Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 8. marz 1950 Af sjónarhóli bóndans: • Súgþurrkunin hefur reynzt vel í Bárðardal Nauðsyn brúar á Skjálfandafljót undan Stóruvöllum SIGRIÐUR SIGURÐARDOTTIR frá Veturliðastöðum MINNINGARORÐ Þann 18. febr. sl. munu hugir | mun á baráttuárum sínum hafa Jónas Baldursson í Lundar- brekku skrifar blaðinu: Um síðustu áramót var á bak að sjá einhverju harðasta ári, sem komið hefur á þessari öld. Og þrátt fyrir kaldlynt og hvítbj-ýnt norðan-vor, sem hörðum hönd- um fór um fólk og fé, lá þó fjarri dyrum það, scm fasast svarf að í harðærum á liðnum öldum og allvíða má lesa í línuritum sög- unnar yfir Þingeyjarsýslu: Fjár- fellir og mannfellir. Þetta er mikilsvert tímanna tákn. Núna hafa menn bætt svo að- stöðu, tryggt sjálfum sér og bú- stofni sínum það betri lífskjör en áður, að fjandinn versti, hungur- vofan á hér ekki framar griðland. Margt ber til þess að menn eru fastari fyrir þótt kalt blási, held- ur en áður var. Súgþurrkunin. Sú búnaðarnýungin, sem bænd- um er hvað mestur fagnaðarboð- skapur, er súgþurrkunin. Erfiðið og tíminn, sem í það hefur jafnan farið að þurrka heyið úti í sól og vindi, er stórdrjúgur og ómæld- ur kostnaðarliður. Súgþurrkun girðir ekki fyrir alla annmarka á því, að fá hey inn á verkun, en ásamt með vot- heysgerðinni tekur hún af alla umtalsverða ex-fiðleika við nýt- ingu vetrarforðans. Bændur með súgþurrkun og votheysgerð eiga ekki lengur allt sitt undir sól og regni. Tíu bændur af þi'játíu og fimm hafa komið upp súgþurrkunar- tækjum í hlöður hjá sér í Bárð- ardal, sem í-úma megnið af vetr- ai-heyforða þeirra, og þegar hafa fjórir til viðbótar keypt sér tæki og flutt þau heim til sín. Sú reynsla, sem þegar er feng- in af súgþuri-kuðu heyi í Báx-ðar- dal, er mjög góð. Þó er loftið hvergi upphitað, nema hvað virkjað er pústur vélanna sjálfra. Á hinum sólhlýju, norðlenzku dölum mun vera alveg óþarft að hita upp loftið, nema þá ef vera kynni á mjög köldum votviðra- sumrum, sem mjög sjaldan koma. Mjólkursala. Á síðastliðnum vetri ákváðu bái-ðdælskir bændur að hefja mjólkursölu til K. Þ. í Húsavík. Var það nýung í framleiðsluhátt- um þeirra. Höfðu þeir með mikl- um fyrirvara pantað sér mjólk- urbrúsa og í öllu undirbúið að hefja mjólkui-sölu sti-ax og vegir yrðu færir með vorinu. En ekki sáu innflutningsyfirvöld landsins betur fyrir hag fx-amleiðenda en svo, að engir mjólkurbrúsar komu á mai-kaðinn fyrr en undir sláttai-lok í sumar, svo að mjólk- ursalan gat loks hafizt um miðjan septembermánuð. Bárðardalur er kunnur fyrir það, að landi-ými er þar mikið, gott sauðland og miklar sauð- jarðii-. Hitt er ekki-eins þekkt, að þar er mikill jarðvegur og víða mjög gott í-æktarland. Þar eru því góð skilyrði fyrir kúabú og mjólkurfx-amleiðslu. — Hins vegar vantar á, að vegii-nir séu góðir og tryggir, þótt vegar- stæðið sé með ágætum eftir bökk- um Skjálfandafljóts. Viða eru að- eins ruðningar og grafnar götur, sem engan snjó þola til