Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 08.03.1950, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 8. marz 1950 D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. 'Afgreiðsla, anglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Slagsíðan“ á bjargráðalillögunum FYRIR TILVERKNAÐ Stúdentafélagsins í Reykjavík hefur almenningur í landinu nú betri yfirsýn um bjargráðatillögur ríkisstjórnarinnar en ella og á félagið og hagfræðingar þeir, sem tóku þátt í umræðufundinum, er útvarpað var á sunnu- daginn, þakkir skildar fyrir röksamlegan mál- flutning. Af ræðum hagfræðinganna um fjármála- ástandið og frumvarp ríkisstjórnarinnar, eru nokkur atriði augljós: Undirrót hins sjúka fjármálaástands hér er stefna sú, sem hagfræðingarnir nefna „fjárfest- :ingarstefnu“ en tízka var að kalla „nýsköpunar- stefnu“ meðan verið var að blekkja þjóðina og telja henni trú um að dýrtíðin gæti gert alla ríka. Gengisfelling er nú orðin óumflýjanleg. Skrán- :ing krónunnar hefur nú um sinn ekki verið í samræmi við staðreyndir og fremur líkst „fölsku bókhaldi1-', svo að orð eins hagfræðingsins séu notuð, en viðurkenningu á staðreyndum. Gengis felling sú, sem nú er ráðgerð, er ekki annað en viðurkenning á því, hvert „nýsköpunarstefnan" hefur þegar leitt þjóðina. Gengisfelling þýðir tilfærzlu á þjóðartekjun- vm. Milljónatugum er bætt við hlut sjávarútvegs- ins, enda verður ekki hjá því komizt. Þrátt fyrir ókvæði frumvarpsins um kaupbætur samkvæmt vísitölu, er augljóst, að launþegar og bændur verða að láta af hendi nokkurn hluta þessa framlags, Töldu sumir hagfræðinganna að launarýrnunin mundi nema um 11% .Við þetta mundi þjóðin þó sætta sig í bráð, ef fullvíst væri að hlutur annarra stétta væri hlutfallslega jafn mikill. En þarna er „slagsfða“ á frumvarpinu, eins og einn hagfræð- inganna orðaði það. Skattur sá, sem ráðgerður er á stóreignir, er ekki hærri en það, að hann nær aðeins til þess hagnaðar, sem stóreignamennirnir :fá af gengisfellingunni, en framlag þeirra til við reisnarinnar er ekki meira en annarra. Þarna eru augljós fingraför forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins. Frumvarpið er þannig útbúið, að haldið er hlífðarskildi yfir hagsmunum stóreignastéttar- innar jafnframt því, sem krafizt er samþykkis al mennings á ráðstöfunum, sem gera lífskjörin erf- iðári i bráð. ÞJÓÐIN VERÐUR NÚ að sætta sig við orðinn hlut, og taka á sig erfiðleika gengisfellingarinnar Allt fram á þennan dag hefur meirihluti hennar fylgt „nýsköpunarstefnu“ þeirri, sem upphófst hér 1944. Hagfræðingarnir kalla stefnu þessa „fjár- festingarstefnu" og leiða rök að því, að hún sé und irrót ófremdarástandsins. Um tvær leiðir var að velja 1944: Jafnvægisstefnu og nýsköpunarstefnu Framsóknarflokkurinn vildi, að jafnvægisstefnan væri valin og hann tók því upp stjórnarandstöðu '1944. Hinir flokkarnir fylgdu fjárfestingarstefn- unni með þeim afleiðingum, sem nú eru komnar :í Ijós. Situr áreiðanlega sízt á þeim, sem mest .hömpuðu fjárfestingarstefnunni á árunum 1944— 1947 að bregðast illa við gengislækkuninni nú sérstaklega þegar þeir geta ekki bent á neinar aðrar leiðir til þess að forða stöðvun atvinnu- veganna og mun meiri