Dagur - 11.01.1950, Síða 8
8
Daguk
Miðvikudaginn 11. janúar 1950
Ráð kommúnisfð hefðu tafið nýju
12 hraðferðir Ríkis-
irkjunina í mörg ár
skipa hingað frá ára-
mótum til maíloka
Nýja bæjarstjórnin þarf að afla mikils lánsfjár
til framkvæmdanna - engir ólíklegri en
sósíalísku flokkarnir til þess að tryggja
því máli framgang
I skýrslu þeirri, sem rafveitustjóri birti um ástand og horfur'
rafmagnsmálum bæjarins, aS tilmælum Dags, nú fyrir jólin, skýrði
hann frá því, að tilboð í vélar nýju Laxárvirkjunarinnar væru nú
komin til landsins og í athugun hjá raforkumálastjóra. Taldi hapn
líklegt að byrjunarframkvæmdir við virkjunina mundu hefjast í
vor, í viðtali við sunnanblöðin hefur Steingrímur Jónsson, rafveitu-
stjóri í Reykjavík upplýst, að til-
boð í vélar Sogsvirkjunarinnar
nýju séu fyrir nokkru komin og
í athugun. Munu þau hafa boriit
eitthvað fyrr en tilboð í vélar til
Laxái'virkjunar
I þessu sambandi skýrði
Steingrímur Jónsson frá því,
að sá meginmunur væri á til-
boðuin frá Bandaríkjunum og
Lvrópulöndunum, að afgreiðsiu
frestur frá Evrópulöndunum
væri mjög langur, en miklu
sk.emmri frá Bandaríkjunum.
Líklegast er talið, að vélamar,
sem keyptar verða til hvort
tveggja virkjananna, verði frá
Bandaríkjunum, enda er ætlunir.
að greiða þær með Marshallfé.
Ef Island væri ekki þátttakandi
í efnahagssamvinnunni, sem
kennd er við Marshall, væri ekki
um að ræða að kaupa þessar dýru
vélar frá Bandaríkjunum, með
því að landið á litla sem enga
dollara og dollaratekjur eru litlar
á ári hverju. Mundi þá hafa orðið
að snúa sér eingöngu til Evrópu-
landa og hlýta hinum mjög langa
afgreiðslufresti þeirra. Þar fyrir
hefði gjaldeyrir til vélakaupanna
engan veginn verið tryggður.
Sennilegt er, að leitað hefði verið
erlendra lána, sem alveg áreið-
anlega hefðu verið veitt með allt
öðrum kjörum og langtum óhag-
stæðari en Marshalllánin, sbr.
tilraunir Akureyrarbæjar fyrir 1
ári að fá lán í Danmörku til
Laxái'virkjunar. Ovíst er einnig,
að slík lán hefðu fengizt, eins og
fjárhag landsins er nú komið.
Augljóst er, að framkvæmd
hinna miklu virkjana við Sog
og Laxá nú á næstunni er gerð
möguleg með þátttöku íslands
í Marshall-áætluninni. Þessi
þátttaka hefur þegar fært Is-
landi mikil verðmæti og greitt
götu landsmanna á margan
hátt.
Kommúnistar gengu erinda
Rússa.
Bæjarmenn hér mega nú gjörla
sjá, hverra erinda „Verkamaður-
inni“ hér og áróðurslið kommún-
ista gekk, er það hamaðist og
hamast enn gegn Marshall-áætl-
uninni og þátttöku fslands. Þar
er þetta lið ekki að þjóna málstað
föðurlands og ættborgar, heldur
þeirri „línu“, sem út var gefin í
Kreml og kommúnistum allra
landa fyrirskipað að þjóna undir.
Það hafa þeir og gert trúlega,
allir á sama hátt. Heimsvalda-
sinnamir í Moskva óttuðust Mar-
shall-áætlunina af því að hún
stefndi að því að skapa skilyrði
fyrir heilbrigt athafna- og fjár-
málalíf á Vesturlöndum, en í slík-
um jarðvegi þróast kommúnism-
inn ekki. Hann þarf upplausn,
glundroða, skort og eymd til þess
að fá sæmileg vaxtarskilyrði.
Slíkt ástand vildu kommúnistar
hér leiða yfir þjóðina, og nærri
liggur að með hjálp Sjálfstæðis-
flokksins og aðstoðarliðs hans,
hafi það tekizt.
Bæjarstjómin nýja á mikið verk-
efni fyrir höndum.
En þótt þátttaka íslands í Mar-
shall-áætluninni tryggi þannig
fyfsta og mesta skrefið við virkj-
un Laxár, það er véla- og efnis-
kaupin erlendis frá, er vandinn
ekki þar með allur leystur. —
Margar milljónir þarf að aulci til
þess að Ijúka framkvæmdum hér.
Til þess þarf bærinn lánsfé, sem
nú er mjög torfengið. Hefur eng-
inn undirbúningur verið gerður
til þess hingað til, og bíður það
verk nýju bæjarstjórnarinnar.
