Dagur - 01.03.1950, Síða 5
Miðvikudaginn 1. marz 1950
DAGUR
5
Tilbúnar fiskitjarnir í Bandaríkjunum.
er yaxandi atvi
í mörgum
Fiskimelin og bændur ,,rækta“ margar fiskteg-
undir i tilbúnum tjörnum og pollum með góðum
og arðvænlegum árangri
Brezka fiskveiðablaðið Fish-
ing News í Aberdeen flutti
nú á dögunum athyglisverða
grein xim fiskirækt í tjörnum
og pollum og hvetur Breta til
þess að gefa þessú máli meiri
gaum en áður. Þetta er at-
hýglisvert, einnig fyrir Is-
lendinga, og birtir Dagur því
grein þessa hér á eftir í Iausl.
endúrsögn.
’ Við höfum kýr, he'sta og hænsni
sem húsdýr, en hvers vegna ekki
fiska líka? Hver sú starfsemi, sem
miðar að: aúkinnr'matvælafram-
léiðslu er athyglisverð, og nú eru
uppi fyrirætlanir um fiskirækt
víða í landinu.
Búgarðar, sem framleiða fisk,
hafa fjölda af tilbúnum tjörnum
og pollum og kerum. í Bretlandi
hefur lítið verið gert að slíkri
framleiðslu til þessa, en víða ann-
ars staðár er þessi framleiðsla
talsverð, t. d. í Þýzkalandi,
Frakklandi, ítalíu, Danmörku,
Hollandi, Tékkóslóvakíu, Kan-
ada, Japan og Palestínu.
Fiskirækt á miðöldum.
En Bretar hafa ekki alltaf verið
á eftir öðrum þjóðum í þessari
framleiðslu. Á miðöldum átti
hvert kiaustur og hver herragarð
ur sína fiskitjörn. Alla fram á síð-
ustu öld, var siður landeigenda,
að hafa góðar fiskitjarnir í land-
areign sinni, og ýmsir vatnafisk-
arnir þóttu herramannsmatur.
Á stríðsárunum fóru menn að
gefa fiskiræktinni meiri gaum en
áður. Nefna má t. d., áð verk-
smiðjueigandi einn í Durham-
sýslu hóf þá silungarækt í kerum,
og hann hefur stundum getað selt
2000 silunga á markaðnum í senn.
Silungarnir eru teknir í net í
tönkunum, eða fluttir lifandi á
markað.
Vatnakaríi.
Vatnakarfi er einn elzti og
þekktasti fiskurinn, sem ræktað-
ur hefur verið á þennan hátt. — í
Þýzkalandi hafa menn ræktað
hann síðan á miðöldum. Nú hafa
Egyptar hafið framleiðslu vatna-
karfa í stórum stíl. Þeir fá seyði
eða hrogn frá Indlandi, og þetta
er nú orðin veruleg framleiðslu-
grein í Egyptalandi. Tékkar eiga,
af landfræðilegum ástæðum, erf-
itt með áð fá nýjan fisk. Helzt er
á böðstólum þar hraðfrýstur fisk-
ur frá íslandi og söltuð síld. En
þeir eiga líka vatnakarfa, sem
ræktaður er í stjörnumáBæheimi
og Mæri. Tjarnir þessar eru
þurrkaðar þriðja eða fjórðá hvert
ár, og stærstu fiskarnir teknir, en
vátni síðan hleypt í tjarnirnár
aftur. Þá klekja Tékkar í tjarnir
þessar til þess að viðhalda stofn-
inum. í Hollándi er vatnafiskur
mjög algeng fæða. Fiskkaupmenn
hafa þá lifandi í glerkrukkum í
búðum sínum og kaupandinn get-
ur valið fiskinn úr kerinu, bráð-
lifandi. Er þarna um að ræða
ýmsar fisktegundir. Á mörgum
fiskmörkuðum Evrópu er fiskur
til daglegrar neyzlu jafnan lif-
andi í kerum á markaðinum og
ekki tekinn úr vatninu fyrr en
kaupandinn hefur ákveðið, hvað
hann vill.
Norðmenn rækta ál.
í Þýzkalandi er fiskirækt heil
vísindagrein og þessi framleiðsla
átti sinn verulega þátt í því að
forða hungursneyð þar á síðari
hluta stríðsáranna. Reiknað er
með því að ekra undir vatni geti
skilað 500 pundum af góðum
fiski á ári, og nærri því hver borg
hefur slíkan fiski-„búgarð“ í ná-
grenni sínu. Upp til fjalla, er sil-
ungsræktin mest stunduð, en á
láglendi karfi og aðrar skyldar
tegundir. í Noregi hefur tekizt
ágætlega að rækta ál. Bændabýli
nokkurt stendur utarlega við
fjörð, Landið er 300 ekrur að
stærð, og var upphaflega beiti
land að mestu leyti. En fram-
kvæmdasamur fiskimaður sá aðra
möguleika fólgna þar og hófst
handa. Hann veitti vatni, blönd-
uðu sjó, yfir landið, en í slíku
vatni þrífst állinn ágætlega. Áll
inn leitar í tjarnir hans, eins og í
læki. Hann ef fóðraður á fiskiúr-
gangi. Þessi norska tilraun hefur
gefizt mjög vel.
