Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. maí 1949 D A G U R 5 Skólalöggjöfin kemur til framkvæmda: Menntðskólanum á Akureyri leyft é hafa miðskóla deild næsfu fvö árin .Vý framhaldsdeild - 4. bekkur - tekur til starfa í Gagnfræðaskóla Akureyrar nú í haust Eins og áður hefir vérið getið um hér í blaðinu, kom fram á Al- þingi í vetur frumvarp um breytingu á lögum um mennta- skóla, en samkvæmt fi’v. þessu skyldi menntaskólanum hér á Akureyri leyft að hafa gagn- fræðadeild með sama hætti og áður. Menntamálaráðuneytið leitaði umsagnar milliþinga- nefndar í skólamálum um frum- vai-p þetta, en sú nefnd hefir um alllangt skeið nú að undanförnu unnið að því að endurskoða og samræma allt skólakei’fi landsins. Eiga þessir menn sæti í nefnd- inni: Ásmundur Guðmundsson, prófessor, Kristinn Ármannsson, menntaskólakennai’i, Ármann Halldórsson, skólastjóri, Ingimar Jónsson, skólastjóri, Helgi Elías- son, fi-æðslumálastiói'i, Sigfús Sigurhjartarson, alþ.m., og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Milliþingánefndin svax-aði er- indi menntamálai’áðuneytisins með alllangi-i, rökstuddri gi’ein- argerð, og lögðust nefndarmenn einhuga á móti frumvarpinu. Hins vegar lagði meiri hluti menntamálanefndar neðri deildar Alþingis — eða- þrír af fimm al- þingismönnum, er sæti eiga í þeirri nefnd — það til málanna, að frumvarpsgreininni skyldi breytt þannig: „í næstu tvö ár skal, ef húsrúm leyfir, starfa við Menntaskólann á Akureyri mið- skóladeild, enda stax-fi þá lær- dómsdeild skólans samkvæmt löguin um menntaskóla nr. 58 írá 7. maí 1946.“ — í nefndaráliti sínu segist meirihlutinn leggja þetta til fyrst og fx-emst vegna utanbæjar- nemenda. Nokkur átök urðu í þinginu um málið, enda lagði minnihluti menntarnálanefndar n. d. ákveðið til, að fi’umvarpið yi'ði fellt, en frumvarpsgreinin varð þó afgreidd í því formi, sem meiri- hluti nefndarinnar lagði til. Samkvæmt þessari afgreiðslu Alþingis munu stai'fá hér á Ak- ureyri næstu tvö árin tveir skól- ar, er búa nemendur undir mið- skólapróf, en það verður fram- vegis hið eina próf, er veitir nem- endum rétt til að stunda nám í hinum óskiptu fjögui’ra ára íhenntaskólum á Akureyri og í Reykjavík. Er próf þetta lands- þróf, en það þýðir, að ein og hin sönxu prófverkefni verða lögð fyrir alla þá nemendur, er slíkt próf þreyta, í ölliun miðskólum og gagnfræðaskólum landsins. Af þessu leiðir, að námsefni hlýtur að verða eitt og hið sama í mið- skóladeildum beggja skólanna, gagnfræðaskólans ög mennta- skólans hér. Fram að þessu hefir M. A. ek'ki staðið í beinu sam- bandi við neinn miðskóla. En nemendur, er lokið hafa gagn- fræðaprófi við G. A. og fleiri gagnfræðaskóla, hafa fengið að setjast í 3. bekk M. A. (er svarað hefir til bekkjar þess, er fram- vegis nefnist 1. bekkur lærdóms- deildar) eftir meðmælum skóla þeirra, sem hafa brottski-áð þá. Ennfremur hafa og að undan- förhu allmargir nemendur frá G. A. þreytt gagnfræðapróf við M. A., sem utanskólamenn, sama vorið og þeir voru brottskráðir- úr G. A., og hafa þeir langoftast hlotið svo