Dagur - 05.01.1950, Blaðsíða 1
JON GEÍRSSON,
læknir ,'látinn
í gær andaðist í Sjúkrahúsi
Akureyrar Jón Geirsson
læknir, eftir skamma sjúk-
dómslegu. — Jón Geirsson
var kunnur Akureyringur og
mjög vinsæll læknir. — Er
mikill harmur kveðinn að
ástvinum hans og fjölmenn-
um vinahóp, er hann hverfur
héðan á bezta aldri.
Viðskiptanefnd
e
Ríkisstjórnin hefir ákveðið að
leggja viðskiptanefnd niður frá
31. janúar næstk. og frá þeim
tíma annast innflutnings- og
gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs nú-
verandi störf viðskiptanefndar,
eins og upphaflega var gert ráð
fyrir í lögum um fjárhagsráð óg
verðlagseftirlit. Verður nánar
kvéðið á um þessa breytingu í
reglugerð.
(Frétt frá ríkisstj.).
Kyrrlát jól
og gamlárskvöld
Kvrrlátt var hér um jólin og á
nýjársnótt að venju. Um jólin
bar ekkert til tíðinda, sem i frá-
sögur er fært. Engir eldsvoðar
urðu. Á nýjársnótt voru allmarg-
ir dansleikir í bænum, en ölvun
mun ekki hafa verið áberandi
mikil. Aðeins einn maður gisti
í fangahúsinu þá nótt. Unglingar
gerðu lítilsháttar tilraun til þess
að setja umferðatálmanir á göt-
urnar, en því var afstýrt og varð
erigum að tjóni. I Reykjavík var
allt kyrrlátara um áramótin en
verið hefir undanfarin ár og eru
það góð tíðindi.
Gl æs i l e g by g.gin g
Myndin er af Konserthúsinu í Stokkhólmi, sem er mjög glæsileg
bygging. Á sl. ári var haldið þar alþjóðlegt þing mjólkurfræðinga.
Sóttu það sex fulltrúar frá íslandi
r i
andsmidum
Tveir Ákureyrartogarar selja jiar
í þcssari viku hefir inarkaður
fyrir ísvarinn fisk nokkuð batn-
að í Bretlandi og hafa sölur ís-
lenzkra togara þar nú síðustu
dagana verið skárri en áður, en
þó hvergi nærri cins gcðar og var
fyrir markáðshrunið.
I gær seldu a. m. k. tveir ís-
lenzkir togarar í Bretlandi,
Helgafell 2663 kit, fyrir -6783
sterlingspund og Hallveig Fróða-
dótir 3176 kit fyrir 7821 sterlings
pund. Verð á þorski var í gær £ 3
hvert kit, og er það betra verð en
nú um nokkra hríð.
Tveir Akureyrartogarar selja
í dag.
Tveir Akureyrartogaranna eru
Framboðum fil bæjarstjórnar-
kosninganna hér ó Akureyri mun
vera lokið og hafa komið fram
fjórir listar, einn frá hverjum
stjómniálaflokkanna fjögra.
Framboðsfresturinn er að vísu
ekki liðinn, en ólíklegt má telja,
að nokkur listi bætist í hópinn.
Listarnir.
Listi Framsóknarmamia er
birtur annars staðar í blaðinu í
dag.
Eftsir á lista Alþýðuflokksins
eru þessir menn: Steindór Stein-
dórsson menntaskólakennari,
Bragi Sigurjónsson ritstjóri, Þor-
steinn Svanlaugsson bifreiða-
stjóri, Friðjón Skarphéðinsson
bæjarfógeti, Jón M. Ámason vél-
stjóri og Albert Sölvason vél-
smiður.
Á lista Sjálfstæðisflokksins eru
þessir menn efstir: Helgi Pálsson
erindreki, Jón G. Sólnes banka-
fulltrúi, Guðmundur Jörundsson
útgerðarmaður, Sverrir Ragnars
kaupmaðui', Eiríkur Einarsson
verkamaður.
