Dagur


Dagur - 11.01.1950, Qupperneq 7

Dagur - 11.01.1950, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 11. janúai' 1950 DAGUE 7 — Fjármálastefna „ný§köpunar“-áranna (Framhald af 2. síðu). arstefnan hefur skapað bænum. Hún hefur boðað aukin útgjöld úr vasa borgaranna, minni hraða í framkvæmdum, og hún hefur girt fyrir, að hægt væri að framkvæma málefnasamninginn að öllu leyti. Og framundan eru fyrirsjáanlega miklir erfiðleikar fyrir bæinn. Dýrtíðarstefnan hef- ur fætt þá flesta af sér. En sumir flokkar virðast ekkert hafa lært og engu-hafa gleymt. Enn er dikt- að upp með glamuryrtar kosn- ingastefnuskrár, rétt eins og 1942 og 1946, og reynt að telja fólki trú um að nægilegt sé að kjósa þessar stefnuskrár á pappírnum, þá sé allur vandi leystur. En mik- ið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1946 og fólkið í landinu hefur fengið dýrkeypta reynslu af ábyrgðarlausri fjármálapólitík í landsmálum og það veit nú, að vandi lands og þjóðar, bæja og sveita, verður ekki leystur með glamuryrtum kosningastefnu- skrám eða „nýsköpunar“-skýja- borgum, heldur með ábyrgu starfi og raunhæfu mati á möguleikun- um. Framsóknarmenn hafa unn- ið að því að þjóðin tileinkaði sér raunhæft mat á möguleikum sín- um allt síðan 1944. En sú viðleitni hefur verið kölluð „barlómsvæl“ og ,,afturhaldsstefna“. Fram- sækna stefnu kalla þessir flokkar þá íþrótt, að vaða í skýjum sjálfs- blekkingar og draumora. Ljósasta dæmið um þau vinnubrögð er sú fullyrðing formanns Sjálfstæðis- flokksins, að skammt yrði að bíða þess, að útfluntingsverðmæti þjóðarinnar mundi ná 800 millj- ónum á ári fyrir tilverknað ný- sköpunarinnar. Staðreyndin í dag er hins vegar 300 milljónir, Þann- ig skeikar alls staðar í áætlunum þeirra flokka, sem ætluðu að gera alla ríka með því að auka dýrtíðina jafnframt því sem fjár- sjóðum þjóðarinnar var sólund- að að verulegu leyti. Kaupstaðir landsins gæta bezt hagsmuna sinna nú með því að forða því, að slíkir ráðsmenn fái ofmikla íhlutun í stjómmálum og bæjarmálum. Þjóðin má ekki lengur verðlauna ábyrgðarleysi og skrum. Hún á að fordæma það. Þannig fyrirbyggir hún bezt að sagan frá 1944—1949 endur- taki sig. Pólslct Rúgmjöl kr. 1.10 pr. kg. Maísmjöl Blandað Hænsnakorn Blandað Hænsnamjöl Kurlaður Maís Fóðurblanda Varpfóður. Nýlen duvöru cleild Jarðarför mannsins míns, JÓNS GEIRSSONAR, læknis, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn þann 12. jan. og hefst kl. 2 e. h. Ólöf Ólafsdóttir. Öllum þeim, er heiðruðu minningu KRISTJÁNS heitins ÞORSTEINSSONAR mcð minningargjöfum, samúðarskeyt- um og blómum, vottum við okkar innilegasta þakklæti, sér- staklega þökkum við Gunnari G. Schram, vini hins látna, sem aldrci lét hjá líða að heimsækja hann og gleðja á ýmsan annan hátt í hinni löngu sjúkdómslegu hans. Akureyri, 9. janúar 1950. Foreldrar, systkini og tengdasystur. $>3xS><SxSxSxSkSxSkSxS><S><S>«kSxSkS><JxSk$>3><$>S*M*Sx3>3>$><£<S>^^ Alle Venner, Bekendte og Tilhörere i Akureyri og det övrige Island, önskes glædeligt Nytaar, med Tak for alt godt i det Aar, jeg var der. Kapelmester Theo Andersen, Aalborg, Danmark. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimimiiiiiiiiiiiiiiiaiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmmiiiimii* Happdrætti Háskóla íslands | Sala happdrættismiða stendur nú yfir. é Dregið verður 16. janúar n. k. i Bókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. '■MMMMMMMMMMiMMMIMMMMMMI 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111* MMMMIMMMMMMMMMMIMMIMMMMMMMIIMMMMMMIMMMMMMMMMIMMMMMMIMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMM"£ Bændur, atlmgið! Vér teljum nauðsynlegt, að allar landbún- } aðarvélapantanir verði endurnýjaðar fyrir lok janúarmánaðar. Þeir, sem ekki gjöra oss aðvart fyrir þann tíma, verða strikaðir ut af jiöntunarlistum vorum. Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. immmim Barna-ullarstakkar Barna-ullarföt Kerrupokar l • *> Vefnaðarvörudeild ÚR BÆ OG BYGGÐ ST. ANDR,: Huld, 59501116, IV/V, 2. Kirkjan. Messað á Akureýri n. k. sunnudag kl. 2 e. h.'