Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 25.05.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 25. maí 1949 k C {á HVERFLYND ER VERÖLDIN Saga eftir Cbarles Morgan 21. DAGUR. (Framhald). „Upplýstist nokkurn tíman hvað Hegrinn ætlaði að gera við frímerkin og umslögin, sem þú sást hann taka kvöldið sem hann orti kvæðið?“ spurði gamla frúin. „Nei, eg spurði hann aldrei um það.“ Þessi spurning hafði komið honum í mikinn vanda. Hvað hafði hann annars sagt gömlu frúnni mikið á dögunum? Grun- aði hana meira en hún lét? Hvað sem því leið, fannst honum hún mundi hafa samþykkt þær að- gerðir, sem gerðar voru í Blaise. Hann stóð upp. „Það er orðið framorðið," sagði hann. „Eg verð að kveðja.“ En þótt hann léti svo, var hann samt dræmur til að fara. Þau stóðu þrjú við garðshliðið og horfðu út í kvöldkyrrðina. Þá sagði hann nokkuð, sem þeim fannst undarlegt og þær skildu ekki. „í Blaise", sagði hann allt í einu, „varð eg að taka ákvörðun, sem ætti aldrei að krefjast af neinum manni, því að það val getur aldrei látið samvizkuna í friði. „Eg skil ekki hvað þú ert að fara,“ sagði Valería. „Hvað er það, sem þú skilur ekki?“ „Eg skil næsta lítið af sögu þinni, nema það, að þér þótti vænt um Hegrann.“ „Það er líka nóg.“ „En hvers vegna gerir sagan þig óhamingjusaman?11 „Hegrinn er dáinn.“ „Mér þótti vænt um bróður minn. Hann er dáinn. Samt er samvizka mín í friði.“ „Við skulum gleyma þessu,“ sagði hann, dálítið afundinn. Og þetta tal féll niður. Hann reyndi að vera glaðlegur og spjalla um endurfund þeirra á morgun. Því næst hélt hann af stað eftir gangstígnum. „Það er til styttri leið,“ kallaði gamla frúin á eftir honum. Annar stígur lá í gegnum skóginn og heim undir Wyburton-heimilið. „Það er stígurinn sem frú Wy- burton sýndi þér um daginn, Valería,11 hélt hún áfram. „Já, eg man eftir því, eg skal ganga með þér áleiðis, Philip.“ Það var augsýnilega þetta, sem gamla frúin vildi. Hún vildi að þau gætu spjallað meira saman, tvö ein. „Gamla konan vildi vel,“ sagði Valería, er þau voru komin af stað, því að hún hafði líka skilið bendingu hennar. „Já, og gerði vel,“ bætti hann við. Þau gengu hvort á eftir öðru um þröngan skógarstíginn. „Þú sagðir að lát bróður þíns snerti ekki samvizku þína áðan. Hvers vegna tókstu svo til orða?“ spurði hann. „Þú sagðir áður um Hegrann, að lát hans léti ekki samvizku þína í friði. Það voru orð þín.“ „Já, en um annað efni.“ „Já, eg veit það, en stundum þegar breytt er um samtalsefni, heldur hugsunin áfram. — Eg á við, að eg var enn að hugsa um það, sem þú sagðir, að dauði vin- ar þíns léti samvizku þína ekki í friði. Eg sá á andliti þínu, að þú tókst nærri þér að segja frá þessu.“ „Það er einkennilegt,“ sagði hann, „hversu allt hefir breytzt síðan eg kom hingað. Jafnvel það, sem liðið er. Daginn áður en eg sá þig fyrst, sá eg fyrir mér alla söguna í Blaise, eins og eg óskaði að hafa hana og eins og eg vildi muna hana. En svo fór ýmsu öðru að skjóta upp í huga mér, ýmsu, sem eg vildi ógjarnan muna eft- ir. En það varð ekki kæft. Ekki í návist Maríu og Julians, og allra sízt í þinni návist.