Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 8. marz 1950 Daguk Alþýðuflokksforingjar fara með fáránlegar blekkingar um skaffa mál kaupfélaganna Nýtt met í Alþýðumaimmum í gær I Alþýðumanninum í gær er birt furðuleg níðgrein um sam- vinnufélögin og er þar gengið lengra í blekkingum og full- komnum ósannindum um skatt- greiðslur samvinnufélaga, en til þessa hafa sést í málgögnum íhaldsins. Verður naumast lengur um það villst, að tryggingaembættismenn þeir, sem helzt fjalla um blað þetta, eru haldnir nær því sjúk- legu hatri á kaupfélögunum og þá sérstaklega Kaupfélagi Eyfirð- inga. Dagur mun taka ritsmíð þessa til meðferðar innan skamms og sýna fram á, hversu gífurleg ósannindi þessir sósíal- ísku kennimenn leyfa sér að bera fram fyrir lesendur blaðs síns, en vill nú þegar benda á eftirfarandi staðreyndir: Fullyrðing tryggingaembættis- mannsins um að skipshöfn „Kaldbaks“ „greiði samtals hærri skatta en öll fyrirtæki KEA og SÍS samanlögð á Akureyri", er hin fáráanlegustu ósannindi. Al- þýðumaðurinn er hér með blekk- ingaleik íhaldsins í ennþá óhrjá- legri mynd en „íslendingur" hef- ur nokkru sinni sett á svið. Hann kallar útsvar það, sem lagt er á KEA hér jafngilda öllum skött- um, sem lagðir eru á félagið og íyrirtæki þess. Sannleikurinn í málinu er auðvitað sá, að útsvar KEA er ekki nema brot af öllum skattgreiðslun- um með því að útsvar má ekki leggja á hærri skatt- skyldar tekjur en 200 þús. kr., en samkv. lögum hefur ríkið einkaleyfi á skattlagn- ingu allra tekna umfram þessa upphæð, enda þótt hluti þess skatts renni aftur til bæjarins. Nokkrar tölur nægja til þess að sýna, hversu óskammfeilinn þessi málflutningur er. Útsvar KEA var sl. ár 101.500.00 kr. Skattur samkv. skattalögunum frá 1942 um 200 þús. Samvinnuskattur til bæjarins um 30 þús. kr. Útsvör ýmsra fyrirtækja KEA sem lagt er sérstaklega á um 50 þús. kr. Þarna eru þegar talin 380 þús. kr. Útsvör á fyrirtæki SÍS hér á sl. ári voru 84000 kr. Samvinnu- skattur um 11 þús. Eru þá taldir skattar SÍS og KEA sem nema 475 þús. kr. Dagur vill leggja eftirfarandi spurningu fyrir tryggingaemb- ættismanninn: Greiðir skipshöfn „Kaldbaks“ hærri skatta en sem nemur þessum 475 þús. kr.? — Treysti hann sér ekki til þess að svara þessari spurningu játandi, er hann ber að því að hafa flutt lesendum sínum helber ósann- indi. í hvaða tilgangi? Því er auðvelt að svara. Til þess að spilla áliti samvinnufélaganna og auka á úlfúð og tortryggni. „Einsdæmi á Vesturlöndum.“ í áframhaldi af þessari þokka- legu blekkingariðju, heldur blað- ið því fram, að ákvæði íslenzkra skattalaga gagnvart samvinnu- félögum séu einsdæmi á VestUr- löndum og á þar við, að skatta- lögin hér leggi minni byrðar á hendur samvinnurekstri en þekk- ist annars staðar. Þetta eru einn- ig hinar fáránlegustu blekkingar. í aðalatriðum eru ákvæði skatta- laga hér svipuð því, sem gerizt með vestrænum lýðræðisþjóðum, og hér eins og þar viðurkennt, að óréttlátt væri að leggja tvöfaldan skatt á samvinnumenn, þ. e. skattleggja endurgreiðslu félag- anna til félaga sinna sem gróða. Ákvæði íslenzkra skattalaga eru þyngri hér en víða annars staðar gagnvart samvinnufélögum að því leyti, að með stríðsgróðaskatts- lögunum frá 1942 er ákveðið, að skatt á skattskyldar tekjur um- fram 200 þús. kr. skuli leggja jafnt á alla, samvínnufélög, hluta- félög og cinstaklinga. Hins vegar er augljóst, að afstaða Alþýðu- flokksbrodda hér til samvinnu- félaga er einsdæmi á Vestur- Iöndum, eins og áðúr hefur verið rakið hér í blaðinu. Hvarvetna um Vesturlönd vinna jafnaðar- menn