Dagur


Dagur - 15.02.1950, Qupperneq 1

Dagur - 15.02.1950, Qupperneq 1
 .13 >-: :Forustugrcinin: í miðjum straumi. Fimmta síðan: ,,Norsel“-leiðangurinn til Suðurheimskauts- landsins. XXXUI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. febrúar 1950 11. tbl.. Svanirnir á andatjörninni ^—.- ——— Verkðmannðflokkurinn brezki lofar rniklum sfuðn- ingi við brezkar fiskveiðar Bretar eiga ná 865 togara - hafa á iprjónunum áætlanir um stórfélldar nýbyggingar Audatjörnin í giiinu er augnayndi ungra og aldna allan ársins hring. Á jiessum árstúna sækja jiangað viiliandir svo tugum skiptir, og er gaman að sjá þær fljúga á sjó fram í ljósaskiptum á kvöidin þegar ldjtt cr í veðri. Ein mesta prýði tjarnarinnar eru svanimar. — Edvard Sigurgeirss. tók þessa mynd af þeim á tjörninni fyrir nokkru. En annar flokkurinn skilaði auðum seðlum og hinn hélt sér við vonlausa frambjóðendur í kosningapésa þeim, er Alþýðuflokkurinn gaf út í janúar sl., stendur feitletrað yfir þvera síðu: „Við viljum fá nýjan og framtaks- saman bæjarstjóra“. Þessi yfirlýsing og aðrar, sem birtar hafa verið í svipuðum dúr á vegum flokksins, virtust gefa til kynna, að flokkn um væri í raun og sannleika áhugamál að fá ötulan mann í sæti Steins Steinsen. Kommúnistar höfðu gefið svipaðar yfirlýsingar, og Framsóknarflokkurinn lýsti yfir því fyrir kosningarnar, að flokk- urimi væri þess mjög fýsondi að ötulli maður en núverandi bæjar- stj. væri ráðinn til starfsins, og mundi flokkurinn beita sér fyrir því. Heitið var efnt. Framsóknarmenn efndu þetta heit með því að'Guðmundur Guð- laugsson sótti um bæjarstjóra- stöðuna. Hins vegar urðu þær efndir á fyrirheiti Alþýðuflokks- ins, að tveir jafnaðarmenn sóttu, og þött báðir séu nýtir menn, var fyrirfram vitað, að hvorugur þeirra kom tíl greina sem bæjar- stjóri. Eftir áð umsóknir voru kunnar, var ljóst, að Guðmundur Guðlaugsson var álitlegasti fram- bjóðandinn og líklegastur til þess að hljóta stöðuna ef vilji var fyrir heridi hjá vinstri flokkunum til þess að breyta -til. F ramsóknarf lokkurinn hef ur ekki nema 3 menn af 11 í bæjar- stjórn og getur því að sjálfsögðu ekki komið sínum manni að nema með stuðningi annars staðar frá. Sá 1 stuðningur fékkst ekki frá vinstri fiokkunum, sem einir komu þarna til greina, með því að fyi irfram var vitað, að Sjálfstæð- isflokkurinn mundi óskiptur standa með Steini Steinsen. Al- þýðuflokkurinn studdi auk lield- ur þá tillögu Sjálfstæðismanna, í upphafi bæjarstjórakjörsins, að cnginn frambjóðandi skyldi telj- ast kjörinn, sem eklti fengi hieiri- hluía 'bæjarstjórnar. Þessari til- lögu Sjálfstæðismanna var ætlað það hlutverk að fyrirbyggja að Guðmundur Guðlaugsson yrði kjörinn með 5 atkv. Þannig lagði Alþýðuflokkurinn liðsinni sitt til þess að ekki reyndist unnt að skipta um bæjarstjóra og fá ötulli mann en Steinsen. Blekkingar Alþýðuijiannsins. Alþýðumaðurinn í gær flytur ósvífna blekkingargrein um þetta mál og sparar þár ekki stóryrðin frekar en venja er. Ræðir blaðið málið rétt eins og Framsóknar- flokkurinn hafi gefið yfirlýsingar um kjósa aldrei Stein Steinsen. Þetta er ósvífin