Dagur - 27.04.1949, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 27. apríl 1949
Tillögur Fjórðungsþinganna í stjórnarskrármálinu
(Framhald af 1. síðu).
Allt frá því að fjórðungsþingin á Norðurlandi og Austurlandi
hófu starfsemi sína fyrir 4—G árurn, hefur ríkt þar hinn mesti
áhugi fyrir því, að nýtt stjórnskipulag yrði tekið upp. .Stjórn-
skipulag, sem væri í sem fyllstu samræmi við þá breytingu, sem
orðin er á stjórnarforminu, þar sem lýðveldi hefur verið stofnað,
en konungsríkið afnumið. Fjórðungsþing þessi, sem enn eru að-
eins tvö, þ. e. fyrir Austfirðinga og Norðlendinga, eru skipuð
fulltrúum frá sýslunefndum og bæjarstjórnum. Auk þessara full-
trúa eiga ennfremur sæti á fjórðungsþingi Norðlendinga bæjar-
fógetar og sýslumenn á sambandssvæðinu.
Stjórnskipun ríkisins hefur jafnan verið eitt helzta umræðu-
efnið á báðum þessum þingum, og bæði þingin hafa jafnan haft
starfandi milliþinganefndir í þessu máli.
1
Tillögur fjórðungsþinganna.
Á fjórðungsþingi Austfirðingá, sem haldið var í Neskaupstað
1947, voru samþykktar allýtarlegar tillögur um stjórnskipun rík-
isins. Tillögur þessar voru samdar af stjórnarskrárnefnd þingsins,
sem starfaði rnilli þinga. Fjórðungsþingið fól nefndinni að starfa
áfram, einkum með það fyrir augum að eiga viðræður við nefnd
frá Fjórðungssambandi Norðlendinga um mál þetta, en það
hafði einmitt óskað eftir viðræðum um málið. Af ýmsum óviðráð-
anlegum ástæðum varð ekki úr sameiginlegum fundi nefndanna
fyrr en seint í ágúst nú í sumar. En þá komu nefndir þessar saman
á Akureyri og hófu viðræðufund um málið. Á nefndarfundi þess-
um voru engar ályktanir gerðar, en skipzt á sjónarmiðum og það
ákveðið, að ef fjórðungsþingin næðu samstöðu um málin nú í
liaust, skyldi kosin sameiginleg nefnd frá báðunt þingunum til
þess að vinna málinu brautargengi. Á fjórðungsþingi Norðlend-
inga, sem haldið var á Akureyri fyrir miðjan september í haust,
var málið til umræðu. Samþykkti þingið tillögur, sem í höfuð-
atriðum voru samhljóða tillögum þeirn, sem samþykktar voru á
fjórðungsþingi Austfirðinga haustið 1947. Eigi þykir ástæða til
að gera hér nánari grein fyrir þeim atriðum, sem á milli bar, en
tillögur þessar voru síðan sendar fjórðungsþingi Áustfirðinga og
voru ræddar þar á fjórðungsþiriginu, sem hað val' á Séyðisfirði
fyrir miðjan október s. I. Fjórðungsþing Austfirðinga samþykkti
tillögur þessar óbreyttar og kaus af sinni hálfu tvo menn í nefnd,
ásamt þeim tveim, sem Norðlendingar kusu á sínu þingi, til þess
að fara áfram með málið. Þessa sameiginlegu nefnd skipa:
Hjálmar Vilhjálmsson, sýslumaður, Seyðisfirði.
Erlendur Björnsson, bæjarstjóri, Seyðisfirði.
Jónas G. Rafnar, lögfiæðingur, Akureyri.
Karl Kristjánsson, oddviti, Húsavík.
Hefur þannig náðst algjör samstaða fjórðungsþinga Norðlend-
inga og Austfirðinga um tillögurnar, og fara þær hér á eftir:
Tillögur
urn nokkur rneginatriði í lýðveldisstjórnarskrá fyrir ísland.
I
ísland er lýðveldi. Ríkisvaldið er hjá þjóðinni. Það deilist í
þrennt: Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þjóðin
felur Alþingi löggjafarvaldið, foiseta framkvæmdarvaldið og
dómstólum dómsvaldið.
II
Landinu skal skipt í fylki:
1. Reykjavík og Hafnarfjörður með næsta nágrenni (Höfuð-
borgarfylki).
2. Vesturland: Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsness- og
Hnappadalssýsla, Dalasýsla og Húnavatnssýslur (Bæjarhreppur
úr Strandasýslu) (Vesturfylki).
