Dagur - 11.01.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1950, Blaðsíða 4
I D AGUR Miðvikudaginn 11. janúar 1950 ^7>WVVWVVVVVvWW>^/VVWWVyV'^A/VVW^NWy^W'/VNÍl DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innlieimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Skattamálabrandur íhaldsins L ■ EF AÐ venju lætur, munu a.m.k. tvö bæj- arblaðanna nú taka til þar sem frá var horfið á sl. ári og halda áfram hinni sérstæðu fræðslu sinni um starfsemi kaupfélagsins hér og samvinnufélaganna í heild. Tilefnið að þessu sinni eru bæjarstjórnarkosningarnar. Hefir það aldrei brugðizt nú hina síðari ára- tugi, að sérstakur fjörkippur hefir komið í ófrægingarstríð íhaldsins gegn samvinnufé- lögunum skömmu fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. Þrátt fyrir allar nýjungar í stríðstækni nú hin síðari ár, eru vopnin, er í þessu stríði eru helzt notuð, öll af gamla skólanum og rauriar flest orðin harla bitlítil, enda langt í frá að þau hafi legið í smiðju í milli bæjar- stjórnarkosninga. Þarf raunar.ekkert sér- stakt tilefni til þess, að þeim sé brugðið á loft, ef riddararnir á ritstjórnarstólunum-halda að. stríðsdans muni á einhvern hátt. lyfta, undir fvlgi flokka þeirra, er útlitið er svart að öðru leyti. Víðkunnast þessara fornlégu vopna er skattamálabrandurinn. Honum er sveiflað í tíma og ótíma, og líklega er búið að eyða meiri prentsyertu til þess að, brýna hann og sijóvga en nokkurt annað pólitískt vopn hér á landi hin síðari ár. Og þó er þetta raunar ekki flokkslegt vopn, þótt reynt sé stundurii að láta almenning halda, að svo sé. Vissulega verða deilur um skattamál samvinnufélaga ekki leystar í bæjarstjórnum landsins. Bæir og sveitarfélög leggja útsvör og.aðra skatta á samkvæmt landslögum hverju sinni. Sú undirstaða rótast ekki vitund, þótt manna- skipti verði í bæjarstjórnunum á fjögurra ára fresti. Hins vegar munu sumir menn telja að með því að útbreiða rangar upplýsingar um þessi mál og ala á tortryggni, geti þeir lyft eitthvað undir kjörfylgi flokka sinna. Ef að venju fer, munu þau sjónarmið verða á- berandi í hinum tilvonandi kosningaslag. SAMVINNUFÉLÖGIN endurgreiða fé- lagsmönnum sínum árlega miklar fjárfúlgur. Félagsmennirnir hafa lagt þar inn fé til vöru- kaupa, en kaupin eru ekki endanlega gerð fyrr en við árslok, er reikningar eru upp ge^ðir og séð verður, hvað varan hefir raun- verulega kostað. Þá endurgreiða kaupfélögin félagsmönnum sínum það fé; sem þeirra er. Félagsmennirnir sjálfir hafa greitt skatt af því, sem einstaklingar. Allir sjá, hve ranglátt væri að skattleggja þetta fé á ný og svipta félagsmennina þannig möguleikum til þess að fá vörur sínar við sannvirði. Slíkt athæfi væri í rauninni bein árás á félagsfrelsið í landinu og miðaði að því að eyðileggja mögu- leika þegnanna til þess að njóta ávaxtanna af samstarfinu. Hvergi meðal nágrannaþjóð- anna, þar sem samvinnufélög eru rekin á sama grundvelli og hér, hefir andstæðingum samvinnuhreyfingarinnar tekizt að setja slík höft á félagsfrelsi fólksins. Það mundi vafa- laust þykja tíðindum sæta þar, ef gróðavald- :ið á íslandi fengi