Eins og lánamarkaði hér heima
og erlendis er nú háttað, er það
víst, að það mundi ekki þykja
gæfuleg byrjun á þessu nauð-
synjaverki, að fela þeim mönnum
og flokkum forustu í málefnum
bæjarins, sem róa að því öllum
árum að grafa undan öruggum
fjárhag bæjarfélagsins sjálfs með
sífelldum kröfum um milljóna-
framkvæmdir, sem bærinn hefur
ekkert bolmagn til þess að ráðast
í, eða kröfum um aukna hluttöku
bæjarins í áhættuatvinnurekstri,
meðan bærinn á enga trygginga-
sjóði til þess að mæta áföllum,
nema minnkandi gjaldþol skatt-
þegnanna.
Dæmin frá Sigluíirði.
Þessir flokkar hafa sýnt ágæti
sitt í stjórn bæjarmálefna í Siglu-
firði. Bæjarstjóri jafnaðarmanna
þar hrökklaðist frá, nú áður en
kjörtímabil bæjarstjórnarinnar
var lokið og fékk í hendur nýjum
bæjai'stjóra, Framsóknarmanni,
sem mikils trausts nýtur, hina
megnustu óreiðu í öllum fjárreið-
um bæjarfélagsins. Hafa Siglu-
fjarðarblöðin lýst aðkomunni að
Ríkisskip hefur gefið út
áætlun fyrir siglingar skipa
sinna frá aramótum til maí-
loka. Samkvæmt henni er
ætlað að Esja og Hekla komi
tólf ferðir alls á þessu missiri.
Samkvæmt áætluninni eiga
skipin að koma hingað til
skiptis þessa daga, frá Reykja-
vík: 12. jan., 28. jan., 3. febr.,
18. febr., 24. febr., 17. marz,
24. marz, 7. apríl, 27. apríl, 9.
maí 12. maí og 2. júní. Eim-
skipafélagið hefur hins vegar
enga áætlun birt um siglingar
skipa sinna, enda gerast þau
nú sjaldséðir gestir á höfnum
úti um land.
I ; "■ -J
D AGUR
Næsta tbl. kemur út á laug-
ardaginn kemur. — Auglýs-
ingar þurfa að berast af-
greiðslunni fyrir hádegi á
föstudag.
Eldsvoði á Silfrastöðum
Á mánudaginn kviknaði í fjós-
hlöðu á Silfrastöðum í Skaga-
firði. Hlaðan var áföst fjósi. Er að
var komið voru 7 nautgripir
kafnaðir af reyk. Hlaðan, ásamt
öllum töðuforða, svo og fjósið,
brann til kaldra kola, en heima-
mönnum og hjálparmönnum af
næstu bæjum tókst að verja
íbúðarhúsið. Hvasst var af austri
og slökkvistarf erfitt. Ókunnugt
er um eldsupptök. Á Silfrastöð-
um býr Jóhannes Steingrímsson
hreppstjóri í Akrahreppi.
undanförnu og er sú lýsing í senn
ófögur og lærdómsrík. Hún sýnir
vel, hvernig fer, þegar ábyrgðar-
leysi og sósíalískir draumórar yf-
irskyggja mat manna á raunveru-
legum möguleikum og byrgja
þeim sýn á skynsamlegri fjár-
málastjórn.
Til þess að tryggja framgang
helztu nauðsynjamála bæjarfé-
lagsins, verður fjárhagur bæjar-
ins að vera traustur, lánstraust
hans gott og öll stjórn bæjarmál-
efna að vera ábyrg. Slíkt fæst
ekki þar sem eins er stjórnað og
í Siglufirði. Framfaramálum bæj-
arins er bezt borgið, ef sá flokk-
ur, sem einn hefur rekið ábyrga
pólitík nú hin síðari ár, fær
aukna hluttöku í stjórn bæjarins.
Þess vegna er það mikilsvert at-
riði fyrir þetta bæjarfélag að fylgi
kommúnista hraki verulega í
þessum bæjarstjórnarkosningum
og áframhald verði á stefnunni
frá því í Alþingiskosningunum að
því leyti, að fylgi Framsóknar-
flokksins aukist að sama skapi og
tryggi honum a. m. k. fjögur sæti
í bæjarstjórninni á næsta kjör-
tímabili. Að því marki ættu allir
frjálslyndir og ábyrgir borgarar
að keppa.
ÍSnaðarmönnum og verkstjórum boðið til Banda-
ríkjanna til að kynna sér vinnuaðferðir Juar
Merkilegur þáttur Marshall-
áætlunarinnar er hin svonefnda
„tæknilega aðstoðaráætlun“, sem
miðar að því að veita Evrópu-
löndum hlutdeild í tæknikunn-
áttu Bandaríkjamanna og stuðla
þannig að aukinni og batnandi
framleiðslu Marshall-landanna.
Tilgangur Marshall-áætlunar-
innar í heild er að gera Evrópu-
löndunum kleift að verða sem
fyrst efnahagslega sjálfstæð eftir
umrót styrjaldarinnar og tryggja
þannig pólitískt sjálfstæði þeirrö
og frið í Evrópu.
