Dagur - 05.01.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1950, Blaðsíða 4
1 D A G U R Fiinmtudaginft 5. janúar 1950 Í'/VWWW^'/WWV^/WWn/WWv^-/V'A^VWV\/WV'/WWW^ÍV\Aní ( DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstra’ti 87 — Sími 166 Blaðið kernur út ;i hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSÖNAR H.F. | „Lítt sjáum aftur, en ekki fram“ ÁRAMÓT verða mönnum jafnan tilefni til þess að líta um öxl á farinn veg og jafnframt að skyggnast eftir mætti fram á leið, þótt enn standi að vísu hið fornkveðna í fullu gildi, að „lítt sjá- um aftur, en ekki fram — skyggir Skuld fyrir sjón.“ — Þegar þessar línur eru ritaðar, hafa höf- uðstaðarblöðin, sem út komu nú um áramótin, enn ekki borizt norður hingað, en vafalaust flytja þau, ef að vanda lætur, áramótahugleiðingar stjórn- málaoddvitanna og flokksforingjanna þar syðra, og skal hér að óséðu engu um það spáð, hvað þjóta muni í þeim skjá að þessu sinni. Hins vegar hafa ýmsir aðrir mektarmenn þjóðfélagsins látið til sín heyra í ríkisútvarpinu nú um áramótin, og mun það helzt sameiginlegt um boðskap þeirra allra, að þeim varð harla dimmt fyrir augum, er þeir skyggndust. fram á veginn, enda finnst þeim nú öllum hart gerast í heimi og veður öll válynd yfir hafi þjóðmálanna, enda skal það sízt rengt, að margar blikur séu nú á því lofti, og færi raunar betur, ef ýmsir ráðandi menn í þjóðlífi voru hefðu reynzt veðurgleggri á þdim vettvangi en raun hef- ir orðið á, þannig, að þeir hefðu séð óveðrið fyrir og hagað seglum eftir vindi, áður en hann var raunar skollinn á, svo sem nú hefir þó til tekizt, og munu margir mæla, að lítið traust og hald sé í þeim „spádómum“, sem þegar eru komnir fram! ÞAÐ MUN HAFA verið um áramótin í fyrra, að núverandi stjórnarfoi'maður lét þess getið í áramótahugleiðingum sínum sem formaður Sjálf- stæðisflokksins, að þjóðjn hefði raunar engu að kvíða, þótt él nokkurt kynni að gera í bili, því að svo væri „nýsköpúnarstjórninni“ sælu fyrir að þakka, að naumast færi það svo illa, að útflutn- ingur landsmanna þokaðist á næstu árum niður úr 800 milljónum króna árlega, og ætti þjóðinni að vera vorkunnarlaust að komast sæmilega af með þann gjaldeyrisforða á ári hverju. Ekki gaf sá, er þetta ritar, sér tóm til að hlýða á veðurspá Olafs í þetta sinn, en mat önnur skemmtiatriði meira á nýársdag, en það man eg, að fjármála- ráðherrann í stjórn Olafs upplýsti við fjárlagaum- ræðurnar nú fyrir jólin, að þessi áætlun Thors hefði ekki staðist nándar nærri til hálfs, þannig, að útflutningurinn hefði ekki reynzt meiri en rösklega 300 milljónir kr. á árinu, og færi að lík- indum enn stórum minnkandi. En það segja mér menn, sem meira gaman hafa af alvörulausu og ábyrgðarsnauðu skrafi en eg, að miklu verr hafi staðið í ból Ólafs að þessu sinni — eftir að flokkur hans verðlaunaði frammi stöðu hans með því að fela honum stjórnarforustuna á nýjan leik, þegar mest reið þó á, að gætinn og ráðsvinnur maður settist við stýri þjóðarskútunnar og forðaði henni með djarfmannlegum ráðstöfunum og raunsýni 1 frá fullu strandi. Hafði Ólafur raunar verið furðu daufur í dálkinn að þessu sinni og stórum minna loft í honum en endranær, enda hafi hann hvorki , minnst einu orði á pennasti'ikið fræga, né heldur hitt, hvað hann og ráðherrar hans hefðu aðhafzt í jólaleyfinu, og höfðu þeir þó við þingslitin fyrir jólin haft það mjög á orði, að ólíkt mundu þeir og hinir óbreyttu þingmenn hafast að í jólafríinu — sauðsvartur þingalmúginn myndi nefnilega leita hvíldar og skemmtunar á heimilum sínum um | jólahelgina, en hins vegar myndu ráðherrarnir sjálfir — að hætti Þorgeirs Ljós- vetningagoða — draga feld á höf- uð sér og brjóta heila sína stór- kostlega alla jóladagana — lík- legast alls ekki stíga dansinn kringum jólatréð með öðrum góðum börnum að þessu sinni, heldur aðeins einbeita öllum lífs og sálarkröftum, þá jafnt sem endranær, að björgun lands og þjóðar úr bráðum háska, og þá væntanlega fyrst og fremst að réttum og