Dagur - 23.11.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1949, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 23. nóvember 194® DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur tit á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. i l'RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Stjórnarkreppan og hár Munchhausens VÍST HAFÐI forseti vor lög að mæla, er hann lét svo ummælt í Alþingissetningarræðu sinni nú á dögunum, að það sé róttur og sky.lda forseta að reyna að skipa ráðuneyti, innan þings eða utan, þótt það hafi ekki fyrirfram tryggðan meirihluta þings, ef slíkur stuðningur fæst ekki. — „Alþingi getur lýst vantrausti á slíku ráðuneyti, en verður þá um leið að sjá fyrir öðru ráðuneyti ,sem því líkar betur.“ Um leið og forsetinn gerði réttilega grein fyrir því, að þjóðarnauðsyn krefði, að starfhæf ríkisstjórn- verði mynduð án tafar, svo að snúizt yðri mynduglega við aðsteðjandi voða, setti hann þingheimi frest til mánaðarloka að mynda þingræðisstjórn, en ella myndi hann telja sig til- neyddan að skipa nýtt ráðuneyti á sitt eindæmi, er Alþingi gæti þá hafnað eða sætt sig við, ef þáð treystist ekki til að mynda ríkisstjórn méð venju- legum þingræðisháttum innan sinna eigin vé- banda. ÞÁ VAR ÞAÐ ekki síður í samræmi við réttar og eðlilegar þingræðisreglur, að forseti sneri sér fyrst til formanns þess þingflokksins, er mestri fylgisaukningu átti að fagna í nýafstöðnum þing- kosningum, og fól honum að gera tilraun til stjóm armyndunar. Hermann Jónasson karinaði mogu- leika sína til þessa með samræðum við fulltrúá þingflokkanna, og að þeirri könnuri lokinni dró hann ekki forsetann eða þjóðina lengi ó sváríriu: Athugun hans hafði leitt það í ljós, að enn var ekki, að hans dómi, fundinn þingræðislegur grundvöllur til slíkrar stjórnarmyndunar, að svo stöddu, en formaður Framsóknarflokksins mun hvorki hafa talið flokki sínum né þjóðinni ávinn- ing að neinni þeirri stjórn ,er ekki gæti snúizt ein- huga og djarflega að því erfiða hlutverki að bjarga atvinnulífinu og fjárhagskei-fi þjóðarinnar í heild sinni frá yfirvofandi hruni og fullu öngþveiti. ÞEGAR ÞETTA er ritað standa málin þannig, að forstinn hefir enn samkv. eðlilegum þingræðis- venjum snúið sér til formanns stærsta þingflokks- ins, Ólafs Thors, og falið honum, að Hermanni Jónassyni frágengnum, að gera tilraun tií stjóm- armyndunar á sína vísu. Engar getur skulu hér að því Ieiddar, hvort Ólafi muni takast þetta. Hugsanlegt er, að hann hugsi gott til nýs stjórn- arsamstarfs við þá hina sömu flokka, er mikilvirk- astir reyndust undir ötulli verkstjórn haris við ruðningsstarfið í gildum sjóðum og glæsilegum framtíðarmöguleikum hinnar nýríku og stórríku stríðsgróðaþjóðar, er þóði svo feginsamlega, sem raun ber vitni, leiðsögn hans og félaga hans, — með þeim afleiðingum, sem síðan eru kunnar orðnar alþjóð manna. En enda þótt slíkur mögu- leiki sé hugsanlegur, virðist hann þó engan veginn sérlega líklegur í bráðina, enda er það spá flestra, er helzt telja sig dómbæra um horfurnar, að lík- legast sé, að frestur forsetans líði svo, að Alþingi hafi ekki komið sér saman um stjórnarmyndun, og muni því þjóðin sennilega verða að búa við ut- anþingsstjórn fyrst um sinn, unz þingflokkarnir reynast færir um að gegna þeirri þingræðisskyldu sinni að mynda starfhæft ráðuneyti af eigin dáð og ráðum. HUGSANDI MENN í öllum flokku mmunu yfirleitt á einu máli um það, að víst sé þetta ær- ið uggvænlegt og raunar óviðun- andi óstand, enda stafi það af banvænum meingöllum í stjórn- skipunarlögunum sjálfum og kosningafyrirkomulaginu öllu. Höfðatölureglan alræmda og al- ranga og uppbótarþingsæta-far- ganið, sem af henni flaut strax í fyrstu atrennu, hefir þegar ver- ið dæmd og léttvæg fundin fyrir dómstóli i-eynslunnar. — Skrif- finnar Morgunblaðsins hafa þó þegar bent á nýtt „úrræði“, sem vafalaust mun falla ýmsum þeirra manna, er mestan þátt óttu í hinum fyrri endemum, vel í geð. Urræði