Á lista Sósíalistaflokksins eru
þessir menn í efstu sætum: Elísa-
bet Eiríksdóttir kennari, Tryggvi
Helgason útgerðarmaður, Björn
Jónsson verkamaður, Jón Ingi-
marsson bifreiðastjóri, Eyjólfur
Árnason gullsmiður.
nú í Brétlandi og selja væntan-
lega í dag. „Jörundur" fór héðan
á gamlárskvöld. Hafði hann góð-
an fisk meðferðis, en ekki full-
fermi. Selur hann í Grimsby í
dag. ,,Kaldbakur“ kom til Aber-
deen í gærmorgun og mun vænt-
anlega selja þar i dag. „Kaldbak-
ur“ fór héðan á nýjársdag. Hafði
þá verið bætt við farm hans um
1500 kittum af fiski úr „Svalbak“,
svo að skipið hafði fullfermi í
söluferðinni.
Útgerðarfélagið hefur söltun.
AfganguVinn af afla Svalbaks
var saltaður hér á vegum Ut-
gerðarfélagsins hér, sem þar með
hefir hafið söltun á aflanum,
enda þótt skilyrði til þess séu
ekki góð hér eins og sakir-standa.
Ekkert mun ráðið um það, hvort
haldið verður áfram að salta afla
hér, og fer það vitaskuld eftir
afla togaranna og söluhorfum er-
lendis.
„Svalbakur“ hélt aftur til veiða
í gær.
,,Ssnivimiaíi“ komin út
Fyrii' jólin kom út síðasta hefti
fyrra árg. Samvinnunnar. Er það
64 bls. að stærð, prýtt mörgum
myndum og fjölbreytt að efni. M.
a. ritar Benjamín Kristjánsson
um Iieiðin jól og kristin, Kristján
Eldjárn um Þjóðminjasafnið,
Baldvin Kristjánsson ferðasögu
frá Finnlandi, Guðni Þórðarson
um veðurstofuna, Hannes Jóns-
son um KRON og samvinnuna í
Reykjavík. Þá eru þýddar grein-
ar, þættir, sögu-r o, fl.—---
LANDSBOKASAFN
M i80642
XSLANDS
við bæjarstjórnarkosningarnar
Jakob Frimannsson,-Þorsteinn M. Jónsson, Krist-
inn Guðnmiidsson og Giiðmundur Guðlaugsson
skipa f jögur efstu sæti listans
Á sameiginlegum fundi Fram-
sóknarfélaganna í bænum síðastl.
mánudagskvöld var framboðslisti
Framsoknarmanna til bæjar-
stjórnarkosninganna 29. janúar
næstk. til umræðu og endanlega
samþykktur. Áður hafði sérstak-
lega kjörin framboðsnefnd fjall-
að um listann, svo og fulltrúaráð
flokksfélaganna.
Framboðslistinn er þannig
skipaður:
1. Jakob Fi'ímannsson, kaup-
félagsstj., Þingvallastræti 2.
2. Þorsteinn M. Jónsson, skóla-
stjóri, Hafnarstræti 96.
3. Dr. Kristinn Guðmundsson,
skattstjóri, Eyrarlandsvegi 8.
y .
4. Guðmundur Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri, Munka-
þverárstræti 25.
5. Jónína Steinþórsdóttir, frú,
Hrafnagilsstræti 12.
6. Olafur Magnússon, sund-
kennari, Laxagötu 6.
7. Valdemar Jónsson, af-
greiðslum., Þórunnarstr. 103
8. Sigurður O. Björnsson, prent
smiðjustjóri, Þingvallastr. 18.
9. Ármann Dalmannsson, í-
þróttakennari, Aðalstræti 66.
10. Haraldur Þorvaldsson, verka
maður, Munkaþverárstr. 30.