þess að umferð ekki teppist, en þeir part- ar, sem upphlaðnir eru, haldast lengi bílfærir þótt snjóa leggi. Með tilliti til óvissrar mjólkur- sölu er því.mikil; nauðsyn á, að sem fyi-st komi upphlaðiim ak- vegur eftír sveitinni.' " : : Brú á Skjálfandafljóti. Og enn klýfur Skjálfandafljót dalinn að endilöngu óbrúað. Kæmi brú á Fljótið undan Stóruvöllum, þá lægi út frá vest- ari brúarsporðinum samfelld grundarbi-eiða á 12 km. svæði meðfram Vallafjalli og milli hennar og Fljótsins jarðvegsdjúp, þtirr.óg .velgróin móavíðátta. Mundi þetta land allt og eitt, vera búið að skila möi-gum töðu- hestum fyrir sama tilkostnað og búið væri aðeins að hálfræsa vot- lendi víða þar á landinu, er menn hyggja nú á stórræktun. Athafnaþörf unga fólksins. Fyrir fáum missirum síðan stóðu tveir drengir á kirkju- tröppum í kaupstað einum norð- anlands, hnoðuðu snjókúlur milli handanna og ræddust við. Annar sagði: „Við skulum skjóta þarna í rúðuna“ — og benti á eina kii-kjurúðuna. Þá sagði hinn: „Það megum við ekki gera.“ Sá fyrri: „Nú jæja, þá skulum við skjóta þai-na í peruna“ og vx's- aði á ljósastaur skammt frá. Sá seinni: „Nei, það megum við ekki heldur." Sá fyrri: „Nú! Einhvern and........verðum við að gei-a.“ Það er mikið um það rætt og í'itað, að æskan sé spillt og af- vegaleidd. / En er það æskunnar sök, þót.t svo sé? Fjöldi manna mun áreiðanlega vera gæddur svo ríkri athafna- þörf, að honum fari sem drengn- um á kirkjutröppunum. Hann vilji heldur gera illt en ekki neitt, því að einhvern and.......vei’ði hann að gera. Æsku þessa lands eru ekki gefin stai-fsskilyrði, sem henni hæfir eftir athagnaþörf og þrótti. Þess vegna freistast of stór hluti hennar til óþurfta. Og sökin er fyrst og fi-emst hjá þeim full- orðnu — foreldi-unum. Það er ýmist, að þeir vinna eng- in þjóðnytjastörf sjálfir, eða þá að þeir gefa ekki börnum sínum tækifæri til þess. íslenzka ríkið verður æ ágengara og ágengara á persónu- frelsi þegnanna. Fer mönnum senn að verða fátt eitt fi-jálst öðruvísi en að hafa fyrirfram skrifað leyfi í höndum, undir- teiknað af einhverjum skrifstofu- þjóni lýðveldisins. Það hljóta því að vei-a gei-ðar strangar kröfur til þessa sama ríkis um það, að veita þegnum sínum sem bezta aðstöðu, eða bæta þeim aðstöðuna, ekki sízt þar, sem framtíðarskilyrði eru fyrir hendi. Vanrækt vegakerfi. Hér að framan hef eg drepið á fátt eitt úr einum noi-ðlenzkum dal, sem byggður er af athafna- sömu og framsæknu fólki. Vegakei-fið þar, sem mai-gi-a annari-a sveita er í umsjá ríkis- valdsins, en svo um of vanrækt, að til verulegrar hindrunar horf- ir fyi-ir eðlilegan vöxt byggðar- innar — og nauðsynlegan vöxt fi’á þjóðhagslegu sjónai-miði. Landbúnaðarland. ísland er umfram allt landbún- aðai-land, enda gott landbúnað- ax-land, og gæfa og gengi þjóðar- innar er undir því komin að sveitir landsins séu sem bezt búnar grundvallarnauðsynjum fyrir mikla og góða fi-amleiðslu. Ríkisvaldinu ber því að beina til þeiri-a miklu fjármagni og