Dagur - 15.02.1950, Side 6

Dagur - 15.02.1950, Side 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 15. febrúar 1950 LÁTTU HJARTÁÐ RÁÐA! Saga eítir Sarah-Elizabeth Rodger 11. DAGUR. (Framhald). En Alison leið ekki vel, og vissi naumast, hvað hún átti að segja. „Þú mátt ekki dæma, fyrr en • þú hefur séð hann, Jane,“ sagði hún loksins. „Eg veit að aldurs- munur getur verið haettulegur, en þó ekki nægilega hættulegur til þess að eyðileggja hjónaband, sem er gott og einlægt fyrir. Heldurðu það ekki, Jane?“ „Það er sjálfsagt rétt athugað hjá þér,“ sagði Jane. „En hjóna- bandið á þar ævinlega nokkuð á hættu. Og það er .einmitt ein af ástæðunum fyrir því, að eg hef þungar áhyggjur af væntanlegri giftingu Jenny og Rush. Hún er bara barn, og það sem skiptir máli þar er ekki aðeins ellefu ár- in, sem skilja þau, heldur hinn mikli munur lífsreynslu.11 Alison gat ekki neitað þessu, því að þetta hafði henni sjálfri fundist. „Eg hefði gaman af að kynnast Terry," hélt Jane áfram. „Komdu með hann í kvöldverð í næstu viku?“ Hún leit spurnaraugum á frænku ’sína. „Mundi þér þykja það lakara, ef Jenny og Rush væru viðstödd? Þú mátt alveg ráða því.“ „Nei, mér mundi þykja gaman að sjá þau. Og eg veit að Terry mundi hafa gaman af því.“ „Þá skulum við ákveða það.“ Og frænka hennar tiltók daginn. „Og mundu svo, Alison, að rasa hvergi um ráð fram, og hlaupa ekki neitt í bx-áðræði til dæmis fyrir það, að mér lízt ekki eins vel á hinn unga mann og þú ger- ir þér vonir um. Eg vil nefnilega fá að standa fyrir brúðkaupinu. Þú veizt að mér þykir ákaflega vænt um þig, Alison, og eg á enga aðra ósk þér til handa en að þú verðir hamingjusöm.“ Alison greip hönd hennar. „Þakka þér fyrir, Jane. Eg veit,að þú meinar það, sem þú segir.“ „Er ti-úlofun þín opinber? Má eg segja Jane fi-á henni?“ „Þú mátt segja henni frá því, en taktu fram, að trúlofunin sé ekki opinber. Sé eins og hennar trúlofun. Eg hef raunverulega ekki lofað Terry neinu ákveðið enn.“ Þær skildu fyrir utan veitinga- húsið og Alison hélt aftur til skrifstofunnar. Jafnvel þótt henrú væri órótt í skapi, var hún þakklát frænku sinni fyrir það, að hún hafði ekki spurt nema í hófi. Til dæmis hafði hún ekkert gi-ennslast um það, hvort Tei-ry væri efnum búinn eða ekki, ekki spurt um fjölskyldu hans eða ætt. Augsýnilega var aðalatriðið í augum hennar hvort Alison mundi verða hamingjusöm með honum eða ekki. Þetta sama kvöld sagði hún Terry frá samtalinu. „Eg hef áð- ur sagt þér fi-á einustu ættingjum mínum, sem eg veit um, Towne- fjölskyldunni. Eg borðaði hádeg- isverð með frænku minni í dag og hún vill endilega kynnast þér.“ „Það fimxst mér rétt athugað hjá henni. Eg verð bráðum tengd- ur henni,“ sagði Terry. „Vertu nú ekki of viss um það,“ svai-aði hún hlæjandi. „Þú hefur nokkra möguleika til þess, en verður að gæta þess að vera ekki um of sigurviss strax. Þau eru að flytja til borgarinnar. Vilt þú þekkjast boð um kvöldverð á Waldoi-f á miðvikudaginn kem- ur? Eg verð að láta þess getið að unga frænka mín, dóttir hjón- anna, og kæi'asti hennai', verða þar einnig." Enda þótt hún mælti þetta blátt áfram og eðlilega, þekkti Terry hana of vel til þess að hún gæti blekkt hann með léttum tón, þeg- ar henni var nokkuð niðri fyrir. Harnx . lagði. höndina á öxlina á henni og sagði: „Nú, svo það eri pilturinn? Jú, auðvitað förum . ............... ......... yið, Eg- er ekkilu-æddur við.hann, ért þú það?“ .. „Neþ“ svaraði Alison hiklaust. „Ekki lengur.