Dagur - 05.04.1950, Síða 8

Dagur - 05.04.1950, Síða 8
8 Bagur Mi'ðvikudaginn 5. apríl 1950 Forustumenn Bændafélags Þing- eyinga harðorðir um stjórn- málaástandið Skora í dreifibréfi á bændur að stofna bændafélög Bændafélag Þingeyinga hefur nýlega sent bændum víðs vegar um landið áskorun um að stofna bændafélög eins og hið þingeyska. í bréfi sínu eru forráðamenn þessara samtaka harðorðir um stjórn- málaástandið. Bréfið fer hér á eftir: Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu nýlega lokið Hreppum beimiluð lán til vegagerðar „Bændur hófu bai-áttu fyrir rétti sínum og gegn arðráni fyrir hundrað árum. Mjög mikið þok- aði áleiðis. — Samvinnufélögin urðu um skeið sterkasta áhrifa- valdið um verðlag vara. Bændur gerðu stjórnmálasamtök á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og varð flokkur þeirra áhrifaríkastur allra flokka og hafði forustu í stjórnmálum frá 1924—42. Allur þessi árangur er nú að miklu glataður. Verzlunin er ófrjáls. Álagning er lögskipuð, oft 30— 40% eða meir. Tollar nema oft hærri hundraðshluta, þannig, að af hverjum þremur krónum, sem vara er keypt fyrir, fer oft ein króna til vörudreifingar, önnur til ríkisins, en aðeins einn þriðji vöruverðsins fer til þess að borga innkaupsverð og flutning. Innlendar iðnvörur sæta sömu lögum vegna álagningar iðn- meistara og verzlana. Samvinnu- félögin geta nú ekki lengur sýnt mátt sinn til umbóta vegna lög- þvingunar. Áhrifavald bænda og annarra kjósenda er nú einnig mjög þorrið í stjómmálum. Flokksstjórnirnar í Reykjavík stefna a ðeinveldi. Þær vilja jafn- an ákveða þingmannsefni og ráða síðan hvernig flokksmennimir greiða atkvæði. Valdamenn í stjórnmálum eru löngu horfnir úr hópi þeirra, sem starfa að fram- leiðslu nauðsynja. Flokksstjórnirnar eru samtaka um, að beina meginafli ríkis- teknanna til óarðbærra hluta og fjölga þeim starfsgreinum ríkis- rekstrar, er leggja kvaðir á al- menning, og hömlur á athafna- og atvinnufrelsi. Nú getur enginn hreyft hönd eða fót til neinna framkvæmda, án þess að leita fyrst til hinna mörgu nefnda og leyfisgjafa, sem sitja í Reykjavík. Allt þetta stjórnarfar byggir upp rándýrt ski-ifstofukerfi. Þessi verzlunarskipun og ríkisrekstur er óhóflega dýr fyrir fámenna þjóð, og er það frumrót dýrtíðar- innar. Þessari óstjórn hefur tekizt að eyða 600 milljónum króna af er- lendum innstæðum og koma rík- issjóðnum í 200 milljón ki-óna skuldir. Og þó að 300 milljónir séu árlega lagðar á landsfólkið, skortir fé til styrktar atvinnuveg- unum. Vegna alls þessa og margs fleira virðist full nauðsyn að hugsandi áHugamenn meðal bænda bindist samtökum óháðum þeim stjórn- málaflokkum, sem nú eru, til þess að auka áhrifavald sitt og spyrna á móti þjóðmálaspillingunni. Þetta er megintilgangurinn með stofnun Bændafélags Þing- eyinga. Okkur er ljóst, að einir megnum við lítils; þá fyrst, ef lík félög væru stofnuð víðs vegar um landið, mætti vænta verulegs árangurs. Við leyfum okkur því að fara þess á leit við þig, að þú athugir gaumgæfilega þetta mál, og ef þú sérð þér fært, að gangast fyrir stofnun slíks félags með öðrum áhugamönnum í þínu hér- Fjárfestingarleyfi fyrir slökkvistöðinni fengið Slökkviliðsstjóri hefur skýrt blaðinu frá því að fengið sé fjár- festingarleyfi fyrir einni hæð nýju slökkvistöðvarbyggingar- innar, og er þess vænzt, að verkið verði hafið