í greinargerð, sem Efnahags-
samvinnustofnunin í París hefur
birt um tæknilega aðstoðaráætl-
unina, segir, að tilgangur hennar
sé að stuðla að aukinni fram-
leiðslu Marshall-landanna, bæði
á sviði iðnaðar og landbúnaðar
og með því að kenna fullnýtingu
þeirra véla, sem keyptar eru
fyrir Marshall-fé.
Flest Marshall-löndin
þátttakendur.
Áætlpnin er þegar 18 mánaða
gömul og hefur þegar skilað
verulegum árangri. Framkvæmd
hennar er þannig háttað, að
Marshall-ríkin eiga þess kost að
senda framleiðslusérfræðinga
sína til Bandaríkjanna til þess að
kynnast framleiðsluháttum þar.
Einnig eru bandarískir leiðbein-
endur í framleiðslumálum, t. d.
verksmiðjusérfræðingar, sendir
til starfa hjá þeim þjóðum, sem
þess óska. Þá láta Bandaríkja-
menn í té ýmsar tæknilegar upp-
lýsingar, sem líklegt er talið að
geti orðið að gagni í hinum ýmsu
löndum.
Starfsgreinar, sem notið hafa
tækniaðstoðar frá Bandaríkjun-
um til þessa eru m. a. ýmiss kon-
ar verksmiðjurekstur og fram-
leiðsluhættir einstakra vöruteg-
unda, yísindalegur landbúnaður,
stjórn fyrirtækja, markaðsleit og
vörusala, o. s. frv. Á það er bent,
að aukin framleiðsla er ekki að-
eins háð afkastamöguleikum
verksmiðja og framleiðslufyrii;-
tækja, vélum og húsakosti, held-
ur einnig fullnýtingu kunnátt-
unnar og vinnunnar, samstarfi
framleiðenda og verkamanna og
þeim anda, sem ríkir á vinnu-
stað.
Meðal landa, sem þegar hafa
notfært sér þetta ágæta boð
Bandaríkjamanna, eru þessi:
Noregur, Danmörk, írland, ítalía,
Svíþjóð, Frakkland, Belgía, Lúx-
emborg, Holland, Austurríki,
Vestur-Þýzkaland, Tyrkland og
Grikkland.
Hafa íslenzk stjórnarvöld ckki
áhuga fyrir þessum þætti
Marshall-áætlunarinnar?
Það vekur athygli íslendinga,
við lestur skýrslu Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar um þetta
mál, að ísland er ekki talið í hópi.
þátttökulandanna. Virðist það
benda til þess að íslenzk stjórn-
arvöld hafi lítinn áhuga fyrir
málinu, og má þó furðulegt kall-
ast. Okkur skortir mjög tækni-
kunnáttu á ýmsum sviðúm og al-
veg vafalaust mundi það til
heilla, að ýmsir sérfræðingar
okkar í ýmsum framleiðslugrein-
um fengju að kynna sér tilsvar-
andi framleiðsluhætti Banda-
ríkjamanna, eins og til boða
stendur. Á stríðsárunum lærðum
við margt af Bandaríkjam. t, .d í
vegagerð vöruuppskipun o. s.
frv. Með því að gerast aðili einn-
ig að þessum þætti MarsKall-
áætlunarinnar, gætum við aflað
okkur kunnáttu, sem líkleg er til
að verða að gagni löngu eftir að
*
allir Marshall-dollarar eru upp-
étnir.
Norskar
iiiðiirsuðuvörur
í alúminíum-
umbúðum
—m
Norðmenn leggja nú mikla á-
herzlu á að vinna markaði fyrir
niðursuðuvörur sínar erlendis,
einkum í Bandaríkjunum, og
verður vel ágengt. Reka þeir
mikla auglýsingastarfsemi þar, t.
d. með kvikmyndasýningum í
skólum, svo sem greint var frá
hér í blaðinu fyrir nokkru. í ný-
komnu hefti af málgagni amer-
íska alúminíumiðnaðarins er vak-
in athygli á því, að Norðmenn eru
farnir að nota alúminíum í stór-
um stíl í niðursuðudósir og hefur
það reynzt vel. Á s. 1. ári notuðu
þeir um 2000 smálestir af alúmin-
íum í dósir. Niðursuðuvörur í
þessum umbúðum þykja miklu
fallegri fyrir augað en áður var,
vegna þess hve málmurinn er
bjartur, hreinlegur og fallegur.
Þá er það og stór kostur, að mjög
auðvelt er að opna þessar dósir
(venjulegur hnífur dugar til
þess) og þær eru miklu léttari en
eldri gerðin og sparast þannig
flutningsgjald. Þessi fregn er at-
hyglisverð fyrir niðursuðuiðnað-
inn íslenzka. Meðan hann notast
við dósir þær, sem á boðstólum
eru hér, mun reynast erfitt verk
að vinna markaði erlendis fyrir
íslenzkar niðursuðuvörur, hvað
svo sem verðlaginu líður.