Dagur - 23.11.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 23.11.1949, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 23. nóvember 1949 IDaguk ÁrnarfelÍ, hið nýja skip Sambands íslenzkra Samvinnufélaga, komið til landsins íslenzkir flugmenn í erlendri höfn Áhöfrt „Geysis“, flugvélar Loftleiða h.f., í San Juan. um bæjarstjóra Jóíi Kjartaiisson kosinn bæjarstjóri Samkomulag eftir langvarandi öngþveiti í málum kaupstaðarins Á bæjarstjómarfundi á Siglufirði í fyrrakvöld var Jón Kiartans- son kosinn bæjarstjóri, og stóðu Framsóknarmenn, sósialistar og Sjálfstæðismenn að því samkomulagi. Eiga þessir flokkar 6 fulltrúa í bæjarstjórninni, en Alþýðuflokkurinn 3. Ungir Um hádegið I gær kom Arnar- fell til Reyðarfjarðar. Þegar blað- ið fór í prentun var skipið ekki lagst upp að liryggju, svo að nán- ari fregnir af komu þess eru ekki fyrir hendi nú. Reýðfirðingum fannst skipið „fagurt og frítt“ tilsýndar að sjá. Eins og áður var skýrt frá hér í blaðinu var það afhent S. í. S. fyrir nokkru. Sölvesborg-Tidningen, segir ýtarlega frá athendingu skipsins og birtir myndir í því tilefni. Hér fer á eftir lausleg þýðing af frásögn blaðsins. Þriðjudagurinn varð aftur við- burðarríkur dagur fyrir skipa- smíðastöð . Sölvesborgar, þegar skipasmíðastöðin afhenti annað íslenzka skipið, Arnarfell, til hins íslenzka eiganda. Eins og venju- lega var þetta viðburðarríkur og Kátíðlegur dagur fyrir þá, sem fengu þá ánægju að fylgjast með í afhendingarférðiria, sem var ákveðin á Hanöflóann, þar sém skipið var reynt á hinni gömlu, þekktu leið. Allt var í góðu lagi, svo að fulltrúar skipásmíðastöðv- arinnar gátu verið í fyllsta fnátá ánægðir við hina hátíðlegu af- hendingu skipsins. Afhendingarstundin var ákveð- in kl. 10 og nokkrum mírtútum áður, gengu þeir um borð, sem hafði verið sérstaklega boðið til athafnarinnar. Meðal þeirra voru margir af frábærustu sjómönn- um landsins, ásamt fulltrúa út- gerðarfélags Ai-narfells í Dan- mörku. Þegar Amarfell sigldi út fékk maður fýrst tækifæri til þess að skoða þetta fagra skip, sem sýnir fullkomnun sænsks skipasmíðaiðnaðar í dag. Það er k ekki einungis sýnd afbragðs bygg ing á skipi með fyrsta flokks út- búnaði af öllu tagi, heldur er það einnig bersýnilega fallegt ásýnd- um, sem sannarlega gefur íslend- ingum ástæða til að vera upp með sér af þessu nýja skipi sínu. Við vonum að smám saman verði byggð fleiri slík skip í Sölves- borg, sem leggja leið sína til ís- lands. 14 sjómílur í reynsluförinni. Á hafnarbakkanum var hafn- árstjóri G. E. Lundin ásamt fjöldamörgum sérfræðingum. Á þessari venjulegu leið gekk skip- ið 14 sjómílur, sem iriá kallast mjög gott, þegar litið er á, að (þrátt fyrir að skipið sé 2.600 tn.) það tilheyrir ekki flokki allra staérstu skipa. Eftir að gánghraði skipsins hafði verið reyndur, var rennt aftur á bak o. s. frv. Þetta reýndist allt í bezta lagi og fúll- trúar skipsins létu í ljósi einróma áriáegju. Þegar lagst var við bryggju aftur, var hægt að fá að skoða loftskeytaklefann, þar