Dagur - 18.05.1949, Page 2

Dagur - 18.05.1949, Page 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 18. maí 1949 Kommúnisfar samir við sig Kommúnistar hafa enn sýnt það og sannað að þeim er annara um þjónustjma við Rússa en hagsmunamál verkalýðsins., Rússneska stjórnin fyrirskip- aði útibúum sínum að gera 1. maí sl., hátíðisdag verkalýðsins, að æsingadegi gegn Atlantshafs- sáttmálanum. Kommúnistar í Reykjaví khlýddu þessu boði taf- arlaust. Þeir gerðu það að ófrá- víkjanlegu skilyrði fyrir einingu verkalýðsins um hátíðarhald í Reykjavík, að verkalýðsfélögin þar skrifuðu undir ávarp, þar sem eftirfarandi yrði m. a. tekið fram: „Sá einstæði atburður hefir nú skeð, að núverandi ríkisstjórn og meiri hluti Aliþngis, er hafa lög- fest launalækkun og lagt byrð- arnar á alþýðu, hafa innlimað ís- land í hernaðarbandalag nokk- urra auðvaldsríkja og þar með boðið heim öllum þeim hættum fyrir þjóðerni og tilveru íslend- inga, sem slíku hernaðarbanda- lagi fylgja. Þessi örlagaþrungna ákvörðun var gerð að þjóðinni fornspurðri og án hennar ábyrgðar, en kröf- um fólksins um þjóðaratkvæða- greiðslu svarað með vopnaðri árás lögreglu og hvítliða. í dag lýsir íslenzk alþýða því yfir, að hún viðurkennir ekki, að Atlantshafssamningurinn sé bindandi fýrir fyrir íslenzku þjóðina, og að hún er andvíg hvers konar hernaðaraðild ís- lands.“ Kommúnistum hlaut að vera það ljóst, að lýðræðissinnar í verkalýðsfélögunum gátu ekki sannfæringar sinnar vegna skrif- að undir þetta ávarp. Hér var því á ferðinni tili-aun til sannfæring- arkúgunar eða að öðrum kosti sundrung innan verkalýðsins um hátíðahaldið 1. maí Þaðkusu kommúnistar frekar en að óhlýðnast fyrirskipunum frá Rússlandi. Þeim' er annarra um þjónustu við Rússa í utanríkis- málum en einingu verkalýðsins í hagsmunamálum hans. Furðuleg er sú yfirlýsing kommúnista, að lögleg samþykkt Alþingis sé ekki bindandi fyrir þjóðina, af því að einhverjir felli sig ekki við hana. Hvernig yrði stjórnarfarið í landinu, ef þessi regla ætti að gilda almennt? Það er hætt við að það endaði með einræði. En er það ekki slíkt stjórnarfar, sem kommúnistar eru að keppa að með öllu sínu brölti? istar séu hneykslaðir, meira að segja hafa kommúnistar allra manna sízt ástæðu til þess. Vit- anlega hefir blindui' átrúnaður mannsins á nazista rekið hann út á þá óheillabraut að gerast njósnari þeirra og hjálpai'kokkur í Noregi. En íslendingar eru ekki búnir að gleyma því, að framanaf stríðsárunum, meðan Rússar voru bundnir vináttuböndum við Þjóðverja, sögðu kommúnistar hér á landi, að það væri „aðeins smekksatriði", hvort menn væru með eða móti nazistum, enda voru kommúnistar þá ekki ske- leggari en það móti „fasisma og stríði“, að þeir vildu láta íslend- inga svelta Breta, svo að þeir gætu ekki sigrað fasismann. Á þeim tímum voru því kommún- istar andlega skyldir varalög- reglumanninum, sem hafði þann „smekk“ að vera í þjónustu naz- ista gegn frelsisunnandi og frið- samri þjóð. Og enn er þessi and- legi skyldleiki varalögreglu- mannsins og kommúnista hinn sami að því leyti, að þeir eru haldnir blindum átrúnaði á er- lent herveldi, sem þeir segja að hafi á að skipa 800 milljónum grárra fyrir járnum. Og þessu herveldi hlýða þeir skilyrðislaust hvað sém hagsmunum og velferð þeirra eigin þjóðar líður. TILKYNNING um umferð Það tilkynnist hér með almenningi, að á kafla þeim í Kaupvangsstræti vestan Hafnar- strætis, þar sem kantsteinar hafa verið mál aðir rauðir, er bannað að yfirgefa bifreiðar. Jafnframt er vakin athygli á banni því, sem nú gildir í þessu efni á kafla þeim í Hafnar- stræti, þar sem kántsteinar eru málaðir rapðir. Einnig er vakin athygli á því, að algerlega er bannað að láta bifreiðar standa