Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1949, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 1949 Úrskurður kosninganna: Heilbrigð umbótasfefna - dýrtíðar- barátta - andspyma gegn öfgum til hægri og vinstri A þessum grundvelli á ný stjórn að starfa FRÁ BÓKAMARKAÐÍNUM Þegar litið er yfir kosningaúr- slitin, blasir það fyrst við að Framsóknarflokkurinn einn allra flokkanna hefir unnið á og sveigt fólk úr andstöðuflokkunum til fylgis við baráttumál sín. Hinir flokkarnir þrauka ýmist í sömu stöðu og áður, eða hafa hörfað. — Kosningarnar eru sterk ábending um það, að efnahagsmálatillögui' þær, sem Framsóknarmenn lögðu fram í sumar og hinir flokkarnir vildu ekki fallast á, er sá grund- völlur, sem á að standa undir stjórnarframkvæmdum næstu ára. Hverjar voru þessar tillögur? Óþarft er að rifja þær ýtarlega upp hér, því að þær eru alþjóð kunnar, nægir að minna á aðal- atriðin. Framsóknarmenn lögðu megináherzlu á, að ríkisvaldið beitti sér fyrir alhliða umbóta- ráðstöfunum, sem kæmu í veg fyrir að þær ráðstafanir til bjarg- ar útflutningsframleiðslunni, sem óhjákvæmilegt er að gera, lentu á baki hinna efnaminni borgara þjóðfélagsins. Að þessu væri stefnt með lagfæringu á ófremd- arástandinu í verzlunarmálunum og afnámi eilífðarkvóta kaup- mangaranna af gjaldeyri þjóðar- búsins, með réttlátri og heil- brigðri vörudreifingu og útrým- ingu spillingar í verzluninni, með álagningu stóreignaskatts í eitt skipti fyrir öll og væri skatturinn byggður á nýju verðmati eigna, með því að uppræta húsaleigu- okur og greiða fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir almenning, herða á verðlagseftirliti og skatta eftirliti og yfirleitt gera hverjar þær aðrar ráðstafanir, sem mið- uðu að því að fyrirbyggja fé- flettingu almennings af gróða- stétt landsins og koma heilbrigð- ari skipan á fjármálalífið allt og auka kaupmátt peninganna í höndum launamanna. Þegar búið væri að framkvæma allar þessar ráðstafanir einarðlega og heiðar- lega, væri tími til kominn að segja við þjóðina: Nú hefir allt verið gert, sem hægt er til þess að ráðstafanir til bjargar útflutn- ingsframleiðslunni komi réttlát- lega niður. Nú vænta stjórn- málaflokkarnir drengilegs stuðn- ings landsmanna við þær ráðstaf- anir, hvort heldur verður niður- færsla dýtríðar, gengislækkkun eða hvort tveggja. Vilji til einarðlegra aðgerða. Undirtektir þær, sem tillögur Framsóknarmanna hafa fengið í þessum kosningum sýna ótvírætt, að fyrir hendi er hjá þjóðinni sterkur vilji til þess að gera heið- ai-legar og raunhæfar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum. Einarðleg framkvæmd þeirra hliðarráðstaf- ana, sem Framsóknarmenn lögðu til að gerðar yrðu fyrst, mundu auka þennan vilja og glæða þann skiining, að allir þegnar þjóð- félagsins verða að leggjast á eitt að koma efnahagsmálum atvinnu veganna aftur í sæmilegt horf. — Það er öllum, launþegum jafnt sem framleiðendum, fyrir beztu, og lífsnauðsyn fyrir þjóðarbú- skapinn í heild. En þótt Fram- sóknarmenn hafi unnið mikinn kosningasigur ,nægir hann engan veginn til þess að þeir geti kom- ið þessum tillögum í framkvæmd óstuddir af öðrum. Til þess að