11. Jón Oddsson, húsgagnasmíða
meistari, Þórunnarstr. 106.
12. Ingólfur Kristinsson, af--
greiðslumaður, Helgamagra-
stræti 34.
13. Guðmundur Jónsson, skrif-
stofumaður, Eyrarlandi.
14. Eggert St. Melstað, slökkvi-
liðsstjóri, Bjarmastíg 2.
15. Halldór Jórisson, trésmiður,
Ægisgötu 21.
16. Haraldur Sigurðsson, íþrótta
kennai'i, Byggðavegi 91.
17. Júníus Jónsson, bæjarverk-
stjþri, Eyrarlandsvegi 29.
18. Árni S. Jóhannsson, skipstj.,
Hafnarstræti 29.
19. Þorsteinn Daviðsson, verk-
smiðjustjóri, Brekkugötu 41.
20. Egill Jóhannsson, skipstjói'i,
Eyrarlandsvegi 12.
21. Kristófer Vilhjálmsson, af-
greiðslum., Sniðgötu 3.
22. Snorri Sigfusson, námsstjóri,
Hrafnagilsstræti 8.
Eins og séð verður af þessu, er
listinn í höfuðdráttum skipaður
sömu mönnum og framboðslisti
flokksins 1946, að því undan-
skildu, að MartSinn Sigurðsson
bæjarfulltrúi óskaði ekki að
verða í kjöri-í þetta sinn, og skip-
ar dr. Kristinn Guðmundsson
sæti hans.
Þá er og það nýmæli, að kona
skipar að þessu sinni 5. sæti list-
ans, sem fulltrúi samtaka Fram-
sóknarkvenna í bænum. Um list—
ann að öðru leyti er ekki ástæða
til að fjölyrða að sinni. Allir þeir
menn, sem hann skipa, eru valin-
kunnh' borgarar, og efstu menn
listans allir þaulreyndir við
margvísleg störf utan bæjar-
stjórnar og innan.
Framsóknarmcnn skipa sér ein.
huga um listann og leggja meg-
inkapp á að stuðla að sigri hans í
kosningunum 29. janúar.
Kosiiingaskrif stof a
F ramsóknarf lokksins
tekin til starfa
Kosningaskrifstofa Framsókn-
arflokksins -verður á sama stað og
fyrr, í Hafnarstræti 93, 4. hæð,
sími 443. Skrifstofan er opin dag-
lega frá 1— 7e. h.
Brezkt blað spáir
gengisfellingu
krómmna
Brezka blaðið í,Fishing News“
ræðir nýlega erfiðleika þá, sem.
markaðstregðan í Bretlandi valdi
íslendingum. Segir efnahagserf-
iðleika þjóðarinnar hafa verið
ærna fyrir og vonin um vetrar-
síldveiðar hafi enn brugðist. —
Blaðið segir að lokum, að víst
megi telja, að íslenzka krónan,
sem skráð sé á „gerfigenginu“
26,22 á móti sterlingspundi, verði.
lækkuð.
Ðanir reyna vetrar-
J
fiskveiðar við
Grænland
Danska fiskveiðafirmáð Chr.
Venö, sem hafði nokkuð skip að
veiðum á Grænlandsmiðum.
ákvað í haust að láta n'okkur skip
stunda vetrarveiðar við Græn-
land, aðallega í Godthaabsfirði.
Færeysk blöð geta um þessa
nýjurtg og segja Færeyinga hafa
áhuga fyrii' henni.
Þ rettándaf s gnaðiir
á vegum Fegranar-
O O
félagsies
o
Að tilhlutun Fegrunarfélagsms,
verður Þrettándafagnaður á Ráð-
hústorgi, hinn 6. þ. m. — Séra
Pétur Sigurgeirsson flytur ræðu
og Lúðrasveit Akureyrar leikur.
Samkomnan hefst kl. 5.30 siðd.