háar einkunnir, að þeir hafa öðlast rétt til að setjast í lærdómsdeild, samkvæmt hinu eldra fyrirkomulagi og prófkröf- um menntaskólanna. Samkvæmt skólalöggjöfinni nýju vei-ða nemendur fx’amvegis að læra nokkuð meira en verið hefir til þess að ná gagnfræða- prófi, enda er svo i-áð fyrir gert, að þeir stundi, að miðskólaprófi loknu, nám í einn vetur í sér- stökum framhaldsbekk, gagn- fræðadeild, til þess að búa sig undir hinar nýju og auknu próf- kröfur gagnfræðastigsins. En samkvæmt breytingum þeim, er Alþingi hefir nú gert á skólalög- gjöfinni, og gerð hefir verið gi-ein fyi’ir hér að framan, mun M. A. ekki brottskrá þá nemendur, er frámvegis setjast þar í 1. bekk miðskóladeildar, sem gagnfræð- inga, því að löggjöfin gei'ir ekki ráð fyrir neinum gagnfræðabekk í þeim skóla, heldur tekur fjög- urra ára óskipt lærdónxsdeild ein þar við, að miðskólaprófi loknu. Hins vegar mun slíkur fram- haldsbekkur, — 4. bekkur — bætast við í gagnfræðaskólnum hér þegar á næsta hausti. Tekur skólalöggjöfin ekki eins ýtarlega til um námsefni það, er kennt skal í framhaldsbekk þessum, sem um kennslugreinar og til- högun í neðri bekkjum miðskóla- deildanna, enda er, svo sem áður var getið, þeim deildum allra skóla miðslcólastigsins fyrst og fremst ætlað það hlutverk að búa menn undir hið sameiginlega landspróf, miðskólaprófið. Hins vegar mun ekki gei’t ráð fyrir því, að hið nýja gagnfræðapróf verði landspi-óf, og mun löggjaf- inn ætlast til, að skólai’nir hafi allfrjálsar hendur um fi-amhalds- námið, þannig, að þeir geti farið þar að nokkru sínar eigin leiðir, hver um sig og eftir því, sem bezt þykir henta eftir aðstæðum á hverjum stað. Hér mun t. d. gert ráð fyrir því, að auk aðalnáms- greina gagnfræðaskólans í neðri bekkjunum, svo sem tungumála og reiknings, bætist við nýjar og hagnýtar námsgi’einar, eins og vélritun og bókhald. Til skýringar á því, er að ofan segii’, skal þess að lokum getið, að enda þótt námstíminn í gagn- fræðaskólunum lengist þannig um eitt ár fi-á því, sem áður var, munu unglingai’nir að jafnaði ljúka gagnfræðaprófi sínu á saina aldri og áður var almennast, þ. e. 16—17 ára gamlir. Stafar þetta af því, að unglingadeildir gagn- fræða- og miðskólanna taka nú við unglingunum af barnaskólun- um einu ári fyrr en vei’ið hefir, þ. e. a. s. 13 ára gömlum að jafn- aði, í stað 14 ára áður. Lengist því heildartíminn frá fyrstu byrjun til gagnfræðaprófs ekki, þótt skólaskyldan lengist hins vegar, samkv. fræðslulögunum nýju, um eitt ár. Hin nýja löggjöf um breytt og samræmt skólakerfi í landinu er nú smám saman að komast til fulli-a framkvæmda, þar sem því vei’ður við komið. Af því fljóta að sjálfsögðu margar og allmikil- vægar breytingar að ýmsu leyti. Ekkert er líklegra né eðlilegra en það, að allur almenningur hafi ekki enn gert sér fulla og ljósa grein fyrir því, hvað í þessum bi’eytingum felst, eða hvert er stefnt með einstökum atriðum hins nýja skólakex’fis, eða jafnvel fræðslulöggjöfinni í heild. Um slíkt má og jafnan deila, án þess að nokkur óyggjandi eða jákvæð lausn fáist á þeirri