er — fullkomin, tvöföld ljósatæki, svo að ])t-ir verða sitja í skammdegis- myrkrinu við léleg og ófullnægj- andi Ijós, hvernig sem á kann að standa. Fjölmargir, er varið hafa miklu fé til þess að geta liitað hús sín með ratmagni, verða um þessar mundir að ala aldur sinn bæði í myrkri og kulda. Heimilistækin. standa gagnslaus, ]>egar þeiira er þó mest þörf, útvarpstækin þegja, ]>egar fréttaflutningur þeirra væri þó kærkomnastur og nauðsynlcg- astur, þar eð póstur og blaðafregnir berazt ekki til bæjarins diigum og vikum saman. Þannig mætti lengi halda áfram að telja upp öll þau leiðindi, óþægindi og tjón, sem það veldur okkur, þegar krapastíflan í Laxá, eða önnur álíka tákn og stór- merki, kippa okkur óviðbúnum níargá áratugi aftur á bak í þróun allrar tækni og ytri menningar- skilyrða. Margir vilja spyrja — og margs. NAUMAST FER HJÁ ÞVÍ, að margir bæjarbúar spyrja sjálfa sig og aðra um þessar mundir, hvað muni valda því, að bærinn okkar skuli þannig í vissum skilningi vera orðinn einna líkastur einni af hin- um dæmdu borgum Gamla Testa- mentisins. Eg er hræddur um, að margir séu þeirrar skoðunar, að það andstreynú, sem á okkur dynur þessa dagana, sé a. m. k. ekki alll tilkomið samkvæmt guðsdómi vegna synda okkar, sem vissulega kunna þó að vera bæði ntargar og miklar — heldur beri að skrá bróð- urpartinn af sumu þessu ólagi á reikning veraldlegra yfirvalda og tilsjónarmanna. Mér þykir stappa nærri, að viðkomandi ráðamönn- tun beri beinlínis skylda til að gera almenningi einhverja viðhlítandi grein fyrir ástandi og horfum í raf- veitumálum bæjarins, enda líkleg- ast, að þeir hlytu sjálfir hægari drauma og rólegri samvizku, eftir að hafa gert hreint fyrir sínum dyr- um að þessu leyti. En á meðan svo er ekki, vildi eg þegar nota tæki- færið og konia á framfæri fáeinum þeirra mörgu spurninga, sem al- menningur kysi vafalaust að fá svarað í þessu sambandi. HEFfR NOKKURN TÍMA ver- ið gerð veruleg gangskör að því að fá úr því skorið á fræðilegan og liagnýtan hátt, hvort hægt sé að tryggja rennsli Laxár — og þar með truflanalausan rekstur raforkuvers- ins að því leyti — betur en enn hefir verið gert? Sé svo, að það sé unnið, hví liefir þáð þá ekki verið gert, þegar fyrir löngu síðan? Sé það liins vegar ekki liægt, sam- kvæmt athugun og rökstuddu áliti færustu verkfræðinga á þessu sviði, er þá nokkurt vit í því að ætla nú að leggja lugi milljóna króna i við- bóíarvirkjun við þau hin sömu skilyrði, sem reynslan hefir nú þeg- ar sýnt, að cru allsendis óviðunandi að þessu leyti? — Ennfremur: Hvers vegna er Glerárstöðinni ekki ávallt lialdið í starfhæfu standi scm varastöð, t. cl. með því að hreinsa uppistöðuna, -sejn nú er sneisafull af möl og sandi? Er það rétt, sem heyrzt hefir, að Húsavík, Svalbarðseyri og jafnvel enn fleiri staðir, sem fá ofku frá Laxárstöð- inni, hafi að undanförnu fengið þaðan fullan straum, á sama tíma og við Akureyingar höfum verið algerlega afskiptir? Höfuðatriðið þetta: — EG SÉ, að spurningarnar verða alltof margar og rúmfrekar hjá mér með þessu móti, og e. t. v. felst aðalatriði þeirra flestra eða allra í þessari aðalspurningu: Telja ráða- menn bæjarins og rafveitunnar þessi mál í viðunandi og sæmilegu ástandi, eins og þeim er nú háttað? Ef svo er ekki: Hvað hyggjast þeir þá fyrir til þess að koma þeim í við- unandi og sæmilegt liorf nú og í framtíðinni? — Eg vil að lokum endurtaka það, sem áður var sagt: — Almenningur sættir sig naumast öllu lengur við algera þögíi og tóm- læti í þessum efnurn, en heimta greið og gild svör utn ástandið og horfur í svo þýðingarmiklu máli. —Og hann krefst þessarra svara og skýringa auðvitað fyrst og