“ „Minni? En hvaða áhrif gæti eg haft á slíkt?“ „Miklu meiri en þú gerir þér Ijóst. Til dæmis það, að sjá þig og heyra rödd þína, vekur jafnan þá tilfinningu í bljósti mínu, að Hegrinn geti ekki verið dáinn, heldur sé hér mitt á meðal okk- ar. Undarlegt, en satt.“ Hann sagði henni það, sem gerzt hafði, eins greinilega og sann- sögulega og honum var unnt. Fyrst reyndi hann að gera henni ljóst, að þótt Julian Wy- burton bættist í hópinn í Blaise, skapaði það ekki sundrungu eða óánægju. „Mér fannst hann kuldalegur fyrst,“ sagði Stur- gess, „líklegast af því, að þetta ævintýri, sem eg kallaði svo og mér fannst spennandi, leit ekki þannig út í augum hans. Hann tók það bara sem venjulegan og al- gengan viðburð í lífi hermanns- ins. Þar sem Julian hafði ekki áð- ur verið á vegum Einstigsins, bað María hann að sverja trúnaðar- eiðinn, eins og eg hafði gert. Juli- an varð að læra æfingar okkar í leikherberginu, kynna sér ráð- stafanir þær, sem við höfðum gert til þess að verða ferðbúnir og farnir á nokkrum sekúndum. En þar sem hann var hæst setti for- inginn þarna, tók hann sér fyrir hendur að bæta æfingar okkar og lagfæra. Þar kom, að María gaf fyrirskipanir sínar til okkar með milligöngu hans. Með komu hans breyttist raunverulega ekkert. Við vorum eftir sem áður ein heild, kannske ennþá samstæðari heild en fyrr. (Framhald). Barnakerra óskast til kaups. Afgr. vísar á. IÞROTTIR OG UTILIF Knattspyrna. Þór vann hraðkeppnismótið. — Síðari leikur var milli M. A. og Þórs á þriðjudagskvöldið í síðastl. viku. Lið Þórs var hið sama og á móti K. Á„ en lék nú ekki eins vel og kvöldið áður. Aftur á móti byrjaði M. A. með skörpum og hættulegum upphlaupum og það móti vindi. Við hálfleik stóð þó 2 : 1 Þór í vil. M. A. hafði verið dæmd vítaspyrna, en knötturinn þaut aðeins yfir slána. í síðari hálfleik dró af M. A,- liðinu, þrátt fyrir meðvind. Ein- stakir liðsmenn eru þar góðir, en samleikur er oft í molum, enda er æfing lítil í vetur. Þórsliðið hélt sér allvel til enda, en mark var ekki skorað. Urslit urðu því þau að Þór vann M. A. með 2 :1 (en vann K. A. kvöldið áður með 4 : 2 mörkum). Dómari í síðari leik var Sveinn Kristjánsson. Maí-boðhlaupið. Þetta hlaup komst á sl. mið- vikudagskvöld. Það hafði verið auglýst með upphafi og endi við Ráðhústorg. Og á 9. tímanum streymdi fólkið þangað, sennilega einar tvær þúsundir sálna. Hver spurði annan, hvar ætti að byrja, hvort ekki ætti að fara að byrja, en enginn vissi neitt. — Einn lög- regluþjónn sást ganga þarna um, en þar sem „slagsmál" voru ekki alvarleg, lét hann sér nægja að gefa hornauga! Umsjónarmenn með snúrur eða kaðla, eða braut- arverðir sáust engir. En svo gall við óp mikið: „Þeir koma, þeir koma!