heilbrigð stjórnarstefna geti þró- ast í landinu, verða hinir lýðræð- isflokkarnir að taka tillit til úr- skurðar kosninganna og ganga heilt til verks við að lækna mein- semdina. Hverjar horfur eru á því, að slíkt samstarf megi tak- ast? Um það er allt á huldu enn sem komið er og verður enn engu spáð' um það, hvernig takast muni er stjórnmálamennirnir ganga enn einu sinni að samn- ingaborðinu. En augljóst má það vera, að til þess að heilbrigð um- bótastefna ráði ríkjum -,hér á næstu árum, verður að -verða veruleg lífsvenjubreyting í her- búðum beggja ■ hinna lýðræðis- flokkánná. Hagsmunir kaup- mangara og braskara verða að víkja nú, þótt því væri fjarri tekið af tveimur stjórnarflokkun- um í sumar, er Framsóknarmenn lögðu tillögur sínar fram. Urslit kosninganna mættu verða hinum heilbrigðari öflum í Sjálfstæðis- flokknum nokkur hvatning til þess að láta meira til sín taka nú en verið hefir um sinn, og von- andi verða kosningarnar einnig til þess að sýna Alþýðuflokksfor- ingjunum fram á, að þeim verður ekki lengi stætt á því hála svelli, að ganga til liðs við stóðrgróða- mennina í Sjálfstæðisflokknum þegar það veltur á atkvæði þeirra, hvort gera skuli endurbætur á verzlunarmálunum og öðrum þeim efnum, þar sem hagsmunir almennings og hagsmunir brask- aranna rekast á. Samstarf lýðræðisflokkanna. Eftir kósningarnar ætti að vera til heilbrigður samstarfsgrund- völlur milli Framsóknarmanna og hinna lýðræðisflokkanna, ef for- ingjarnir vilja nokkuð af úrslit- unum læra. Á það reynir nú á næstunni. í þeim leik verða kommúnistar utangátta. Þjóðin hefir of dýrkeypta reynslu af stjórnarferli kommúnista til þess að nokkur stjórnmálaforingi geti verið svo léttúðugur, að ætla sér að efna til slíks ævintýris á nýjan leik. Enda væri það andstætt jeim vilja landsmanna, sem kosningarnar sýna. En sá vilji er ótvírætt þessi: Heilbrigð umbóta- stefna — raunhæf og heiðarleg dýrtíðarbarátta — andspyrna gegn öfgunum til hægri og vinstri. Á þeim grundvelli á ný stjórn að starfa. r „An es illt gengi, nema að lieiman liafi" Alþm. ræður sér ekki af vonzku yfir því, að það hefir valdið al- mennu umtali hér í bæ, að skipu- lögð hafi verið fylgisfærsla frá Alþýðuflokknum til Sjálfstæðis- flokksins. Gengur „skýrsla" Al- þýðum. erfiðlega. Fyrir kosning- arnar fóru leiðandi menn Al- þýðufl. ekki dult með það, að hann ætti hér um 800 kjósendur. Og á mánudaginn, meðan beðið var eftir talningu töldu gætnir menn flokksins töluna ekki geta farið niður úr 700. Nú er eitt af tvennu, að annað hvort eru leið- andi menn flokksins hér ótrú- lega glámskyggnir á fylgi sitt og málstað eða að fylgismenn Alþ.fl. hér eru óvenju svikulir kjósend- ur. „Hinir gamalreyndu baráttu- menn Alþýðufl.