kjaraskerðingu en gengis íellingin hefur í för með sér. En þenna kostinn hafa Alþýðuflokkurinn og kommúnistar nú val- :ið sér. Þeir eru eins og maður, sem er villtur irumskógi. Þeir eru á móti gengisfellingu, en játa jafnframt að hvorki áframhaldandi uppbætur ^ né niðurfærzluleið séu framkvæmanlegar að gerðir lengur. Drengilegra hefði verið að viðurkenna staðreyndir og sameina kraftana um að gera áhrif gengisfellingarinnar þannig, að hún rétti við hag útvegsins til frambúðar og búi í haginn fyrir efnahagslega tændurreisn al- mennt. FRAMSÓKNARMENN héldu dví fram í kosningunum 1946 að áframhald stjórnarstefnunnar mundi leiða til gengisfellingar. Þótt þessi viðvörun væri köll- uð „hrunsöngur" og „barlóms- væl“ af þeim flokki, sem nú ber fram frumvarp um stórfellda gengislækkun, er til lítils úr því sem orðið er að salcast um orðinn hlut. Framsóknarmenn báru fram tillögur í sumar, sem fólu í sér viðurkenningu á ástandinu eins og það var orðið og tillaga ríkis- stjórnarinnar kemur þeim ekki á óvart nú frekar en öðrum hugs- andi mönnum. Hitt kemur á ó- vart, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli treysta sér í slíka siglingu með jafn augljósa „slagsíðu“ á skipinu. Framsóknarflokkurinn hefur því borið fram tillögur, sem miða að því að rétta slagsíðuna og gera gengisfellinguna að lið í samræmdri stjórnarstefnu, sem hefur það markmið að koma at- vinnuvegunum á traustan fjár- hagsgrundvöll og tryggja jafn- framt eftir því sem föng eru á, lífskjör almennings í landinu. Afdrif þessara tillagna fara vita- skuld eftir því, hve mikið Sjálf- stæðismenn hafa lært af reynsl- unni og hversu sterk ítök stór- gróðavaldsins eru í flokknum. Verður úr þessu skorið nú næstu daga. FOKDREIFAR Fáfræði eða óskammfeilni? FURÐULEGT má það kalla, hversu fáfræði — eða óskamm- feilni — þeiri'a manna, sem'rita um samvinnufélögin í kaup- mannamálgögnin, er mikil. Nýj- asta dæmið um þetta er grein í Morgunblaðinu nú nýlega, þar sem því er haldið fram, að félags- menn kaupfélaganna hafi glatað lýðræðisstjórn félaganna í hend- urf ráðríkra starfsmanna. Er sér- staklega talað um að bændur hafi misst stjórn félaganna úr hendi sér og Kaupfélag Eyfirðinga nefnt sem dæmi þess. Hér var Morgunblaðið sérstaklega óhepp- ið. Allir núverandi stjórnar- nefndarmenn KEA eru bændur. Tveir menn, sem ekki eru bænd- ur, eiga sæti í stjórn félagsins, en hvorugur getur sinnt stjórnar- störfum nú um sinn, annar vegna veikinda, en hinn situr á Alþingi. Varamenn þeirra hafa því tekið sæti þeirra, og eru báðir bændur. Sú kaupfélagsstjórn, sem Mbl. nefnir til sönnunar þeirri full- yrðingu, að bændur hafi misst stjórn kaupfélaganna úr hendi sér, er því skipuð bændum að öllu leyti nú um sinn og hafa þeir þannig æðsta vald í málefnum fé- lagsins í hendi sér. ALVEG EINS fráleit er sú kenning, að lýðræðisstjórnarfyr- irkomulag félaganna sé glatað. — Kaupfélögunum er vfirleitt skipt niður í deildir. Allir deildarmenn eru kjörgengir lil fulltrúastarfa. Allir hafa þeir kosningarétt. Hver deild kýs fulltrúa til aðal- fundar. Tala fulltrúanna fer eftir fjölda félagsmanna í hverri deild. Aðalfundur kýs stjórn félagsins og stjórnin ræður framkvæmda- stjóra og hann síðan