Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 05.01.1949, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 5. janúar 1949 ’k m W HYERFLYND ER YERÖLDIN Saga eftir Charles Morgan 2. DAGUR. (Framhald). Hann var að hugsa um, hve oft hann hefði orðið fólkinu heima til leiðinda með því að vera stöðugt að tala um Einstigið. „Ef til vili hefirðu heyrt um Einstigið," heyrði hann sjálfan sig hefja máls. „Það var félagsskapur, ska-’ eg segja þér, sem belgískir menn Og franskir stjórnuðu. Hann vann að því að hjálpa brezkum og amerískum flugmönnum til þess að komast heim til sín, eftir að þeir höfðu verið skotnir niður yf- ir landi, sem var hertekið af óvinunum. Eg var einn þeirra. — Við vorum fluttir áfram þrír í einu frá einum stað til annars, gegnum Belgíu, gegnum Frakk- land og inn í Spán. Stundum vor- um við á sveitabæ, stundum í vínkjallara. Á leiðinni suður — það var síð- asti spölurinn áður en kom að spænsku landamærunum komum við á stað, sem hét Blaise, og þar vorum við á vegum stúlku, sem hét María. Við dvöldum í húsi föður hennar, rétt utan við borg- ina. Við vorum aðeins þrír, strák- ur, sem kallaður var Dick, lang- leggjaður sláni, sem við kölluðum Heron — og svo ég sjálfur. Eina nótt kom María með ann- an Breta, Julian. Þá vorum við fimm með Maríu. Einhverjar áætlanir höfðu farið úr skorðum, og við dvöldum þarna lengur en á nokkrum öðrum stað. Við kynntumst vel hvor öðrum — og Maríu. Svo var það nóttina, sem við áttum að leggja af stað — Eg verð að gæta mín, hugsaði Sturgess, eg er búinn að segja söguna of oft. Þegar hann hafði sagt frá, hafði hann jafnan gætt þess að nefna ekki full nöfn. Hann hafði talað um Maríu en ekki Maríu Chass- aigne, um Dick, ekki um Dick Frewer, um Julian, ekki um Juli- an Wyburton, og hann hafði not- að uppnefnið Heron, en maðurinn hét Lang. Vinir hans höfðu átt skilið, að hann væri varkár, og hann iðraði þess ekki. Það sem honum mislíkaði var það, að hon- um fannst hann aldrei hafa getað sagt söguna eins og hann vildi segja hana. Staðreyndirnar — jú, — og atburðahraðann, — en þetta var allt svo meiningarlaust nema hægt væri að gefa til kynna sam- band þessara fimm, sem við sög- una koma. „Þarna er húsið,“ sagði bíl- stjórinn, „það er þarna hjá trján- um fyrir handan.“ Þeir voru að aka inn í þorpið, og Sturgess ýtti minningunum til hliðaf,’ settisf upþ ogleif í kring- um' sig:1" "................ Að víssú': léýti' þekkti hann Wybúrtonsvöitasetrið, '' því 1 að Julian Wyburfon hafði’oft minnzt á það í Frakklandi og seinna í Englandi. Þessi sveitabær, sem kallaður var Stanning, var 200 ára gamall, og Julian hafði alizt þar upp. Hann hafði erft jörðina eftir móður sína 1944. Nýlega hafði hann skrifað, að hún væri „alveg nægilega stór fyrir bónda, sem eitthvað nennir að gera — og bannsettur þrældómur fyrir Maríu.“ Sturgess hafði brosað með sjálfum sér, er hann las þetta og bjóst við, að Julian hefði skrif- að það brosandi. Franskar konuf eru ekki smeykar við’að taka til höndum, og þeir vissu báðir, að Maríu óx ekki allt í augum. Bifreiðin nálgaðist og rann gegnum limgerði og að húsinu. — Sturgess steig út og horfði til hæðanna í kring, því næst á hús- ið, reisulegt og aðlaðandi. Á meðan hann var að taka út farangurinn, heyrði hann dyr opnast að baki sér og sneri sér við. „Jæja,“ sagði hann glaðlega, „nú er sannarlega orðin mikil breyting á síðan við sáumst síð- ast.“ Hann greip höndina, sem Julian rétti honum og hélt henni kyrri. „Ágætt,“ sagði Julian. „Glaður, að þú komst. Þú afsakar, að við komum ekki á móti þér á stöðina, Philip, en þú veizt, hvernig stóð á því.“ Þeir gengu saman upp tröpp- urnar, og Julian bar töskurnar. Hann var í blárri baðmullar- skyrtu og ermarnar uppbrettar, svo að grannir en sterklegir handleggirnir voru naktir. Julian var útitekinn, beinaber og fjað- urmagnaður í hreyfingum, og Sturgess gat ekki að því gert, að honum fannst hann alltaf minna sig á Indíána. Stuttur og feitur maður kom vaggandi og horfði hissa á far-1 angurinn. „Á ég, hérna, — á ég kannske að byrja að fara að taka allt þetta upp í herbergi herrans?“ „Já,“ sagði Julian, „þú gætir farið að byrja, Tucker. Við tökum sumt með okkur upp. Já, Philip, þetta er Tucker. Hann gerir allt fyrir þig, ef hann fær tíma til þess.