að því með samvinnumönn- um að treysta þá hlíf, sem sam- vinnufélagsskapurinn er fyrir efnahagsafkomu almennings. Hér á -íslandi vinna íhaldsþjónamir og embættismennirnir að því, að reyna að gera samvinnustefnuna tortryggilega og undirbúa þann- ig jarðveginn fyrir þá fjötra, sem íhaldið vill koma á félögin. í þeirri viðleitni er einskis svifizt, eins og málflutningur Alþýðu- mannsins í gær vottar ljóslega. Frá Barnaverndarneínd Að gefnu tilefni vill Barna- verndarnefnd Akureyrar Vekja athygli foreldra og annarra, sem hlut eiga að máli, á ákvæðum 4. gr. í Reglugerð um barnavernd á Akureyri. 4. grein. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er bannaður aðgang- ur að almennum knattborðsstof- um, dansstöðum og öldrykkju- stöðum. Þeim er og bannaður að- gangur að almennum kaffistofum eftir Jkl. 6 síðd., nema með að- standendum sínum. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofn- ana ber að sjá um, að börn og unglingar fái þar ekki aðgang og hafizt þar ekki við. — Barna- verndarnefnd Akureyrar. Jón Arason hjá Dömim Nokkru fyrir jól hafði Konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn frumsýningu á leikriti Tryggva Sveinbjörnssonar sendiráðsrit- ara um Jón Arason biskup. Leikritið lilaut misjafna dóma í Danmörk. — Á frumsýningunni gerði teiknari frá Berlingske Tidende þessa teikningu af höf- uðpersónunum, Jóni biskupi og Helgu konu hans. — Leikararnir eru Thorldld Rose og Clara Pontoppidan. Nýtt iðnráð Kosningu í Iðnráð Akureyrar er nýlega lokið. Kjörnir voru fulltrúar fyrir 12 iðngreinir, en tilnefndir fyrir 13 iðngreinir. í framkvæmdastjórn iðnráðsins eru Vigfús L. Friðriksson formaður, og auk hans Karl Magnússon, Sigtryggur Helgason, Sigurður Hannesson og Árni Magnússon. Ber að snúa sér til formannsins með erindi þau, sem iðnráðið varðar. SKÝRSLA yfir tekjur og gjöld Mæðrastyrks- nefndar 1949. Tekjur: Kr. Inneign'frá fyrri ári . . 16.971.36 Vextir af innstæðu 1948—1949 1.080.36 Styrkir frá Alþingi og Akureyrarkaupstað 11.000.00 Gjafir................... 454.00 Tekjur mæðradagsins 9.006.60 Jólasöfnun nefndarinnar 10.783.60 Samtals kr. 49.295.92 Gjöld: Kr. Kostnaður við sumar- dvöl barna og mæðra 9.000.00 Peningar, úthlutað á ár- inu ............... 22.511.50 Greidd húsaleiga .... 1.200.00 Greidd skrifstofulaun 1.200.00 Auglýs. og símakostn. 233.80 Bifreiðakostnaður .... 199.00 Keypt merki mæðrad. 500.00 Kostnaður við dansleijc í Samkomuhúsinu . . 983.00 Ymis kostnaður........ 27.60 Peningar í sjóði...... 13.441.02 Samtals kr. 49.295.92 Kærar þakkir til allra, sem gáfu peninga og föt í jólasöfnun nefnd- arinnar og sömuleiðis til kvenskát- anna sem tóku þátt í söfnuninni. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Verðlagsyfirvöldin í auglýsinga- siriða við bloðm ufi a landi Neita að birta almennar tilkynningar lítan Reykjavíkur Fyrir einum tveimur árum stóð nokkur styrr um auglýsingabirt- ingu verðlagsyfirvaldanna og op- inberra nefnda. Neituðu þessir aðilar að birta auglýsingar sínar í blöðum utan Reykjavíkur, enda jótt um væri að ræða almennar tilkynningar, sem varða aðra landsmenn ekki síður en Reyk- víkinga. Fyrir ábendingar blað- anna, t. d. hér á Akureyri, fékkst fram nokkur leiðrétting á þessu. Tóku verðlagsyfirvöldin þá að senda blöðunum hér sumar til- kynningar sínar, en ekki allar. Nú virðist aftur horfið að því ráði, að neita blöðum utan Rvík- ur um auglýsingar, sem hafa al- mennt gildi, og hverjum þegn er nauðsyn að sjá. Reykvíkinga eina varðar uin fiskverð! Hinn 17. janúar sl. birti verð- lagseftirlitið auðlýsingu