aðra starfs- menn. Þannig er lýðræðisstjórn- arskipulag kaupfélaganna. Það byggist á jafnrétfi einstakling- anna. f kaupfélagi eru allir jafn réttháir, hver sem fjáreign þeirra er, gagnstætt því sem er í hluta- félagi, þar sem auðugasti maður- inn hefur margfalt atkvæðamagn á við minnsta hluthafann. Lík- legast kallar Mbl. það lýðræðis- legt fyrirkomulag. Afstaða þessa málgagns til lýðræðisins hefur og verið breytingum undirorpin á áranna rás. Um vatnsskort og dularfull fyrirbrigði. VATNSVEITAN hefur nú ný- lega birt áskorun til almennings að fara sparlega með vatn. Á þessum árstíma er oft vatnsskort- ur í fjallinu og gætir þess fljótt, ef rennsli er mikið Þá tæmast geymarnir og vatnslaust verður í heilum bæjarhverfum um lengri eða skemmri tíma. Brekkubúar þekkja vatnsleysið og hafa lengi búið við það. Þrátt fyrir endur- bætur á vatnsleiðslunni úr fjall- inu í bæinn, er vatnsskorturinn enn viðloða allt of oft á brekkun- um. Kann eg ekki að greina frá því, hvort hægt mundi að bæta úr þessu eða ekki. Fróðlegt væri að heyra álit kunnáttumanna um það efni. FYRIR NOKKRU bar það við, að húsmóðir á brekkunni var að þvo þvott. Hafði hún vatn í bala, en slanga var úr krananum í bal ann. Vatnslaust var orðið, og var kranirm opinn. Nú þurfti hús móðirin að bregða sér frá ofurlitla stund. Er hún kom aftur að þvottabalanum, brá henni heldur í brún. Allt vatnið var horfið úr balanum. Enginn hafði komið í herbergið á meðan. Enginn hafði tekið vatnið eða hellt því niður. Annarra skýringa þurfti að leita á þessu fyi'irbrigði. Og skýringin var raunar auðsæ: Fyrir vatns- leysið hafði myndast lofttómt rúm í pípunum ofar í bænum. Sogaði það vatnið úr balanum til sín, og út í vatnsæðar bæjarins. Væntan- lega hafa einhverjir bæjarbúar fengið vatnið úr þvottabala hús- móðurinnar í kaffikönnu sína eða vatnsglas, hæfilega blandað. Fleiri sögur þessari lík hafa gerzt. Fyrir nokkru höfðu bygginga- menn vatn í tunnu við nýbygg- ingu í bænum. Slanga lá í tunn una frá krana. Vatnslaust var orðið og kraninn skilinn eftir op inn. Áhorfendur sáu, að vatnið lækkaði ört í tunnunni. Var þó enginn að taka vatn úr henni Áhorfendur nudduðu augun, en þetta var ekki missýning, vatnið þvarr, og bi'átt sá í botn tunn unnar. Þarna gerðist sama fyrir brigðið. Vatnið sogaðist upp tómu pípurnar. Blandaðist þannig neyzluvatni bæjarbúa. Hugsa mætti sér þann möguleika, að verið væi'i að hreinsa holræsa pípur með vatnskrafti, og er raunar oft gert. Vatnslaust væri á nærliggjandi svæði og sogkraft- urinn í pípunum drægi til sín vatn úr holræsakerfinu inn vatnsæðarnar. Þetta dæmi er að- eins hugsanlegur möguleiki, en hefur væntanlega aldrei gerzt. En möguleikinn minnir á, að hér er um mikla hættu að ræða, sem ekki er vert að loka augunum fyrir. Bæjarmenn verða að ástunda þrennt í sambandi við þessi mál, til eigin öryggis: Fara sparlega með vatn og láta það ekki renna að óþörfu og forða þannig því, að vatnslaust verði og sogkraftur myndist í pípunum. í (Framhald á 5. síðu). Einfaldur borðbúnaður Ein af þeim nauðsynjum, sem ekkert heimili getur án verið, er borðbúnaður. Hnífar, gafflar og skeiðar eru þeir hlutir, sem oftast eru notaðir af hinum ýmsu búshlutum. Þessir