fögrum dráttum í pennastriki Ólafs því hinu fræga, sem átti þó raunar upphaflega að vera svo einfalt, fljótgert og leik- andi létt! EKKI MUN SÚ mannlýsing ósanngjörn, heldur furðulega nærri réttu lagi, að segja, að Ól- afur Thors sé skynugur, ófyrir- leitinn og hvatvís strákur, — býsn.a skemmtilegur og geðfelld- ur á sína vísu, eins og stráka- prakkarar geta óneitanlega stund um verið að sínu leyti. Væri hann minna hærður en hann nú er orðinn, gætu góðgjarnir menn spáð því með fullum rétti, að góður hestur kynni síðar meir að verða úr þeim galda fola. Oft er þess þörf, en nú brýn nauðsyn, að guðhræddir klerkar ljúki bæn um sínum með því að biðja góðan guð að halda almáttugri hendi sinni yfir landstjórninni — að hún megi sitja á strák sínum. FOKDREIFAR Kommúnistar ráðast á jólasveinana! ÞAÐ ER NÚ komið á daginn, að jólasveinar eru ekkert nema „borgaraleg, kapítalísk blekking“, hvaða hugmyndir, sem við höfum til þessa gert okkur um hina grá- skeggjuðu, rauðkufluðu og góð- legu karla. Erlend blöð birtu nú um jólin fréttaskeyti frá her- námssvæði Rússa í Þýzkalandi. Var þar greint frá því, að yfir- völdin hefðu bannað hátíðahöld á jólunum og þó einkanlega bannfært alla jólasveina á fyrr- greindum forsendum. Sérhvert barn upplifir þau vonbrigði fyrr eða síðar að læra, að „það eru engir. jólasveinar til“. En það er í senn hjákátlegt og sorglegt að lesa fregnir af því, að tilvera jóla- sveinanna skuli bönnuð með lög- um og tilskipunum í því landi, sem fóstraði þá fyrst. Trúin á jólasveina og gjafir þeirra flutt- ist frá Þýzkalandi til flestra ann- arra landa og þaðan er jólatréð líka komið. GREINT ER FRÁ því í þessum blaðafregnum, að þegar tilskip- unin um bann á jólasveinum var birt, hafi fólk haldið að yfirvöld- in væru að gera að gamni sínu. En kommúnistar gera yfirleitt ekki að gamni sínu. Þeir taka sjálfa sig og fræði sín of hátíðlega til þess. Raunverul. er heldur ekk ert rúm fyrir jólasveina og þær hugsanir, sem við þá eru tengd- ar, í einræðis- og lögregluríki. Þar hafa menn nóg að gera við að skjálfa af hræðslu allan dag- inn og nóttina með út af heim- sóknum sveinanna frá G. P. U. En hætt er við að meira þurfi til. Þjóðirnar hafa skapað sér jóla- siði á löngum tíma. Jólasvein- arnir hafa lifað í huga alþýðunn- ar í margar aldir. Það þarf áreið- anlega meira til en kommúnist- íska tilskipun til þess að leggja þá að velli. En þeirra gerð er söm fyrir því, tilgangurinn hinn sami. Þess vegna eru þessir tilburðir lærdómsríkir. Stöðugur í rásinni. Alþýðumaðuiinn hér byrjaði nýja árið alveg eins og hann hef- ur endað flest gömlu árin með því að flytja lesendum sínum Gróusögur um Framsóknarmenn hér. Vill ritstjórinn augsýnilega ekki láta lesendur blaðsins gleyma því, hverjir það eru, sem standa hinum næst hjarta nú upp úr nýárinu og minna á, að hann er stöðugur í rásinni að þessu leyti. Um einstök atriði í síðustu rit- smíð Braga verður ekki rætt hér ,frekar en aðrar hugleiðingar í því blaði, sem hefjast og enda á orðunum „kvisast hefur“ eða „orðrómur segir“. Bragi ætti að sýna sjálfum sér þá tillitssemi að geyma slíka orðaleiki þangað til Leikfélagið hefur lokið sýningum á Pilti og stúlku. AÐ ÖÐRU LEYTI mun eg ekki verja rúmi þessa blaðs til þess að ræða bæjarstjórnarkosningahug- vekjur síðasta Alþýðumanns. Til þess gefast næg tækifæri síðar. En spaugilegast er það, að flokk- urinn, sem galt hið mesta afhroð í alþingiskosningunum í sumar, skuli hafa orðið fyrstur til þess að hefja bæjarstjórnarslaginn nú og sparar ekki til þess mannalæt- in. Varla var lokið upplestri kosningaúrslitanna í október þegar Alþýðumaðurinn hóf söng inn um hin miklu afrek sinna manna í bæjarstjórn Akureyrar á kjörtímabili því, sem nú er senn á enda. Lesendum er ætlað að skilja það af skrifum blaðsins, að allar þær framkvæmdir, sem bærinn hefir ráðist í síðan 1946. hafi verið sóttar beint í kosn- ingaprógram Alþýðuflokksins, er hann gaf út fyrir þær kosningar, enda hafi engum hinna flokkanna