því áorkað, að leggja tvö- faldan skatt á samvinnumenn og ekki þykja bera vott um hátt menningarstig eða mikinn félagsþroska íslendinga. En sem betur fer, stendur ekkert slíkt til enda þótt viljann til þess vanti ekki sums staðar. Samvinnustefnan á of sterk í- tök í hugum almennings til þess að gróðaklíkum takist sú fyrirætlun. í UMRÆÐUM þeim, sem farið hafa fram í bæjarblöð- unum um útsvars- og skatta- mál mörg undanfarin ár, hafa málsvarar tvöfalda skattsins jafnan talað um útsvör til bæjarfélagsins eins og þar væru allar skattgreiðslur sam vinnufélaganna. Þrátt fyrir margendurteknar áskoranir hér í blaðnu, hafa þessi mál- gögn aldrei fengizt til þess að ræða ákvæði skattalaganna frá 1941, þar sem ríkisvaldið gekk mjög á rétt bæjarfélag- anna með því að banna þeim að leggja á skattskyldartekjur eftir að vissu marki er náð. Ríkið tók sér einkaleyfi á skattlagningu þess, sem þar er fyrir ofan. Útkoman er sú, að ríkisvaldið fær bróðurpart- inn af skattgreiðslum stórra fyrirtækja, en bæirnir eru rændir eðlilegum tekjustofni. Leiðin til þess að laga þetta er ekki að hækka skatta á þessum fyrirtækjum, heldur sú, að breyta þessum lögum og veita bæjarfélögunum ríf- legri hlutdeild í þeim fúlgum, sem stór fyrirtæki greiða ár- lega í skatta. Slík breyting er réttlát og sjálfsögð. Hér í blað inu hefir hvað eftir annað verið bent á þetta. Blöð and- stæðinganna hafa ekki enn í dag tekið undir þá kröfu. Sú þögn bendir til þess, að þau hafi meiri áhuga fyrir því að geta beitt þessu blekkngar- vopni í kosningaslag en að bæta hag bæjarfélagsins með skynsamlegum ráðstöfunum. Fróðlegt verður að sjá, hvort áhugi fyrir þessu máli lifnar nokkuð núna fyrir kosning- arnar. FOKDREIFAR Lítill kosningahugur enn. Flest sólarmerki virðast benda til þess, að bæjarstjórnarkosn- ingaslagurinn hér verði ekki sér- lega illvígur að þessu sinni, og að undanfari kosninganna, — a- gitasjónir, fundir og blaðaskrif — muni ekki setja geðsmuni borg- aranna mjög út úr jafnvægi. Bæjarstjórnin, sú sem nú er að kveðja, hefur að vísu ekki verið sérlega vinsæl. Naumast verður þó með skjótum hætti hægt að festa hönd á neinni sérstakri á- stæðu til þess, að mönnum liggur mörgum hverjum þungt orð til hennar. Raunar munu margir þó frekar eiga við framkvæmda- stjórn bæjarins en bæjai-stjórn- ina sjálfa. Framkvæmdastjórnin hefur á þessu kjörtímabili verið vonum lakar slöpp og seinlát og þetta hefur orðið meira áberandi en ella vegna þess, að bærinn hefur haft með höndum ýmsar markverðar framkvæmdir, sem borgararnir veita sérstaka at- hygli. Þó er mér nær að halda, að það sé ekki seinagangur hinna stærri mannvirkja, sem mest hef- ur gramist borgurunum, enda hefur þar oft verið við ramman reip áð draga, þar sem er hið sjúklega fjármálaástand í land- inu, vöruskortur og erfiður láns- fjármarkaður, heldur vinnu- brögðin, sem þeir sjá daglega fyr- ir sér á götunum og við ýms verkefni, sem bærinn hefur með höndum. Sem dæmi um þetta má nefna útlit gatnanna hér nú eftir nýórið. Meðan hlákur gengu yfir á dögunum, og auðvelt var að hreinsa snjó af götum miðbæjar- ins, var ekkert