Fiskirækt Gyðinga.
í Biblíunni er sagt frá fisk-
veiðum Gyðinga í Landinu
helga, og fiskveiðar hafa verið
mikilvægur þáttur í þjóðarbú-
skapnum þar í þúsundir ára. En
síðan innflutningur Gyðinga hófst
í stórum stíl, hafa þær fiskveiðar
hvergi nærri nægt þörfum þjóð-
arinnar og fram til þessa hefur
hið nýja ríki mátt flytja inn helm
Jng þess fiskmagrts, sem neytt er
í landinu. En nú er fiskirækt í
stórum stíl hafin þar. Gyðingar
rækta nú vatnakarfa í stórum
stíl. Þeir þrífast ágætlega á nátt-
úrlegri fæðu í tjörnunum og
maís, sem þeim er gefinn. Reikn-
að er með að þrjú pund af maís
gefi af sér pund af fiski á ári.
Þessi fiskur hefur reynzt ágæt
markaðsvara.
Bandarikin framst.
Þótt fiskirækt sé allmikil í Ev-
rópulöndum og nálægum löndum,
er hún þó miklu meiri í Banda
ríkjunum. Þar hefur þessi at
vinnugrein vaxið mjög síðustu
árin. Skýrslur herma, að allt að
30.000 tjarnir hafi verið gerðar á
ári nú að undanförnu af bændum,
stangaveiðimönnum og öðrum
Tjarnir þessar eru mjög misjafn-
ar að stærð, frá einni ekru til 100
ekra, og kostnaðurinn er frá 260
krónur til 2600 krónur á ekru,
eftir landsháttum, aðstöðu til
vatns og vinnu. Slíkar tjarnir
geta skilað góðum arði. Getið er
um 100 ekru vaín í Georgiu, sem
skilaði eiganda sínum 7000
10000 dollurum á ári.
Tilbúin'n áburður eykur
botngróður.
Áburður er notaður til þess að
tjarnir skili góðum afrakstri alveg
eins og tún. Nítrógen, fósfór og
kalsíum hefur verið notað í sil-
ungsvötn og tjarnir í Kanada til
þess að örfa botngróður og bæta
lífsskilyrði silungsins. Þessi gróð-
ur eykur smádýralífið í vötnun-
um, en silungurínn lifir á þeim.
Árangur af þessum tilraunum er
mjög merkilegur. í Quebec-fylki
var afrakstur silungsvatns um 5
pd. á ekru, en eftir tilraunir þess-
ar komst hann í 120 pund. Með
alþungi silungsins hefur einnig
vaxið um allt að 40%. Áburður-
inn er settur í vatnið einu sinni í
mánuði, yfir sumarið.
Reynslan, sem þegar er fengin,
bendir eindregið til þess að til-
tölulega auðvelt sé að rækta fisk
með góðum árangri.
Góður afli
á Dalvíkurbáta
Frá Dalvík róa nú tveir þil-
farsbátar með línu og afla vel
frá 11—16000 pund í róðri af
sæmilega góðum fiski. Aflinn er
allur saltaður. Lítill sem enginn
afli er hér innfjarðar. Bátar þessir
sækja fiskinn vestur á Skaga
grunn.
Framsóknar-whist og dans
halda Framsóknarfélogin að Hó-
tel KEA næstk. sunnudagskvöld.
Sjá nánar á götuauglýsingum.
♦ .
Meimtaskólaleikurinn 1950
,Geðveikrahælið“ — Frumsýning s. 1. föstudag
Nemendur Menntaskólans á
Akureyri höfðu frumsýnmgu á
gamanleiknum Geðveikrahælið
(Dvölin hjá Shöller) í leikhúsi
bæjarins sl. föstudagskvöld. —
Leikstjóri var Jón Norðfjörð, en
nemendur M. A. léku öll hlut-
verkin, 14 að tölu, og gerðu þeim
yfirleitt góð skil. Leikurinn er
auðvitað ekkert bókmenntaverk,
en hins vegar harla broslegur og
léttviðrislegur samsetningur, svo
sem tilgangurinn mun vera, og
vel til þess fallinn, að ungt og
lífsglatt fólk reyni á honum
krafta sína í fyrsta sinn, er það
kemur opinberlega fram á leik-
sviðinu. Einn leikendanna Bald-
ur Hóhngeirsson, mun þó allleik-
sviðsvanur áður, enda má sjá þess
glögg merki á leik hans, og það
svo að segja má, að hann beri
leikinn mjög uppi, einkum þó,
þegar fram í sækir, enda gerir
hann hlutverki sínu ágæt skil. —
Leikur hann eina aðalpersónuna,
Klapprotti gamla, auðugan og
skringilegan sérvitring. — Ýmis
önnur hlutverk voru og vel leik-
in og öll sæmilega, þegar sann-
gjarnt tillit er tekið til æsku og
óvana leikendanna, enda
skemmtu leikhúsgestir, — sem
því miður voru alltof fáir, — sér
ágætlega á föstudagskvöldið og
fögnuðu vel leikurunum og
frammistöðu þeirra, sem og mak-
legt var.
