Dagur - 11.01.1950, Page 1

Dagur - 11.01.1950, Page 1
Forustugreinin: Skattamálabrandur íhalds ins. Fimmta síðan: Viðtal við Jóhann Hjör- leifsson um menntun verkstjóra. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. janúar 1950 2. tbl. Tíii menn fórust við V estmannaeyj ar Vélbátfurinn „HELGI“ fórst á Faxaskeri í aftakaveðri á laugardaginn Togaraúígerðin á Akureyri þarfnasf sfórbæffrar aðstöðu á Oddeyrarfanga * Byggja þarf viðlegupláss og geymsluhús á athafnasævðinu við nýju dráttarbrautina Verkefni fyrir nýju bæjarstjórnina Frá því var skýrt hér í blaðinu í síðustu viku, að Útgerðarfélag Akureyringa hefði í vikunni látið salta hluta af afla togarans „Sval- baks“, enda þótt aðstaða til þess væri ill þar, sem tagararnir hafa nú viðlegupláss. Áður hafði verið saltaður afli togarans „Jörundar“ á síldarsöltunarstöð á Oddeyrartanga. Um hálf þrjú leytið á laugar- daginn fórst vélbáturinn Helgi frá Vestmannaeyjum, 115 smá- lestir, á Faxaskeri við Eyjar og með honum 10 menn, 7 manna áhöfn og 3 farþegar. Þelta hörmulega sjóslys varð í aftakaveðri, er vélskipið, sem var að koma frá Reykjavík, ætlaði að sigla inn í höfnina í Vest- mannaeyjum. Stórsjór reið yfir skipið, er það átti eftir 10—15 mínútna siglingu í öruggt var, færði það í kaf, og stöðvaðist þá vélin. Rak skipið þá undan veðrinu að skerinu.. Vélin komst í lag rétt áður en skipið tók niðri og virtist það um stund stefna frá skerinu, en síðan stöðvaðist vélin aftur og skipið rak á sker- ið, brotnaði í spón og sökk á skömmum tíma. Tveir menn komust upp á skerið og voru gerðar margar tilraunir til þess Eins og áður er greint frá hér í blaðinu hefu^ Ríkisútvarpið í hyggju að reisa hér á næsta ári 5 kw. endurvarpsstöð og hefur leyfí alþjóðaútvarpssamtakanna til þess. Hefur útvarpið þegar sótt um fjárfestingar- og gjaldeyris- leyfi til þessa mannvirkis til ís- lenzkra stjórnarvalda, en óvíst er um afgreiðslu þeirra þar. Útvarpið vill byggja stöðina hér ofan við bæinn og mun leita til bæjarins um lóð, strax og nauðsynleg innkaupa- -og gjald- eyrisleyfi eru fengin. Auknar truflanir eftir 15. marz. Útvarpsstjóri skýrði frá því í viðtali hér í blaðinu fyrir jólin, að vænta mætti mjög aukinna útvarpstruflana eftir 15. marz, er ný ákvæði um bylgjulengdir út- varpsstöðva koma til fram- kvæmda. Þá mun sænsk stöð hefja útvai-p á sömu bylgjulengd og Reykjavík og sennilega mjög trufla útvarp hér. Til þess að fyr- irbyggja það þarf að girða landið með endurvarpsstöðvum. Upphaf útvarps héðan. Bygging endurvarpsstöðvar gæti orðið upphaf útvarps héðan og þannig mikil lyftistöng fyrir að bjarga þeim, en árangurslaust. Veður versnaði til muna eftir að. slysið varð og mældist vindhrað- inn allt að 15 vindstig. Haugasjór var. Fjörutíu klukkustundum eftir að slysið varð, tókst björg- unarmönnum að komast upp í skerið, Voru mennirnir báðir þá örendir. Þessir menn fórust með „Helga“: Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri Gísli Jónasson, stýri- maður (lézt á skerinu), Jón Valdemarsson, 1. vélstjóri, Gúst- af Runólfsson, 2. vélstjóri, Hálf- dán Brynjólfsson, matsveinn, Sigurður Gíslason, háseti, og Óskar Magnússon, háseti (lézt á skerinu). Farþegar: Arnþór Jó- hannsson, skipstjóri, á „Helga Helgasyni“, Þórður Bernharðs- son, unglinspiltur úr Ólafsfirði, og séra Halldór E. Johnson, frá