hið bráðasta. Vegna fyrirhugaðrar brunaiðgjaldalækk unar, er slökkvistöðin kemst í notkun, er mikið hagsmunamál fyrir þæjarbúa að málinu verði hraðað. Ný slökkvistöð og bruna- varzla er og til mjög aukins ör- yggis fyrir bæjarmenn. Viðræður aftur hafnar um slimar- útgerð togaranna Fyrir nokkru hófust á ný við- ræður milli forráðamanna togara- útgerðarinnar hér í bæ og sjó- manna um kaup og kjör á togur- unum í sumar, ef þeir færu að veiða hráefnj. til fiskimjölsvinnslu í Krossanes:', Enginn endanlegur árangur hefur fengizt fram, enn sem komið er, en rætt mun vera um nýjan kjarágrundvöll. sem væntanlega mun koma til at- kvæðagreiðslu meðal sjómanna innan skamms. Háseti á „Svalbak44 slasast Sl. sunnudagskvöld kom tog- arinn Svalbakur til Reykjavíkur með slasaðan mann. Var það Vik- tor Þórðarson háseti, búsettur í Reykjavík. Meiðsli hans eru ekki talin lífshættuleg. Skipið var að veiðum sunnan við land. Er bú- izt við að það leggi af stað til Eng- lands í þessari viku. Sérstakur sendifulltrúi Myndin er af PHILIP C. JESSUP, sem gegnir sérstökum sendifull- trúastörfum fyrir Bandaríkja- stjórn. Jessup er nýlega kominn til Bandaríkjanna úr ferð um Asíulönd. Níu keppendur héðan á Skíðamóti r Islands Skíðamót íslands hefst í Siglu- firði á morgun. Er búizt við góðri þátttöku skíðamanna hvaðanæva af landinu. Keppendur frá Akur- eyrarfélögunum eru 9 talsins og fóru þeir til Siglufjarðar með Esju í fyrrinótt. Keppa þeir í göngu, bruni, svigi og stökki. — Meðal keppendanna er Magnús Brynjólfsson. — Sunnlendingar fjölmenna á mótið. Komu flestir þeirra með flugvélum sl. sunnu- dag. Munu nær 30 reykvískir skíðamenn keppa á mótinu. „ArnarfeU“ losar kornvörur Um sl. helgi kom m.s. Amar- fell hingað og losar hér ýmiss kon ar kornvörur frá Bandaríkjun- um, en þaðah kom skipið í sl. viku. Héðan fer skipið til Húsa- víkur og Reyðarfjarðar og losar þar, en byrjar að því búnu að hlaða saltfisk á ýmsum höfnum, sem það flytur til Grikklands. — Hvassafell er nýlega lagt af stað til ítalíu með saltfiskfarm. Skýrsla um árangur j gróðuríilrauna hjá Ræktunarfélaginu Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands, 45.—46. árg., er nýkomin út. Af efni ritsins, sem er nær 200 bls. að stærð, er skýrsla Ólafs Jónssonar fyrrv. framkvæmda- stjóra um árangur gróðurtilraun- anna á vegum Ræktunarfélagsins sl. 45 ár. Skýrsla um 30 ára ár- angui' gróðurtilrauna kom út í ársritinu 1933, en í þessari skýrslu eru tekin upp meginatriði hinnar fyrri skýrslu, og aukið við til- raunaái-angri síðustu 15 áranna. Þá fiytur íitið og skýrslur Bún- aðai sambandanna í Norðiend- ingafjórðungi 1948—1949. Sýslui'undur Eyjafjarðarsýslu hófst 23. marz og lauk 31. s. m. Meðal mála er sýslunefndin af- greiddi eru þessi: Skorað var á vitamálastjórnina, að láta setja upp radiostefnuvita í Hrísey. Til viðhalds sýsluvega voru veittar 74500 krónur. Til nýbygg- inga kr. 83000.00. Til brúar á Öxnadalsá kr. 30000.00. Þá tók sýslunefndin upp þá ný- breytni að heimila þeim hreppum, sem vildu flýta sýsluvegagerð hjá sér, að taka lán til þess. Lán þessi Aðalfundur Ferðaféálags Akur- eyrar var haldinn sl. sunnudag. Fóru þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. Auk þess var rætt um framtíðarstarfsemi félagsins. Hringferð um landið. Rætt var um að nota flugvélar í þjónustu félagsins til ferðalaga og