“ (Framhald). | Gegn gjaldeyris og | : innflutningsleyfum [ s tökum vér að oss innflutning á alls konar byggingar- = \ vörum, svo sem: \ | TIMBRI | | CEMENTI ) | KROSSVIÐI I | ÞILPLÖTUM | I ÞAKJÁRNI | I ÞAKPAPPA | | ÞAKALUMINIUM | | ASBESTI o. fl I i Vér munum leitast við að sjá um flutning á timbri og i cementi beint á hafnir kringum land. i Samband ísL Samvmnnfélaga I *MMMMIMMIMMIIMMMMIIIIMI 1111111114**1 IIIIIIIIIIIMIMIHtlllll IMMMMMMMIMMMMMMMMMIMIMMMMMIMMM ,, Almenii skrmiing atvinnulausra manna í Akureyrarbæ fer fram í VinnúmiSluriárskrifstofurim/,dáó[áná' 5.-8. þ. m., að báðum dögum meðtöldum, líl.'T4—15 síðdegis. Til skráningar mæti allir atvinnulausir verkamenn, konur og iðnverkamenn, og ge£i skýrslu um tékjur sínar þrjá síðastliðna mánuði og atvinnuhórf-tír á næstunni. Akureyri, 4. janúar 1949................... Bæjarstjóri. lllllllllllllÍlllllllMÍllMMlTMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIMlllllMIIMlllllllÍlllílflM'lÍIMIÍIIilMHIIIMIIII iiiure Kjölfar Rauða drekans „Við skulum flýja, Teleia“. Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 26 „Hvar eru eldsneytisbirgðirnar?“ „Hvcrt er förinni heitið?“ kallaði Sheraton frá cftirlitsskipinu. ÞEGAR EG vaknaði morguninn eftir voru atburðir gærdagsins enn efst í huga mér, en þá hafði Ralls tekist að etja óvinum sínum saman í innbyrðis deilur. Eg vissi ekki, hvað hann ætlaðist fyrir, en sjálfum datt mér í hug: „Ef jaktin „Flores“ er nógu góð til þess að flýja á henni, því skyldi eg ekki taka Ralls með?“ Þegar víð værum báðir frjálsir menn á ný, myndum við skilja sáttir fyrri fullt og allt. En Teleia var þó næst hjarta mínu og um hana varð eg að hugsa fyrst. Eg var nú alveg gróinn sára minna og sár hennar var ekki alvarlegt, eða þannig hugsaði eg er eg vai að velta hinni djarflegu flóttaáætlun fyrir mér. Á leiðinni til herbergis hennar mætti eg Carter, og eg sagði honum hvað eg hygðist fyrir. Hann sagðist skyldi hjálpa mér, og bauðst til þess að útvega mér nokkra Malaja á skipið. „Við leggjum af stað nokkrum stundum fyrir sólar- upprás,“ sagði eg. Teleia breiddi faðminn á móti mér, er eg kom inn til hennar. Eg greip um axlir Hennar: „Við flýjum,“ sagði eg. „Við tökum jaktina „Flores“.“ Hún dró hendumar að sér. „Ertu með öllum mjalla, Sam?“ spurði hún. En hún brosti jafnframt. „Mér er alvara. Og við verðurri að framkvæma áætl- unina fyrir sólarupprás.“ Eg las í augum hennar bæði traust og aðdáun. Hún kinkaði kolli. „Við erum bæði brjáluð,“ sagði hún svo. Við gengum hljóðlega á brott frá húsinu, og þegar við náðum skugga trjánna, hlupum við við fót. Carter bætt- ist brátt í hópinn, og hafði Malaja sína með sér. Brátt stigum við á þilfar „Flores“. „Jæja, Teleia, nú er eg skipstjóri hér um borð,“ sagði eg. „Já, herra,“ svaraði hún, og ákafinn lýsti í svip hennar. „Far þú undir þiljur og aðgættu birgðirnar, og finndu eldsneytisbirgðirnar fyrst af öllu.“ Eg mundi eftir Ralls og hafði gert honum aðvart. \ „Þakka þér fyrir,“ sagði hann. „En eg hefi aðrar ráða- gerðir í huga.“ Teleia kallaði nú til mín: „Rosen skipstjóri! Eldsneyt- isbirgðirnar eru halftunna af olíu.“ Ekki var þetta glæsilegt, en við höfðum meðvind út úr læginu og e. t. v. var hægt að fá olíu hjá fragtskipinu sem lá utan við lægið. Carter ákvað að fara með okk- ur þangað að minnsta kosti. Við léttum akkerum og „Flores“ lagði út á lægið undir minni stjórn. Við komum brátt í kallfæri við fragtskipið. Teleia veifaði til skipstjórans. „Við ætlum að skemmta okkui' við fiskveiðar,“ kallaði hún. „Gætuð þér lánað okkur eina olíutunnu og einhver veiðarfæri?“ Jú, það var velkomið. Og brátt var það komið yfir um til okkar. Teleia þakkaði skipstjóranum kærlega fyrir. Og nú ákvað Carter að snúa ekki við, heldur halda ferðinni áfram með okkur. „Eftir að giftingunni er lok- ið, tekst mér kannske að ná sáttum. Kannske með að- stoð herra Sheratons. Og kannske það verði áður en athöfninni er lokið. Sjáðu hver kemur þar, Sam!“ Eg leit þangað, sem hann benti, og sá áströlsku eftir- litssnekkjuna stefna beint til okkar. Sheráton stóð við borðstokkinn. „Hvert er förinni heitið, herra Rosen?“ kallaði hann. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.