Lundar í Manitoba. allt lista- og menningarlíf í bæn- um. Að þessu þer að stefna og reyna að skapa skilning stjórnar- valda og almennings fyrir þýð- ingu þess, að bæta skilyrði fólks úti á landi til menningaiiífs. Eins og málum er nú háttað, er þetta þjóðhagslega mjög þýðingarmikið atriði. Daufar undirtektir. Hér í blaðinu var fyrir jólin skorað á félagasamtök í bænum og víðar hér norðanlands, og á bæjarstjórnina hér, að taka mál þetta upp og samþykkja áskor- anir til stjórnarvaldanna um að veita umþeðin leyfi og stuðla þannig að því að endurvarps- stöðin verði reist á næsta ári. Til þessa hafa undirtektir verið furðulega daufar. Hér er um að ræða mál, sem er hagsmunamál fyrir bæjarfélagið og er menn- ingarlega þýðingarmikið fyrir bæinn og nærliggjandi héruð. Blaðið ítrekar því fyrri áskor- un um þetta efni. Hér er og verk- efni fyrir nýju bæjarstjórnina, að veíta greiðlega lóð fyrir endur- varpsstöðina, er þar að kemur, og beita áhrifum sínum eftir því sem unnt er til þess að nauðsynleg leyfi fáist til mannvirkisins. Framsóknarvist á sunnudaginn Framsóknarfélögin á Akureyri hafa fi'amsóknarvist og dans að Hótel KEA, sunnud. 15. jan. n.k. kl. 9 e. h. Verðlaun verða veitt. Munið að taka með blýant og spil! Hljómsveit Skjaldar Hlíðar leikur fyrir dansinum. Ólafsfjarðarbátar stunda róðra frá Suðurnesjum Allir hinir stærri Ólafsfjarðar- bátar eru nú farnir til róðra við Faxaflóa og með þeim mikill fjöldi manna úr kaupstaðnum, sem hyggst stunda sjómennsku þar syðra í vetur, á þessum bát- um og öðrum. M.b. Græðir hélt frá Ólafsfirði skömmu fyrir óveðrið um sl. helgi, og var um skeið óttast um bátinn, en á sunnudag fréttist til hans í höfn á Vestfjörðum. Þrjár íkviknanir hér eftir nýárið Nú eftir nýárið hafa orðið þrjár íkviknanir hér í bænum, og tókst slökkviliðinu hvarvetna að slökkva eldinn, en verulegt tjón varð þó af eldinum á einum stað. Aðfaranótt 4. jan. var slökkvi- liðið kvatt að Hótel Akureyri. Hafði komið upp eldur í snyrti- herbergi á miðhæðinni, en þar er jafnframt miðstöðvarketill. Kvikn aði í kolakassa. Herbergi þetta eyðilagðist, en aðrar skemmdir urðu ekki teljandi. Hinn 6. janúar kviknaði í kola- skúr á hafnarbakkanum. Var eld- urinn í stoppi í útvegg, en elds- upptök ókunn. Slökkviliðið slökkti eldinn strax og urðu litlar skemmdir. Loks kviknaði í húsinu Lækjar gata 22 sama dag. Er þetta íbúðar hús úr timbri, ein hæð og kjallari áfast við annað íbúðarhús. Mun hafa kviknað út frá kertum í höndum barna. Eldurinn var ekki útbreiddur, er slökkviliðið kom á vettvang, en vatnslítið var í þessu bæjarhverfi og gekk slökkvistarfið þess vegna seint. Húsið brann tiltölulega lítið, en miklar skemmdir urðu á íbúðinni af vatni og reyk. Töluverðar skemmdir urðu einnig á innan- stokksmunum í íbúð þeirri, sem áföst er. Allverulegar skemmdir urðu á innbúum í báðum ibúðum hússins, bæði af eldi, vatni og reyk og svo af því, að nauðsynlegt þótti að bera út úr húsinu allt lauslegt. Óvarlegt væri að reikna með því, að hér sé aðeins um einstök tilfelli að ræða. Ekki er ósennilegt, að erlendum fiskmarkaði verði svo háttað í framtíðinni, að íslendingar verði aftur að taka upp salt- fiskverkun í stórum stíl. Með vaxandi tagaraútgerð héðan þarf að taka tillit til þess möguleika, jafnframt því, sem nauðsyn er á að bæta aðstöðu togaranna til athafna