Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 5
Miðvihudaginn 8. marz 1950 D AGUR 5 HKHKHKhKHKBKBKHKHKBKHKBKHKHKBKBKHKHKBKBKHKHKHKBKHKHKBKBKBKBKBKBKBKHKBKBKI { UNGA FÓLKIÐ *«v Áþ essari síðu rœða ungir Framsóknarmenn stjórnmála- viðhorfið og bæjarmálin hKhkbKhKhKbKKBKhKHKhKHKhKB HugEeiðingar um „pennastrikið" Merk viðurkenning. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú að lokum viðurkennt, að nauð- syn sé á að hefjast handa og gera ráðstafanir, sem tryggja fjárhags- lega framtíð þjóðarinnar. Margir greindir borgarar finna þó full- vel, að æskilegra hefði verið að flokkurinn hefði séð fyrir núver- andi öngþveiti efnahagsmálanna, þegar taismenn hans töluðu um „blómann“ og „bjartar hliðar“ dýrtíðarinnar. Bjargráðin og Ólafur. Þegar formaður Sjálfstæðis- flokksins sagði, að ekki væri ann- að en að strika undir dýrtíðina með einu pennastriki, þegar hún yrði of mikil, grunaði marga að slík afgreiðsla yrði ekki svo ofur- auðveld. Nú hefur flokurinn við- urkennt, að ástæða væri til að strika undir. En að þeirra eigin sögn nægir nú ekkert pennastrik, heldur ýmsar ráðstafanir. Það er einfalt að gera eitt pennastrik, en mánuðum saman hafa foryztu- menn Sjálfstæðisflokksins setið á rökstólum með færum hagfræð- ingum og samið tillögur, sem nú hafa verið lagðar fram í frum- varpsformi á Alþingi. Hvað segja hagfræðingar? Utvarpshlustendur munu hafa heyrt umræður, sem útvarpað var af fundi Stúdentafélags Rvík- ur s. 1. sunnudag. Þar kvöddu nokkrir hagfræðingar sér hljóðs. Þeir Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, Klemenz Tryggvason, hagfræð- Ungir Framsóknarmemi Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanan á Akureyri. verður haldinn að Gildaskála KEA í kvold (miðvikudag) kl. 8.30. Á sl. ári hefur félagið starfað ötullega og allmargir nýir félagar bætzt í hópinn. Stjórnmálasam- taka unga fólksins gætir mjög mikils nú á tímum. Þess vegna er það áríðandi, að sem flestir gerist yirkir þátttakendur í starfinu. — ekki aðeins með því að láta skrá nafn sitt á nafnaskrá félagsins, heldur og með því að sækja fundi og ræða þau málefni, sem hæst ber hverju sinni. Hér með er skorað á bæði fé- laga og aðra unga Framsóknar- menn að mæta á fundinum í kvöld. Fiamsóknarflokkurinn er í mikilli sókn hér í bænum. Fyrir tiltölulega fáum árum var hann hér lítill flokkur og lítils meg- andi. Nú eru hér starfandi þrjú flokksfélög, starfrækt skrifstofa fyrir flokkinn, öflug blaðaútgáfa og á annað þúsund stuðnings- menn. ingur og Jónas Haralz, hagfræð- ingur, voru allir á einu máli um það, að tillögur ríkisstjórnarinn- ar legðu þyngri byrðar á allan almenning en sanngjarnt væri. Þeir fátæku og tekjuminni bæru hlutfallslega þyngri byrgðar en hinir efnaðri og tekjuhærri. Þeir voru allir á einu máli um, að nauðsynlegt væri að hefjast nú þegar handa. Klemenz og Jónas voru báðir fylgjandi gengislækk- unarleiðinni. Orsakir dýrtíðarinnar. Hagfræðingarnir voru sammála um, að dýrtíðin stafaði fyrst og fremst af of mikilli fjárfestingu á of skömmum tíma. Fjárfestingar- í STJÓRNMÁLAYFIRLÝS- INGU Framsóknarflokksins frá flokksþinginu 1946 segir svo: „Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur umbótaflokkur, sem vill fyrst og fremst leysa þjóðfé- lagsmálin á grundvelli samvinnu- stefnunnar. Flokkurinn vill, að flestir landsmenn séu beinir þátt- takendur í framleiðslunni og því fólki, sem að henni vinnur, sé tryggt sannvirði vinnu sinnar og a. m. k. jafngóð kjör og öðrum landsmönnum. Framsóknarflokk- urinn er því flokkur þeirra manna, sem vinna að framleiðsl- unni, og annarra umbótamanna, sem vilja auka samvinnuna og hvers konar framfarir í menningu og lífskjörum þjóðarinnar.