Dagur - 11.01.1950, Síða 5

Dagur - 11.01.1950, Síða 5
Miðvikudaginn 11. janúar 1950 D A G U R 5 Verksfjórasemband Islands beifir sér mennfun verksfjóra Verkstjóranámskeiði nýlega lokið hér á Akureyri Samtal við JÓHANN HJÖRLEIFSSON, verk- stjóra, um námskeiðið hér og nauðsyn aukinnar þekkingar meðal verkstjóra, ekki aðeins á verk- legum efnum, heldur einnig á viðhorfum verkamanna Skömmu fyrir jólin lauk hér á Akureyri námskeiði fyrir verk- stjóra, sem Verkstjórasamband íslands gekkst fyrir. Tólf menn sóttu námskeiðið, héðan úr bæn- uin og úr nærliggjandi sveitum. Forstöðumaður námskeiðsins var Jóhann Hjörleifsson verkstjóri í Reykjavík. Pagur átti tal við Jó- hann Hjörleifsson urn þessa nýj- ung hér nyrðra, áður en hann hvarf burtu héðan skömmu fyrir jólin, og ræddi við hann um til- högun 'iessa námskeiðs, tilgang þess og um menntun verkstjóra almennt. „Námskeið betta var haldið að forgöngu Verkstjórasambands íslands," sagði Jóhann Hjörleifs- son, „og því var hagað svipað og námskeiðum sem haldin hafa verið í Reykjavik. Við vorum til húsa í bæjarstjórnarsalnum. — Hófst kennslan seint í nóvember og stóð fram undir jól. Kennsla var bæði bókleg og verkleg. Það, sem einkum skorti hér, voru sér- fræðingar til þess að kenna og flytja fyrirlestra. Kennarar nám- skeiðsins voru, auk forstöðu- mannsins, Ásgéir Markússon bæjarverkfræðingur, dr. Sveinn Þórðarson menntaskólakennari, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir. Þá haía þeir Karl Friðriksson verkstjóri og Zóphónías Jónas- son sprengingameistari flutt er- indi um steinsteypu og spreng- ingar og auk þess kenndi Zóp- hónías sprengingar verklega.“ Hvert teljið'þér aðalverkefni slíkra námskeiðs? . „Tilgangurinn með fræðslu- starfsemi þessari hefur verið sá einn, að bæta úr brýnni þörf, þeirri þörf, sem jafnan hefur komið betur og betur í ljós eftir því sem hinar verklegu fram- kvæmdir hafa orðið fjölþættari og hin nýja tækni aukizt, að gefa þarf verkstjórunum kost á meiri fræðslu en þeir hafa átt hingað til. Ekki aðeins faglegri, heldur og einnig almennri, því að marga þeirra hefur skort þá undirstöðu menntunar, sem hverjum manni er nauðsynleg, og þá ekki sízt þeim, sem þurfa að standa fyrir margs konar verklegum fram- kvæmdum og verða því að geta gert skil hinum margbrotnustu viðfengsefnum. Hins vegar hefur verkstjórasamtökunum jafnan verið það Ijóst, að slík námskeið, sem þessi, væru aðeins bráða- birgða fyrirkomulag. Að hinu ber að stefna, að hér komi upp reglulegur skóli fyrir Verkstjóia, þar sem þeir fengju Sæmilegan undirbúning undir störf sín, og að því hefur verið unnið. Er líklegt að skipuleg kennsla fyrir veikstjóraefni verði hafin hér? Það, sem áunnist hefur í því efni er það, að fyrir nokkru fól fyrrv. samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson, þremur mönnum, þeim Helga H. Eíríkssyni, skóla- stjóra, Geir G. Zoega vegamála- stjóra og Jóhanni Hjörleifssyni verkstjóra, að athuga þessi mál og gera tillögur um kennslu fyrir verkstjóra og verkstjóraefni. Þeir hafa fyrir nokkru skilað áliti sínu og tillögum, sem stjórn verk stjórasambandsins væntir, að nú- verandi