þetta er þó engan veginn nýtt í eðli sínu, heldur hafa Morgunblaðsmenn lært það af hinu fræga snilldarbragði Munchhausens baróns, þegar hann dró sig sjálfur á sínu eigin hári upp úr kviksyndinu, sem hann hafði anað út á og sokkið í upp að eyrum! — Nú leggja Morgunblaðsmenn það til, að þjóðin bjargi sér með svipuðu móti úr stjórnmálafeninu, sem samstjórn Olafs Thors og komm- únista ginnti hana út á hér um árið: — Sjálfstæðisflokkurinn á sem stærsti flokkur þingsins að hirða allar „steiktu gæsirnar“ — fá alla uppbótarþingmennina, svö. að hann eigi þar með örugg- an, sjálfskipaðan meirihluta í þinginu og geti skipað sína eigin, alráða flokksstjórn, er láti það vera sitt fyrsta verk að draga flokkinn og þjóðina upp úr fen- inu á hinu hárprúða selshöfði íhaldsins! SJÁLFSAGT MUN ýmsum veitast erfitt að átta sig á því, að þessa tillögu beri að taka alvar- lega. Þeir hinir sömu ættu að lesa grein fyrrverandi alþingis- manns Sjálfstæðisflokksins, Sig- urðar Kristjánssonar, er hann birti í Morgunbl. 17. þ. mán. und- ir nafninu „Stjórnarkreppa“. — Vera mætti, að þeim skildist þá, að íhaldið er vissulega að þi-eifa fyrir sér um það, hvort óhætt muni að bjóðinni upp á slíka „lausn“ alls vanda! Vísast er og, að allir þjóðhollir menn láti sér þá skiljast, að vissara muni að slá selshausinn niður, áður en hann kemur allur upp úr gólfskáninni í upphafi nýrra Fróðarundra — með því, að almenningur samein- ist sem fyrst og sem örugglegast um setningu og framkvæmd nýrrar stjórnarskrár og kosn- ingalaga, er tryggi lýðræði og þingræði framtíð, þroska og frama í landinu, þar sem bersögl- ismál þjóðhollra og ábyrgra manna eru meira virt og metin en grobb og hreystisögur Munch hausens barúns og kumpána hans. FOKDREIFAR Sendiþréf um sjónvarp fyrir heyrnina — og hljóðvarp fyrir sjónina! „Utvarpshlustandi á Norður- landi“ , skrifar blaðinu og segist vera búinn að fá nóg af Reykja- víkursýningunni, eins og hún hefir birzt honum í „Utvarp Reykjavík“ undanfarna daga og vikur. Bréf hans er allmergjað og kemur raunar miklu víðar við, en því miður er það fulllangt til þess að unnt sé að birta það hér að sinni í heilu lagi. En*ein- stakir kaflar verða settir hér á eftir, og gefa þeir raunar allgóða hugmynd um efni bréfsins í heild. „UM ALLLAI^GT skeið nú að undanförnu höfum við, útvarps- hlustendur í þessu höfuðstóra krypplingsríki, sem heitir ísland, naumast getað opnað svo við- tæki okkar, að fréttir af hinni miklu og víðfrægu Reykjavíkur- sýningu hafi ekki skafið hlustir okkar í allra kvikinda líki að kalla: — Frásagnir ,skýringar, lýsingar og viðtöl um þetta eina og sanna efni hafa dunið yfir okk ur án afláts, svo að við ættum sannarlega að þekkja orðið út og inn alla þá.dýrð, sem safnað hef- ir verið saman í hinu nýja stór- hýsi, Þjóðminjasafninu, sem kall- að hefir verið, að þjóðin öll hafi þó gefið lýðveldinu nýja í morg- ungjöf, meðan enn stóðu vonir til, að hveitibrauðsdagar og hjónaband þein-a skötuhjúanna, þjóðarinnar og fullveldisins, mætti endast að minnsta kosti ámóta lengi og meðal hjónaband okkar sveitakarlanna, en ekki aðeins í stíl yjð skammvinn hjú- sakparskeið fína fólksins í Ryík, Hollywood og öðrum mestu glæsiborgum heims. En „ný- sköpunarstjórnin" sæla var þá heldur ekki enn komin til sög- unnar, né heldur hjónadjöfullinn, sem hún magnaði — eg hlýfist við að segja skapaði — og sendi í þá hjónasæng með þeim árangri að tvísýnt verður að teljast, hvort sambúð þjóðar pg frelsis endist öldina út í þetta sinn. En þetta var raunar önnur saga — og sleppum henni að sinni. — NÚ HEFIR þetta mikla stór hýsi allt verið „stúkað niður í bása“, eins og þeir orðuðu það, meistararnir þar syðra í gær- kvöldi! Og úr þessum básum þeirra skellur svo auglýsinga- skrumið eins og fárviðri yfir þjóðina — af plötum, stálþræði og þó auðvitað fyrst og fremst „innatura". — Við þessu væri raunar ekkert að segja, ef lag hentir kunnáttumenn hefðu und- irbúið þessa kynningarþætti frá