fremst af þeim mönnum, sem hann hefir falið að veita þeim forsjá og for- stöðu. Meðal annars, og ekki hvað sizt, sjálfs sin vegna, væri þeim hollast að draga það ekki alltof lengi úr þessu að birta ojnnberlega og undanbragðalaust viðhlýtandi og rölistudda greinargerð um allan gang og horfur pessarra mála. Spjall um æðri og lægri skömmtmiaryfirvöW Æ, blessuð skömmtunin! Nú hefi eg verið raf- magnslaus um skeið og ekkert heyrt í útvarpi (það er ekki búið að reisa nýju húsið eftir amerísku teikningunni), kannske er það bara því að kenna, að eg veit harla lítið, en heyrt hefi eg samt, að skömmtunin verði áfram með einhverjum breyt- ingum til hins betra — hamingjunni sé lof! Þó er það smjörlíkið, sem eg hefi iieyrt að sé nú skammt- að og heldur naumt. Ekki lízt mér á það, — en deil- um ekki við dómarann. Eg bíð annars eftir betri upplýsingum um þessar nýju skömmtunarreglur áður en eg þori mikið um ,þær að segja — en eitt finnst mér þó að, — eg vildi helzt fá nýjar bækur — ekki arkir — og losna svo alveg við gömlu bæk- urnar sem eru nú komnar í tætlur, blessaðar. Annars er það um skammtinn hér á Akureyri að segja — frá sjónarmiði okkar kvennanna, að við hefðum gjarnan mátt hafa minni skammt af veik- indum þessar síðustu vikur, en um það ræður skömmtunarstjórinn engu — sá hinn sami, sem við erum að rexa í. Um þann veikindaskammt, sem okkur hefir verið úthlutaður, er til einskis að fást, — sú Viðksiptanefnd virðist hafa verið full örlát, sem þessu ræður, — en þær eru nú alltaf svo örlát- ar blessaðar viðskiptanefndirnar! Annars fannst okkur það sumurn, að fyrst reyk- vískir læknar sendu hingað fulltrúa til þess að ganga úr skugga um það, hvort veikin hérna væri ekki inflúenza eða hystería, þá htefði 'te’kki verið úr vegi að þeir sendu hingað lækni um það leyti, sem aðeins voru þrír starfandi læknar í bæm'un, éh hvað um það! Við vonum aðeins, að smjörlíkisskammt- urinn verði sem mestur og rafmagnsskortúrinn því meiri, -— en veikindaskammturinn verði minnkað- ur sem fyrst af hinum æðri skömmtunaryfirvöld- um. A. ----O---- Laxá er löng ,.. Bæjarbúi skrifar: í dag heyrði eg spurt: „Er Akureyri raflýstur bær?“ Einhver ótugt svaraði: „Stundum.“ Já, hvernig er það annars með rafmagnið hér i bænum? Er ekki full ástæða til þess að taka það til alvarlegrar athugunar? Það má ekki koma hríðarveður — eða varla það, — þá þurfum við Akureyringar að hlaupa um með fjósluktir, olíulampa og kerti, — ef við höfum þá verið svo skynsamir að hafa kolakyndingu í húsum okkar, en ekki einungis rafmagnshitun — þyí að þá verðum við að flytja til nágrannans eða drepast ella. Laxá er slæm (eða Laxá er löng, en lífið er stutt.. ..) — en eg held, að sökin liggi ekki öll hjá náttúruöflunum. Það verður að gera gangskör að því að laga þessar misfellur, — þær eru stórar og hvimleiðar. ----o---- Húsmóðir skrifar: Mikil óþægindi hefir það bakað heimilum í bæn- um, að báðar kjötbúðir bæjarins skuli lokaðar vegna vörutalningar strax upp úr nýjárir.u. Er ekki hægt að koma þessu þannig fyrir, að þær skiptist á? Eftir marga helgidaga, óveður, fiskleysi og raf- magnsleysi', er slíkt meira en óþægilegt á fyrstu dögum hins nýja árs. Enn segir sama húsmóðir: Erfitt var að vera húsmóðir á þessum jólum, en ekki hefir það batnað. Fyrir utan veikindi, dýrtíð, vöruþurrð og annan slíkan ófarnað, fengum við að kenna á rafmagnsleysinu nú upp úr nýjárinu og öskutunnan hjá mér hefir ekki verið losuð síðan fyrir jól! Flóir þar út af. Er það væntanlega ekki til að bæta þrifnaðinn, sem heilbrigðisnefndin prédik- ar, eða fegrunina, sem fegrunarfélagið vill beita sér fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.