hér við höfnina að öðru leyti. Fjórir togarar á næsta ári. Héðan frá Akureyri eru nú gerðir út þrír togarar, og lík- legt má telja, að fjórða skipið bætist í hópinn á næsta ári. Öll hafa skipin viðlegupláss á Oddeyrartanga, við gömlu bryggjurnar þar, og geymslur í bröggum og öðrum húsa- kynnum við bryggjurnar. Sú aðstaða öll er mjög ófullnægj- andi, og allt of lítið svigrúm þar fyrir fjóra togara, jafnvel þótt ekkert væri hugsað til saltfiskverkunar. Ýmis að- staða þar hefir til skamms tíma a. m.'k. einnig verið ó- fullnægjandi, t. d. vatnsleiðsl- ur, svo sem áður hefir verið rakið hér í blaðinu. Til þess að gera aðstöðu skipanna við gömlu bryggjurnar á Oddeyri viðundandi, þarf að gera þar miklar breytingar og koma þar upp viðunandi húsakosti. En svigrúm til þess er lítið, og virðist miklu heppilegra að hyggja á breytingar og flytja athafnapláss togaranna til, norður að nýju dráttarbraut- inni við Glerárósa. Þar er svigrúm nægilegt og auðvelt að koma upp bryggjum. Þar er ákjósanleg aðstaða til þess að koma upp nauðsynlegum húsakosti, ef grípa þyrfti til saltfiskverkunar í stórum stíl og yfirleitt búa togaraútgerð- inni hér framtíðarskilyrði við höfnina. Þar er og minni hætta af völdum ísa en innar í höfninni, og er það mikið at- riði. Heíja má bryggjugerSlna nú þegar. Segja má, að fyrir hand- vömm núverandi bæjaryfir- valda sé nokkurt efni til slíkra framkvæmda við Glerárósa þegar fyrir hendi. Ekki þarf að rekja hrakfallasögu Torfu- nefsbryggjunnar fyrir bæjar- mönnum. Hún er alkunn. Upphaflega var ráðgert að breikka bryggjuna mikið og efni pantað til þess. En í ljós kom, að undirbúningur hafði verið helzt til handahófslegur, og stóðust ekki áætlanir verk- vísindameistaranna um við- gerðina. Eiga þar sök ráða- menn bæjarins og vitamála- skrifstofan. Var horfið að því ráði að treysta gömlu bryggj- una með járnþili, og er því verki langt komið. En talsvert annað efni, sem nota átti til bryggjunnar, er þegar fyrir hendi. Þegar áætlanir verk- vísindameistaranna voru í ó- efni komnar, var í skyndi bú- in til ný áætlun um mikla uppfyllingu við Strandgötuna, og skyldi nota afgangsefnið til hennar. Mikill hraði var í afgreiðslu þeirrar nýju áætl- unar hjá vitamálaskrifstof- unni og í bæjarstjórninni og ó- hkur þeim vinnubrögðum, er til þess tíma höfðu tíðkazt í málefnum hafnarinnar. Enn vita bæjarmenn ógjörla, hvort hin nýju plön mundu reynast nokkru haldbetri en hin gömlu, er á hólminn kæmi, enda mun almennt hafa verið litið á hjna nýju áætlun sem „face saving“ eða björgun eig- in nefs af hálfu vitamála- stjórnarinnar og þeirra ráða- manna bæjarins, er þarna koina rnest við sögu. Gamla bryggjan traust orðin. Méð þeirri aðgerð, sem nú hefir farið fram á Torfunefs- (Framhald á 5. síðu). Framsóknarfólk! Athugið að kosningaskrif- stofa Framsóknarflokksins er í Hafnarstræti 93, 4. hæð. Sími 443. Hún er opin frá kl. 1.30— 3 og 4.30—7 fyrst um sinn. — Annað hvort lítið inn eða gefið allar þær upplýsingar, sem að gagni geta koniið, í síma. At- _ hugið sérstaklega að láta skrif- stofunni vita um fjarverandi kjósendur eða þá, seni eru að fara í burtu. Þeir geta nú þeg- ar kosið utan kjörsíaðar. Það er hagsmunantðl Ákureyrar a§ reisf verði hér endurvarpssföð Bæjarstjóniinni nýju ber að styðja málið

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.