3. Vestfjarðakjálkinn allur (Vestfjarðafylki).
4. Norðurland: Skagafjarðarsýsla að og með Norður-Þingeyjar-
sýslu (Norðurfylki).
5. Austurland: Norður-Múlasýsla að og með Austur-Skafta-
fellssýslu (Austurfylki).
6. Suðurland: Vestur-Skaftafellssýsla að og nreð Kjósarsýslu,
þar með Vestmannaeyjar (Suðurfylki).
Hvert fylki verði stjórnarfarsleg heild með allvíðtæku starfs-
sviði og valdi í ýmsum sérmálum. Vald og starfssvið fylkjanna
skal ákveðið með lögum. í hverju fylki skal árlega háð fylkisþing.
Á þingi þessu skulu sitja 15 fulltrúar, sem kosnir verða í ein-
menningskjördæmum, er hafi sem jafnasta kjósendatölu. Fylkis-
þing geta þó sjálf ákveðið tölu þingmanna sinna hærri, eða allt
að 30 þingmönnum, en jafnframt skal þá fjölga kjördæmum að
sama marki.
Fylkisstjóri skal kosinn af kjósendum fylkisins eins og forseti,
og sé aðstaða hans til fylkisþings svipuð og forsetans til Alþingis.
III
Alþingi skiptist í tvær deildir, efri deild og neðri deild.
í efri deild skulu sitja 18 fulltrúar, 3 úr hverju fylki, kosnir á
fylkisþingum, hlutbundnum kosningum. Kjörgengir eru aðeins
menn búsettir í fylkinu.
í neðri deild skulu sitja 30 þingmenn, kosnir í einmennings-
kjördæmum. Kjördæmaskipun skal þannig háttað, að sein næst
jafnmargir kjósendur verði í hverju kjördæmi, og skulu kjör-
dæmin að öðru leyti ákveðin sem samfelldust, eftir því sem stað-
hættir leyfa. Sveitarlelagi má ekki skipta milli kjördæma, nema
hvor eða hver hluti verði meginhluti kjördæmisins. Kjördæma-
skipun skal endurskoðuð á 10 ára fresti og gerðar á henni þær
breytingar, sem nauðsynlegar reynast til þess, að fylgt verði áður-
greindri meginreglu um jafna kjósendatölu í kjördæmum. End-
urskoðun þessi skal gerð af þriggja manna nefnd. Skal einn
nefndarmanna tilnefndur af hæstarétti, annar af Alþingi og
þriðji af forseta.
Engu fylki má skipta í fleiri en 10 kjördæmi.
Báðar þingdeildir og forseti mega hafa frumkvæði að laga-
setningu. Forseti skal leggja fram frumvarp til fjárlaga fyrir
hvert reglulegt Alþingi eigi síðar en viku eftir að þing kemur
sarnan.
Ef lagafrumvarp, sem samþykkt hefur Nerið í annarri deild
þingsins, er fellt í hinni, skal það afgreitt í sameinuðu þingi,
nema fellt hafi verið með 2/s hlutum atkvæða í annarri hvorri
þingdeild.
Ekkert frumvarp má hljóta fullnaðarafgreiðslu sem -lög frá
Alþingi fyrr en forseta hefur gefizt nægilegur frestur til að skýra
þinginu frá viðhorfi sínu til frumvarpsins.
Forsetinn getur látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
lagasetningar, og falla lög úr gildi, ef meiri hluti atkvæða fellir
þau við atkvæðagreiðsluna.
Þegar brýna nauðsyn ber til, og Alþingi situr ekki, geta for-
setar Alþingis eftir beiðni forseta ríkisins sett bráðabirgðalög.
Ætíð skulu þau lögð fyrir- næsta Alþingi á eftir.
Forseti hefur heimild til Jjess að kalla saman aukaþing, ef hann
telur brýna þörf bera til þess.
IV
Forseti skal kjörinn beinum kosningum af þeim, er kosninga-
rétt hafa til Alþingis. Það forsetaefni, sem flest fær atkvæði, er
rétt kjörinn forseti. Hvert forsetaefni skal hafa varamann.