dottið neitt af þeim snjallræðum í hug! Bæjarfulltrúar Alþýðu flokksins hér þetta kjörtímabil hafa reynzt nýtir menn, eins og efni stóðu til, en ofurmenni reyndust þeir ekki. Er vafasamt að blað þeirra geri þeim mikinn greiða nú með þeim afkáralegu tilburðum, sem vikulega getur að líta þar í dálkunum. Hitt forð ast Alþýðumaðdrinn vitaskuld að tala um, hvern þátt fjármálapóli tík Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins á undanförnum ár um hefir átt í erfiðleikum kaup staðarins við að framkvæma málefnasamninginn og bæta kjör borgaranna. Mætti þó rifja þá sögu upp við tækifæri. Ævintýrið um kertin þrjú Jólakertin urðu ekki öll eins skemmtileg eins og við hefðum óskað. Mörg runnu niðui' og urðu „að einni klessu“, eins og segir í Guttakvæðinu, áður en við höfðum snúið okkur við. Heima hjá mér var kveikt á þrem kertum sam- tímis, sem stóðu í þríarma stjaka. Eftir stundar- korn var eitt þeirra brunnið niður og .vaxið sat í hrúgu mikilli á stjakanum, kertið í miðjunni var brunnið til hálfs og vaxið hafði aðeins lekið lítil— lega niður, en þriðja kertið aftur á móti, stóð tein- rétt, „eins og fura í skógi“, ekkert vax hafði runn- ið niður og aðeins um fjórðungur af kertinu var brunninn. Þetta var skringileg sjón og fyrirbrigðið allt að því ótrúlegt að því er mér fannst, en sagan er sönn og sýnir okkur m. a. það, að kerti og kerti „er to ting“, eins og Danir segja. Kunningi minn sagði mér að gott ráð væri að setja fínt salt á kertin, þ. e. barmana eftir að mjósti toppurinn er brunninn, vaxið myndi þá síður renna niður. Eg sendi þetta ráð áleiðis til ykkar, ef einhver skyldi vilja reyna það. Það má kannske segja, að nokkuð seint sé að tala um jólakerti núna og gefa ráð í sambandi við notkun þeirra, þegar jólin eru um garð gengin, en eg gei'i það vegna þess, að mörg heimili nota kerti miklu lengur en um jólin. Margir nota kertin meðan birgðir endast, til þess að gera notalegt í stofum sínum, og aðrir nota stúfana á matborðið og hafa þannig kertaljós meðan borðað er lengi frám eftir. Mér finnst þetta ágætur siður og skemmtilegur, en vissara er þá að muna eftir því, að setja undirbolla eða annað undir kertastjakann til þess að hlífa dúknum ef vaxið skyldi fara af stað. Kertastjaka, hvort heldur þeir eru úr gleri eða málmi, er bezt að hreinsa á þann hátt, að setja þá sem snöggvast ofan í vel heitt vatn. Vaxið linast þá og rennur af þeim og auðvelt er að fægja þá á eftir. Þetta fer miklu betur með stjakana, a. m. k. í flest- um tilfellum, heldur en ef vaxið er skafið af þeim. Við erum þakklátar fyrir kertin, þótt við finnum að þeim, því að jól án kerta væru ekki skemmtileg jól ,og gott getur verið að bregða þeim upp í ljós- leysi, sem stundum dynur yfir okkur, en óneitan- lega er það tilhlökkunarefni okkar allra, þegar verksmiðjur okkar fá góð hráefni að vinna úr og geta framleitt handa okkur góð kerti. ★ Kvennadálkurinn sendir öllum lesendum sínum beztu NÝJÁRSKVEÐJUR. Puella. Tveir góðir réttir Kartöflubúðingur með saftsósu. 125 gr. soðnar og saxaðar kartöflur. 60 -gr. smjöi'líki. 3 egg. 1 matskeið sykur. 1 teskeið rifið sítrónuflus. Safi úr sítrónu. 25 gr. saxaðar möndlur (þeim má þó sleppa). Kartöflurnar eru soðnar, flysjaðar og hakkaðar þrisvar sinnum. Út í þær er hrært bræddu smjör- líki, sykri, söxuðum möndlum (séu þær notaðar), sítrónuflusi og safa. Því næst er ein og ein eggja- rauða hrærð út í og hrært í 15 mín. Þá er hinum stífþeyttu eggjahvítum blandað í deigið og það sett í vel smurt mót. Smjörpappír látinn yfir mótið og það látið í pott með heitu vatni og soðið við hægan eld í 45 mín. Borðað heitt með saftsósu eða rabbar- barabitum. Bakaðar kartöflur. % kg. kartöflur. 25 gr. smjörlíki. Salt, pipar. 2 eggjahvítur eða 1 egg. Kartöflurnar eru þvegnar, flysjaðar, soðnar og pressaðar. Smjörlíkið brætt, kartöflurnar hrærðar. Að síðustu er eggið látið í. Sprautáð í toppa á lítið smurða plötu. Bakað ljósbrúnt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.