“ hafa ekki farið dult með það ,að þeir kysu held- ur sigur Sjálfstæðisflokksins en „madömu Framsókn“. Eru áhrif hinna „gamalreyndu" þá orðin lítil í flokknum, ef slíkur áróður ber engan árangur. Hvernig á þá að skýra fylgistap Alþ.fl. á Ak- ureyri, en fylgisaukningu hans í Eyjafjarðarsýslu? Á að skilja það svo, að Bragi og Stefán Jóhann séu þeim mun geðfeldari og glæsilegri frambjóðendur en Steindór? Eða er Alþ.fl. bara dindill aftan í íhaldinu, sem það getur dinglað eftir vild? O. Ljót grein um Ijóta sögu Alþýðumaðurinn í gær birti Ijóta grein — og telst það nú raunar ekki til tíðinda — um ljóta sögu, undirritaða af Erlingi Frið- jónssyni. Heiti ritsmíðarinnar, er lýsir vel anda hennar: „Gróusyn- ir“. Finnst þeim, sem leggja það á sig að lesa Alþýðumanninn öðru hvei ju, þetta orð fara einkar vel á síðum þess blaðs. Erlingur neit- ar því ákaft að Alþýðuflokks- broddarnir hér hafi stutt íhaldið að þessu sinni og kallar Fram- sóknarmenn Gróusyni fyrir að halda hinu gagnstæða fram. Hins vegar er ekki að finna í grein- inni neina frambærilega skýringu á því, hva ðhafi orðið af fylgi Al- þýðuflokksins á Akureyri. Allur málflutningur Alþýðumannsins nú um langa hríð vitnar og í móti Erlingi og orðbragðið á grein hans gerir það einnig. Alþýðu- maðurinn hér og klíka sú, sem um hann stendur, á hér einn höf- uðfjanda, af skrifum blaðsins að dæma, og það eru Framsóknar- Nýjar Norðra-bækur: AIdre> gleymist Austurland. — Þeir hjálpuðu sér sjálfir. — Kvæða- og vísnasyrpa sú hin mikla, er Helgi rithöfundur Val- týsson hefir tekið saman og valið sem sýnishorn kveðskapar hvorki fleiri né færri en sjötíu og þriggja austfirzkra skálda og hagyrðinga, sem allir munu enn á lífi, færir okkur, sem í bæjunum búum, kærkomna og óræka sönnun þess, að því fer víðsfjarri, að þjóðar- íþrótt okkar íslendinga frá fornu fari, hagmælskan og skáldskapar- listin, sé að því komin að deyja út, gleymast og týnast með öllu — einnig í sveitum landsins. Auðvit- að eru enn til einstakir menn í bæjunum, sem halda í heiðri íþrótt hins bundna máls, en sjald- an heyrir maður þar, nú orðið, nýorta, snjalla lausavísu fæðast, eða vera henta á lofti og berast manna á milli með hrifningu og hlustarnæmi þvílíku, sem bezt gerðist um slíka hluti í uppvexti manns í fásinninu fyrrum. Og sjálfur hefi eg kynnzt of mörgu fólki, unglingum og fullorðnum, sem glatað hafa með öllu „brag- eyranu" góða, sem skar úr því á svipstundu og með óbrigðulli ná- kvæmni hvort rétt var rímað eða ekki, engu síður en „tóneyrað“, sem heyrir það strax, ef sleginn er falskur tónn á hljóðfærið eða réttu hljóðfalli hallað í lagi, — til þess að eg skilji ekki vel ugg þann, sem óttast, að íslenzk ljóð- list verði ekki í framtíð sameign þjóðarinnar allrar, heldur aðeins sérgrein fáeinna sérvitringa og „andlegra fagurkera“, skálda og skólalærðra bókmenntamanna. Aldrei gleymist Austurland er falleg bók ytra jafnt sem innra. Myndir allra höfundanna, hinna sjötíu og þriggja austfirzku sam- tíðarmanna oklcar, fylgja og sanna það ljóslega ,að enn byggir mynd- arleg, fríð og fönguleg kynslóð uppsveitir og útkjálka þessa harð býla lands. Engin úrkynjunar- merki verða greind á þessum austfirzku andlitum. Konurnar eru friðar og gjörvilegar, en karl- mennirnir „sterkir ok vígamenn miklir“, engu síður en kyn þeirra Mýramanna, að því er Egilssaga hermir. Og ljóðin og lausavísurn- ar, sem myndunum fylgja, sanna og ljóslega, að þessir menn eru einnig „sumir spakir at viti“. Þjóðkunnu nöfnin, svo sem Gunn ar Gunnarsson, , Guttormur J. Guttormsson og fleiri, votta þetta menn. Sjaldan er styggðaryrði þar