Forseti myndar ríkisstjórn. Heimilt skal sameinuðu Alþingi
að samþykkja rökstudda tillögu um vantraust á ríkisstjórn for-
seta. Ef slík tillaga verður samþykkt, skulu fara fram almennar
kosningar til Alþingis. Jafnframt skulu fara frarn forsetakosn-
ingar, og fer forseti þá frá, nema hann verði endurkjörinn. Verði
forseti endurkjörinn, má ekki bera fram á Alþingi vantrauststil-
lögu á ríkisstjórn hans í næstu tvö ár.
Ef Alþingi afgreiðir ekki fjárlög áður en fjárlagaár hefst, skal
greiðslum úr ríkissjóði liagað eftir fjárlagafrumvarpi forseta það
fjárhagsár.
V
Dómsvaldinu skal skipað með sérstökum lögum.
Ágallar núgildandi stjórnarskrár
f greinargerð Fjórgungssambananna fyrir tillögum sínum scgir
mcðal annars:
Ágallar núgildandi stjórnarskrár.
Þegar ákveðin verða meginatriði stjórnarskrár lýðveldisins,
verður að hafa hliðsjón af þeim ágöllum á stjórnskipun ríkisins,
sem afdrifaríkastir hafa orðið á liðnum árum.
Gallar þessir eru aðallega þrenns konar: í fyrsta lagi of mikill
samdráttur ríkisvaldsins á einum stað. í öðru lagi sérstakir erfið-
leikar í sambandi við myndun ríkisstjórna, hinar þrálátu stjórn-
arkreppur. í þriðja lagi óeðlileg flokkaskipun.
Verður nú vikið nánar að liverju tilviki um sig.
1. Samdráttur ríkisvaldsins.
Almennt mun viðurkennt, að stjórnarfar síðustu ára hafi stefnt
um of að samdrætti alls opinbers valds á einum stað, í höfijðborg
ríkisins, Reykjavík. Að sama skapi hafa aðrar byggðir landsins
orðið útundan og háðar höfuðborginni í fjárhagslegu, atvinnu-
legu og menningarlegu tilliti. Hefur þróun þessi leitt til þess, að
ofsalegur vöxtur hefur hlaupið í Reykjavík, og fólki hefur fjölg-
að rnjög í borginni og nágrenni hennar um leið og því hefur
(Framh. á 3. síðu).
Nauðsynleg
nýmæli
í stjórnar-
skránni
í framhaldi af grein-
argerð fyrir tillögunum
um helztu atriði nýrrar
lýðveldisstjórnarskrár ,
segir svo í bæklingi
Fjórðungsþings Aust-
firðinga og Norðlend-
inga:
Markmið með setningu
nýrrar stjórnarskrár
verður það að sneiða hjá
þeim ágöllum, sem rík-
astir liafa orðið í gild-
andi stjórnarskrá, og
koma á stjórnskipun,
sein bctur mætti henta
liögum og starfi þegn-
anna.
Með skírskotun til
þeirrar gagnrýni, sem
hér að framan hefur
verið gjörð á gildandi
stjórnskipun, er ber-
sýnilegt, að nauðsyn er
nokkurra nýmæla, og
eru þessi helzt:
Fyrst og fremst er
áríðandi að dreifa ríkis-
•valdinu eins mikið og
fært er, án þess að
nauðsynlegur styrkleiki
ríkisheildarinnar bíði
tjón af þeim sökum. Til
þess að ná því marki,
eru tvær lciðir gagnleg-
"ar. Onnur að auka völd
héraðanna, og hin að
auka völd forsetans. —
Hið fyrra miðar einkum
að dreifingu ríkisvalds-
ins, en hið síðara treyst-
ir ríkisheildina, bæði út
á við og inn á við.
Þar næst er brýn
nauðsyn að endurbæta
kosningafyrirkomulagið,
sérstaklega með það
fyrir augum, að flokka-
skipun verði gleggri og
eðlilegri en verið hefur.
Til nauðsynlegra ný-
mæla lieyrir og það, að
gera þá breytingu á
deildaskiptingu Alþing-
is, að hún verði meir að
þeirn hætti, sem er tíðk-
anlegastur með öðrum
þjóðum, en hverfa frá
þeirri tilhögun, að al-
þingismenn skipti sér
sjálfir í deildir.
Loks er nauðsyn nýrra
ákvæða varðandi
ágreining, sem upp
kynni að koma milli
handhafa framkvænid-
arvalds og löggjafar-
valds og um framferði
hvors valdhafa.
Verður nú rakið
nokkru nánar hvert atr-
iði um sig og að lokum
drepið á þriðja handhafa
ríldsvaldsins, dómsvahl-
ið.
(Framh. á 3. síðu).