“ Nú var öllu óhætt. Terry mundi verða við hlið henanr. Einverutil- finningin mundi ekki ná tökum á henni í þetta.sinn, eins og þegar hún sat og hoi-’fði á Rush og Jenny dansa. Einhver óskiljanleg tilfinning rak hana til þess að kaupa sér nýjan kjól, enda þótt hún hefði naumast efni á því. Hún skoðaði sjálfa sig vandlega í spegli áður en þau lögðu af stað í kvöldverð- arboðið. Hún gat ekki að því gert, að sú sýn var fróun fyrir hé- gómagirnd hennar. Kjóllinn fór henni alveg sérlega vel. Hárið féll mjúklega og slétt niður á hei'ð- arnar. Hún hafði mjög vandað til vai’afarðans og hún efaðist um að Jenny hefði tekizt betur. Tei'ry beið hennar í anddyi'inu. Hann var með rós handa henni. „Tei-ry sagði hún hrifin. „En þú hefðir ekki átt. ... “ En í hjarta sínu var hún mjög glöð og þakklát. Rósin var síðasta handbragðið á kjólnum. Nú var hann nær því fullkominn. Hún velti því fyrir sér, hvort nokkur mundi sjá það í kvöld, að hún væri eldri en Terry, og með sjálfri sér svaraði hún spui’ning- unni neitandi. Hann blístraði hátt og hvellt, þegar hann sá hana koma inn í anddyrið. „Terry,“ sagði hún hneyksluð. „Þetta gera ekki prúðir piltar.“ Hann svaraði engu, en leiddi hana brosandi út á götuna. Og þar blístraði hann aftur. „Þetta var til þess að kalla á bíl,“ sagði hann. „Tókstu ekki eftir að það var í annarri tóntegund?" (Fi’amhald). SÍLD Hraðfryst síldarflök Reykt síldarflök Krydd síldarflök Marineruð síldarflök Saltsíld Súrsíldarflök Smjörsíld Sardínur Gaffalbitar Ansjósur. B o r ð i ð m e i r i s í l d ! Kjotbúð KEA. Undaneldishestur til sölu. kominn a£ góðhest- um í báðar ættir. — Upplýs- ingar um verð og annað gefur Björn Skúlason, Sauðárkróki. Smokingföt Vetrarfrakkar SÖLUSKÁLINN Simi 427. Skíði SÖLUSKÁLINN Simi 427. Bleikur hestur er í óskilum hjá unáirrituð- um. Réttur eigandi vitji hans fyrir 10. marz n. k., annars verður farið með hann sem annað óskilafé. Magnús Gislason, Ránargötu 2. Vantar stúlku í 1—2 mánuði. Guðmundur Guðlaugsson. ÚR BÆ OG BYGGÐ Leiðrétting. Ranghermt var um stjórnarkjör í Verkamannafélagi Ak.kaupst. í síðasta tbl. Stjórnina skipa: Bjöi’n Jónsson, form., Stef- án Aðalsteinsson, ritari, Svavar Jóhannesson, gjaldk., meðstjóm- endur Höskuldur Egilsson og Hjörleifur Hafliðason. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin sama í hjónaband af bæjar- f.getaónum: Ungfrú Kristín Jóns- dóttir, Rvík, og Sigurður Krist- jánsson, fulltr., Kf. Verkamanna. Hjónaefni. Ungfrú Ema Jensen, Rvík, og Hörður Jónasson, bflstj., Spítalaveg 9, Akureyri. Ungfrú Elín Guðbjöi-nsdóttir, Rvflc, og Bjöi'n Halldórsson, rakari, frá Dalvík. Stúlka óskast til lireingerninga og afþurrkunar 5—6 tíma á dag. Akureyrar Apótek O. C. Thorarensen. Allar fáanlegar Kryddvörur fyrirliggjandi. Nýlenduvörudeild qg útibú. Nýkomið: Grænmetissúpa kr. 5.55. Baunasúpa kr. 4.20. Tómatsafi kr. 6.15. Nýlenduvörudeildin og útibú OLÍULAMPAR, 8” LAMPAGLÖS, 6”, 8”, 10”, 12” OLÍULUGTIR Járn- og glervörudeild. Pottar rafmagns (aluminium) Járn- og glervörudeild. Reglusaman mann, sem býr með móður sinni, vantar íbúð, t. d. 2 her- bergi og eldhús, frá 14. maí næstkomandi. Afgr. vísar á. Lindarpenni (Bíró) fundinn. Geymdur í Hrafnagilsstræti 10. Bened. Söebecli. '.. .. n Vetrarfrakkar Skinnjakkar Skinnhúfur Ullarpeysur Ullartreflar Ullarvettlingar Skíðabuxur, karlm. Skíðahúfur Skíðalegghlífar Nestispokar. Allt, óskammtað. Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. k- .. ..........->J ---- ==? Barna-útiföf Barna-samfestingar með hettu. Hettublússur allar stærðir. Óskamm tað. Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. r Búðingar með vanille- súkkuláði- jarðarberja- hindberja- ananas- karamellu- og rom- bragði. Vöruhúsið h.f. ..;...... Borðsalt Borðedik Edikssýra Ávaxtasafi Sætsaft Tómatpurré i glösurn Sinnep Kjötteningar á 25 aura stk. Vöruhúsið h.f. Grænmeti, Hveitikorn og Byggkorn, til meðlima Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar, vænt- anlegt með „Selfossi“, Verzlunin Björk.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.