um íhaldið. Og Erlingur sjálf ur kemur upp um það, hvernig honum er innanbrjósts. Öll grein hans er botnlausar skammir og heiftarorð í garð Framsóknar- manna. Þannig er andinn í þeirri íhaldsklíku hér, sem þykist borið til þess að leiða alþýðuna og hann er ekki nýinnblásinn, heldur „gamall og reyndur“ eins og sum ir foringjar Alþýðuflokksins. Og Erlingur reynir ekki einu sinni að dylja gleði sína yfir því að íhald- ið skuli hafa haldið velli í kjör- dæminu. Enda mundi það þrek- raun fyrir hann. ekki' ein, heldur einnig hópur hinna líttkunnu eða alls óþekktu Austfirðinga, sem eiga þarna ljóð og stökur, er ylja manni um hjartarætur og munu lifa — og eiga skilið að lifa — áfram, þótt nöfnin og mennirnir fyrnist og deyi, því að víst er það satt, á sína vísu, sem Einar Benediktsson kvað forðum: „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð.“ — Mcð þessu er auðvitað engan veginn sagt, að öll kvæðin og vís- urnar, sem fylla þessa tiltölulega stóru bók — 368 bls. í allstóru broti — sé góður og mikilsverður skáldskapur. Hér er ekki einu sinni um úrval að ræða, heldur aðeins um eins konar almennings safn eftir fyrstu fjallgöngur, þar sem bæði kynbótafé og verðandi úrtýningur er rekið til réttar. En furðulega fáar eru þar þó stök- urnar, sem marklausar eru með öllu og einskisnýtar. Og sumar þeirra eru gæddar svo undarleg- um lífsneista, að jafnvel hatram- legir smíðagallar megna ekki að níða úr þeim listina og líftóruna, og magnaðar áherzluskekkjur snúast stundum á einhvem kyn- legan hátt í „fegrunarbletti“, sem auka fremur áhrifin í stað þess að draga úr þeim ,eða drepa þeim al- gerlega á dreif, eins og þessi böngulega staka um þinghöldin mörgu sannar: Á íslandi allt um kring eykst sú fjandans svívirðing að allan standi ársins hring allrahanda kjaftaþing! Og villtir og ráðlausir menn í félagsmálum, sem ættu þó auð- vitað fyrst og fremst skilið, að við „smáborgararnir“ gerðum þeim sömu skil og þeirra nótar gera ávallt og æfinlega okkar mönn- um, þ. e. „skærum þá niður við trog“, eða í bezta falli skildum þá eina eftir handan við járntjöld þagnar og fyrirlitningar, — verða þó enn að njóta hins borgaralega umburðarlyndis og réttlætis- kenndai', sem Níels skáldi var haldinn af, þegar hann sagði forð- um um Jónas Hallgrímsson: „-----Hann er meira: Hann er skáld, mannskrattinn.“ — Og því skal það fúslega viðurkennt ,að vel er þetta sagt, þótt ekki sé eft- ir því breytt: „Að eiga draum í dagsins tryllta gný og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg, — að eiga sýn til sölar, gegnum ský, og sorg í hjarta, — það er skáldi nóg.“ Mér þykir gaman að austfirzka ljóðasafninu, og eg kann höfund- um þess, safnara og útgefanda þökk fyrir sendinguna. Og svo er það bókin hans Pat- riks okkar Gallaghers, kaupfé- lagsstjórans írska, sem barðist sinni baráttu fyrir hugsjón sam- vinnustefnunnar í fátækri út- kjálkasveit á írlandi, —einkenni- lega keimlíkri baráttueinvíginu, sem þeir háðu á sínum tíma Draflastaðamenn og þeirra líkar við arftaka einokunarverzlunar- innar hér á landi, — saga sveita-* mannsins, sem fór til Lundúna-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.