hlutir koma fram í dags- ljósið daglega og meira að segja oft á dag. Það hefur dví ekki lítið að segja, að slíkir hlutir séu vel gerð- ir og þjóni tilgangi sínum sem bezt. Yfirleitt hafa- ýmsar kreddur og gamlar venj- ur ráðið miklu um fram- leiðslu þessara hluta, og á það aðallega við um hina margskreyttu og útflúruðu silfurfram- leiðslu hinna ýmsu landa. Not borðbúnaðar- ins eru hin sömu í dag og þau voru fyrir hundrað árum. Þess vegna er lögun skeiðar eða gaffals ekki ólílc því, sem þá var. En þó hefur reynslan og breyttar lífsvenjur kennt og breytt ýmsu í þessum efnum, og mönnum er nú óðum að skiljast, hvert megin hlutverk borðbúnað- arins sé, sem sé nothæfnin. Borðbúnaðurinn er fyrst og fremst til þess að borða með, en ekki til þess að skreyta borð með. Einfnldur borðbúnaður úr ryðfríu stáli. Hnífurinn er með nýja laginu. Víða erlendis er ryðfrítt stál að ryðja sér til rúms, sem annað aðalefni borðbúnaðar, og eru á markaðnum mjög fallegar og hentugar gerðir af því. Ryðfrítt stál hefur það fram yfir t. d. silfur- húðaða muni, að það heldur sér eins um áratugi og endist miklu betur. Gott silfur er um það bil sex sinnum dýrara en ryðfrítt stál, svo að au'ösætt er að stálið hljóti að falla í hlut margra, enda er út- breiðsla þess mikil, og mjög til stálframleiðslunnar vandað. Nýjar tegundir af borðhnífum hafa líka komið fram, sem náð hafa miklum vinsældum, a. m. k. í Danmörku. Það eru hnífar með löngu skafti og stuttu blaði, og eru þeir framleiddir bæði úr stáli einvörðungu og einnig með plastík eða beinsköft- um. Skaftið er það langt, að stór karlmannshendi getur haldið um það án þess að fingurnir nái fram á mitt blaðið. Eins og flestir munu hafa veitt eftir- tekt, notar maður aldrei nema hluta af blaðinu á hinum venjulegu hnífum. Sá hluti þess, sem næstur er skaftinu er ekkert notaður. Á hinum nýju hníf- um sker. maður svo til með öllu blaðinu. Sumir þeii’ra eru þannig gerðir, að blaðið er töluvert breitt og íbogið, svo að það notast allt, þegar skorið er með því. Skólar, sem kenna híbýlaprýði og heim- ilsskreytingar, hvetja ungt fólk til þess að velja ein- föld mynstur og gerð á þann borðbúnað, sem nota eigi að staðaldri. Slíkir skólar og stuðningsmenn þeirra beita sér og fyrir því, að hafa áhrif á fram- leiðslu þessara muna. Hér á landi, þar sem engin framleiðsla er á slíkum hlutum, er engum óskum hægt að koma á framfæri við framleiðendur. En það þarf að vera ósk húsmæðra til þeirra, sem kaupa inn í landið þennan nauðsynjavarning, að valdar séu smekklegar gerðir af silfri og um fram allt ryðfrítt stál heldur én gerfisilfur eða silfur- „plett". P. SKYROSTUR. Skyrost getur hver kona gert heima hjá sér bg er hann hið ágætasta álegg. Skyrið þarf að vera nokk- uð gamalt, helzt tveggja vikna. Það er hrært vel með dálitlu af salti. Þá er sett saman við kúmen, hrært vel saman og osturinn er tilbúinn. Einnig má nota hráan lauk, sem saxaður er smátt, í stað kúm- ens, og á sumrum er graslaukur það allra bezta. —- Þegar notað er kúmen, minnir osturinn nokkuð á danskan „Rygeost“. Osturinn er smurður ofan á brauðið, og má ef- laust spara smjör undir þetta ágæta álegg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.