samgöngumálaráðherra taki upp og leggi fyrir Alþingi það, er nú situr. í tillögunum er einróma lagt til, að tekin verði upp kennsla fyrir verkstjóra hér á landi og höfð í sambandi við iðnskólana. Um námskröfur og fyrirkomulag kennslunnar er að mestu stuðzt við það, hvernig málum þessum er nú fyrir komið á NorðUrlöndum, sérstaklega í Noregi og Danmörku. Gert er ráð fyrir 6 mán. námskeiðum, þar sem nemendur verði að ljúka prófi, og til þess að komast inn á námskeiðin þurfi verkstjóraefnin að hafa unnið minnst 12 mánuði við þá starfsgrein, sem þeir ætla að taka verkstjórapróf í og hafi auk þess verið aðstoðarverkstjór- ar í sömu starfsgrein í 4 mán. Þá er það sett sem skilyrði fyrir upptöku á námskeiðin, að verk- stjóraefni hafi að minnsta kosti lokið miðskólaprófi eða samsvar- andi prófi. Gengið er svo út frá því, að sett verði með reglugerð ákvæði um hvaða námsgreinar skuli kenna, kröfur um próf, hvernig þeim skuli hagað o. fl. Hvernig er fyrtrkomulag verkstjórakennslu í nágrannalöndunum? Á Norðurlöndum hefur kennslu fyrir verkstjóra verið haldið uppi um nokkurt skeið. í Noregi var fyrst haldið námskeið fyrir verk- stjóra 1928—’29. En 1936 er stofn- uð sérstök deild fyrir verkstjóra við Statens Teknologiske Institut í Osló, þar sem haldnir eru fyrir- lestrar um hina fræðilegu hlið verkstjórnarinnar: Verkstjórn, skipulagning verka, öi-yggisráð- stafanir gegn slysahættu, þreytu og áhrif hennar á verkamenn, lífeðlisfræði, sálarfræði o. fl. o. fl. Hér er lögð höfuðáherzlan á það, að kenna verkstjóranum að um- gangast verkamennina, þekkja þá í sérgreinum sínum. f Svíþjóð er námi verkstjóra þannig háttað, að opinberar stofnanir og ýms önnur fyrirtæki halda nokkra vikna námskeið fyrir verkstjóra sína, og miðast þau við þær starfsgreinar, sem þeir vinna við. Gildi verkstjórafræðslunnar hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá Bandaríkjamönnum, enda hafa þeir nú fjölda skóla fyrir verkstjóra sína í hinum ýmsu starfsgreinum. En hið fyrsta, sem Bandaríkjamenn t. d. gerðu eftir fall Frakklands 1940, og þeir í raun og veru hófu stríðsundirbúning sinn, var að setja á fót sérstaka stofnun til þess að kenna verkstjórum á öll- um mögulegum sviðum. Þegar svo að því kom, að þeir þurftu að gera hið mikla átak sitt um breytingu á framleiðslu sinni, samgöngum o. fl., reyndist þessi ráðstöfun hafa mikla þýðingu. og skilja. Nú er farið að halda þessi námskeið víðar í Noregi. Auk þessa eru svo haldin lengri og skemmri námskeið í ýmsum sérgreinum. Þannig verða t. d. þeir, sem ætla sér að verða verk- stjórar í vegagerð, járnbrautar- lag'ningu o. fl., að ganga gegnum 8 mán. námskeið, og til þess að komast inn á þau þurfa verk- stjóraefnin að hafa unnið 4—5 ár eftir 19 ára aldur við sérgrein sína. í Danmörku hefur verið komið upp sérstökum skóla fyrir verk- stjóra og verkamenn, þar sem verkstjórunum er kennt 1—2 mán. á ári í 3 ár áður en þeir taka burtfararpróf. Fjórða árið geta þeir svo fengið sérstök námskeið Fyrirkomulag og aðalefni fræðslunnar. Á námskeiðum þeim, sem hér hafa verið haldin fyrir verkstjóra, hefur verið reynt að veita þeim sem mesta fræðslu í þeim grein- um, er