sem Porm- felt verkfræðingur frá Skandia radio, Stokkhólmi, hafði aðsetur í reynsluförinni. Pormfelt verkfræðingur setti íslenzka loftskeytamanninn inn í allt sem viðkemur hans starfi. — Það var sannarlega eftirtektar- vert, sem verkfræðingurinn hafði að sýna mánrii. Skipið hefir m. a. sendistöð, sem sendir út 1.000 sjómílna vegalengd. Það má geta þess, að loftskeytaútbúnaður skipsins er fullkomnari en á flest- um öðrum nútíma skipum af sömu stærð. Áhorfandinn fékk að heyra, hversu auðvelt var að ná Malmö útvarpinu. Öll skip- stjórnartæki er ufyrsta flokks. — Seinna verður settur radar í skipið. íslenzki fánirtn dreginn að hún. Eftir að skipið hafði verið full- reynt var næst afhending þess. — Nú fylgdust menn með, þegar Thure Carlsson, konsúll, afhenti skipið Sambandi íslenzkra Sam- vinnufélaga. Oli Vilhjálmsson, umboðsmaður S. í. S. í Ðan- mörku, tók við skipinu fyrir hönd eiganda. Carlsson segi m. a.: „Það er mér til mikillar ánægju að af- henda þetta fagra skip kaupanda þess. Eg vona að þér hafið full not og ánægju af skipinu ,auk þess sem eg læt í ljósi þá ósk, að fleiri skip frá skipasmíðastöðinni í Sölvesborg fari til íslands." — Óli Vilhjálmsson veitti skipinu móttöku og þakkaði sérlega vand aða smíði þess. Þá var skipt um fána. íslenzki fáninn var dreginn að hún og skipið klauf í fyrsta sinni sjóinn undir merki síns nýja fána. Margar ræður voru fluttar. Síðar var hátíðlegui' hádegis- vérður etinn í salal'kynnum skip- ins. Carlsson bauð gesti velkomna og óskaði öllum alls hins bezta. Olaf Wallenius, fi-amkvæmdastj. frá Stokkhólmi, hélt þá ræðu. — Hanri lýsti ánægju sinni yfir, að íslenzka vérzlunarflotanum bætt- ist svo fagurt og gott skip. Hrós- aði hann sérstaklega hinni góðu samvinnu milli kaupanda og selj- anda skipsins. Hann enti ræðu síria með því að stjórna ferföldu húrrahrópi fyrir Arnarfelli. — Þá tók Óli Vilhjálmsson, forstj., til máls. Lagði hann áherzlu á m. a., að þessi dagur væri merkis- dagur fyrir S. í. S. Hann færði þakkir til skipasmíðastöðvarinn- ar og Wallenius, framkvæmda- stj., svo og öllum öðrum, sem unnu að smíði skipsins og greiddu fyrir afhendingu þess. Það var hámark samsætisins, þégar Hylén, konsúll, afhenti Sverri Þór, skiþstjóra, með nokkrum vel VÖldum orðum, gestabók. Skipstjórinn tók á móti henni og óskaði eftir því að Hy- Eins og kunnugt er, er mikil ó- reiða á fjárhag Siglufjarðarbæjar, og í sumar sameinuðust sósíalistar og Sjálfstæðismenn um að víkja bæjarstjóranum, Alþýðuflokks- manninum, Gunnari Vagnssyni, frá störfum. Hafði hann upphaf- lega verið ráðinn til bæjarstjóra- starfsins af öllum, nema sósíalist- um, sem eru þrír í bæjarstjórn Siglufjarðar. Framsóknarmenn hafa síðustu misserin haldið uppi harðri gagn- rýni á hina hörmulegu fjármála- stjórn kaupstaðarins, én hins veg- ar töldu þeir það aðeins líklegt til þess að auka á öngþveitið að víkja bæjarstjóranum, frá störf- um, er svo skammt var til bæjar- stjórnarkosninga. Eftir brottvikningu Gunnars Vagnssonar hófust