deilu. Líkleg- ast er, að reynslan ein fái endan- lega úr því skoi’ið, hvex’su ein- stök atriði og heildai-kerfið sjálft muni gefast í fullri framkvæmd, þegar tímar líða fram, enda virð- ist ekki óskynsamlegt að álykta sem svo, að hyggilegast sé — a. m. k. úr því, sem komið er og slík tilraun til samræmingar og heild- ai’kei-fis h’efir þegar vei’ið gerð — sjálfsagt „að beztu manna yfir- sýn“ — og löggjöfin nú þegar að vei’ulegu leyti tekin til fram- kvæmda — að bíða átekta og dóms reynslunnar, áður en nokkrar kákbreytingar v erða á heildai’löggjöfinni gerðar, enda skyldu menn að óreyndu naum- ast gera ráð fyrir því, að þeir hin- ir sömu löggjafar, sem í gær að kalla guldu slíkri löggjöf fullt samþykki sitt og ljúft jákvæði, eða hreyfðu þá engum verulegum andmælum né efasemdum í tæka tíð, — reynist nú fáanlegir eða jafnvel óðfúsir til þess að leggja hönd á þetta afkvæmi sitt, áður en það getur kallazt risið á legg, og engin reynsla er enn af því fengin. Þess skal að lokum getið, að heildarlöggjöf um samræmt skólakerfi, er gengur í öllum höfuðatriðum mjög í sömu átt og skólalöggjöfin nýja, sem er nú smám saman að komast til fullra framkvæmda hér á landi, — hefir þegar um nokkurt skeið gilt í ýmsum þeim löndum, sem næst okkur eru og skyldust um stað- hætti, þjóðfélagshætti, menningu og hugsunai-hátt að flestu leyti, svo sem á Norðui-löndum og hjá fleiri þjóðum, sem einna fremst eru taldar standa í heiminum á sviði alþýðufræðslu og almennrar menningax’. Má ætla, að ráða- menn þeir, er stóðu að undirbún- ingi og setning hinna nýju skóla- laga okkar, svo sem alþingismenn úr öllum flokkum og ráðunautar þings og ríkisstjóx-nar í skólamál- um, hafi talið að slík lög- gjöf hafi vel gefizt þess- um frændþjóðum okkar, fyrst félaginu á árinu sem leið, um rösklega 1 millj. kr. og varð heildarútflutningur á vegum þess alls um 6 millj. ki’óna. Sala vei’k- smiðjanna og innlendra afurða innanlands jókst aftur á móti talsvert og varð alls um 22Vá millj. ki’óna. Sala ýmissa annarra deilda, svo sem hótelsins, gi’óður- húsanna, skipasmíðastöðvar, kassagerðar o. fl., var, 7% millj. ki’óna. Heildarvöi’usala félagsins, í verzlunardeildum, verksmiðj- um, innlendum afui’ðum o. s. frv., jókst alls um rúmlega eina millj. ki’óna. Framkvæmdastjórinn benti á, að allt að helmingur af heildar- vörusölu félagsins sé nú orðin sala á afurðum og öðrum um- boðssöluvörum, sem greiða aðeins mjög lág sölulaun, en sala þessai’a vara hefir í för með sér mikið bókhald og annan i’ekstui’skostn- að. Yi’ði þetta því tilfinnanlegra íyrir heildarrekstur félagsins, er svo fæi’i að þessi grein starf- rækslunnar stækkaði meira en í hlutfalli við sjálfa vei’zlunina með aðfluttar vörur. Aukixi inneignasöfnun. Framkvæmdastjórinn greindi frá því, að hagur félagsmanna gagnvart félaginu hefði enn batn- að á árinu 1948, eða um rösklega IV2 millj. ki’óna og nema inn- stæður félagsmanna í viðskipta- reikningum, innlánsdeild og stofnsjóði nú rösldega 21 milljón króna, en skuldir félagsmanna aðeins 271 þús. kr. Félagsmenn voru í árslok 1948 4860. 