til þess gert. Þeg- ar frysta tók, varð afleiðingin sú, að svellbunkar mynduðust, og bílarnir gerðu brátt djúpar rásir í þá. Þessar rásir eru svo keyrðar alla daga, með þeim afleiðingum, að malbikið slitnar þar, svo að á vorin má rekja rásirnar í mal- bikinu. Þetta eru vinnuvísindi, sem ekki borga sig, og það bætti ekki úr skák, þegar menn sáu það nú upp úr helginni, að byrjað var að höggva klaka af götunum, Hvers vegna var ekkert gert, meðan hlákan var? Líklegast eiga þeir í sameiningu heiðurinn af því Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur lagt bænum til bæjar- stjórann nú um meira en áratug, og kommúnistar, sem helga sér bæjarverkfræðinginn, að gera stjórn málefna kaupstaðar- ins þyrni í augum margra borg- ara. Mun það sannast sagna, að bæjarbúar líti ekki til þess með neinni tilhlökkun að þessir heið- ursmenn stýri áfram fram- kvæmdum. Er það og ekkert leyndarmál, að allsendis ósenni- legt er að núverandi bæjarstjóri verði kosinn hér enn einu sinni, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni að sjálfsögðu óska þess heitt og innilega. Skugginn af framkvæmdastjórn- inni. En þótt deyfðin og drunginn í daglegum rekstri bæjarins hafi þannig varpað skugga á bæjar- stjórnina meira en eðlilegt má má kalla fyrir hennar eigin til- verknað, er þó engan veginn sagt, að hún sé syndlaus. Má með réttu margt að störfum hennar finna, sem og öðrum mannanna verk- um, en hinu ber heldur ekki að neita, að margt hefur vel tekizt og hún hefur borið gæfu til að halda fjárhag bæjarins á réttum kili. Þegar stjórn bæjai-málefna Akureyrar er borin saman við það, sem gerst hefur víða annars staðar, t. d. ísafirði, Vestmanna- eyjum og Siglufirði, sést berlega, að betur hefur verið haldið á mál- unum hér en þar. í sumum hinna bæjanna er allt sokkið í skuldir, og sums staðar hins mesta óreiða á fjárhagnum, að sögn blaða í þessum bæjum. Ekki verður ann- að sagt, en fjármál og fjárreiður kaupstaðarins hér séu í allgóðu lagi og mega borgararnir líka meta það að verðleikum, einkum þar sem nú fara erfiðir tímar í hönd, og mun þá líklegra til trausts að eiga gott orð fyrir skynsamlega fjármálastjórn en langa sögu um ævintýralegar að- gerðir þeirra flokka, sem kalla sjálfa sig framsækna og haldna alveg sérstökum áhuga fyrir vel- ferð almennings. Síðan 1946 hafa þessir flokkar nokkuð fengið að reyna ágæti kenninga sinna í ýmsum bæjum, og mega Akur- eyringar vera þakklátir sjálfum sér fyrir það, að hafa ekki veitt þeim meirihluta 1946. Þá mundi hér öðruvísi og ömurlegra um- horfs en nú er og minni líkur til þess að hægt væri að halda uppi skynsamlegum framkvæmdum og forða atvinnuleysi og vandræð um. (Framhald á 5. síðu). /é/wa, Hjúskaparskólinn í Kaupmannahöfn Fyrir nokkrum mánuðum var stofnsettur nokkuð sérstæður skóli í Kaupmannahöfn. „Köbenhavns ægteskabsskole“ heitir hann, þ. e. a. s. hjúskapar- skóli Kaupmannahafnar. Þessi skóli er talinn vera alger nýjung þótt um víða veröld væri leitað. Indland og Kanada hafa snúið sér til skólans og beðið um upplýsingar um það, hvernig þessu sé hagað, með það fyrir augum að setja á stofn