“ EINS OG KUNNUGT ER var fyrsta kaupfélagið hér á landi stofnað um 1880. Það var neyð almennings, sem skapaði samtök- in. Menn fundu, að ónýttir kraft- ar einstaklinganna gátu sameig- inlega hrundið fram því, sem áð- ur höfðu verið óskir einar. Síðan hafa kaupfélögin eflzt svo, að í hverju einasta héraði landsins eru þau nú útbreidd og yfirleitt all fjársterk. Þótt viðurkennt væri, að kaup- félögin væru hagnýt hjálpartæki til handa landsmönnum til sjálfs- bjargar, þá voru þau að sjálf- sögðu þrándur í götu þeirra, sem græddu fé á því að kaupa til landsins varning og dreifa hon- um. Því var það hér eins og er- lendis, að kaupmenn og heildsal- ar hófu hatramma baráttu gegn kaupfélögunum. FRAMSÓKNAFLOKKURINN var stofnaður nokkru fyrir 1920. Hann hóf þegar baráttu fyrir stefna er nýtt hugtak, en þó gam- alt ,þar sem það þýðir það sama og „nýsköpunarstefna“. Það eru þung örlög nýsköpunarstjórnar- innar að þurfa nú að standa frammi fyrir þjóðinni og kannast við, að núverandi fjármálaá- stand í landinu stafi af breytni hennar. Viðhorf Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn telur, að úr því sem komið er, sé geng- islækkunarstefnan heppilegust, en þó aðeins sem liður í sam- ræmdum heildartillögum, sem tryggja, að byrðar, sem nauð- synlega þarf að leggja á til við- reisnar, verði lagðar hlutfalls- lega á landsmenn eftir efnum og ástæðum. framgangi kaupfélaganna, enda voru allir stofnendur hans og stuðningsmenn yfirleitt einlægir samvinnumenn. Árangurinn af starfi flokksins ásamt skipulegri og skeleggri sókn samvinnu- manna leiddi til samvinnulög- gjafarinnar 1921, sem aftur var endurbætt nokkuð 1937. Ávallt, þegar vegið hefur verið að sam- vinnufélögunum á þingi, hefur flokkurinn, trúr sinni grundvall- arstefnu, staðið fastur fyrir. HÖFUÐEINKENNI samvinnu- félaga eru þau, að öllum mönn- um er heimill aðgangur. Er það andstætt þeim reglum, sem gilda oftast í félögum, sem vinna efna- hags- eða fjárhagslegt starf. Að sjálfsögðu eru þær takmarkanir gerðar,. að þeir, sem ætla að baka félögunum tjón, þeir fá ekki að- gang. Hver félagsmaður hefur aðeins eitt atkvæði. Þar með er viðurkennd sú lýðræðisregla, að allir meðlimir geta á fundum haft sömu áhrif á gang mála. Arði er úthlutað til félagsmanna í hlut- falli við viðskipti þeirra við félag- ið. Þeim mun meiri viðskipti því meiri arðqr greiddur. Þá skal verja hluta af tekjuafgangi til fræðslustarfsemi. Það er ekki nægilegt, að menn hafi atkvæðis- rétt, menn verða einnig að þekkja þau málefni, sem kosið er um. EF EINSTAKLINGARNIR hafa svo mikið athafnafrelsi, að þeir geti á einn og annan hátt undir- okað og þröngvað kosti margra annarra einstaklinga, er talað um neikvætt frelsi. Af því leiðir venjulega yfirdrottnun og kúgun. Hið jákvæða frelsi veitir einstakl- ingunum vernd fyrir ójöfnuði og yfirgangi þeirra, sem annars gætu einu og öðru þröngvað kost reirra. Það setur ótakmörkuðu frelsi einstaklinganan til athafna ýmsar takmarkanir, er verja hina óáleitnari og atkvæðaminni ein- staklinga yfirgangi og yfirdrottn- un hinna. Með starfsemi sam- vinnufélaganna skapast skilyrði fyrir því, að hið jákvæða frelsi fái dafnað. Einstaklingarnir fá þar fjárhagslega vernd og aðstöðu til jafnra áhrifa á gang ýmissa mála, sem snerta daglega afkomu. ÍSLENZKU SAMVINNUFÁ- LÖGIN hafa sameinlega inn- kaupastofnun, S. í. S., sem annast innkaup frá útlöndum. En því miður er nú svo háttað, að hlutur S. í. S. í innflutningsverzluninni er miklu minni, en öll sanngirni mælir með. Guðmundur Ás- mundsson lögfr. hefur rannsakað á vegum S. í. S., að árið 1948 voru 27274 félagsmenn í kaupfélögun- um inan S. f. S. og fólk á fram- færi þeirra samtals 89204 eða 67% af allri þjóðinni. Þrátt fyrir þetta var hlutur S. f. S. um innflutning á vefnaðarvörum, skófatnaði, búsáhöldum og verkfærum ekki nema 23.5% að meðaltali árið 1948. 67% af þjóðinni, sem vill verzla hjá kaupfélögunum, eru neydd til að verzla um 75% af þessum neyzluvörum utan kaup- félaganna. Þessa dagana er mikið rætt um bjargráðatillögur. Það er viður- kennt, að fjárhagur þjóðarinnar sé riú eftir veltiárin þannig, að óhjákvæmilega þurfi að leggja byrðar á almenning til viðreisn- ar. Ein leiðin til að létta lands- mönnum þessar byrðar er að út- hluta réttlátlega innflutningnum til landsmanna. Þá yrði hlutur kaupfélaganna miklu meiri. En samkvæmt reynslu seinustu ára- tuga hafa landsmenn þyrpst inn í kaupfélögin, vegna almennt hagkvæmari viðskipta. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). öðru lagi að skilja aldrei eftir op- inn vatnshana, er vatnslaust er, og gæta þess a. m. k. vandlega, að hafa aldrei slöngubút á krana, svo að hann nái niður í flát, ef vatns- laus krani er opinn. Og í þriðja lagi verður bærinn að leggja áherzlu á að finna leiðir til úr- bóta Vatnsskortinum, t. d. með því að auka rennsli til vatnsæð- anna í fjallinu, ef hægt er, eða með öðrum þeim ráðum, sem til- tæk þykja og framkvæmanleg. í FYRRA var bent á þá stað- reynd hér í blaðinu, að dæmi væru þess hér í bænum, aðvatns- æðar lægju í gegnum holræsa- brunna. Var upplýst í umræðum um þetta mál, að slík dæmi væru raunverulega fyrir hendi, en ráðamenn bæjarins lýstu því jafnframt yfir, að verið væri að lagfæra þetta. Sömuleiðis, að ver- ið væri að breyta holræsakerfi bæjarins og koma því sem mest norður af Oddeyrinni, í stað þess að það lá í sjó fram úr Strand- götunni, og voru rörendar stund- um á þurru um fjörur. Síðan hef- ur ekkert verið sagt opinberlega um þetta. Gaman væri að vita, hvað miðað hefur í úrbótaátt á því ári, sem liðið er síðan. Væri fróðlegt að fá upplýsingar um það frá viðkomandi starfsmönnum bæjarins. Sigur samvinnunnar Eftir TÓMAS ÁRNASON, lögfræðing Einkennilegar kenningar Morgunblaðs- manna Fyrir nokKrum árum gerði Morgunblaðið harða hríð að Kaupfélagi Eyfirðinga. Það var um það ieyti, sem samvinnumenn hér í Eyjafirði voru að ljúka við gistihússbyggingu sína. Með sam- eiginlegu átaki og sameiginlegu fjármagni höfðu samvinnusam- tökin hér tekizt á hendur að leysa úr gistihússvandræðum bæjar og héraðs. Að málinu var unnið há- vaðalaust. Engar stórar teikning- ar gerðar af sérfræðingum í Ame- ríku, ekki leitað ríkisstyrks, heldur treyst á eigið framtak og getu. Þetta þóttu Morgunblaðinu býsn mikil. Hótelið á Akureyri var í augum rithöfunda þess sönnun fyrir því, að samvinnufé- lögin væru komin út á rangar brautir. Blaðið benti á fordæmið frá Reykjavík. Þá var gistihúss- höllin komin á dagskrá. „Aðr- ir staðir leita til ríkisins,“ sagði blaðið. Það var fyrirmyndin. Þótti ýuisum merkileg fyrirbrigði ger- ast í þjóðfélaginu, er þessar kenn- ingar sáu dagsins ljós í höfuð- málgagni einkahagsmunanna og málsvara frjáls framtaks. Samkvæmt kenningum Morg- unblaðsmanna hefðu samvinnu- menn í Eyjafirði ekki átt að kyggja gistihús sitt. Bær og hér- að hefðu heldur átt að „leita til ríkisins“ til þess að leysa það vandamál. Það er sú stefna, sem sem upp var tckin í Reykjavík. Nú fyrir nokkrum dögum birti Morgunblaðið aðra hugleiðingu um hótclmál. Var þar skýrt frá því, að ráðagerðirnar, sem voru fyrirmyndin fyrr á árum, hefðu nú fengið hægt andlát. Þeir, sem ætluðu að koma upp gistihúsi í Reykjavík með því að „leita til ríkisins“ hefðu orðið að gefast upp við þá fyrirætlun. Morgun- blaðið lét skína í það, að hin op- inberu afskipti hefðu ekki orðið máli þessu til gagns. Líklegra hefði verið til árangurs að mcnn hefðu treyst á eigið framtak og getu. Þar með hefur blaðið raun- verulega viðurkennt, að árásir þess á KEA fyrir gisthússbygg- inguna haíi verið tilefnislausar. Enda sýnir reynslan innihald kenninganna. Á Akureyri starfar nú ágætt gistihús, en höfuðborg landsins getur ekki hýst nema brot þeirra ferðamanna, sem þangað sækja, í sómasamlegum gistihúsum. í sambandi við þessi hótelmál má rifja upp aðra Mbl.kenningu. Blaðið heldur því fram, að ekki sé hægt að reka gisti- og greiða- sölustaði á landi hér nema veita þeim leyfi til áfengissölu. Verður blaðinu næst fyrir að grípa þessa kenningu, er trúin á aðstoð ríkis- ins hefur látið sér til skammar verða. Telur blaðið, að ef áfeng- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.