sérstaklega snerta starfs- svið þeirra og leitast við að haga kennslunni á þann veg, að hér væri lagður grundvöllur, sem byggja mætti ofan á. Við kennsl- una hefur að nokkru verið stuðzt við bók þá, sem kennd hefur ver- ið á námskeiðum fyrir danska verkstjóra. Þannig hefur t. d. verið kennd flatar- og rúmmáls- fræði, jafnhliða byrjunaratriðum í land- og hallamælingum, vinnubókahald og skýrslugerð. — Fyrirlestrar, jafnhliða verklegum æfingum í sumum greinum, hafa verið fluttir um: Vegagei'ð, gatna gerð, sprengiefni og sprengingar, steinsteypu. Hvernig forðast beri slysahættu, verkstjórn o. fl. Auk þess hefur jafnan verið kennd hjálp í viðlögum. . Á námsekiði, sem haldið var í Reykjavík síðastl. vetur, flutti dr. Broddi Jóhannesson nokkra fyr- irlestra, meðal annars um verk- stjórann sem uppalanda og hverj- ar kröfur væru gerðar til verk- stj. nútímans umþekkinguáhinni salrænu hlið verkamannsins. fyrir aukinni Áherzla lögð á skilning verkstjórans á viðhorfum verkamannsins. Okkur, sem höfum haft á hendi fræðslumál verkstjóranna nú og á liðnum árum, er það fylli- lega ljóst, að mjög hefur á skort, að fræðslan væri svo fullkomin sem skyldi og við hefðum á kos- ið. Þess göngum við og heldur ekki duldir, að starf verkstjórans sé þýðingarmikið og að hann þurfi ekki aðeins að kunna fag sitt verklega, heldur og einnig að hafa þá almennu menntun, þá þekkingu á mannlegu eðli, að hann skilji verkamenn síná, þekki sérkenni þeirra, jafnt and- lega sem starfslega, og sé þess umkominn að taka tillit til hinna ýmsu viðhorfa, svo að verkið verði verkamönnunum ekki kvöl og leiðindi, heldin' það, sem það á að vera þeim: arður og ánægja og vinnuveitandanum gagn og nyt- semi. Til þess að vinna að því, að svo megi verða, heitum við á stuðn- ing allra góðra manna.“ — Togaraútgerðin (Framhald af 1. síðu). bryggjunni, má telja hana orðna alltrausta og til fram- búðar, ef verkfræðingunum tekst nokkru 'sinni að ljúka við hána, en seinlega hefir miðað nú upp á .síðkastið, og raunar svo að furðu má kalla, því að aðkallandi er að koma bryggjunni í not hið fyrsta, og ætti að vera auðvelt, ef ekki væri sífellt dottað á verð- inum. En þegar bryggjan kemst aftur í notkun, betri og traustari en fyrr, má segja, að ekki sé stórlega aðkallandi að hefja byggingu hins hýja bólverks við StrandgÖtuna. Sæmilega væri þegar séð fyrir vöruuppskipun og annarri skipaafgreiðslu í innri höfn- inni. Miklu meira aðkallandi er að bæta aðstöðu hinna þýðingar- miklu atvinnu- og framleiðslu- tækja, togaranna, og skynsam- legra að nota efni það, sem keypt var til Torfunefsbryggj- unnar í fljótræðinu til þess að koma upp aðstöðu norðarlega ó Oddeyri, en nota það til fyrir- hugaðs bólverks við Strandgöt- utia. Ef ísfiskssölur togaraflotans leggjast að verulegu leyti nið- ur, og saltfiskverkun í stórum stíl verður aftur tekin upp, er mjög þýðingarmikið atriði at- vinnulega fyrir bæinn, að hafa aðstöðu til slíkrar verkunar fyrir skipin. Og ef fjórða skip- ið bætist í flotann á næsta ári, er núverandi aðstaða ófull- nægjandi, og má raunar segja að hún sé það þegar í dag og engan veginn til frambúðar. Hér er eitt af þeim verkefn- um, er bíða hinnar nýju bæjar- stjórnar. — Framsóknarmenn munu fylgja þessu móli, því að það miðar að því að skapa tog- araútgerðinni héðan viðunandi skilyrði og treysta efnahag hennar. Það getur einnig haft mikla atvinnulega þýðingu fyr- ir bæjarfélagið. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Lítið hald í skrautskrifiuum. f kosningunum nú í þessum mánuði veltur ekki rriinna á því en fyrr, að borgararnir láti ekki glepja sig af kenningum ævin- týramanna. Akureyrarbær er ekkert stórveldi né auðfyrirtæki, sem framkvæmt getur hvern rann hlut, sem sniðugum agita- tor dettur í hug að hampa framan í háttvirta kjósendur. Bærinn verður á næsta kjörtímabili að haga framkvæmdum sínum í samræmi við raunverulega mögu leika sína og með fullu tilliti til getu sinnar og borgaranna og að- stöðu bæjarfélagsins í heild í Djóðfélaginu. Aðeins þannig mun heppnast að viðhalda hér eðli- legri þróun í atvinnumálum og framkvæmdum. Hitt er svo aug- ljóst, að bæjarbúar krefjast þess, að vel og rösklega sé unnið að þeim málum, sem bærinn hefur með höndum. Á það hefur all- mjög skort á stundum á liðnu kjörtímabili. Á þeim vettvangi hyggja margir gott til nokkurrar „nýsköpunar". En hinum mun fækka, sem telja sér nokkurt hald í skrautprentuðum kosn- ingastefnuskrám ævintýramann- anna, sem nú reyna að telja fólki trú um að þessi eða hin fram- kvæmdin hafi fæðzt af því, að þeim hafi dottið í hug að setja hana á þessi skrautplögg fyrr á árum. Það mun víst minnstur vandinn að setjast niður og skrifa óskalista. Það er framkvæmdin en ekki skrafið, sem kemur fólk- inu að haldi. í framkvæmdunum sjálfum hafa mennirnir með skrautmiðana ekki reynst neinir víkingar, sem heldur var aldrei við búizt. Þar hefur meiri þungi hvílt á herðum þeirra, sem skrautskrifararnir kalla „aftyr- haldsmenn“. Og svo mun enn fara á næsta kjörtímabili. Áróð- ursplögg í kosningum verða létt vegarnesti fyrir ráðsmenn hæj- arins, er leita þurfa lánsfjár og þess, að tekið sé tillit til bæjarins af ríkisvaldinu. Þá mun það þyngra á metunum. að fjármálum bæjarins hafi verið haldið á rétt- um kili og bæjarmenn hér ekki látið leiða sig út í vanhugsuð æv- intýri, sem endað hafa með skelf- ingu fyrir ríkisheildina, sem hef- ur fengið baggana á bakið. Beinin í „nýsköpunar“-flokk- unum. Við þurfum ekki hér að heyra meira um „blóma“ né meira um grammófón-nýsköpun. Ástandið er nú orðið öllum augljóst. Það þarf sterk bein til að þola góða daga og þjóðin veit nú aðþaubein var ekki að finna í , nýsköpunar- flokkunum“. Menn hafa þá lítið lært af reynslunni, ef þeir ætla að þeir muni duga betur þegar erfið- leikarnir hafa tekið í taumana. SKJALDBORGAR BÍÓ Sýning í kvöld: Makleg málagjöld (Relentless) Spennandi og skemmtileg amerísk litmyrid, tekin af Columbia Picturés Inc. Aðalleikendur: Robert Young Marguerite Chapman. (Bönnuð yngri en 16 ára.) iiiittitiiiiiiittitiiiiitiiiiiittiitiiiiiniiiiiiiiitiiiktiiiiititii? UHIHIIIIHIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlltllHlllimiHIIIIIIIIIIIIIHIÍIIIIItltHÚllllllllllllllllllllllllllllltll

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.