samningsum- leitanir um stjórn bæjarins milli Sjálfstæðismanna og sósíalista og lyktaði þeim með því, að Gunnar Jóhannsson lýsti yfir, að engu samkomulagi yrði við komið milli lén, konsúll, yrði sá fyrsti, sem ritaði nafn sitt í hana. Bókin gekk síðan meðal gestanna kringum borðið. Svo lauk hinu ánægjulega samsæti méð' rBéðuhöldum o. fl. Arnarfell fór um kvöldið til Pól- lands til að sækaj sykur -og mjöl- farm til sílands. þessara aðila tveggja. Var þá skipuð nefnd allra flokka, sem átti að vinna að samkomulagi um skipan bæjarstjóra. Það fór svo, að hver flokkur tilnefndi sitt bæjarstjóraefni. En svo fór, að Jón Kjartansson, full- trúi Framsóknarmanna, reyndist hafa mest fylgi. Hins vegar vildu Alþýðuflokksmenn, sem héldu fram Erlendi Þorsteinssyni, ekki fallast á hann sem bæjarstjóra- efni. Framsóknarmenn tjáðu sig fúsa til þess að styðja: Erlend, en fulltrúár sósíalista og Sjálfstæð- ismanna voru ófáanlegir til þess að styðja hann. Síðan fór kosning bæjarstjóra fram á bæjarstjómarfundi í fyrrakvöld. Voru atkvæði fyrst greidd um Erlend Þorsteinsson — hlaut hann fjögur atkvæði, frá fulltrúum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Næst voru atkvæði greidd um Jón Kjartans- son og fékk hann séx atkvæði allra annarra en Alþýðuflokks- manna, Taldi Jón rangt að skorast undan því að taka vandanri á herðar. Sérstaklega, þar sem fjár- hagur kaupstaðarins er í hinum mesta ólestri. Þarf skjótra og rót- tækra aðgerða við, ef vel á að fara. Framsókíiarmenn! F. U. F. á Akureyri hyggst > gangast fyrir námskeiði í stjórnmálum, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Meiningin er, ef | nægileg þáttaka fæst, að haga því svo að þátttakendur fái tækifæri til að æfast í ræðu- flutningi og rökræðum, hlýða á erindi um stjórnmál, sem sérstakir ménn flytja. Æfing- uin í fúndarstjóm og furtdar- sköpum verður hagað á seirt lífrænastan hátt. Ýmislégt fieira, sem við kemur stjórn- málum verður tekið til með- ferðar. Tómas Árnasort. lögfr., mrtn stjórna námskeiðinu. Ungum Frainsóknarmörin- um ér sérstaklega bcnt á það, að hagnýta sér þetta tækifæri til öflúnar meiri þekkingar. á ' stjórnmálum ahnenrtt, auk þess sem ýmis ahnenn fræðsla úm félagsmál verður veitt. Eru bæði karlar og konur livött til þátttöku. V-------- .........• Jólakort — Jólamerki. Senn líður að jólunum, og það er þeg- ar orðin venja að senda vinum og kunningjum, innanlands og utan, jólakort. Jólamerkin, til ágóða fyrir Fjórðungssjúkrahúsið okk- ar, eru komin á pósthúsið, smekkleg að vanda. — Með línum þessum vil eg aðeins minna ykk- ur á kort þau, sem Kvenfélagið Framtíðin hefir látið gera til ágóða fyrir elliheimilissjóðinn og nýja sjúkrahúsið. Þessi kort fást nú í bókabúðum og á pósthúsinu. — Forsíðumyndir þessara korta (sem eru tvöföld) eru teiknaðar af Stefáni Jónssyni, Reykjavík, en ljósmyndirnar hefir Édvard Sigurgeirsson tekið og Prentverk Odds Björnssonar hefir annast prentún, bæði á kortunum og jólamerkjunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.