(F. J. R.). Æskulýðsfuijdur Akureyrar- kirkju. Fundur í 1. (eldri deild) næstk. sunnudagskvöld kl. 8.5 í kapellunni. — Félagar eru beðnir að greiða ársgjöldin. — Áríðandi að allir mæti. Bæjarmenn hér urðu ckki lítið undrandi, er þeir lásu það í Morgunblaðinu 5. janúar sl,, að bæjarstjórastaðan á Akureyri væri laus til umsóknar. í degi og íslendingi, sem út komu 4. og 5. janúar, var engin tilkynn- ing um þetta frá bæjarstjóran- um, né heldur í Verkamannin- um 7. janúar. Auglýsingin hef- ur þó sýnilega verið send Mogganum þegar eftir áramót- in fyrst hún birtist þar 5. jan. Er bæjarstjórinn mcð þessu að gefa í skyn, að engum ncma Reykvíkingi sé treystandi til þess að setjast í sæti hans? Sjötug verður 14. þ. m. Krist- ín Kristjánsdóttir, fyrrum hús- freyja á Brautarhóli í Svarfaðar- dal. Áttræður verður 16. þ. m. hinn kunni borgari og iðnaðarmaður Friðrik Þorgrímsson úrsmiður hér í bæ. Frá Leikfélaginu. Næstu sýn- ingar á Pilti og stúlku er í kvöld og næstk. laugardags- og sunnu- dagskvöld. Aðgöngumiða að sýn- ingunum má panta hjá frú Helgu Jónsdóttur', Oddeyrargötu 6. — Afgreiðsla miða fer fram í Sam- komuhúsinu. ' Slysavarnardeildarkonur, sem ekki hafa greitt árgjöld sín, eru visaflega beðnar að koma þeim í verzk B. Laxdal. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánu- daginn 16. jan. kl. 8.30 síðd'. Dag- skrá: 1. Venjuleg fundarstörf. — 2. Inntaka nýrra félaga. — 3. Minni Reglunnar. — 4. Söngur með guitarleik. — 5. Upplestur. — 6. Kvartettsöngur. — 7. Dans. Templarar! Sækið fundinn vel og færið stúkunni nýja félaga. — Æðstitemplar. Ákureyringar! Velkomnir á Sjónarhæð næsta sunnudag kl. 5. Stuttar ræður eða vitnisburðir. Söngur, hljóðfærasláttur. Ungt fólk annast samkomuna. — Engin samkoma næstk. laugardags- kvöld. Börn og unglingar! Munið sunnudagaskólann á Sjónarhæð kl. 1 á sunnudögum. Hjónaefni. Á Gamlaárskvöld opinberuðu trúlofun sína Katrín Guðmundsdóttir, verzlunarmær, og Karl Steingrímsson, bifreið- arstjóri. Guðspckistúkan „Systkina- bandið“ heldur fund þriðjudag- inn 17. jan. kl. 8.30 e. h. á venju- legum stað. Barnastúkan ,,Saniúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 15. jan. kl. 10 f. h. Kosn- ing embætismanna. — Upplest- ur. — Sjónleikir. — Kvikmynd. — Mætið vel á fyrsta fundi árs- ins! Tiílíoð óskast 4 í húseignina Hríseyjargötu 19, Akureyri, seni er ein- býlishús. — Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 30.-janúar n. k. — Húsið er til sýnis kl. 5—7 daglega. Lúðvík Jónsson, Hríseyjargötu 19, Akureyri. Barnastúkan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. — Kosning embættismanna. — Upplestur. — Leikrit o. fl. — Komið öll á fund. Frá starfinu í kristniboðshús- inu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn; kl. 2 drengjafundur (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 biblíu- lestur og bænastund. Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlk- ur. Laugardag kl. 5.30 drengja- fundur (yngri deild). íkviknun. Snemma í gær- morgun var slökkviliðið kvatt að húsinu Hamarstígur 6 hér í bæn- um. Hafði kviknað í rafmagns- töflu við næturhitun. Eldurinn var kæfður fljótlega og urðu ekki teljandi skemmdir. Heiðagæs, farfugl, sem verpir í Ódáðahrauni og. víðar á ör- æfum og er sjaldséð í byggð, tók sér bráðabirgðabólfestu á andatjörninni hér skömmu fyrir jólin og er þar enn. Gæsin sást fyrst inni í fjöru, en birtist síðan á andatjöminni og virð- ist una hag sínum vel þar. — Mikill fjöldi villianda hcfur og Icitað hælis á tjörninni í vet- ur. Deutsches Madchen zum 1. Mai ’50 fúr Privat- haushalt gesucht. Tel. Akureyri 191. Höskuldur Steinsson, Backerei Kea. íbáð til sölu Semja ber við JÓN ÓLAFSSON, Bjarmalandi, Glerárþorpi. MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). Starf skólans hefur gengið á- gætlega sem af er, en að sjálf- sögðu er of snemmt að segja nokkuð um, hve víðtæk áhrif hans eru eða öllu heldur muni verða. Það ríkir mikill skilningur og gleði yfir þessum nýstofnaða skóla og miklar vonir eru tengd- ar við hann í framtíðinni. Þótt talað sé um jafn viðkvæmt mál og kynlíf hjóna, er aðeins að finna skilning og góðan anda ríkjandi. Neméndur fá að heyra allt um skyldur einstaklinga á milli, um barnlausu hjónaböndin, um tak- mörkun á barneignum og margt íleira af svipuðu tagi. Skólinn er sérstakur í sinni röð og Danir hafa með þessu frumkvæði sínu unnið merkilegt brautryðjendastarf. Hér er rúm fyrir marga og það eru líka marg- ir, sem þarfnast fræðslu og leið- beininga áður en hið stóra spor er stigið og oft og einatt engu síð- ur cftir að það er stigið. Á einu kvöldi hefur tekizt að jafna á- greining og lagfæra stríð á milli hjóna, sem annars hefði orðið að skilnaðarmáli. Puella.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.