ákveðið að félagið efndi til hringferðar umhverfis landið með flugvél í sumar. Þá var og ákveðið að i-eyna að koma upp göngubrú á Kreppu til þess að (Framhald af I. síðu). hvergi nærri þörfum landsmanna. Þá benti hann á, að seinni tíma rannsóknir hefðu breytt skoðun manna á smjörlíki og sýnt að það væri fjarstæða að telja það óhollt eða næringarlaust. Það væri þvert á móti holl fæða og næring- arrík, því að það væri eingöngu búið til úr góðum olíum, hins vegar væri það vítamínsnautt, en auðvelt væri að bæta úr því með því að vítamínblanda það, og gerðu það margar þjóðir. For- stöðumaður hinnar nýju smjör- líkisverksmiðju er Svafar Helga- son. Nýja pylsugerðin. Síðastliðið haust flutti pylsu- gerð félagsins, sem var til húsa í Hafnarstræti 87, í bakhúsum kjötbúðarinnar, í ný húsakynni í göml u sm j örlíkis verksmið j unni. Hefur húsinu verið breytt veru- lega, komið fyrir suðuklefum, reykofnum og kæliklefum. Þá hefur verið innréttaður afgreiðslu salur á neðstu hæð hússins og fer þar fram móttaka á afurðum og afhending frá pylsugerðinni. — Pylsugerðin framleiðir margar tegundir af pylsum og bjúgum, kjöt- og fiskifars og ýmiss konar brauðálegg. Hún annast og heild- sölu félagsins til kjötbúða og mat- vöruverzlana í bænum og úti á landi, ásamt sölu á nýju, reyktu. yrðu svo greidd úr sýsluvegasjóði á 5 til 10 árum. Á þessum sýslu- fundi samþykkti sýslunefndin lánsheimildir til þessa fyrir kr. 375000.00. Veitt var til mentnamála kr. 39600.00, þar af til viðbótarbygg- ingar Laugalandsskóla kr. 30000.00 og reksturs hans kr. 7000.00. Til heilbrigðismála kr. 39700.00, þar í ljósmóðurlaun. Til búnaðarmála kr. 11900.00. Sýslusjóðsgjald var ákveðið kr. 80000.00. auðvelda ferðamönnum að kom- ast í Hvannalindir. Kosningar. Úr stjái'ninni áttu að ganga Björn Þórðarson, form., Björn Bessason og Eyjólfur Árnason, og voru allir endurkosnir. Þorsteinn Þorsteinsson er framkvæmdastj. félagsins. í félaginu éru nú 530 félags- menn og er það sama tala og árið áður. Hagur félagsins er góður. söltuðu og frystu kjöti. Verk- meistari pylsugerðarinnar er danskur pylsumeistari, O. Jörg- ensen, en forstöðumaður er Valdi mar Haraldsson, sem lengi hefur verið starfsmaður kjötbúðarinnar. Kjötbúðareldliús. Þá er nýlega tekið til starfa eld- hús í sambandi við kjötbúð fé- lagsins. Þar er framleiddur alls konar matur til framreiðslu á matborðið eða til upphitunar. Er þessi vara mikið notuð í bænum og þykir framleiðslan til mikilla þæginda fyrir bæjai'menn. For- stöðukona eldhússins er frá Ingi- björg Júlíusdóttir, en kjötbúðar- stjórinn, Sigmundur Björnsson, hefur á hendi stjórn þess ásamt kjötbúðarstjórninni. Um allar þessar framkvæmdir KEA má segja, að þær séu með miklum myndarþrag og hefur allt kapp verið lagt á að gera fyrirtækin vel úr garði í hvívetna. Þessi ÍTamleiðsla er í senn til hagsbóta og þæginda fyrir neytendur í bænum og víðar og fyrir fram- leiðendur landbúnaðarafurða. — Með þessum framkvæmdum hef- ur sala margs konar landbúnað- arafurða til neytenda komizt á traustari grundvöll en áður og meira kapp en fyrr verið lagt á að hafa framleiðsluna fjölbreytta og er hvort tvéggja mikill ávinning- ur. Ferðafélag Akureyrar hyggst efna til hringferðar um landið í flugvél Frá aðalfundi félagsins sl. sunnudag - Framkvæmdir K. E. A.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.