slíkan skóla. Fréttastofa Reuters hefir sent út greinar um skólann til allra eða a. m. k. allflestra landa heims. Hvernig varð þessi skóli til? .Við verðum að fara 6 ár aftur í tímann, þegar ráð-. gefandi skrifstofa um einkamál var opnuð í borg- inni. Það var þá orðið ýmsum merkum mönnum ljóst, að nauðsyn bæri til þess að fólk fengi marg- háttaða fræðslu um hjónabandið og hin ýmsu hjú- skaparmál, og að þetta væri í té látið af hæfum mönnum og konum en ekki æsandi bókum, sem venjulega voru ófullnægjandi og gátu af eðlilegum ástæðum aldrei gert sama gagn og menntaður, vel- viljaður og ráðgefandi maður, sem hægt var að leita til og ræða við um hin ýmsu mál. Hjónaskilnaðir höfðu aukizt mjög og mikið af hjónaböndum voru í vanda stödd. Þá var rætt um að hefja mikinn áróður á breiðum giundvelli. í Eng- landi hafði kirkjan unnið að þessum málum, en í Ameríku hafði verið farin sú leið, að kenna um hjú- skaparmál við hina æðri skóla, og hafði það að mörgu leyti gefizt vel. Árið 1947 var danskur prestur, C. E. Dam-Hend- riksen að nafni á ferð í Englandi. Meðan hann dvaldist þar, las hann grein nokkra í ensku blaði um vandamál hjúskaparins og þar var þess getið, að Danir væru líka að glíma við, á hvem hátt væri hægt að koma til hjálpar hinum ungu og leiðbeina þeim og fræða um hjónabandið. Þessi grein varð til þess, að presturinn ákvað að stofna skóla heima í Danmörku, skóla, sem ætti að veita hinum ógiftu fræðslu um, hvað hjónabandið í raun réttri er, og hjálpa hjónum, sem af einhverj- um ástæðum gengur illa búskapurinn, til hamingj- unnar aftur. Kennsla skyldi fara fram í fyrirlestr- um, en vandamál hvers einstaks hekið fyrir á þann hátt, að nemendur væru örvaðir til að spyrja að loknum fyrirlestrunum. Það var brautryðjendastarf, sem þessi maður vann, með því að koma skólanum á laggirnar, það var erfitt starf eins og allt brautryðjendastarf er, en hann hóf starfið, og nú er skólinn í fullum gangl og hefur þegar hjálpað mörgum. í sambandi við skólann hefm’ verið stofnuð ráð- gefandi nefnd fyrir ung hjón og heimili þeirra. f þessari nefnd eiga sæti fulltrúar fró hinum ýmsu aðiljum svo sem læknum, lögfræðingum, skóla- mönnum, verzlunarmönnum og húsmæðrafélögum. Nefndin vinnur án nokkurs fjárhagslegs stuðnings, en fræðslumálastjórn Kaupmannahafnar hefir látið henni í té húsnæði. Hjúskaparskólinn starfar í námskeiðum og hefur um 100 nemendur á hverju námskeiði. Nemendur geta allir orðið, bæði gamlir og ungir, giftir og ógift- ir, en mest ber að sjálfsögðu á nýgiftu fólki og þeim, sem í náinni framtíð ætla að ganga í hjónaband. Hvað er kennt? Það er ekki um neina kennslu að ræða í venju- legum skilningi þess orð. En mál, sem tekin eru fyrir í fyrirlestrunum eru m. a.: Kynlíf hjóna, rétt- ur hjónabandsins og þjóðfélagsleg aðstaða, árekstr- ar í hjónabandinu, fjármál heimilisins, nútíð og framtíð bamsins og starf konunnar utan veggja heimilisins. Ýmis önnur mál og aíbrigði af þessum, sem hér voru nefnd koma fram, þegar nemendur gera fyrirspurnir, sem kennararnir þurfa að svara og greiða úr. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.