um há- marksverð á fiski. Verður ekki annað ráðið af auglýsingunni en hún gildi fyrir allt landið, enda mun sú vera tilætlunin. Hér er um að ræða eina helztu neyzlu- vöru almennings. Reykjavíkur- blöðin birtu þessa tilkynningu öll skömmu síðar, og hinn 27. janúar birti Dagur hana með því að hér var um að ræða auglýsingu, sem varðar hag manna hér um slóðir ekki síður en annarra lands- manna, enda þótt verðlagsyfir- völdin hefðu ekki sent blaðinu tilkynninguna eins og Reykjavík- urblöðunum. Nú hefur verðlags- stjóri neitað að greiða auglýsingu þessa og þar með lýst vanþóknun sinni á því, að aðrir landsmenn en Reykvíkingar lesi þessa auglýs- ingu, og jafnframt hefur hann með neitun þessari hert á aug- lýsingastríði því, sem hann hefur nú um nokkurt skeið rekið gegn blöðunum úti á landi. Nauðsynlegt að setja reglugerð tim birtingu opinberra tilkynn- inga. Meðan þetta ástand varir, að margt er reyrt í viðjar nefnda- og embættismannavalds, hlýtur það að vera krafa almennings, að til- kynningar yfirvaldanna um það, hvað þegnunum sé leyfilegt og hvað ekki, séu skilmerkilega birt- ar. Á það skortir mjög nú. Virð- ist það fara eftir geðþótta ein- stakra embættismanna, hvemig auglýsingar og tilskipanir. eru birtar, enda þótt ætlazt sé til þess að allir landsmenn hlýti úrskurði þeirra. Blöðin úti á landi verða að beita sér fyrir því, að sett sé reglugerð um birtingu opinberra tilkynninga. Slík reglugerð ætti ag tryggja sómasaml. birtingu al- mennra auglýs., er varða álla þegnana, og leggja það ekki ívald duttlungafullra hrokagikkja i embættismannastöðum á stjórn- arskrifstofum, hvðrt almenningur úti á landi hefur tækifæri til þess að kynna sér tilskipanir þeirra eða ekki. Með auglýsingastríði verðlagsyfirvaldanna stefna Reykjavíkurhöfðingjarnir að því, að neyða alla landsmenn til þess að kaupa Reykjavíkurblöðin, ef þeir á annað borð vilja kynnast tilskipunum þeirra og auglýsing- um. Er óþarft að una slíkum vinnubrögðum og verður mál þetta að takast upp á Alþingi. Aðalfundur „Sóknar“ Föstudaginn 3. marz var hald- inn aðalfundur í „Sókn“, félagi framsóknarkvenna á Akureyri. Fóru þar fram hin venjulegu að- alfundarstörf, kosningar í nefnd- ir og stjórn. Var stjórnin endur- kosin að undanskyldum vara- gjaldkera sem baðst undan end- urkosningu. Það sæti skipaði frú Berghildur Bernharðsdóttir. í hennar stað var kosin frú Helga Jónsdóttir. Stjórn félagsins skipa þessar konur: form. Kristín Konráðs- dóttir, gjaldkeri Guðrún Olafs- dóttir, ritari Filippía Kristjáns- dóttir. Varastjórn Guðrún Mel- stað, Sigríður Árnadóttir og Helga Jónsdóttir. Endurskoðend- ur Laufey Stefánsdóttir og Jónína Steinþórsdóttir. Rætt um heimavist við Húsmæðraskólann Á aðalfundi Húsmæðraskólafé- lags Akureyrar, sem haldinn var 27. f. m., var m. a. rætt um nauð- syn heimavistar við Húsmæðra- skólann hér. Á fundinum, sem var fjölmennur, kom fram mikill áhugi fyrir málinu. Var það falið sérstakl'i nefnd til athugunar. — Stjórn Húsmæðraskólafélagsins skipa nú: Frk. Jóninna Sigurðar- dóttir, formaður, frú Sigríður Baldvinsdóttir, gjaldkeri,- frú Laufey Pálsdóttir, ritari, og með- stjórnendur frú Ásta Sigurjóns- dóttir og frú Ingibjörg Eiríksdótt- ir. í skólanefnd Húsmæðraskól- ans voru kjörn'ar af hálfu félags- ins frk. Jóninna Sigurðardóttir og frú Sigríður Baldvinsdóttir. Ágæt aflasala hjá „Jörundi“ Sl. mánudag seldi togarinn „Jörundur“ afla sinn í Grimsby, samtals 3069 kit fyrir 10.317 sterlingspund. Er þetta ágæt afla- sala og hæsta sala skipsins til þessa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.