Reykjavíkursýningunni og breytt þeim í skemmtilegt og fróðlegt útvarpsefni — eða helzt hvort tveggja, því að auðvitað var það hægur leikur, ef rétt hefði verið á haldið ekki ómerkara efni. En því fer vissulega fjarri að svo hafi til tekizt, því að — með góð- um undantekningum — hafa þessir þættir verið hver öðrum böngulegri, leiðinlegri og með hreinum klaufabrag sumir hverj (Framhald á 7. síðu). Manngreining í guðshúsi VÍST GETUR OKKUR verið hollt að líta um öxl til liðinna tíma, þegar okkur finnst samtíðin dauf- legri, óréttlátari og hégómlegri en við vildum, og þegar það hvarflar að okkur í alvöru, að aldrei hafi ástandið verið verra en nú, enda fari heimur æ versnandi. Hvað myndi t. d. okkur, sem finnst á stundum, að veröldin fari mjög að manngreinaáliti, þykja um þá réttvísi, er dró söfnuðinn í dilka jafn- vel í kirkjunum, meðan á guðsþjónustu stóð, svo Sem altítt var þó fyrr á tímum, bæði hér á landi og erlendis. En sú var venja fyrrum, að margt af sókn- arfólkinu hafði ákveðið sæti í kirkjunum, og gat Stixndum orðið fáþykkja úr, ef einn tók: sæti annars að forspurðu. Undantekningarlaust hafði víst heldra fólkið ávallt sín vissu sæti ,og metnaðar- laust var það ekki að eiga sæti gott, — ekki mjög utarlega í kirkjunni og þó sízt á krókbekk. Ðæmi eru til þegs að prestarnir hafa skipað fy.rir um sæti sjálfir, svo sem Björn prófastur Halldórsson í Sauð- lauksdal, sá merki og þjóðkunni klerkur, — eins og eftirfarandi fyrirmæli sína, en þau eru tekin úr kirkjustólsbók Sauðlauksdalskirkju. „ANNO 1765 var Sauðlauksdalskirkja uppbyggð af nýju.... Kvenmanna megin eru afdeild sæti fremst í kór með brík og þili undir, en lektaratjöld ofan á. Önnur brík er fyrir sjálfu sætinu, sem ætl- uð er fyrir karlfólk af þeirri dönsku familíu, sem hingað til hafnar var send í fyrra. ... Er þar innst karlmanna megin ætlað fyrir fróma bændur, sem ekki hafa sæti í kór; annað fyrir mannvænlegustu sveina; þá fyrh' kotunga; þá fyrir velkynnta vinnu- menn; þá eitt fyrir smábænda syni; þá enn tvö fyr- ir miðurkynnta vinnumenn; þá í fremsta stafgólfi eru engin sæti, nema bekkur með brík við kirkju- dyr; standa þar eða sitja reglulaust þeir menn, sem reglulítið lifa.“' „EINS MÖRG sæti eru kvenna megin. Sitja í þeim þremur innstu heiðarlegustu húsfreyjur; þá aðrar frómar konur; Þá efnilegustu mær (þ. e. meyjar); þá kotunga konur; þá velkynntar vinnu- konur; þá kotungadætur. Yfir tveim miðstofugólf- um kirkjunnar, uppi yfir kvensætum, er plægt loft eður pulpitur, vel hálf alin fyrir neðan bita, með pílánum allt í kring. Sitja þar beztu sóknarmanna gjafvaxta dætur. Loft er yfir fremsta stafgólfi kirkjunnar, jafnhátt bitum. Situr þar gamalt og frómt ógift kvenfólk.... Til merkis okkar nöfn að Sauðlauksdal d. 17.26. maí 1766. Björn Halldórsson. Vernharður Guðmundsson.“ ÞJÓÐSKÁLDIÐ OG „REX TERRORIS“ Fyrir 30 árum ritaði þjóðskáldið Matthías Jochumsson eftirfarandi smágrein í ,,Dag“ — í til- efni af söngskemmtun karlakórsins „Braga“ hér í bænum: — „Kæri Bragi! Jafn væminn vantrúarsöng sem þann .um „Gröfina“ ættir þú ekki að syngja fyirr fólkið, þótt eg lasti hvorki í sjálfu sér skáldskapinn eða lagið. En þar syngur þú heiðinn brag urri dauðann, sem Rómverjar kölluðu Rex Terroris. Það er konungur skelfingarinnar. Það er ekki lífs- .gkoðun margra nú á dögum, hversu trúlitlir sem menn eru, að þakka guði fyrir hyíld grafarinnar eftir meiningarlaust hörmunarlíf. Því að þeir, sem enga von hafa, verða að játa, að lífið yfirleitt sé blindandi teningskast. Miklu nær, hvað sem trúnni líður, er að syngja eins og Longfellow kvað: Líf er vaka, gimsteinn gæða, guði vígt en eigi mold. Aldrei sagði sjóli hæða: Sálin verði duft og mold. Ellegar þá, ef menn enga trú hafa á annað líf, þá þessa: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkstu ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður, heldur hetja, • hníg ei dauður fyrr en þai’ft.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.