blekking, því að Framsóknarmenn lýstu því einu yfir, að þcir vildu beita sér fyrir því að fá ötulli mann í bæjarstjóraembættið en Stein Steinsen. Framsóknarmenn höfðu slíkan mann í kjöri, en fengu því vita- skuld ekki ráðið með sínum 3 at- kv., að hann yrði kjörinn. Aftur á móti varð lítið úr efndum fyrir- heits Alþýðuflokksins um að (Framhald á 8. síðu). Skákþing Norð- lendinga hefst a mami Skákþing Norðlendinga hefst í bæjarstjórnarsálnúm hér á mánudaginn kemur kl. 8. Verður keppt í meistarafl., I. og II. fl. — Allmargir norðlenzkir skákmenn hafa þegar tilkynnt þátttöku sína. Skákfélag Akureyrar gengst fyrir mótinu og sér um það. Þeir, sem óska nánari upplýsinga, eða vilja láta skrá sig til þátttöku, geta snúið sér til Guðbrands Hlíðar dýralæknis hér í bæ. Verkamamiafélagið hér og Bílstjórafélagið aug- lýsa afgreiðslubann á flugvélabensíni Deila flugvirkja og flugfélag- anna stendur enn og nú hefur Al- þýðusamband íslands farið þess á leit við Verkamannafélagið hér og Bílstjórafélagið, að þau lýsi: flutninga- og afgreiðslubanni á fíugvélabenzíni frá olíufélögun- um hér á staðnum til Flugfélags íslands og Loftleiða. Bæði félög- in hafa nú samþykkt að verða við þessari málaleitan, og lýsir Verkamannafélagið banni frá 17. þ. m., en Bílstjórafélagið frá 21. þ. m. Þrátt fyrir verkfall flugvéla- virkja, halda flugsamgöngur áfram. Tvær Douglasflugvélar voru á Melgerðisflugvelli nú um helgina og fóru suður í gær. j\ý saoisk fiskskurðarvél Sænskur upþfinningamaður, Laurin að nafni, sýndi nýlega dönskum útgerðaimönnum nýja fiskskurðarvél, sem hann héfur fundið upp ,og talin er líkleg til gagns við fiskveiðarnar við Græn land. Vél þessa gengur fyrir raf- magni og getur flakað og skorið 12 fiska á mínútu. Ætlast er til að hún sé sett upp í verstöð eða um borð í móðurskipi. ÞorsKinum er fleygt inn í vélina, hausinn á undan, og afhausar vélin fiskinn samstundis. Fiskurinn flytzt síð- an til og sker vélin þá innan úr honum, flakar hann og skilur lifrina frá slóginu. Síðast roðflett- ir vélin flökin. Norge Handels- og Sjöfartstidende segir frá vél þessari nú um sl. mánaðamót. — Ekki greinir blaðið frá því, hverj- ar móttokur hún fékk hjá Dön- um, en lætur þess getið, að hún kosti um 36000 danskar krónur. Kosningabaráttan í Bretlandi stendur nú sem hæst. Framboðs- frestur var útrunninn nú um sl. helgi og eru frambjóðendur rösk- lega 1860 talsins, í 625 kjördæm- um, og eru það fleiri frambjóð- endur cn í kosningunum 1945. Erlendir áhorfendur telja lík- legast, að Verkamannaflokkurinn muni halda völdum í Bretlandi, en meirihluti hans á þingi muni minnka verulega. Kosningaloforðin. AUir flokkarnir hafa gefið út kosningastefnuskrár og kennir þar margra grasa. í einum kosn- ingapésa Verkamannaflokksins erj sérstaklega rætt um brezku fisk- veiðarnar og framtíð þeirra-. Er sá þáttur kosningastefnuskrárinnar líklegur til þess að vekja einna mesta athygli hér á landi, og' vill Dagur því geta aðalatriðanna með því að þau snerta einnig íslenzkar fiskveiðar og markaðsmöguleika. * 865 togarar — 600 þurfa að endurnýjast. í kosningapésa þessum lofar brezki