vinstra megin á einstefnuakstursgötum, og að bannað er að láta bifreiðar standa lengur en 15 mín- útur á hægri kanti einstefnuakstursgatna og á aðalgötum í miðbænum og Kaupangsstræti, nema nauðsyn beri til vegna þess að lengur sé verið að ferma og afferma. Bannað er að leggja bifreiðum á akbraur um við bifreiðastöðvar. Að marggefnu tilefni skal vakin athygli á| þeim ákvæðum lögreglusamþykktar ba>jarins,| að bannað er að stöðva bifreiðar nær gatna mótum en 5 metra, miðað við húsalínu, ogl bannað er að leggja bifreiðum upp á gang-1 stéttir. Fyrir brot á ofangreindum ákvæðum verða menn látnir sæta refsingu samkvæmt ákvæð- um lögreglusamþykktar og bifreiðalögum. í í Lögreglustjórinn á Akureyri, 17. maí 1949. Sigurður M. Helgason | settur. i SKJALDBORGAR —o— Kommúnistar eru sagðir hneykslaðir yfir því, að kvaddir hafi verið í varalögregluna í Reykjavík í kommúnistauppþot- inu 30. marz sl. maður nokkur, er var á stríðsárunum í þjónustu nazista í Noregi og vann þar mörg skemmdarverk gegn frels- isbaráttu norsku þjóðarinnar en til hagræðis kúgunarstjórn naz- ista. Sé rétt frá skýrt um það, að BÍÓ í kvöld kl. 9: I Söngur tatarans | i (Spil Zigöjner) \ Hrífandi, frönsk söngva- I ! mynd. — Hin heimsfræga | i Tatarahljómsveit Aljred I 1 Rode leikur og franski I Til sölu: 20 1. pottur, • undirsæng og ný, 12 kv. rafmagnstúba í EiðsvallagÖtu 20 (suðurdyr). r 11 r 11111 til sölu við Þingvallastræti. slíkur óhappamaður hafi verið ráðinn til lögreglustarfa, er ástæða til að fleiri en kommún- f söngvarinn José Nougero \ I syngur. | Ha'llur Benediktsson, Berglandi. Vegleysu-Páll og félagar hans Hér á Húsavík skeði á sl. hausti atburður, sem bæði er þjóðfræg- ur orðinn og um leið varpar hann skíru Ijósi yfir það, hvernig póli- tískir loddarai' geta blindað stór- an hóp manna og talið þeim trú um að þeir séu að gera rétt, þó innst í meðvitund þeirra sé vak- andi vissa um þ§.ð, að þeir séu að gera rangt. Tvö pólitísk leiguþý tóku í al- gjöru heimildarleysi atkvæðis- réttinn af 12 verkamönnum hér í Húsavík við kosningu til 21. þings Alþýðusambands íslands, en höfðu hvergi til þess stoð í lögum eða samþyklctum Verkamanna- félags Húsavíkur né annars stað- ar frá. Þeim var strax bent á það, að þetta væri ekki hægt í lýðfrjálsu landi, það væri ekki hægt að taka helgasta réttinn af nokkrum manni án dóms og laga. Þessu skeyttu þeir engu, en fóru sínu fram, hafa sennilega hugsað sem svo, við skulum vinna kosning- una, þá með svikum ef annað dugar ekki til. í tilefni af þessu níðingsbragði, sem verkamennirnir voru beittir, skrifaði eg allharðorða grein í „Dags“, sem út kom laust eftir áramótin í vetur. Réðist eg þar óvægilega og með sterkum orð- um á þessi óþokkaverk í garð verkamanna. • Eg vildi með því fá þessa pilta, sem farnir voru að tileinka sér aðferðir Hitlers, til þess að skrifa um málÆ. Fengi þá almenningur gott tækifæi'i að sjá þessa kögur- sveina á vegleysu blekkinga og ósanninda. Mundi þá svo fara, að þeir hefðu varanlega skömm af ivérkinu. í grein minni í ,,Degi“ gat eg þess að. 120 verkamenn hefðu kosið með kommúnistum. Og eg spyr þar: ITvað um þessa menn? Eru þeir ekki allir samsekir? Áttu þeir ekki að heimta það, að réttlætið ríkti í þeirra félagi? Þeir vissu allir hvað hafði gerzt, ekkert þar var þeim hulið. En allir þögðu þeir og létu sér vel líka. Ef svo er, að , sökin sé líka þeirra, þá vil eg spyrja: Er eng- inn í þessum stóra hóp það sjálf- stæður, að hann vilji hrinda af sér sökinni á opinberu’m vett- vangi? Þorir enginn þeirra að bera sannleikanum vitni? Og ef svo er, hvað er í vegi? Er allur þessi stóri hópur í álagsham? Sé svo, hver hefir lagt þann álags- ham yfii' þá? Sjái þeir ekki að sér, eru þeir á hraðri leið