1 félagið gengu á árinu 390 menn, en úr því 186. Hér hefir aðeins verið stiklað á nokkrum atriðum í hinni ýtar- legu skýrslu forstjórans um hinn margháttaða rekstur félagsins á sl. ári. 4% endurgreiðsla, Stjórn og endurskoðendur lögðu til að félagið endurgreiði félags- mönnum 4% á kaup þeii’ra á ágóðaskyldum vörum, en 6% af brauðum og lyfjum. Þá var og lagt til að stjói-nni yrði falið að ákveða endanlegt verð á kjöti, gærum og ull frá 1948, þegar séð verður hvað félagið fær fyrir þessar vörur. Loks að staðfesta ákvörðun mjólkursamlagsfundar um uppbót á mjólk. þeir tóku þann kostinn að sníða hin nýju, íslenzku fræðslu- lög svo mjög eftir henni sem gert hefir verið, enda verður það að teljast líklegt, að þeir hinir sömu ráðamenn kalliþaðfullafjai’stæðu að hvika frá þessum gerðum sín- um í aðalati’iðum að óreyndu, þótt ýmis andmæli kunni að heyrast í fyrstu í gai’ð þessai-ar nýjungar sem svo margra ann- ari-a, meðan fyi’ii’hugaðar breyt- ingar ei'U að komast í fi-am- kvæmd, og almenningi hefir enn ekki gefizt tóm til að venjast ný- mælunum og breytingunum, né átta sig á þeim til fulls. Þar sem fundurinn var enn skammt á veg kominn, er blaðið þurfti að vera fullbúið í press- una, verður frásögn af öðrum stöx-fum hans að bíða næsta blaðs. Hljómleikar Geysis og Birgis Halldórssonar Karlakói'inn Geysir og tenór- söngvarinn Birgir Halldórsson efndu til hljómleika í Nýja-Bíó hér sl. fimmtudagskvöld. Ingi- mundur Ái-nason stjórnaði kórn- um, einsöngvai-i með kórnum var Kristinn Þorsteinsson, en píanó- undirleik annaðist Ái'ni Ingi- mundarson. Frk. Þórgunnur Ingimundardóttir annaðist undir- leik fyrir Birgi-Halldórsson. Kór- inn söng sex lög, nokkur þeirra ný, en önnur eldri kunningjar. — Flutningur kórsins var yfirleitt ágætur, söngurinn samstilltur og vel æfður, svo að víða var unun á að hlýða. Má þar til nefna „Frels- isljóð“ Árna Bjöi’nssonai’, „Skeppet“ eftir Myrberg og hið þróttmikla lag Bjöi’gvins „Á Finnafjalli“. Kórinn flutti þarna í fyrsta sinn skemmtilega og fall- ega dansvísu eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Geysir hefir verið hljóður nú um nokkurt sinn, en þessir hljómleikar sýndu ótví- rætt áð kórinn býr enn sem fyrr yfir hinum gamla krafti og mynd- ugleik, er áreiðanlega í fremstu röð íslenzkra karlakóra enn í dag. Birgir Halldói’sson söng fjögur lög, eftir Mozart, Schubert, Bjöx’gvin Guðmundsson og Jón Laxdal. Birgir hafði hljómleika hér í bænum fyrir nokkrum ár- um og bæjai-menn vita síðan að hann er einn hinn ágætasti lyr- iskur söngvai’i, sem hér hefir heyrzt. Bar söngur hans í þetta sinn þess vott. Meðferð hans á þessum lögum var í alla staði hin prýðilegasta. Hér er maður sem kann að syngja og beita röddinni. Raddstyrkurinn er ekki mikill, en meðferð hennar mjög fáguð og smekkvís. Hlaut söngur hans í þetta sinn mikið og verðskuldað lof áheyrenda. Hafi kór og einsöngvarar beztu þökk fyrir hljómleikana. A. - Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga (Fmmh. af bls. 1) !

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.