í vetur eru liðin 10 ár frá form-
legri stofnun Leikfélags M. A.
Höfðu nemendur menntaskólans
þó áður sett á svið nokkur leikrit,
en um skipulegt félag hafði ekki
fyrr verið að ræða. Hafa leiksýn-
ingar félagsins þannig um alllangt
skeið verið fastur þáttur og vel-
þeginn í hinu annars fremur fá-
breytta skemmtana- og leikhús-
lífi bæjarins. Er líklegt og ósk-
andi, að bæjarbúar sýni hug sinn
í garð þessarar starfsemi unga
fólksins og styikti það til starfs
og dáða á þessu sviði, með því að
sækja leiksýningar M. A. vel,
enda hefur þangað ávallt verið
góða skemmtun og hressing að
sækja.
Sú nýlunda er á leiksýningum
M. A. að þessu sinni, að hljóm-
sveit nemenda skólans leikur á
milli þátta og einnig öðru hvoru
meðan á sýningunum stendur. —
Er að þessu góð skemmtun og til-
breytni.
Það mun mála sannast, sem
stendur í ávarpi til leikhúsgesta
fremst í leikskránni, að hinir
ungu og óæfðu leikendur „ætlast
ekki til, að á þessa sýningu sína
verði litið sem neinn sérstakan
viðburð í leiklistarlífinu, en ef
þeim tekst að koma yður í gott
skap eina stutta kvöldstund, er
tilgangi þeirra náð.“
Og leikfólk M. A. náði þessum
hógværa tilgangi sínum vissulega
vel á föstudagskvöldið.
- Dáiiská flotvarpan
(Framhald af 8. síðu).
vörpu alla vertíðina, en varpan
kostar aðeins d. kr. 4000.00. Verð-
mæti aflans á vertíðinni var frá
70—120 þús. d. kr. á „úthald“, þ.
e. tvo báta með eina vörpu, og
þykir það mjög gott þar, enda eru
ekki nema 4 menn á hvorum bát
og kaupgjald og annar útgerðar-
kostnaður miklu lægri en hér
gerizt, t. d. er kaupgjald á Skagen
kr. 2,60—2,70 í daglaunavinnu. —
Á Skagen landa oft 4—500 bátar
á dag, fíestir um 30 smál. að
stærð. — Robert Larsen er nú til-
búinn að hefja framleiðslu á flot-
vörpum úr sterkara efni en hann
hefur hingað til notað, eða úr
hylon. Munu þær vörpur verða
a. m. k. helmingi dýrari en hinar,
kosta 8—9000 danskar krónur. —
Veiði með flotvörpunni er háð
því, að síldin finnist með dýptar-
mælum bátanna. Eru dýptarmæl-
ar í öllum dönsku bátunum. Með
dýptarmælunum má sjá, hversu
djúpt síldin er og stilla nótina á
rétt dýpi samkvæmt því. Ýfirleitt
hafa Danir og Svíar mikla trú á
þessu veiðarfæri.
Danir reyndu flotvörpuna fyrir
Norðurlandi.
Dönsk síldveiðiskip reyndu
flotvörpuna fyrir Norðurlandi sl.
sumar, en án árangurs. Sama
varð uppi á teningnum hjá þeim
við Færeyjar, enda fundu þeir á
hvorugum staðnum síld með
dýptarmælum. Óvíst er því að
bert Larsen, Skagen, og fá allt að
150 tunnur í drætti. Eg ræddi við
marga danska skipstjóra um
vörpuna og töldu allir hana miklu
betra veiðarfæri á þessum slóðum
en herpinótina. Kosti hennar
töldu þeir þessa: Hún er ódýrari
en aðrar nætur. Hægt er að veiða
með henni í verra veðri en herpi-
nót. Hún nær síldinni á dýpra
vatni en venjuleg nót, og færri
menn þarf til veiðanna en með
herpinótinni. Sprengingar vörp-
unnar eru nú miklu sjaldgæfari
en áður. Hafa skipstjórar fengið
reynslu um meðferð hennar. —
Ýmsir bátar hafa notað eina
þetta veiðarfæri dugi á miðunum
fyrir Norðurlandi. Hins vegar
miklar líkur fyrir því að það
reyndist hentugt við síldveiði,
þegar síldin stendur það þétt, að
hún finnst greinilega með dýpt-
armæli. Tel eg mikla nauðsyn að
halda áfram tilraunum með það
hér við land og heppilegast að fá
skipstjóra, sem er vanur veiðar-
færinu, til þess að reyna það hér,
er síldar verður vart, svo að skil-
yrði til þess eru fyrir hendi, t. d.
eins og nú virðist vera við Suð-
urland. Varpan er ódýr, en hins
vegar til svo mikils að vinna að
sjálfsagt má telja að reyna hana
til þrautar hér, áður en endan-
legur dómur um gagnsejni henn-
ar er uppkveðinn, segir Valtýr
Þorsteinsson að lokum.