með komm- únistum út á vegleysur einræðis og ofbeldis. Bæri einhver þeirra gæfu til þess að koma fram og K. A. K. A. T E N NIS Tennisvöllurinn verður opn- aður strax að Viðgerð lokinni. Væntanlegir tennis-iðkendur tilkynni þátttöku sína í Bóka-. verzlun Gunnl. Tr. Jónssonar sem fyrst. Félagar sitja fyrir tímurn. Tennisnefnd K. A. Chevrolet-vörubifreið, 3ja tonna, með vélsturtum, módel 1941, vel meðfarin, er til sölu. IIALLDÓR JÓNSSON, Hafnarstræti 103, Akureyri. játa sekt sína, væri hann maður að meiri. Eg hefi nú beðið í fjóra mánuði, en ekkert hefir komið fram, sem bendir til þess að þessir mennhafi náð réttum áttum, heldur þvert á móti. En enginn má taka orð mín þannig, að eg telji mig hafa beðið til ónýtis. Tveir kommúnistar hafa skrifað um málið. En það voru engai' sannleikselskandi sál- ir, sem þar komu fram á ritvöll- inn. Fyrri greininni hefi eg gert nokkur skil. Höfundur að seinni greininni er Páll Kristjánsson, nú skrifstofumaður hjá Húsavíkui'- bæ, þjóðfrægur maður orðinn. Þegar eg hafði lesið langhund Páis Kristjánssonar, sem hann lét ,,Verkamanninn“ birta, datt mér í hug illa ofinn vefui', þar sem uppistaðan er fals en ívafið blekking og aldrei bættur slitinn þráður, því að það grisjaði í gegn- um voðina. Inn í grein sína vefur P. K. ýmsum óskyldum málum, sennilega til að blekkja þá, sem ekkei't þekkja til málanna. Manni dettur í hug, við lestur greinar- innai' að P. K. væri launaður „specialisti“ í að þyrla upp ryki og leiða sína menn út á vegleysur. Páll Ki'istjánsson hefði átt að sleppa úr grein sinni öllum þess- um óskyldu málum, sem hann puntar upp á grein sína með, til þess eins að fela sannleikann, sem hann hræðist í þessu tilfelli, en segja heldur í þess stað frá því þegar sýslumaðui' Þingeyinga kom inn að kjöi'borðinu til hans í haust og lét hann játa það í votta viðurvist, að hann tæki kosninga- réttinn af verkamönnunum. Einu sinni lánaði eg manni of- urlitla fjárupphæð. Honum gekk seint og illa að borga. Ef hann sá að leiðir okkar mundu liggja saman, kaus hann heldur að taka á sig krók og ganga út í keldur og karga en að mæta mér. Þetta sama hefir nú hent P. K. Hann hefir flúið af götunni, ekki þorað að játa sannleikann, heldur kosið að fara út í fúamýrar blekking- anna. Um alllangt skeið höfðu komm- únistar stjórnaraðstöðu í Verka- mannafélagi Húsavíkur. Þá var P. K. þar aðalundirróðui'smaðui'- inn og sá sem réði stefnunni. Nú er því lokið. Mikill meirihluti húsvískra verkamanna hefir gert sér grein fyrir því, að leiðsögn þessa manns var út á vegleysu og leiddi til ófarnaðar, þeir hrundu af sér yfirráðum hans og félaga hans. Bílstj óradeildarmálin, sem P. K. moldviðrast um í grein sinni, en sem aldrei komu kosninga- málinu við, var til umræðu á fundi í V. H. fyrir stuttu síðan. — Þar varð sjónarmið P. K. og fé- laga hans í svo miklum minni- hluta, að aðeins rúmir 20 fund- armenn greiddu tillögu þeirra atkvæði, en rúmir 60 á móti. Páll Kristjánsson og félagar hans hafa lagt mikið á sig til að hnoða saman í greinum sínum níði og skömmum um mig. Það læt eg mér í léttu rúmi liggja. Úr þeirri átt er aldrei neins góðs að vænta. Það er líka háttur óvand- aðra manna að fara þannig að andstæðingi sínum, þegar þeir þurfa að ganga á snið við sann- leikann. Vegleysu-Páll og félagar hans, tóku héi' í Húsavík það, sem þeir höfðu engan rétt til að taka. Það vita þeir líka vel sjálfir, en hafa ekki þorað að játa. Hvað veldur þessu kjarkleysi mannanna? En blekkingarnai', sem þeir hafa reyrit að -hylja þetta mál með og um leið sannleikann, elta þá eins og skuggi og veldur því að menn forðast samskipti við þá, meira en ella.,T Ilelgi Knstjansson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.