hlut- fallslega meiru, en að undan- förnu hefur verið gert. Með því móti skapar það þjóðinni farsæl- Sveitabörnin þurfa ekki að astan hag. brjóta gler í guðshúsum né spilla öðrum mannvirkjum til þess að fá svalað athafnaþöi-f sinni. Sveitirnar bjóða böi-num sínum upp á heilbrigðari lífsaðstöðu en það. íslenzku þjóðinni er það lífs- nauðsyn að stæri’i hluti hennar vinni meiri þjóðnytjaverk, en nú á sér stað, og íslenzka ríkisvald- inu ber að stuðla að því. Farsællegra væri að i-æða minna af vandlætingu um spill- ingu æskunnai-, en gefa henni heldur betri og bezt tækifæri til þess að búa um sig og lifa í sveit- um landsins, þar sem þjóðin getur á heilbi-igðastan hátt'beitt með- fæddum manndómi við gróðrar- stöx-f á auðnuvegi. Iðnfyrirtæki, sem er að byija starfsemi sína, óskar eftir rekstarláni, að upphæð 10— 15 þúsund kr. — Góðir vextir, örugg greiðsla. Tilboð sendist blaðinu, í lokuðu umslagi, merkt: „Iðnaður". — Þagmælsku lieitið. mai-gi-a Fnjóskdælinga hafa beinzt til Akureyrar. Þá var þar til moldar borin kona, sem um tugi ára hafði d#ilt við þá kjörum í gegn urn blítt og strítt, — Sig- ríður Sigurðardóttir, fyrrum hús- freyja á Veturliðastöðum. Hún var ein þeirra, sem í kyrrþey og trúfesti innti af höndum mikið dagsverk, — dagsverk, sem vei’ð- skuldar að þess sé minnzt. Sigríður var hnigin að aldri er hún lézt, fædd 28. júní 1863. Foi-- eldrar hennar voru hjónin Soffía Jónsdóttir og Sigux-ður Sigurðs- son, sem um skeið bjuggu á Skriðu í Saui-bæjai-hreppi, en fluttust síðar austur í Fnjóska- dal, þar sem þau dvöldust til æfi- loka. Sigríður var í fermingaraldri, er hún kom í dalinn, sem vai’ð skjól hennar og jafnframt bar- áttusvið í rúma hálfa öld. Á þeim dögum var ekki um margt að velja fyrir ungar stúlkur, sem sjálfar urðu að bi-jóta sér leið — annað en ráðast í vinnumennsku, — tíðast við mikið erfiði, en lítið endurgjald. Sigríður gekkst undir þetta og var allmörg ár í vist á ýmsum bæjum í Fnjóskadal. Mun hún hafa gengið þroskuð út úr þeim skóla, en þó hlý í huga og bjart- sýn, auðug af þeirri lífsgleði, sem segja mátti að entist henxií til hinztu stundar. Árið 1895 vax-ð sú breyting á högum Sigríðar, að hún gekk að eiga Sigui-ð Davíðsson, bónda á Veturliðastöðum. Var hann hag- sýnn búsýslumaður og í góðum efnum eftir því sem þá gerðist. Reyndist einnig svo, að búskapur þeirra Sigríðar var rekinn með ötulleik og hyggindum og mun hafa borið sig vel. Þeim Sigurði og Sigríði varð sex barna auðið. Af þeim eru nú þrjú á lífi, öll bú- sett á Akureyri. Dánar ei-u 3 dæt- ur, Sigurbjörg og Ki-istbjörg, sem báðar létust í æsku og Jónasína sem andaðist árið 1947. Ái-ið 1905 andaðist Sigurður á Veturliðastöðum. Stóð þá Sigríð- ur ein uppi með barnahóp sinn, yngsta aðeins tveggja ára. Hefir kjarkur oft brugðist við léttari kjör. En Siginður brá sér hvergi. Hún hélt búskapnum ótrauð á- fram, fyrst með ráðsmanni og vinnufólki, síðar með börnum sínum eftir að þau komu upp. Lífið var ekki eintóm sæla