“ Jú sannarlega, þarna komu þeir neðan úr Strandgötu — upp með Nýja-Bíó þjótandi tveir „eins og landlækn- ar úr fallbyssukjafti“. Og nú hófst hlaup, fjölmennara en nokkum tíma fyrr á Akureyri, — þvert austui' um Ráðhústorg. Það er að vísu stutt, en þó góð byrjunaræf- ing — haldið bara áfram! Við hornið hjá B. S. O. varð hroða- legur árekstur, stúlka féll í göt- una, gatan hélt þó, en Baldur (M. A.) missti keflið og missti Magn- ús (K. A.) eina 10—15 m. á und- an, en hafði sjálfur verið álíka langt á undan áður. — Áfram, suður Skipagötu — og svo koma þeii' á 400 m. sprettinum sunnan Hafnarstr., Ingi Þorst., lands- frægur Reykvíkingur (M. A.), og Valdi Jóh. (K. A.). Og Valdi virðist draga á jafnt og þétt — að lokum þó nokkra metra. Á leið suður yfir torgið frá Geislagötu til B. S. O. urðu hlaupararnir blátt áfram að troðast gegnum mannþröngina og krækja fyrir bíla! — Og að síðustu kom Bragi Fr. nokkrum metrum á undan Nóa sunnan Hafnarstrætið og í mark. M. A. sigraði á 3 mín. 21.1 sek. Sveit K. A. var 3 mín. 30.7 sek. Fleiri voru sveitirnar ekki að þessu sinni. Það má víst um þetta hlaup segja, að það hafi verið „agalega spennó“, a. m. k. fyrir þá, sem hlaupnir voru um koll, eða áttu fótum fjör að launa og sluppu þannig undan aðalhlaup- urunum! En framkvæmd og eft- irlit hjá K. A. og lögreglunni er varla hægt að hæla. íbúð til sölu Pláss fyrir 2—3 gripi getur fylgt, ef óskað er. — Réttur •áskilinn til að taka hvaða tilboði, seni er, eða hafna öllum. Afgr\ vísar á. Bændur! Bændur! Til sölu tvær ágætar KÝR, eiga að bera í júní og júlí. — Ennfremur tvær KVÍGUR af góðu kyni. Ágætir borgunarskilmálar. Guðmundur Jónsson, Flatey, Skjálfanda. Sumarbústaður, á fögrum stað, í nágrenni bæjarins, til sölu. Afgreiðslan vísar á. Dagstofuliúsgögn Ottoman og tveir stólar, bólstrað, ónotað, til sölu hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Dívanavinnustofu Akureyrar. Afvinna Ungur og liraustur maður getur komist að við létta vinnu. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín, ásamt upp- lýsingum um fyrri störf, inn á afgr. Dags, fyrir 28. þ. m., merkt: „Áreiðan- legur“. Landbúnaðarjeppi vel með farinn, má vera óyfirbyggður, óskast keypt- ur. — Gott verð í boði. Upplýsingar gefur Ásgr. Stefdnsson. Sími 445 og 138. O Fyrirliggjandi: Nótakorkur 9” _ 10“ - 11” Dragnótatóg Teinatóg Jdrn- og glervörudeild. TILKYNNING Frá og með 25. þ. m., þar til öðruvísi verður ákveðið, verð- ur gjald fyrir vörubifreiðir í dagvinnu kr. 26.00 pr. klst. Aðrir liðir samnings Bíl- stjórafélags Akureyrar við at- vinnuveitendur hækka sam- kvæmt þessu. Akureyri, 24. maí 1949. Bílstjórafélag Akureyrax. Bifreiðafélagið Bifröst h.f. r Utvarpstæki til sölu á Spítalaveg 17. Herbergi Eins rnanns og tveggja manna herbergi til leigu. — Einhver húshjálp áskil in. Afgr. vísar á. Atvinna 2’stúlkur geta fengið atvinnu við landsímastöð- ina hér frá 1. júní n. k. Eiginhandar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. þ. m. Símastjórinn. ■ .......... .............. \ V öruflutningar með bifreiðum okkar, rnilli Reykjavíkur og Akur- eyrar, eru byrjaðir. Afgreiðslur þær sömu og áður: Á Akureyri vöru- bílastöðin Bifröst, Sími 244; í Reykjavík Frímann Frímannsson, Hafnarbuðin, sími 3557. Vörum veitt móttaka alla virka daga. Pétur & Valdemar h.f. ------ - -----’j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.