Verkamannaflokkurinn áframhaldandi stuðningi við brezka útgerð, og bendir á, að Bretar eigi nú 865 togara, en af þeim þurfi að endurnýja a. m. k. 600. Flokkurinn leggur til að tek- in verði upp ný stjórn fiskveiða- málanna undir stjórn Sir John Forster, og minnir á, að án fisks- ins geti þjóðin naumast lifað, hvorki í friði né stríði. Þegar heimafiskimiðin þrjóti, verði brezk fiskiskip að sækja á fjarlæg mið. Meðaltúr brezks togara nú tekur 24 daga. Nýju skipin eru ágætlega búin til slíkra langferða og þjóðin þarfnast fleiri slikra skipa. Vilja að ríkið aðstoði við aukningu togaraflotans. Flokkurinn harmar það, að fiskverðið sé nú orðið eins hátt og raun ber vitni, og gefur í skyn, að milliliðir taki óþarfan gróða. Til þess að fyrirbyggja það, legg- ur flokkurinn til, að hert verði á eftirljti. Bendir flokkurinn á, að líklegt megi telja, að fiskurinn yrði ódýrari fyrir húsmæðurnar í landinu, ef ríkið hjálpaði til við að byggja nokkur hundruð nýja togara. í dag reka Bretar enn fiskibáta, sem eru smíðaðir fyrir aldamót. Flokkurinn vill setja nýbýggingarlög, þar sem ríkið hjálþar útvegsmönnum að býggja ný fiskiskip, sem búin eru ný- tízku tækjum og hæf til ferða á íjarlæg fiskimið. Mikil framför í togarasiníðum síðan 1945. Bent er á, að mikil framför hafi orðið í togarasmíðum síðan 1945. í flestum hafnarborgum Breta geta ungir menn nú fengið nóg að starfa, en þeir fást ekki á fiski- skipin nema aðstaða og þægindi. um borð sé fyrsta flokks. Þetta gerir brezka útgerðin sér ljóst nú. Þá er og þess að geta, að ríkinu er umhugað um að togarabygg- ingar verði mjög vandaðar með tilliti til hernaðarþarfa. í báðum heimsstyrjöldunum voru togarar mjög notaðir til ýmiss konar starfa í þágu flotans. Hinir nýju togarar Breta, sem nú eru sem óðast að fara á flpt, eru mun stærri og' hraðgengari en gömlu skipin. Margir þeirra sækja á fjarlæg mið, svo sem til íslands. Bjarnareyjar og Grænlands. Þeir eru minnst 175 feta langir, og allt upp í 185 fet. Þeir eru búnir öll- um nýtízku siglingatækjum og þægindum, og fiskverkuarvél- um. Bráðlega hleypur af stokk- unum stærsti dieseltogari, sem Bretar hafa smiðað, „Lammer- muir“, og verður það reynsluskip. Brezkir útgerðarmenn gera sér miklar vonir urn það skip. Versta mæönveikisár sögimnar í Banda- ríkjmium Amerískar skýrslur herma, að árið 1949 hafi verið versta mænu- veikisár í sögu landsins. Alls voru skráð rösklega 45000 tilfelli í landinu. Mænuveikisvarnafélagið ameríska, sem er borgaraleg sam- tök, notaði rösklega 200 milljónir dollara á árinu til þéss að berj- ast gegn þessum vágesti. Fyrsti Bæjarstjórnar- fimdur á 'Húsavik Fyrsti bæjarstjórnarfundur í hinum nýja kaupstað, Húsavík, var sl. miðvikudag. Bárust hinni nýkjörnu bæjarstjórn heillaóskir víða að, meðal annars frá félags- málaráðuneytinu. Forseti bæjarstjórnarinnar var kosinn Karl Kristjánsson, álþing- ismaður. Samþykkti bæjarstjórn- in að auglýsa eftir bæjarstjóra. en þar til hann verður ráðinn var Karli Kristjánssyni, sem verið hefur oddviti í Húsavík, falið að gegna störfum bæjarstjóra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.