og sólardýrð þá fremur en nú. Harð- inda- og stríðsár gengu þá yfir og höfðu í för með sér margvís- lega erfiðleika og ógnii-. Torfærur reyndust vera á veginum að settu marki. Áföll komu, sem þyngdu bai-áttu manna fyrir brauði sínu og sinna. Þægindum var þó ekki til að dreifa, né tækni til að tefla gegn örðugleikunum og létta dag legt strit, svo að raunar var það tvöfalt meiri þi-eki-aun að sigi-a í lífssti-íðinu þá heldur en það er nú. Ekkjan á Vetui'liðastöðum mætt mörgu því, sem reyndi til þi-autar andlegt og líkamlegt þrek En hún tók því öllu með æðru- leysi hinnar trúarsterku konu, sem sá tilgang í sérhvei-ri reynslu og treysti því að yfir öllu væri vakað af æðra mætti. Lífsgleði hennar var sá geisli, sem bar sig- ur af öllum skuggum og gjörði jafnan bjart og hlýtt umhverfis hana. Sigríður var vinsæl og vel- metin húsfreyja. Allt sem henni bar að sjá um, rækti hún af alúð og samvizkusemi. Hlýhugur hennar náði til alls, sem hrærðist innan vébanda heimilisins — jafnt manna sem málleysingja. Og gest jr hennar höfðu góða sögu að segja. Öllum þótti gott að koma í Veturliðastaði, þar mætti vin- arhugur og viðmótshlýja, þar var séi-hver greiði látinn í té með ljúfu geði. Fnjóskdælingar geyma frá þessum árum minningu um Sigríði Sigxuðardóttur, sem þá konu er vakti trúlega á verði skyldunnar og lagði gott til allfa mála. Öllum, sem til þekktu bar saman um, að hún skipaði. með sæmd sína vandasömu stöðu. Hún var farsæl og öi-ugg í starfi, alltaf sjálfstæð .efnalega og börn-: . um sínum öllum, er til þroska komust, fékk hún veitt einhverja menntun, eftir því sem þau sjólf óskuðu sér. Sigríður var ástúðleg og fórnfús móðir, ánægjulegur félagi og hollur í-áðgjafi bei-nskunnar, sem lék leiki sína, æskunnar sem óx til starfs og á- byi-gðar, og í önn og reynslu full- orðinsáranna voru áhrif hennar mikils virði. Það liggur í hlutarins eðli að samband hennar og barnanna, hafi orðið enn sterkara og inni- legra vegna þess að hún gengdi bæði hlutvei-ki föður og móður. Það hlutvei’k hefir verið þrungið alvöru og ábyrgðarþunga, en jafnframt auðugt af heitri og djúpri gleði — unaði, sem varð að hlýju endurskini í lífi hennar — seinna þegar hlutverkum var skift og bömin tóku að vaka yfir henni og veita henni skjól. Þá hlaut hún ríkuleg laun fyrir bar- áttu liðinna ára, vökur sínar, önn og áhyggjui-, séi-hvei-ja þrenging og sjálfsafneitun. í ástúð og um- hyggju, ánægjulegra barna -og glæsilegs dóttursonar, var henni skilað aftur því sólskini, sem hún hafði gefið áður á tímum strils og stríðs. Til æfiloka naut Sig- ríður þeirrar auðnu, að á milli hennar og barnanna ríkti hlýr skilningur, samúð og traust. Eg hefi fáar konur þekkt; sem á kvöldi æfinnar hafa verið sælli með börnum sínum, en hún. Og þeiiTa kveðja til hennar við þáttaskilin, sem nú eru orðin, finnst mér að mundi gjarnan verða í anda þessara oi-ða, sem flutt voru annarri móður að loknu dagsverki: (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.